Tíminn - 12.08.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.08.1966, Blaðsíða 14
lá TÍMINN FÖSTUDAGUR 12. áffúst 1966 IÞRÓTTIR Framhald af bls. 12 leiðis öftustu varnarmennirnir, en Jón Stefánsson var miðvörður. Hjá KR var Ellert Schram beztur en Ársæll og Jón Sig. áttu dá- góðan leik. Eyleifur var nitthvað miður sín.' Grétar Norðfjörð dæmdi vel. YFIRLÝSING Framhald af bls. 1. ríkisráðherrarnir í ljós, að þeir vildu halda áfram því samstarfi, sem löndin liafa haft með sér innan Samein uðu þjóðanna um efltngu friðar í heiminum. Vilja þeir áfram stuðla að hvers- kyns ráðstöfunum í bá átt að slaka á spennu í veröld inni. Telja báðir sem f.vrr, að öll deilumál þjóða í milli beri að jafna með samning um í samræimi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna cg á grundvelli gagnkvæmrar virðingar fyrir sjálfstæði þjóðanna og friðhelgi landa þeirra.“ ABBA EBAN Framhald af bls. 1. Eban svaraði síðan spurningum blaðamanna, og voru þær um hin ýmsu mál. Hér fara á efíir nckkur svara hans. Landamæradcilan við Sýrland: „Það kom til átaka á landamær- um Sýrlands og ísraels fyrir nokkrum vikum. Ástæðan var imorð nokkurra borgara ísraels á eigin landsvæði, sem framin voru af vopnuðum hryðjuverkamönr.um frá Sýrlandi. Þetta leiddi til gagn aðgerða af hálfu ísraels, og við vonum. að þetta sé endir — ekki byrjun — ólgutímabils. Fulitrúar Sameinuðu þjóðanna á staðnum — sérstaklega gæzluherlið SÞ sem er undir stjórn Ole Bull, hershöfð ingja — eru að vinna að þvi að styrkja vopnahléð og sjá um, að skilyrðum þess sé hlýtt. Við stýðj um heils hugar þessar tiiraunir. Eg hef einnig tekið eftir því, ,að í umræðunum um málið i Örygg isráði SÞ skildi meirihluti ráðs- ins, að aðgerðir ísraels áttu ræt- ur sínar að rekja til ástands, sem ísrael átti mjög erfitt með að sætta sig við og fyrir hendi var skiin- ingur á þessari deilu. Öryggi á þessu svæði í framtíðinni byggist fyrst og fremst á því, að vopnahlés sáttmálinn frá 1949 sé haldinn, en sá samningur bannar m.a. all- ar ólöglegar ferðir yfir landamær in. Ef samningurinn hefði verið haldinn, þá hefði spenn.i milli ríkjanna á þessu svæði getað far- ið minnkandi”. Um möguleika á bættu sambandi við Araba-ríkin í náintii fraratíð: „Eg vona, að það fari batnandi, en ég verð að játa, að ég held, að slík þróun muni taka nokkurn tíma. Mjög erfitt er að ímynda sér, að harður fjandskapur breyt ist skyndilega í traustan frið. Aft ur á móti er möguleiki á miliibils ástandi. sem ég myndi kalla „sam búð“. Við vonum, að þótt Araba- ríkin séu ekki reiðubúin að taka upp eðlilegt friðsamlegt samband við ísrael, þá muni þau sætta sig við tilveru ísraels, að þau muni virða styrkleika og einurð ísraels manna og muni því leggja á hill- una slagorðin um styrjöld við, og útrýmingu, ísraels. Við teljurn. að slík afstaða — sem ég vil kalla ÞAKKARÁVÖRP Hofskirkju 1 Vopnafirði hefur borizt forkunnarfagur messuhökull, og eru gefendur Hildur Sigfúsdóttir, Norð- urgötu 28, Akureyri, Sigfús Hansen, s.st., Sigurður Sig- fússon, Stefanía Sigurðardóttir og Sigurður Ragnars- son, Garði, Vopnafjarðarkauptúni. En gjöfin er til minn- ingar um hjónin Runólf Ögmundsson og Vigdísi Giss- urardóttur, Fagradal í Vopnafifði, og börn þeirra, Hildi, ísfoldu, Runólf