Vísir - 09.05.1975, Side 7
fsin Föstudagur_9. mai 1975.
Landkrabbar
r w x • r
i roðri i
„Fall er fararheill”, sagöi
Erlingur Ævarr Jónsson skip-
stjóri og hló dátt, þegar ég datt
á óæöri endann. Hvaö ég var aö
gera? Aö klöngrast yfir þriöja
bátinn af fjórum til þess aö
komast um borö i Brynjólf ÁR 4
i Þorlákshöfn. Meiningin var
nefnilega sú aö fara I þennan
langþráða róöur, sem ætlunin
hafði veriö aö fara 11 mörg herr-
ans ár. Með í feröum var systir
mín, hjúkrunarkonan Sigþrúöur
(Dúa).
Ekki vantaði að kveðjurnar
væru hlýlegar, þegar lagt var i
’ann. „Góð.u beztu, þið verðið
drullusjóveikar. Þið risið ekki
úr rekkju allan túrinn. Veljið þið
nú veðrið vel og leggist á bæn og
biðjið veðurguðina að hafa
rjómalogn”. En dagurinn var á-
kveðinn, hann skyldi vera 30.
april og auðvitað komst Kári i
ham, belgdi sig upp i að blása
minnst 7vindstigum á miðunum
og norðankalda fengum við.
Dúa hjúkka hafði séð fyrir sjó-
veikistöflum og læknir hennar
lofaði öllu fögru. „Nei, nei,
maður yrði auðvitað ekkert
syfjaður af þessum töflum og
sjóveiki kæmi ekki til greina.”
1/2—1 tafla fjórum sinnum á
sólarhring, og 1 tafla áður en
lagt var af stað, var uppálagt.
Jæja, um borð i Brynjólf ÁR 4
þennan 150 tonna fiskibát kom-
umst við og nú var haldið af
stað. Erlingur stýrði bátnum
listilega Ut úr höfninni Við stóð
um I brúnni og fylgdumst vel
með öllu. Settum upp gáfusvip-
inn, þegar Erlingur fór að út-
skýra tækin. Þetta væri dýptar-
mælir. A honum væri hægt að
sjá hvort eitthvað kvikt væri á
botninum. Og ratsjáin. Á henni
var lika hægt að sjá fisk...
kannski, og það var stýrt i suð-
austur, hvort við sæjum ekki
svarta strikið, sem sýndi stefn-
Láta bárurnar vagga sér i
svefn. Og svo á dekk að hjálpa
strákunum að greiða úr á eftir.
Tveir timar liðnir. Hvar voru nú
he.... pillurnar. Þarna svaf Dúa
hjúkka vært. Ekkert að henni.
Plastpokar með siðum nærbux-
um, háleistum, peysum og öðru
sem tilheyrði sjóferðinni okkar
dönsuðu um káetugólfið I takt
við öldurnar, og þarna var
taskan hennar Dúu og þá töfl-
umar. Ég gat rétt krækt i hana
um leið og hún brunaði framhjá
I næstu dýfu. Fann pillurnar en
nú versnaði I þvi, ekkert vatn.
Maður yrði bara að standa á
fætur og fara að vaskinum. Það
tókst. Komin I koju aftur. En sá
veltingur. Það er haugasjór.
Hvar er poki? „Dúa vaknaðu,
þú ert nú ekki hjúkka fyrir ekki
neitt, fljót með pokann og lok-
aðu dyrunum svo að skipstjór-
inn sjái ekki til min.”
Aðrir 2—3 timar liða. Þegar
ég opna augun næst er Dúa i
hrókasamræðum við Erling I
brúnni og eitthvað blæs Kári
vægar I augnablikinu. Bezt að
hressa sig upp og líta á mann-
skapinn. Erlingur er eitthvað
kfminn og spyr hvort ég vilji
ekki fá mér morgunverð. Sem
ég geri. Fjári var ég lika heppin
að klósettið skyldi vera rétt hjá
borðsalnum. Óli kokkur er hinn
hressasti og gefur gott kaffi.
Upp I brú aftur og i' gluggann.
