Tíminn - 31.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.07.1966, Blaðsíða 14
14 TIMINN SUNNUDAGUR 31. júlí 1966 F. . B. Vegaþjónusta Félags íslenzkra bií reiðaeigenda helgina 30. júlí til 1. ágúst 1966. Verzlunarmannahelgin. F.f.B. 1 Rangarárvallasýsla. F.Í.B. 2 Bjarkarlundur og nærsveitir. F.f.B. 3 Hellisheiði, Ölfus, Skeið. F.Í.B. 4 Borgarfjörður, Mýrar. F.f.B. 5 Kranabifreið, Hvalfjörður. F.f.B. 6 Kranabifreið, Árnes- og Rangárvs. F.Í.B. 7. Sjúkrabifreið, staðsett við Stðru- Mörk. F.f.B. 8 Hvalfjörður. F.Í.B. 12 Út frá Neskaupstað. F. f B. 13 Þingveliir, Lyngdalsheiði, Laugarv. F.Í.B. 14 Út frá Egilsstöðum. F.Í.B. 15 Út frá Akureyri. F.Í.B. 16 ísafjörður, Vatnsfjörður. HEIMSMEISTARAR Framhald af bls. 1. dropa og leikurinn á Wembley var svo spennandi frá upphafi til loka að óvenjulegt má teljast — og knattspyrnan sat í fyrirrúmi. Enska liðið vann verðskuldaðan sigur — og það hefði verið hroða legt ef mistök dómarans hefðu rænt það sigrinum. Fimmtán sek. fyrir leikslok tókst Þjóðverjum að jafna og hætt er við — ef rétt reynist að hinn svissneski dómari Dienst — hafði orðið þar mjög á í messunni. Hann dæmdi aukaspyrnu á Eng land — mjög harður dómur og yfirsást, er einn Þjóðverjanna sló knöttinn til Weber, sem jafnaði. Þýzkaland skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mín., þegar Haller fékk knöttinn frá Wilson og skor aði auðveldlega. Aðeins fimm mín. síðar jafnaði Hurst fyrir England með skalla eftir auka- spyrnu. Hraðinn í leiknum var gífurlegur og knötturinn gekk frá einu marki til annars. Fyrst í síð ari hálfleik varð hraðinn minni, en um miðjan hálfleikinn náðu Englendingar yfirhöndinni og sóttu mjög. Á 33. mín bar það upp skeru, þegar Peters skoraði fyrir Reyfarahöfundurinn Dumas reit höfuðrit um matargerðarlist sV --------s s ..... Feðgarnir Alexander Dumas eldri og yndri eru meðal víðlesn- ustu rithöfunda franskra. Þeir eru í Frakklandi venjulega nefndir Al- exandre Dumas pére (faðir) og Alexandre Dumas fils (sonur). Einkum er faðirinn frægur um all- an heim sem höfundur skemmti- sagnanna „Skytturnar“ og „Greif- inn af Monte Cristo," sem útgef- endum víða um heim þykir, að helzt verði ætíð að vera til á markaði. Þessar sögur eru í aug- um ungra og gamalla enn meðal hinna mest spennandi reyfara, og hér á landi eru þær enn þann dag í dag hin útgengilegasta vara. Höf- undurinn skrifaði fjölda annara sagna, en þær hverfa allar í skugg- ann af Skyttunum og Greifanum, og munu örugglega lifa þær all- ar. En tiltölulega fáir utan Frakk- lands hafa vitað, að ein merk- asta bók, sem hann setti saman um dagana, er á allt öðru r.viði. Það var matreiðslubók og raun- ar einstök í sinni röð. Nú er hún nýútkomin í Frakklandi í vandaðri útgáfu og nefnist „Le Grand Dicti- onnaire de Cuisine," 569 blaðsíð- ur og kostar 69 franka. Þetta er sérstætt verk á sínu sviði, raunar merkt heimildarrit eða menningarsögulegt um mat- | reiðslulistina. Hún er síðasta bók- in, sem hann lauk við um sína daga, en hann lifði ekki að sjá j hana útgefna á prenti. í Frakk- landi verður hennar örugglega tek ið tveim höndum, því að hin síð- asta útgáfa hennar er uppseld fyr- ir mörgum árum. Þær fáu útgáfur , bókarinnar, sem hægt hefur verið | að fá, eru styttar og óskaplega fá- |tæklegar í samanburði við heild- arhandritið, eins og það kom frá 1 hendi höfundar og kemur nú á markaðinn í verðugri útgáfu. Mikið orð fór af áhuga og ást Alexanders eldra á kræsingum mat