Tíminn - 31.07.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1966, Blaðsíða 16
Þörf er á strangara eftírliti með barnagædu í heimahúsum segja forsvarsmenn Barnaverndarnefndar í Reykjavík ; • ■ i| WM Fyrir nokkrum dögum var byrjað að slá upp fyrir stórbyggingu Landleiða við Reykjanesbrautina. Hér sést grunnurinn og uppslátturinn, eins og hann var á föstudagskvöldið. (Tímamynd GE). LANDLEIÐIR H.F. OG ISARN REISA SER STÓRHÝSI VIÐ REYKJANESBRAUTINA skrifstofur. Búizt er við, að húsið verði tekið í notkun ein- hvcrn tíma á næsta ári. Ágúst Hafberg framkvæmda- stjóri Landleiða sagði í viðtali við Tímann, að þarna yrði 800 fermetra verkstæði og um 400 fermetra vörugeymslur, allt á einni hæð, en á efri hæð verða skrifstofur. Ekki er endanlega ákveðið, hve mikill hluti húss- ins verður reistur nú, en sam- stöðin verði flutt af Gríms- staðaholtinu og að Reykjanes- braut, þannig að stutt verði fyrir vagnana af aðalleið þeirra og til bækistöðvarinnar, bæði til viðgerða og annars, sem vinna þarf við þá, en m.a. mun öll hreinsun og þvottur á þeim verða framkvæmdur í nýju byggingunni, sem mun kosta um 10 milljónir, sarn- kvæmt kostnaðaráætlun. FB-Reykjavík, laugardag. Byrjað er að slá upp fyrir mikilli byggingu, sem rísa á sunnan Reykjavíkurvegar, milli nýju Slökkvistöðvarinnar og Sölufélags garðyrkjumanna. Það eru Landleiðir og Isarn, Scania Vabis umboðið, sem þarna hyggjast reisa 1200—1300 fermctra byggingu, sem í verð- ur verkstæði, vörugeymsla og kvæmt teikningu á það að ver'ða um 1600 fermetrar. Hingað til hafa Landleiðir haft aðalbækistöð sína á Gríms staðaholtinu, þar er orðið þröngt um starfsemina, en Land leiðir hafa starfað í 16 ár, og eiga nú 10 bíla. Eitt aðalverk- efni fyrirtækisins er rekstur Hafnarfjarðarleiðarinnar, og er því mjög hagkvæmt að bæki- í 43 kennarar frá Norðurlönd- | um hafa nýlokið mánaðarnám- Ískeiði í Bandaríkjunum, þar sem þeir lögðu stund á ensku, bandarískar bókmenntir og menningu, o.fl. Voru þeir á Luther liáskóla í Iowa og var ; þetta þriðja árlega kennara- námskeiðið, sem þar hefur ver- ið haldið fyrir Norðurlandabúa. f þessum kennarahópi eru fjórir fslendingar. Þeir eru í fremstu röð á myndinni, ann- ar frá vinstri er Jón Eysteins- son, Reykjavík, næstur er Ilall- dór Ólafsson, Reykjavík, Ás- mundur Jónsson, Akureyri og Sverrir Hólmarsson, Reykjavík. Á miðvikudaginn var, Iauk námskeiðinu með „Norðurlanda kvöldi“ og skemmtu Norður- landabúarnir með dönsum og söngvum á liáskólalóðinni. Um helgar fóru kennararn- ir í ferðalög til Minnesota-ár- innar, Minneapolis, Rochester, í ýmsa skóla, iðnaðar- og land búnaðarhéruð. Námskeiðið var haldið að til hlutan Lutlier Iláskólans og American-Scandinavian Founda tion. GÞE-Reykjavík, laugardag. Vegna skorts á dagheimilum og vöggustofum hér í borginni, hafa margar mæður, er einhverra hluta vegna hafa þurft að stunda vinnu ut.an heimilis, gripið til þess ráðs að senda börn sín í gæzlu á dag- inn. í borginni eru fjölmargar kon ur, sem í atvinnuskyni hafa nokk- ur börn í gæzlu á daginn og hafa upp úr því drjúgan skilding. Hins vegar fara tvennar sögur af þvi, hvernig þær hugsa um þessi fóst- urbörn sín. Flestar eru eflaust heið arlegar, og umhirðu barnanna hjá þeim er á engan hátt ábótavant, en við höfum haft spurnir af nokkr um tilfellum, þar sem aðalatriði þessarar starfsemi virðist vera ábatavonin, en hitt skiptir minna máli, hvernig hugsað er um börn- in. Af þessu tilefni sneri Tíminn sér til Ólafs Jónssonar, frkvstj. Barnaverndarnefndar og Agnar Helgasonar starfsmanns nefndar- innar og spurðist fyrir um, hvort þessi starfsemi væri heimil og þá. hvort ekki væri skylt að hafa eifi- hvað eftirlit með henni. Við fena- um þau svör, að væri um að ræða gæzlu fleiri en fimm barna, væri nauðsynlegt að fá leyfi Barnavernd arráðs, svo og vottorð frá borgar- lækni um að viðkomandi húsnæði og önnur aðstaða til barnagæzlu væri fullnægjandi. Hins vegar giltu engar reglur um það, þegar um væri að ræða gæzlu fimm barna og færri. Það hefði reynd- ar viljað brenna við, að Barna- verndarnefnd bærust kærur um að Framhald á bls. 15. NÝ LÖG- SKILARÉTT í ÓLAFSVÍK AS-Ólafsvík. Ný lögskilarétt var tekin í notk- un í Ólafsvík fyrir nokkru. Rétt þessi er byggð úr timbri og tekur um 1000 fjár. Gamla réttin sem hlaðin er úr grjóti er hrunin. Þá hefur hreppurinn látið girða kring um þorpið fjárhelda girðingu og setti Vegagerð ríkisins upp vega- hlið beggja vegna við þorpið. Verð ur nú hægt að gera lóðir snyrti- legri þegar ekki þarf að girða um þær með skepnuheldri girðingu. 30-40 LAXAR Á DAG HZ-Reykjavík, laugardag. Nú hafa veiðzt í Laxá í Kjós um 640 laxar. Veiðin gekk afar treglega í vor en er nú að ná meðallagi. Mun láta nærri að 30— 40 laxar berist á land daglega Veiðisvæðin í Laxá eru þrjú. en langflestir laxarnir, 520, hafa kom ið af því neðsta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.