Tíminn - 12.08.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.08.1966, Blaðsíða 16
SKIPULAG MIDBÆJAR IHAFNARFIRÐIFULL- GERT UG SAMÞYKKT HZ-Reykjavík, fimmtudag. Eins og frá var skýrt í Tím- anum fyrir skömmu, hefur skipu lag miðbæjarins f Hafnarfirði ver ið lagt fram til sýnis. Árið 1961 var efnt tii samkeppni um skipu lagið og hlaut Jón Haraldsson, arkitekt, fyrstu verðlaun fyrir sín ar úrlausnir, sem lagðar voru fram í bókarformi sumarið 1964, og var þar fylgt reglunum, þ. e; svæðið var sklpulagt með þarfir 20.000 manns fyrir augum. Skipu lag ríkisins hefur fullgert skipu lag miðbæjarins og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt það. Margt bendir til að Hafnar- fjörður muni vaxa örar en ráð var fyrir gert, m. a. vegna stór iðjuframkvæmda og fólk úr ná grannahreppunum mun leita til Hafnarfjarðar í verzlunarerindum, þar sem engar verzlunarmiðstöðv ar eru þar fyrir hendi. Áætlað er, að árið 1983 muni rúmlega 30 þús. íbúar verða í þessu verzlunar héraði, 4 þúsund í Bessastaða- hreppi, 6 þúsund á sunnanverðu Álftanesi, 8 þúsund í Garðahreppi og 13 þúsund manns í Hafnarfirði. Miðbærinn, sem verður verzlun arhverfi, mun afmarkast • af Reykjavíkurveg, Austurgötu, Lækj argötu og Fjarðargötu, en þetta svæði er um 65 þús. fermetrar. Flest hús á svæðinu eru gömul Framhald á bls. 15 Þessa mynd tók Baldur Þórir HarSarson á varðskipinu Þór, þegar varðskipið nálgaðist hinn brennandi bát. FRAM BRANN OG SÖKK EN MANNBJÖRG VARB Loftleiðir hefja sókn í HZ—Reykjavík, fimmtudag. Klukkan sjö í morgun kviknaði í vélbátnum Fram AK-58 skammt frá Eldey, og gátu skipverjar ekki ráðið við eldinn. Fóru þeir í gúmbátinn og aðhöfðust ekkert fyrr en varðskipið Þór kom á vettvang rúmum tveim klukkustundum síðar og hóf slökkvistarf án árangurs og sökk báturinn klukkan 14:22 HZ-ReykjavLk, fimmtudag. Þessa dagana eru staddir hér á landi fulltrúar I.oftlciða í Lond on, Gautaborg, Hamborg og New York til þess að ráðgast við ís- lenzka fulltrúa um samræmingar- skipulagningu þessara staða. Full trúinn frá New York heitir John J. Loughery og er sölustjóri Loft leiða fyrir vestan. Blaða'maður Tím aijs mælti sér mót við hann í dag á hinu nýja og glæsilega hóteli Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli til þess að kynnast nánar starfsemi Loftleiða fyrir vestan. — Öllum flugfélögum hefur gengið vel á þessu ári. Flest flug félögin hafa milli 55—60% sæta nýtingu, en hún hefur aukizt á þessu ári. Loftleiðir hafa um 80% sætanýtingu til jafnaðar yf ir árið, meira á sumrin og mínna á veturna. Eins og kunnugt er bjóða Loftleiðir upp á lægstu far gjöld milli Evrópu og Ameríku, en flest flugfélög hafa tekið upp svokallað 21 dags fargjald, sem er mun lægra en hin venjulegu, en þó ekki jafn lág og fargjöld Loftleiða. Því leggjum við okkur eftir því að fá ferðamenn, sem ætla að vera á meira en þriggja vikna ferðalagi. Einnig er Mið- og Suður-Ameríka ókannaður mark aður. Við munum einbeita okkur að ríkjunum þar á næstunni, því að fólkið býr nú við betri . lífs- kjör en áður, og það er hlutverk mitt m. a. að vekja ferðaþrána upp í fólki. Fólkið í Mið- og Suð ur-Ameríku þarf meira á flugvél um að halda en fólk í Bandaríkjun um, því að járnbrautarkerfið er ekkert og vegirnir slæmir. — Loftleiðir eru með þrjú úti- bú í Bandaríkjunum, aðalútibúið er í New York en hin eru í Chicago og San Francisco. Inn an skamms mun skrifstofan í New York flytjast í rýmra húsnæði og