Vísir - 09.05.1975, Page 5
Vlsir. Föstudagur 9. mai 1975.
5
ILÖND í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Sá lík 300, sem
teknir voru af
lífi í Phnom
Penh
Þetta er einhver fyrsta fréttamyndin, sem borizt hefur frá Phnom Penh,
siðan hún féll i hendur Raufiu Khmerunum, en þá var rofiö allt samband
hennar viö umheiminn. Leyföu hinir nýju vaidhafar engar skeytasending-
ar, bréfaskipti eöa talsamband frá borginni. — Myndin er af liösforingja i
her Rauöu Khmeranna munda byssu sina og öskra aö kaupmanni, sem
hann rak úr verzlun hans. Fjórar milljónir manna hafa verið neyddar til
aö flytja þannig úr borginni út i landbúnaöarhéruöin.
30 ár frá falli
Berlínar
Mikil hátíð í Moskvu
Franskur læknir, sem
starfaði i Phnom Penh,
segir, að Sirik Matak
prins og Long Boret for-
sætisráðherra hafi verið
skotnir, eftir að Rauðu
Khmerarnir náðu höfuð-
borginni á sitt vald.
Dr. Bernard Piquart,
yfirlæknir Calmette-
sjúkrahússins í Phnom
Penh, segist einnig hafa
séð á aðaltorgi borg-
arinnar lík 300 manna,
sem skornir höfðu verið á
háls.
Læknirinn hélt þessu fram i
sjónvarpsviðtali i gærkvöldi, en
hann var i hópi siðustu flótta-
mannanna, sem flúðu yfir til
Thailands.
Dr. Piquart sagði: „Sirik
Matak og Long Boret voru
skotnir i iþróttaklúbbnum i
— Misjafnar sögur sagðar af nýju vald-
höfunum í Phnom Penh, sem byrjaðir
eru á nauðungcrflutningum úr
höfuðborginni út í landbúnaðarhéruðin
Phnom Penh, en hann er beint á
móti Phnom-hótelinu.”
Það var Sirik Matak prins,
sem lagði á ráðin um bylting-
una, þegar frændi hans Noro-
dom Sihanouk prins var flæmd-
ur frá völdum og i útlegð. —
Long Boret var forsætisráð-
herra stjórnar Lon Nol forseta,
þegar borgin féll.
Læknirinn sagði, að hann
hefði fengið til meðferðar á
sjúkrahúsið særða hermenn
Rauðu Khmeranna, en einnig
margar franskar konur, sem
innrásarherinn hafði nauðgað
og meitt.
Samtimis þessu berast fréttir
af þvi, að nýju valdhafarnir séu
ráðnir i að endurskipuleggja
þjóðhætti og stefni að þvi að
gera stórátak i landbúnaði.
Sydney Schanberg, einn fárra
bandariskra blaðamanna, sem
eftir varð i Phnom Penh, þegar
borgin var unnin, skrifar, að um
fjórar milljónir manna hafi
verið neyddar til að flytja úr
borginni og starfa i fjarlægum
landbúnaðarhéruðum.
Segir hann, að nýju valdhaf-
arnir virðjst hafna öllu, sem
minni á einhvern máta á gamla
stjórnkerfið, þar sem þeim
fannst mest bera á kaupmönn-
um og æðri stéttarfólki i borgum
og bæjum.
Schanberg segir, að Rauðu
Khmerarnir séu ákafir sjálf-
stæðismenn, sem virðist ráðnir i
að gera hlutina eftir eigin höfði,
án tillits til ráða Kinverja og
Sovétmanna, sem veittu þeim
þó feikilega hernaðaraðstoð þau
fimm ár, sem striðið stóð i
Kambodiu.
Svo langt hafa fólksflutningar
þeirra úr borginni gengið, að
jafnvel þúsundir særðra manna
hafa verið drifnir út af sjúkra-
húsunum og sendir af stað.
til að minnast endaloka nazismans
Mikil hátiðarhöld eru i
Moskvu i dag og i öllum
Sovétrikjunum er al-
mennur fridagur, þvi
menn halda hátíðlegan
þann dag, sem markaði
endalok nazismans. — 30
ár eru liðin, siðan Berlin
féll i siðari heimsstyrj-
öldinni.