arborðsins. Til eru margar teikni- myndir af honum, þar sem hann birtist sem hið mesta átvagl, en þær kunna að vera nokkuð ýktar. En hitt er víst, að hann bar mik- ið skynbragð á mat, og hann hef ur örugglega verið gestur við fræg asta veizluborð á öldinni, sem leið, kennt við Grimod de la Reynieres. Þessi sælkeri og listamaður í sinni grein gaf út „Almanach des Gourmands" (almanak sælkera), eyddi í það verk mörgum árum, og þrátt fyrir bæklun sína var hann einn frægasti samkvæmismað ur á 19. öldinni. Hendurnar á hon- um voru eins og hreifar og hann skýldi því eftir megni og tókst það C "* * ; England fyrir fyrirsendingu Ball. Og þegar heimsbikarinn virtist örugglega í höndum Englendinga jöfnuðu Þjóðverjar svo óvænt — og að því er virðist ekki réttilega og framlenging var óhjákvæmileg. En enska liðið sýndi sínar beztu hliðar og tókst að skora eitt mark í hvorum hálfleik framlengingar- innar. England hefur alltaf sigrað V-Þýzkaland í knaatspyrnu og sigraði einnig í þýðingarmesta leiknum, sem löndin hafa leikið. FRÍMERKI Fyrir hvert islenzkt fri- merki, sem þér sendið mér, fáið þér 3 erlend. Sendið minnst 30 stk. JÓN AGNARS, P.O. Box 965, Reykjavík. EITURLYF Framhald af bls. 1. lögreglan hefur ekki gefið upp nafn landsins. Lögreglan hefur ekki áður komizt í tæri við þenn an mann, og talsmaður lögregl- unnar sagði í dag, að ekki væri enn vitað, hvort hann seldi eitur- lyf á eigin hönd, eða hvort hann starfaði fyrir einhver smyglsam- tök. Hinn Bandarikjamaðurinn, sem lögreglan segir, að sé námsmaður, hefur sagt lögreglunni, að hann hafi hitt norska stúlku í Mið- Austurlöndum og slegizt í fylgd með henni norður eftir meginland inu. Hefði hann keypt eiturlyfin á leiðinni til Noregs. Kvaðst hann hafa ætlað að nota eiturlyfin sjálf ur. BLADBURÐARFÓLK óskast til að bera blaðið í Stórholt og Vesturbrún. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 7, sími 1 23 23. TREFJAPLAST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgizt með tímanum. Ef svalirnar eða þakið þarf endurnýjunar við, eða ef þér eruð að öy99Ía, þó látið okkur ann- j ast um lagningu trefja- < plasts eða plaststeypu é i þök, svalir, gólf og veggi á húsum yðar, og þér burfið ekki að hafa áhyggjur af því í framtíðinni. Þorsteinn Gíslason, málarameistari, sími 17-0-47. Alexandre Dumas saddur og sæll, þakkar fyrir matinn með því að gefa gestgjafanum nýja skáldsögu sína og konu Hans hálsfesti. Mynd úr bókinni miklu um matargerðarlistina, Le Dictionnaire de Cuislne. Hjartanlegar þakklr færi ég öllum þeim, er auðsýndu mér samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Filippusar Jónssonar Hinnig þakka ég innilega læknum og starfsliði á sjúkrahúsinu Víf- ilsstöðum, fyrir alla umönnun í veikindum hans á síðastliðnu ári. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Matthíasdóttir. listilega, var snillingur í þvx að beita „mansjettunum“ á skyrt- unni við matreiðsluna. í einni af skáldsögum sínum læt ur Alexander eldri hinar frægu veraldarsögulegu persónur Danton og Marat hittast við dagverðarborð, sem Grimod hefur tilreitt. Meðal borðgesta telur hann málarann David, leikarann Talma, Kamelíu- frúna Desmoulins og einhvern dr. Guillotin. Þótt það megi te'jast skáldskapur, að þessir gestir hafi setið saman við þetta borð, er matseðillinn líkast til sá sami og fylgdi matborðinu fræga, sem Alex ander eldri sat hjá matarmeistar- anum Grimod, og hann hljóðnr á þessa leið: Ostrur frá Ostende, á