og Ögmund, og einnig aðra ættingja, sem hvíla í Hofskirkjugarði. — Sömu aðilar höfðu íyrir ári síðan gefið Vopnafjarðarkirkju tvo fagra hátíða- hökla. Sóknarnefndirnar þakka gefendum hinar fögru gjafir og þann hlýhug, sem þeir með þessu sýna kirkjunum. Þökkum innilcga auSsýnda samúð og vináttu, við fráfall og jarðar- för móður okkar, Guðrúnar Erlendsdóttur frá Tindum. Ástríður Sigurjónsdóttir, Skúli Jónsson, Erlendur Sigurjónsson, Helga Gísladóttir, Kristin Sigurjónsdóttir, Lárus Sigurðsson, Þorlákur Sigurjónsson, Gróa Helgadóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Elías Jónsson, Guðrún Sigurjónsdóttir. Sveinn Magnússon, barna- og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu vina og vandamanna, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarfór sonar okkar, Guðmundar Steingrímssonar fyrir blómln, kransana og öll samúðarskeytin. Sérstakar þakkir til samstarfsmanna hans vif Borgarbílastöðina i Reykjavík, sem gáfu fallegan silfurskjöld til minningar um hann. Ekki síður ber að þakka þeim vinum sem löaðu margra daga vinnu í leit að líki hans. Guð blessi vkkur öll Steinunn Guðmundsdóttir, Steingrímur Samúelsson, unnusta, systkini ag vandamenn. varkárt raunsæi — hafi þegar aö vissu leyti ko'mið fram hjá sum- um arabískum leiðtogum, og við vonum, að þessu raunsæi muni vaxa fylgi”. Um sambúðina við V.-Þýzkaland: „Við tókum upp stjórnimálasam- band við Sambandslýðveldið Þýzka land fyrir rúmu ári að frumkvæði þess. Við sögðu þá, að upplaka stjómmálasambands þýddi ekki endi viðræðna milli okkar og Þjóðverja vegna hinnar hörmulegu legu fortíðar, heldur myndi stjórn málasamband mynda ramma íyrir slíkar viðræður. í sambúð okkar við Þýzkaland erum við auðvitað undir áhrifum minninga fortíðar innar, en einnig óskum okkur að byggja upp nýja framtíð. Þetta tvennt er ráðandi í afstöðu ísraels manna til Þýzkalands. Samband okkar við Þjóðverja er sérstæ'h vegna hinna þungu minnínga frá hörmulegri fortíð, og ég held, að ríkisstjórnir beggja ríkjanna skilji sálfræðilega undirstöðu þessarar sambúðar. Við getum ekki gleymt fortíðinni, en við viljum skapa öðruvísi framtíð“. HÉRAÐSMÓT í KRÓKSFJARÐARÍf Sl Héraðsmót Framsóknarmanna í A-Barð. verður haldið að Króks- fjarðarnesi laugardaginn 13. ágúst og hefst kl. 9 s. d. Ræður flytia alþingismenmrnír Ilermann Jónasson fyrrv. forsæt isráðherra og Ólafur Jóhannesson, varaformaður, Framsóknarflokks- íns. Klemenz Jónsson, leikari, skemmtir og Guðrún Guðmunds dóttir og Ingibjörg Þorbergs syngja. Hermann Ólafur Hljómsveitin Röðlar leika fyrir dansi- Héraðsmót í V-Skaftafellssýslu Framsóknarmenn í Vestur-Skaft. halda héraðsmót sitt að Kirkju- bæjarklaustri laugardaginn 13. ágúst og hefst það kl. 9 s. d. Ræður flytja ritari Framsókn- arflokksins, Helgi Bergs, alþm. og Jón Helgason, bóndi, Seglbúð- um. Þá skcmmtir Ómar Ragnars- son og Ríó tríóið syngur. Tóna- bræður leika fyrir dansi. Helgi Jon Um sambúðina við Sovétríkin: „Við höfum stjórnmálasamband við Sovétríkin, eins og öll Austur- Evrópuriki. Við höfum einnig við skiptasamband við flest þeirra, og eins vaxandi menningarsæn- skipti. Og við höfum hug á að auka saimskipti okkar víð AusUir- Evrópuríkin. Aftur á móti hörm um við, að Sovétríkin