Strákarnir, allir i gulum stökk-
um og tilheyrandi, standa við og
greiða fiskinn úr netunum. Afl-
inn?” Hann gæti nú verið betri”
segir Erlingur. „Helv..., Helv...,
Helv..., gellur nú við i talstöð-
inni, „hvilik ördeyða. Maður
getur ekki verið þekktur fyrir á
láta sjá sig meira á þessum
slóðum”, heldur talstöðin
áfram. „Eru þeir allir svona
hressir skipstjórarnir” spyr ég.
„Ja, hann er tregur hjá þeim
Strákunum finnst Dúa hjúkka hin hressilegasta, þótt óburöug
séu handtökin viö aö greiða úrfiskinn.
una? Jú, jú, sögðum við og leit-
uðum i hálftima að strikinu,
sem við og loks fundum. Erling-
ur ætlað að setja sjálfstýring-
una í gang. Meira af alls konar
tökkum. En hún lætur ekki að
stjórn. Erlingur kallar i kall-
kerfi skipsins og upp kemur
mótoristinn. „Hvað er að? Ertu
ekki búinn að fikta eitthvað við
hana?” segir hann. Hinn hélt
það nú, en hún baulaði bara á
sig og við það sat. Erlingur varð
sjálfur að stýra. Hann fræddi
okkur á að það yrði 3 tima stim
á miðin. Sennilega væri bezt
fyrir okkur að halla okkur á
meðan.
Bárurnar vagga
manni i svefn
Þetta var svei mér notalegt.
núna og komið nálægt lokum”
svarar Erlingur.
582 fiskar i
einni trossu.
En viti menn, nú glæðist held-
ur betur hjá okkur og það er
fiskur við fisk f netinu, sem ver-
ið er aðhifa. Strákarnir færast
allir I aukana. „Svona ætti það
alltaf að vera. Þetta er eins og
það gerist bezt”, segir Erlingur
og lifnar allur við. Ég held mig
enn við gluggann, er eiginlega
hálf út úr honum. Sjóloftið
hressir. Þið vitið: Strákarnir
glettast og spyrja hvort við ætl-
um ekki að koma á dekk. Við
gætum þó að minnsta kosti bak-
að eins og eina rjómatertu og
gefið þeim i svanginn. Það kem-
Umsjón: Erna
V. Ingólfsdóttir
vindstigum
Það verður aö gera netin klár, þvi aö út skulu þau aftur. Vonandi koma fleiri fiskar en 16 I
trossuna i þetta sinn. Ljósm. Dúa.
ur gusá yfir þá og mig. „Getur
helv.... kallinn ekki stýrt fleyt-
unni”, heyrist einn segja.
„Réttast að fá hann á dekkið
lika og láta blotna almennilega i
honum”.
Það er búið að draga inn
trossuna, 582 fiskar. „Mikið
fjári var það gott aðhinir skyldu
ekki sjá hvað við fengum núna.
Þá hef ðum við fengið trossurnar
þeirra yfir okkar. Sjáið þið
dýptarmælinn. Það er ekki um
að villast hér er enn fiskur og nú
leggjum við aftur á sama stað”.
segir Erlingur. Ég verð að vikja
úr glugganum og Erlingur hróp-
ar skipanir til strákanna.
„Þetta er svolitil bræla” segir
Erlingur, og keyrir á fullu að
næstu trossu. Báturinn veltur
helmingi meira á stimi, svo að
sumir eru fljótir i koju. Bræla,
þvllikt, 7 vindstig og haugasjór.
Ég vildi að ég væri komin heim.
Ég sofna og vakna á ný. Enn
stendur Dúa og rabbar og
Erlingur við stýrið. önnur pilla,
já 1/2 I viðbót, verst að vera
svona fjári syfjaður. Biðum við.
Þetta er áreiðanlega steikar-
lykt, sem berst að vitum. Bezt
aö borða. Fint lambalæri með
rauðkáli grænum baunum og
tilheyrandi. Ávaxtasúpa i
eftirmat. Allir eru búnir að
borða og Óli kokkur búinn að
vaska upp og þvi miður búinn að
henda sósunni. Kem niður svo-
litlu kjöti og rauðkáli og verð
enn einu sinni græn I framan.
Þetta dugar ekki. Nú verður
maöur bara að standa í lappirn-
ar og ekkert múður. Enn er ver-
ið að draga trossu. Litið af fiski.
