Tíminn - 12.08.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.08.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. ágúsf 1966 TÍMINN r Fulltrúi svissneskra háskólakvenna á stjórnarfundi alþjóðasambandsins er dr. Helen Thalmann-Antensen, lögfræðingur frá Bern, kona björt yfirlitunv í senn þýðleg og festu- leg. Hún kom til íslands nokkru áður en fundurinn hófst, og hefur þegar ferðazt nokkuð um landið og lætur vel af. Heldur þykir henni landið strjálbýlt og hnígur tal okkar að hlut- fallinu á milli íbúa sveita og kaupstaða.. * Unga fólkið sækir í þéttbýlið. f Sviss hefur orðið afar mik il og hröð breyting á búsetu fólks í sveitum og borgum, seg ir frúin. Fyrir hálfri öld var helmingur þjóðarinnar bændur, nú eru þeir aðeins 10% af henni. Hver er svo orsökin að þess- ari breytingu? Sú sama og alls staðar ann- ars staðar. Unga fólkið sættir sig ekki lengur við lífið í af- skekktum, harðbýlum fjalladöl- um. Það vill margmenni, skemmtanir og fjárráð, svo að í sveitunum sitja eftir gamal- menni, sem enga aðstoð fá við búskapinn. Stjómarvöldin reyna með ýmsu móti að hamla gegn þessari þróun, en ógerlegt er að stöðva straum- inn. Telja menn þetta óæskilega þróun? Já, og menn hugsa sárstak- lega með kvíða til þess hvemig matvælaástandið kunni að verða, ef enn einu sinni skylli á styrjöld. Peningasterkir aðil- ar kaupa upp landið og ræktun in dregst saman, og þó að nauð iðnaðarins. Okkur skortir vinnuafl og útlendingar flykkj- ast til landsins, Spánverjar, Austurríkismenn og ítalir — sérstaklega ítalir. Það eru um 700 þúsund ítalskir verkamenn í Sviss, eða fimmti hver verka- maður. Þessir menn fara mcð nær öll sín laun úr landi. Nú reyna yfirvöldin að draga úr þessu, erlenda vinnuaflið var orðið stjómmálalegt vandamál. En hvemig er verðiagið? Það fer síhækkandi. Húsnæði er orðið afar dýrt. Við höfum talið eðlilegt, að menn greiddu sem svaraði fjórðungi launa fyrir húsnæði, en nú er svo komið, að margir verða að greiða 30—40% launa fyrir húsnæði, og það er alltof mik- ið. Hafa aðeins kosninga- rétt í fjórum fylkjum. En svo að við víkjum að öðru — hvað líður kosningarétti svissneskra kvenna? Frú Thalmann hlær cg brist ir höfuðið. — Það er svo sem von að þér spyrjið. Sem stend- ur er ástandið þannig, að kon- ur hafa aðeins kosringarétt i fjórum af hinum 25 kantonum, eða fylkjum Svisslands. í þrem ur kantonum, Genf, Neuehatel og Vaud, fengu þær kosninga- rétt árið 1951, en nú nýverið fengu þær kosningarétt í Bas el. Hver kantona hefur að miklu leyti sjálfsstjóm og eig ið þing, svo að það verður fyrst að samþykkja almennan kosn ingarétt kvenna í hverri kan- tónu og síðan í þjóðþinginu og á öllum stöðunum verður það auðvitað að gerast ineð atkvæð um karlmannanna, svo að það er kannski von, að róðurir.n sé nokkuð þungur. Svo að þér, sem rekið sjálf- Or. Helen Thalmann-Antensen. (Tímamynd — GE) Doktor í lögum, en hef ur ekki kosningarétt syn bæri til, þá er ekki hægt á stuttum tíma að auka aftur búskapinn, það tekur sinn tíma. Otlendingar flykkjast til landsins. Hvert fer fólkið úr sveitun um? í verksmiðjur fyrst og fremst. Iðnaður hefur þanizt út eftir styrjöldina, enda var Sviss nær eina Evrópulandið. sem ekki missti meira og minna zl verksmiðjum sínum á þeim ámm. Vöxtur iðnaðarins var svo gífurlegur — verksmiðjurn ar þutu upp eins og gorkúlur — að fyrir tveimur ámm vom sett lög sem takmarka útþenslu stæða lögfræðiskrifstofu 1 Bern hafið ekki kosningarétt? Nei. það hef ég ekki enn. En fyrir skemmstu var þó lögleitt að konur gætu orðið þar dóm arar. En hjá því fer ekki, að óðum styttist þar til konur um allt land fá fullan kosningarétt og að því starfa þær hvarvetna. Ekki er þó þar með sagt, að konur hafi engin áhrif á stjórn mál. Þær hafa öflug íélaga- samtök á fleiri en einum vett vangi — og allir stjórnmála- flokkar hafa sín kvenfélög. Samtök kvenna spurð ráða. Em þá konur í áhrifastöðum innan stjórnmálaflokkanna? Aðeins í Sósíalistiflokknum. Þeir hafa konur í æðstu emb- ættum innan flokksins. En hin almennu kvennasamtök eru jafnan spurð um álit sitt a laga frumvörpum, sem snerta hag kvenna, svo sem allt, er lýtur að sifjalögum. Þær hafa einn ig tilnefnt fulltrúa í nefndir, sem hafa undirbúið vinnulög- gjöf, tryggingalög og fleiri hlið stæða lagabálka. Hefui það verið föst venja undanfarin 30 ár að óska þess, að Samtök svissneskra kvenna og Samband kaþólskra kvenna tilnefndu fulltrúa i slíkar nefndir. En hvér er réttur svissneskrg kvenna til menntunar? Þær hafa allan sama rétt og karlar til menntunar og þióð félagsþróun eftirstríðsáranna hefur opnað konum leiðir til fleiri og fleiri ábyrgðarstarfa. Eftirspurnin eftir sérmennt- uðu fólki hefur aukizt mjög í nær öllum greinum. En Sviss hefur enn ekki undirgengizt þá kvöð alþjóða vinnumála- stofnunarinnar. að konum skuli greidd sömu laun og körlum fyrir sömu störf. Að nafmnu til á sú regla að gilda varðandi störf hjá ríkisstofnunum, eD henni er ekki alltaf fullaægt. Oft eiga konurnar sjálfar sök á því. Þær leggja sig ekki eins mikið fram um að ná sem full- komnustum starfsárangri og karlmennirnir. Ekki fullt ævistarf að sinna börnum og heim- ili. Á það sér ekki oft eðlilega skýringu, þegar kona er bundin heimili, jafnhliða atvinnu utan þess? Jú, og það er eitt af þeim vandamálum, sem háskóla- menntaðar konur verða að ræða og reyna að finna lausn á, hvernig hægt er að sameina það að vera móðir og húsfreyja meðan börnin eru ung, og drag ast ekki aftur úr í sinni sér- grein. Lausn þess vanda verður víst alltaf einstaklingsbundín, en öllum er orðin ljós sú stað reynd, að i nútíma þjóðféJagi er það ekki fullt ævistarf fyrjr konu að sinna börnum og heim ili. Konur eru yfirleitt á miðj- um starfsaldri, þegar börnin eru farin að heiman. Þá eru eigimennirnir yfirleitt önnum kafnir og þær verða einmana og verkefnalitlar, ef þær ekki hafa að störfum að hverfa ut- an heimilis að einhverju leyti. í Sviss er mikið gert að þvi að veita konum, sem vilja vinna hluta úr degi í verksmiðjum, aðstöðu til þess að skiptast þar á, en þess háttar störf þarfnast betri lagaverndar en þau nú njóta. Og það gefur auga leið, að sú starfstilhögun skapar ekki aðstöðu til að komast i beztu stöðurnar. Lögfræðin veitir mörg tækifæri. Hafið þér alltaf starfað utan heimilis? Nei, meðan maðuiinn minn lifði og sonur minn var ungur, þá var ég heima, en skrifaði alltaf greinar fyrir dagblöð og vísindarit, svo að ég slitnaði aldrei úr tengslum við mína fræðigrein. Er ég því mjög feg- in, það auðveldaði mér leið til sjálfstæðra starfa. En konur, sem ekki hafa sérmenntun geta fundið sér ákaflega mörg verkefni, sem eru þjóðfélaginu til gagns. ef þær aðeins spara ekki krafta sína. í félagsmálum eru ótal verkefni óleyst, — og svo eru menntunarmöguleikarn ir alltaf að vaxa fyrir konur á öllum aldri. Teljið þér vissar starfs- greinar henta konum sérstak- lega? Nei, konur eiga ekki að tak marka menntun sína við nein- ar sérstakar greinar umfram það, sem gáfur þeirra og hæfi- leikar benda til. Alltaf koma fram konur með sérgáfur á sviði ýmissa vísinda- eða list- greina, sem ógerlegt er að flokka í karla- og kvennagrein- ar fyrirfram. Það, sem máli skiptir er, að konur hljóti full- nægingu í því starfi, sem þær velja sér. Lögfræðin veitir til dæmis ákaflega mörg tækifæri til að vinna að umbótum í þjóð- félagsmálum. Héðan fer ég til Stokkhólms á ráðstefnu um vinnumálalöggjöf. Starf á slík- um vettvangi eykur skilning á vandamálum þjóðfélagsins og opnar augun fyrir því, hvar breytinga er þörf. Sigriður Thorlaclu*.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.