senda að- eins vopn til Arabaríkja, en ekki til ísraels, og að Rússar styðja svo til eingöngu sjónarmið Araba ríkja á alþjóðavettvangi. Það væri ósk okkar, að meira jafnvægis gætti í afstöðu Sovétríkjanna á þessu sviði. Um aðstoð við Afríkuríki: „Samband oklkar við Afríkuriki er alltaf að aukast. Við höfum stjórn málasamband við 29 Áfríkunki, og við flest þeirra einnig samn ing um samstarf á ýmsum sviðum. Rúmlega 1000 ungir Afríkumenn koma árlega til ísraels til margs konar náms, og í dag eru um 300 ísraelskir sérfræðingar í þess um Afríkuríkjum flestum. Sam- skipti okkar á milli eru því inlkil, og flest Afríkuríki1 telja þessi sam skipti nytsamleg framtíðarþróun sinni. Þetta er nokkuð óvenjulegt — smáríki eins og ísrael heíur •hér að gegna verulegu hlutverki í þróun nýfrjálsra Afríkuríkja. Þessi ríki hafa náð pólitísku sjálf stæði, en hafa ekki enn náð að þróast efnahagslega. Og samvinna þeirra víð ísrael hjálpar þeim á þessari þróunarbraut." Um Víetnam: „Við erum smá- þjóð, og þvi er ekki hægt að æ»l- ast til þess, að við getum lagt mik ið lið til lausnar deilna, sem eru eins bitrar og stórar og deilan í Víetnam. Það, sem við höfum sagt um mál þetta, er að vinna verði að því að koma á friði í Vietnam með því að hafnar verði skilyrðis lausa viðræðna milli deiluaðila.“ Um hugsanlega aukaaðild að Efnaliagsbandalagi Evrópu: „Það hvort við gerumst aðilar, eða auka aðilar, að EBE, er ekki undir okk ur komið, heldur sexveldunum, sem undirrituðu Rómarsáttmáiann. Við höfum haft samband við EBE síðustu tvö árin — viðskiptasamn ingur milli ísraels og EBE var undirritaður i Brussel fyrir rúm um tveim árum. Þýðing þessa samnings, einkum stjórnmála’.ega séð, er mikil. Hann myndaði fyrsta hlekkinn milli ísraels og EBE. Viðskiptalega séð er samningurinn þó ófullnægjandi. og við höfura rætt við EBE-löndin sex og iðal- stöðvar EBE. um, að samningur sá. sem tæki við af núgildaru'i samningi, er rennur út í júlí 1967 ætt.i að ná lengra en nítverandi samningnr. og helzt vera í formí aukaaðit'-lar FRF hpfur hegar gerl • um auVa->«n » við nokt ur Miðjarðarliafslönd, svo sem Grikkland og Tyrkland, og rætt hefur verið um hugsanlega auka aðild nokkurra Norður-Afríkuríkja nokkrar frönskumælandi þjóðir Afríku eru þegar aukaaðilar og eins Nígería. Sem sagt, þróunin virðist vera sú, að fleiri og fleiri ríki fái aukaaðild að EBE, og efna hagslega séð teljum við mjög þýðinganmikið, að ísrael nái svip uðum samningutm við Efnahags- bandalagið". KOLLAFJARÐARLAX Framhald af bls. 1. og enn er fullt af laxi í firðinum úti fyrir. Kostnaður við að koma Lax- eldisstöðinni upp hefur til síðustu áramóta verið 19,5 milljónir. Skipt ist kostnaðurinn þannig, að til jarðakaupa og hitaréttinda fóru 3,5 milljónir, byggingarframkv. kostuðu 9,9 milljónir, klak og eldi 3,2 milljónir og vextir og af borganir nema 2,9 milljónum. Ýmsir byrjunarörðugleikar hafa torveldað rekstur stöðv- arinnar þessi fyrstu ár. Hefur eink um reynzt erfitt að hafa mik inn rekstur um hönd meðan á byggingarframkvæmdum hefur staðið. Þótti samt rétt að reyna það, þótt reksturinn yrði ekki hag- kvæmur. Mjög mikilvæg reynsla er fengin, sem mun koma að góðu haldi í framtíðinni og munu aðrir, sem fást við fiskeldi, geta notið góðs