discretion, ferskar úr sjónum sendar með hraði, opnaðar og bornar á borð. Potage á 1‘osmazome. Kalkúni, 3—3 kíló að þyngd, fylltur með kúlusveppum frá Péri- gord. Stór Rínarkarfi, fluttur lifandi frá Strassborg til Parísar, stungið lifandi í sjóðandi vatn, tilreiddur og ríkulega skreyttur. Lynghænur með uxamerg, fyllt- ar með kúlusveppum, steiktar í smjöri. Fljótagedda fýllt með fleski og krabbafiski. Fleskfylltur fasanhani á la Soubise. Spíant í akurhænufeiti. Sætabrauð með Vanille á la rose. Borðvín: Madeira, bordeaux, shampagne, bourgogne af bezta ár- gangi Vín með eftirrétti: Alicante, La- laga, sherry frá Sýrakúsu, Kýpur og Cap Constantia." Og höfundur lætur Grimod segja þau orð, sem alveg eins gætu ver- ið mælt fram af höfundi sjálfum- Skáldskaparlistin á sýna gyðju, Melpomene, alveg eins og matar- gerðarlistin á sína, sem kallast Gasterea, og af því nafni er mynd- að orðið „gastronom" (sælkeri eða matargerðarmeistari). Báðar eru þessar gyðjur vænar meyjar og því ber okkur að dýrka þær báðar, en hvorki láta illt orð falla í garð þessarar eða hinnar. í þessum anda hefur Alexander Dumas eldri ritað hina ódauðlegu „dictionnaire" sína, og heimurinn getur verið þakklátur fyrir, að hon um auðnaðist að ljúka við þetta ritverk, eins og við stöndum í þakk arskuld við hinn fræsa chef oe náinn vin Alexanders Dumas, eldra Vuillemot, fyrir að hann endurskoðaði og leiðrétti handrit- ið að höfundi látnum, fékk útgef- anda og .las meira að segja próf- arkir að því fyrir prentun. Dumas sjálfur hafði lagt síðustu hönd á þetta verk og afhent það til út- gáfu, og raunar var byrjað að setja það, er fransk-prússneska stríðið brauzt út, og það var nóg til að stöðva útgáfuna. Dumas af- henti handritið til útgáfu í marz 1870, en Frakkland lýsti yfir stríði á hendur Prússlandi 19. júlí, og sama ár lézt Alexander Dumas eldri. En þetta æviverk hans lifir. Vitaskuld er „le dictionnaire" nú á dögum fyrst og fremst menn- ingarsöguleg heimild. Og það var það raunar, er það kom út með tveim löngum formálum höfundar, „Quelques mots au Lecteur" (nokk ur orð til lesandans) og bréfið til vinar hans, Jules Janin, þar sem hann gerir grein fyrir menn- ingarsögu eldhússins og grundvall- arreglum þess, 1 lifandi formi fullu með skemmtilegum smásögum og skrítlum. En það er ekki einungis menningarsöguheimild heldur fylli lega nothæf handbók þann dag í dag. Ekkert verk allt frá Larousse- alfræðibókinni til „Dictionnaire de 1‘académie des Gastronomes“ tveim merkustu samtímaritverkum um matargerðarlist, hefur verið fullgert án þess að njóta góðs af verki Dumasar. Og í styttum út- gáfum hefur þetta verk verið mörg um hreinasti skemmtilestur. í bókinni greinir frá því, að Antonius keisari gaf kokknum sín- um heila borg með 35 þúsund íbú- um í þakklætisskyni fyrir góða þjónustu, og Dumas mælist til þess, að þjóðhöfðingjar samtím- ans sýni lit á því í líkum mæli, að þeir eigi meira undir matgerð- armeisturum sínum en mörgum öðr um. Vera má að það hafi orðið til þess, að sumir helztu kokkar voru sæmdir æðstu heiðursmerkj- um. Höfundur fræðir okkur um það, að örninn sé konungur fuglanna vegna stærðar, tigins útlits og dirfsku, en að kjötið af honum sé langt frá því að vera ljúffengt, heldur þvert á móti seigt og bragð vont og Gyðingum forboðið að bragða á því. Á hinn bóginn sé miklu minni fugl, lævirkinn, bæði lofsunginn af skáldum og lostæti hið mesta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.