útibúið í Chicago flutti einnig á þessu ári í stærra húsnæði. — Nú starfa á vegum Loft- leiða í Bandaríkjunum um 160 manns. Stór hluti þeirra vinnur á flugvellinum við viðgerðir og við hald, en nú reka Loftleiðir sitt eigið verkstæði. Nokkur hópur vinnur við að taka á móti far- þegunum og auk þess vinna um Framhald á bls. 15 4 Loughery í dag. Þór kom til Reykjavíkur í kvöld með áhöfnina af Fram og fór blaðamaður Tímans á stúfana og náði tali af Svani Jónssyni, skip- stjóra til þess að fá lýsingu af al- burðinum. — Við létum reka í nótt og klukkan sjö í morgun, þegar ég var nývaknaður, varð ég var við mikinn reyk. Vorum við þá stadd ir 2.5 sjómílur vestur af Eldey. Ræsti ég skipverjana í skyndi og kom þá í ljós, að logandi eldhaf var í vélarrúminu. Ókleift reynd ist að komast í vélarrúmið til þess að setja dæluna í gang og ekki reyndist heldur unnt að drepa á vélinni. Kallaði ég þá á hjálp í talstöðina og við blésum upp gúm bátinn. Fórum við í hann, þegar við höfðum byrgt eldinn og leið rúmur hálftími unz Sigurbjörg frá Keflavík kom á staðinn og tók okkur um borð. Vestmanna- eyjaradíó hafði tilkynnt varðskip unum um brunann og fór Þór, sem staddur var við Selvog, á B0RGARÍSJAK! N-NVAF H0RN- BJARGSVITA SJ-Reykjavík, fimmtudag. Vitavörðurinn á Hornbjargsvita tilkynnti í dag um stóran borg arísjaka á reki um 15 — 20 sjó- mílur norð- norðvestur af Horn bjargsvita. Ekki er óalgengt að borgarísjakar séu á reki á þessum árstíma. Borgarísjakinn er á tog araslóðum, og getur hann rekið nær landi ef vindátt og straumar standa þannig af sér. í dag var bjart um allt land, 10 — 12 stiga hiti yfirleitt norð anlands og austan. fullri ferð áleiðis til Fram. — Ókleift reyndist fyrir Sigur- björgu, sem er ekki nema um 60 tonn að stærð eins og Fram, að að hafast neitt og logaði mikið í stýr ishúsinu á Fram. Þegar Þór kom klukkan hálf tíu var stýrishúsið fallið öðru megin, en þó var lagt að Fram og slökkvistarf haíið. Höfðum við þá farið um borð í Þór og hjálpuðumst við að reyna að slökkva eldinn með 4 sjódælum og einni kolsýrudælu. Um tíma virtist búið að ráða við eldinn, en klukkan 12 gaus hann upp aít- ur. Tilgangslaust var að reyna frekara slökkvistarf, þar sem faríð var að flæða yfir þilfarið. Náðum SJ-Reykjavík, fimmtudag. Það þótti talsverðum tíð indum sæta í Keflavík í fyrradag þegar kolkrabbi var genginn inn í höfnina þar og menn gátu tekið hann í fjöruborðinu berum höndum. f gærkvöld var all mikill viðbúnaður í pláss- inu til að góma sem mest af kolkrabba, en þá var hann horfinn út undir garðsenda og varð minna úr veiðinni en efni stóðu til. Menn rekur ekki minni til að kolkrabbi hafi kom ið á þessar slóðir fyrr. Kol krabbinn gengur oft í torf um inn á Vestfirðina og er veiddur þar á færi. Kol- krabbinn er bezta og dýr asta beita sem fáanleg er, og er því arðvænlegt að veiða þessa undarlegu skepnu. Á myndinni er einn kol krabbanna sem Keflvíkingar hirtu í fjörunni. (Tímam. GE). við öðru trollinu, sem var á dekk inu, hitt, sem var aftur við stýr- ishúsið brann, og einnig ýmsu lausu dóti, sem var á: dekkinu. Ekki náðum við neinum eignum okkar, brann bæði fatnaður og all ur útbúnaður. — Um hálf-eitt leytið var Fran# sleppt alelda, þn annað hvort var að láta hann brenna unz hann sökk eða dæla hann enn fyllri af sjó og láta hann sökkva á þann hátt. Var nú látið reka fram hjá Fram unz hann sökk um hálfþrjú Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.