af. Stöðin var reist með sem ódýrustum hætti og hefur komið í ljós, að bæta þarf umbúnað um smáseiðin til þess að auka öryggið í uppeldinu. Miðar bygging hins nýja eldishúss, sem nú er í smíð- um, að því að leysa þann vanda. Auk laxaeldis hefur bleikjueldi verið haft um hönd í Kollafjarð arstöðinni. Gestum var í dag boðið að skoða stöðina eftir að starfsmenn stöðvarinnar höfðu gómað laxinn, sem landbúnaðar ráðherra fékk í soðið. Þarna voru fvær eldistjarnir, bókstaflega full- ar af stórri bleikju, sem að öllu leyti hefur verið alin upp í stöð- inni. Gefur bleikjuræktin í þess- um tjörnum bendingu um, þá miklu möguleika, sem eru á bleikjurækt í stórum stíl, í jafn vatnaríku landi og íslándi, þar sem segja má að tjörn fylgi hverj um bæ. Eru þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í Koilafjarðar stöðinm, með bleikjurækt ekki síður mikilvægar en eidið á laxaseiðunum. Úr því sem komið er, er ekkert því til fyrirstöðu, að lax gangi árvisst í tjarnir Kollafjarðarstöðv arinnar. Hvort að þær verða opn aðar fyrir sportveiði er spurn |ing, sem ekki fæst svarað, í dag, en hvað sem því líður, þá er hitt staðreynd, að eldisstöðin í Kolla-. firði á eftir að efla mjög brokk genga laxgengd í laxveiðiám okk ar á komandi árum, og jafnvel hrinda af stokkunum nýjum bú rekstri með þeirri bleikju rækt, sem þar er hafin með svo ágætum árangri, sem raun ber vitni um. í stjórn stöðvarinnar í Kolla firði eiga sæti þeir: Þór Guðjóns son, veiðimálastjóri, formaður, Guðmundur R. Oddssson, for- stjóri, Jón Sigurðsson, hag- sýslustjóri, Sigsteinn Pálsson, bóndi Blikastöðum, og Svan- björn Frímannsson, bankastj. Jón L. Arnalds, stjórnarráðsfulltr. hefur setið í nefndinni sem vara maður. Framkvæmdastjóri Laxeld isstöðvarinnar er veiðimálastj. Fyrsti stöðvarstjóri var Eric Mogesen en núverandi stöðvarstj. er Guðjón Þ. Guðjónsson. Guð mundur Gunnarsson, verkfræðing ur, hefur haft með höndum verk- fræðilegu hlið á byggingu stöðv arinnar og verkstjórar hafa verið Gunnar Einarsson, Morastöðum, í Kjós, og Jónas Márusson, Rvík. Fastir starfsmenn stöðvarinnar hafa verið ýmist þrír eða fjórir auk stöðvarstjóra. DAUÐASLYS Framhald af bls. 1. farið með nokkrum félögum sínum af skipinu í Tívoli c.g höfðu þeir skemmt sér nokkra stund í garðinum, áður en þeir fóru í „Rutsehebanen", þax sem þeir hugðust láta staðar num ið ,en það endaði á þennan sorg lega hátt. „Rutschebanen“ var þegar í stað stöðvaður, og fleiri gestmn ekki hleypt í hann, eftir að slysið vildi til, en það hafði mikil áhrif á alla gesti Tivolis, og mjög var dregið úr fiug- eldasýningunni um miðnættið vegna þessa sorglega slyss. Fljótlega var hægt að full- vissa sig um, að slysið hafði ekki orsakazt af neinum tækni legum göllum á „Rutscheban en“. Alls staðar hanga skilti, sem benda fólki á, að það er stranglega bannað að standa upp í vögnunum, á meðan á ferðinni stendur. Mortensen umsjónarmaður í Tivoli ræddi við blaðamenn skömmu eftir að slysið varð, og sagði hann m. a. að þetta væri í fyrsta sinn, sem slys hefði orðið í „Rutsehe banen“ í þau 52 ár, sem hann hefur verið starfræktur. Foreldrar Hilmars heitins eru Guðlaug Bergþórsdóttir og Magnús Jónsson vélvirki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.