16 I allt og strákarnir bölva
ördeyðunni. En veðrið hefur
skánað. Óli er búinn að búa til
kókó og leggja á borð epn einu
sinni. Strákarnir fá sér að
drekka. Það er einnar klst. stim
að næstu trossu. Þeir velta fyrir
sér hvort kallinn ætli virkilega
að draga eina trossu enn. Þeir
leggja sig.
„Hver á baujuvakt?” kallar
Erlingur i hátalarakerfið.
„Verið þið tilbúnir. Það er sá
guli.” Allir upp á dekk. Sumir
eru dálftið syfjulegir til augn-
anna, en fiskinn verður að
greiða úr. Gera netin klár, taka
þau úr sem eru ónýt og bæta
öðrum I. Við Dúa förum loks i
sjógallana, enda varla seinna
vænna. Komin anzi nærri landi.
Viö gerum að nokkrum ýsum til
að taka með okkur i soðið.
Enn er kominn matur. Kvöld-
verður. Spæld egg, brauð, með
hangikjöti og steik og ávextir og
þeyttur rjómi á eftir. Það er
tækni hjá Óla kokki. Hann hefur
bæði hrærivél og ryksugu, en
eldhúsið hans er litið og borðsal-
urinn enn minni, þar sem frá
11—13 manns borða. Ætli hann
sé ekki svona 3—4 fermetrar.
Ég spyr strákana, sem allir eru
um tvitugt nema einn, sem er 35
ára, hvort þeir ætli að leggja
stund á sjómennsku. Nei, var
svarið, þeir færu nú f eitthvað
annað. Hvort þeir meintu þetta
alveg, er ekki alveg vfst, þvi að
sennliður aðlokum þ. 11. maí og
allir orðnir leiðir. Það væri svo
sem ekkert skrýtið að sjá þá
alla samankomna aftur á næstu
vertið.
Báturinn er nú að leggja að
landi. Klukkan orðin rúmlega 7
að kvöldi. Strákarnir eiga eftir
að landa og vörubilarnir standa
tilbúnir að taka við fiskinum á
bryggjunni. Sennilega verða
þeir búnir milli 9—10. En þá á
alls ekki að fara i koju, þvi á
morgun er fridagur, 1. mai. Það
á að fara beint á ball i Festi i
Grindavfk. Þeir eiga einhvers
staðar vel geymda bokku til
þess að taka með. Sennilega
þyrftuþeir ekki að mæta fyrr en
um miðnætti eða jafnvel ekki
fyrr en kl. 4 um nóttina 2. mai.
Erlingur taldi að aflinn væri
um 11 tonn. Sá hæsti, sem enn
var kominn að hafði verið með 2
tonn. Þetta var þvi bara sæmi-
legt. Brynjólfur er hæstur i
Þorlákshöfn með 860 tonn. Hvað
það gerir i hlut á háseta, er ekki
gott að segja. Það fer m .a. eftir
mati á fiskinum. Einn af strák-
unum hélt að þetta myndi gera
svona 600 þús kall á mann, mið-
að við að 900 tonn fiskuðust.
Ef vertiðin er búin 15. mai, tók
þetta 4 1/2 mánuð að krækja sér
f þessa aura. Meira og minna er
þetta næturvinna og aldrei talað
um tímakaup. Það er líka sama
vinnan að draga trossurnar,
þótt enginn sé fiskurinn, en
tryggingin hjá hásetunum var
til 1. marz rúm 60 þús. og sfðan
rúm 67 þús. 1 þessum túr fóru
hásetarnir í kojur kannske 2—3
tima í allt og skipstjórinn vék
aldrei frá stýrinu.
En það er ekki til setunnar
boðið. Við Dúa þurfum að drifa
okkur I land. Erlingur skipstjóri
segir að ég þyrfti að vera svona
2 túra I viðbót þá væri ég sjóuð
fyrir lifstið. En Dúa hjúkka gæti
strax ráðið sig sem kokkur,
henni lfzt ekki of vel á háseta-
starfið. Þó finnst einn kvenj
kynsháseti i Þorlákshöfn, en
hún er grænlenzk. Við kveðjum,
þökkum fyrir okkur og látum
sem við vitum ekki af því að
strákarnir brosa út i annað,
þegar við stigum enn ölduna, þó
að við göngum nú á bryggjunni.
'
i
i
i