„Rætur Fasismans létu eftir sig
djúp ör i lifi margra og breyttu
svip heimsins,” sagði Leonid
Brezhnev, leiðtogi sovézka
kommúnistaflokksins, i ræðu,
sem hann flutti i tilefni dagsins.
t ræðu sinni beindi Brezhnev
einnig máli sinu til vesturveld-
anna og skoraði á þau að taka
höndum saman við kommúnista-
rikin til að viðhalda friði á alþjóð-
legum vettvangi og tryggja ör-
yggi þjóðanna.
Brezhnev sagði á öðrum stað i
ræðu sinni, að sigur kommúnista i
Suður-Vietnam mundi örva af-
vopnunarviðræðurnar við Banda-
rikin og bæta ástandið i alþjóða-
málum.
Heimtuðu hjartasjúkling
fluttan í fangelsi
Franco Nogueira,
fyrrum utanrikisráð-
herra Portúgals, hefur
verið fluttur aftur i aðal
öryggisfangelsi landsins
af sjúkrahúsinu, þar
sem hann hefur legið til
þess að ná sér af hjarta-
slagi. — Dóttir hans
greindi frá þessum
flutningum i dag.
Hinn 54 ára gamli dr. Nogueira
var utanrikisráðherra i tið
Antonio Salazars einræðisherra
Súez verður
fríhöfn
Hin fyrrum liflega borg,
Súez.sem iognaðist út af og dó,
þegar Súezskurðinum var lokaö
1967, á að verða frihöfn, þegar
skurðurinn verður opnaöur aftur i
júni.
Anwar Sadat, Egyptalandsfor-
seti, hefur látið opna borgina og
nærliggjandi svæði til ibúðar og
stofnunar fyrirtækja, en þar
verða engar skattaskyldur né
tollar.
Aður var Súez viökomustaður
ferðafólks og vinsæl af sjómönn-
um, og er búizt við þvi, að þessi
ráðstöfun komi til með að laða út-
lendinga enn frekar að henni.
og einnig i stjórn Marcello Caet-
ano forsætisráðherra, sem var
við völd, þegar byltingin varð
gerð i september.
Starfslið Santa Maria-sjúkra-
hússins mun hafa krafizt þess
fyrr i vikunni, að byltingarráð
hersins léti flytja dr. Nogueira úr
sjúkrahúsinu i fangelsið aftur.
Sagðist það mundu aka honum
sjálft þangað, ef byltingaráðið
yrði ekki við kröfum þess. —
Nogueira var lagður inn á sjúkra-
húsið i desember eftir hjartaslag,
sem hann fékk i fangelsinu.
Dóttir hans segir, að fjölskylda
Nogueira beri þungan kviðboga
fyrir heilsu hans.
Dr. Nogueira var handtekinn
vegna mótmælagöngu, sem var i
bigerð i september i haust til
stuðnings Antonio de Spinola.
Hundri'.ð annarra áhrifamanna
voru handteknir um svipaðleyti,
en flestir látnir lausir aftur. Eng-
in ákæra hefur birzt á hendur
neinum þeirra, ekki heldur Nogu-
eira.
Dr. Nogueira er hafður i klefa
með 20 öðrum föngum i fangels-
inu.
Hinir nýju valdhafar Portúgals
hafa verið fjölþreifir i handtökum
sinum og sagt er, að á annað þús-
und pólitiskir fangar sitji i fang-
elsum og biði þess, að mál þeirra
komi fyrir rétt. Yfirvöld hafa
neyðzt til aö stækka eitt fangelsið
og breyta öðrum, svo að þau gætu
tekið við fleiri föngum.
McGovern hjá Castró
George McGovern, öldungadeildarþingmaður og eitt sinn forseta-
efni demókrata i Bandarikjunum, er þessa dagana i heimsókn hjá
Fidel Castro, leiötoga Kúbumanna.
Myndin hér við hliðina er tekin af þeim tveim, þar sem Castro ók
þingmanninum um Havana og sýndi honum markveröustu staði, en
farartækið var eins og sjá má herjeppi.
Litið er á heimsókn þingmannsins sem eitt siðasta sporið, sem
Bandarikjamenn hafa stigið I viöleitni til að bæta sambúð sina og
Kúbumanna. — Engin stjórnmálatengsl hafa verið milli landanna,
siöan þau rofnuöu í tið John F. Kennedys forseta.