Vísir - 14.05.1975, Page 2

Vísir - 14.05.1975, Page 2
2 Visir. Miövikudagur 14. maí 1975. rimsm: Hvaö finnst þér um ferða- skrifstofustríöið svokall- aöa? Helgi Jóhannsson hárskeri: Mér finnst það ekki nógu gott. Það verður að vera meiri samvinna á milli þessara aðila. Þeir gætu áreiðanlega gert meira i þá átt- ina. En það virðist rikja mikil sundrung. Magnús Jónsson, skrifstofumaö- ur: Ja, það er frjáls samkeppni, og hún er ágæt! Asta Margrét Sigurjónsdóttir, af- greiðslustúlka: Ég hef ekkert fylgzt með þessu og hef engan áhuga á málinu. Ég hef aldrei notað mér þjónustu ferðaskrif- stofanna og finnst þetta ekki skipta mig nokkru máli. Sigurbergur Sigurbergsson: Ég er ekkert inni i þessu. Þetta skiptir mig lika litlu máli — hvort þeir eru aö rifast eða ekki. Ég hef ekkert ferðazt með þeim, enda hef ég miklu meiri áhuga á að ferðast um landið en að fara út fyrir það. Guðrún Hallgrimsdóttir, húsmóö- ir: — Ég hef ekkert fylgzt með þvi. Ingibjörg Björgvinsdóttir, starfs- stúlka I frystihúsi: Ég veit nú bará ekkert um þetta mál og hef engan áhuga á þvi. Nei, ég hef aldrei fariö neitt á vegum ferða- skrifstofanna, en ég hef farið til Ameriku svona á eigin vegum. mrnrn GMÐ HRINGIÐ í SÍMA 86611 KL13-15 Nýja kynslóðin komin til kindsins HVERS VEGNA ÞAKKAR MATT- HÍAS EKKI FYRIR SIG? Bíll órsins Citroen CX Kristján Þóröarson viö fyrsta bilinn af CX gerö, sem kemur á Islenzka vegi. Ljósm. BG. S.H. skrifar: „Einn skemmtilegasti kjaft- hákur Islendinga um þessar mundir er Vilmundur Gylfason, sem er innilega og djúpt hneykslaður yfir mörgu þvi, sem honum þykir aflaga fara I Islenzku þjóðllfi. Hann kemur fram f sjónvarpi á föstudögum og skemmtir þá þjóðinni með þvl að vera eins og hann á að sér I fasi og flutningi máls síns, meöan hann reynir aö þjarma að þeim, sem hann hefur valið til aö láta standa fyrir máli slnu hverju sinni. Eitt af þvi, sem særði réttlæt- iskennd Vilmundar lengi vetrar, var sú kjaftasaga, að hæstvirtur fjármálaráðherra, Matthías A. Mathiesen, hafði otað sinum tota með þvi að næla sér I ágætis Volvo á gamla genginu, eftir að búiö var aö loka gjaldeyrisaf- greiöslum til pupulsins, áður en gengisfellingin siöasta var gerð. Út af þessu meinta misferli Matthíasar risu úfar hátt með læröum og leikum, en veslings ráðherrann fékk ekkert sóma- samlegt tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Loks komst svo Vilmundur I hljóövarpið, þar sem hann er ekki nema svipur hjá sjón. En þar fór hann samt á kostum og dró meðal annars þessa frá- leitu kjaftasögu fram I dagsljós- ið og viðraði þar opinberlega þaö sem menn höfðu verið að plskra með I skúmaskotum und- anfarnar vikur. Það fór eins og við mátti bú- ast, að út frá þessu urðu alls konar harmanir til. Það fór að llkum, þvi ef einhver hristir lognmolluna af hversdagslífinu, er það þegar harmað einhvers staöar. Það kom ekki á óvart. En það kom meira á óvart, aö fjármálaráðherra hefur hvergi þakkað Vilmundi opinberlega fyrir að gefa honum kærkomið tækifæri til að hvltþvo mannorð sitt opinberlega. Þvi nú gafst Matthfasi tækifæri til að sýna fram á og sanna, að hann hefði fengið bllinn fyrir opinbera gjaldeyrislokun bankanna. Liggur þó i augum uppi, að hann stendur miklu keikari eftir en áöur, og það á hann Vilmundi að þakka. Vilmundur Hann er loks kominn hingað billinn, sem vakti mesta athygli i Evrópu á siðasta ári. Þetta er billinn, sem nær einróma var kjörinn bill ársins 1974, Citroén CX. Sjö bllar af þessari tegund komu til landsins fyrir örstuttu slðan og er einn þeirra þegar kominn á götuna, en eigandi hans er Kristján Þórðarson sölumaðúr hjá Globus. Þessi blll er af gerðinni CX 2000 eins og hinir, sem hingað eru komnir og kostar hann 2.150 þúsundir, sem kemur þó ekki I veg fyrir að flestir bllanna, sem komnir eru til landsins, eru þeg- ar seldir. Tilkoma CX boðar nýja tlma hjá Citroén verksmiðjunum og er sennilegt, aö þessi nýi blll þýði að framleiöslu á þeim gamla góða DS fari senn að ljúka. Eftir standa þá af stærri bílunum CX og GS, sem I fljótu bragði eru nokkuð áþekkir I út- liti. Citroén CX er fullur af nýjungum og hafa hönnuðirnir ekki hikað viö að breyta gamal- grónum siðum I fólksbílafram- leiðslunni eins og til dæmis þeim að hafa tvær vinnukonur á framrúðunni, CX blllinn hefur þvl aðeins eina stóra, er nær yfir alla rúðuna. I reynsluakstri, sem blaða- mönnum var boðið I, kom I ljós, að þessi eina vinnukona virkar nokkuð truflandi I fyrstu, þegar hún veltir sér yfir rúðuna, en eftir um hálf tlma akstur finnst manni hún jafn eðlileg og tvær vinnukonur hafa nokkru sinni verið. önnur nýjung er I stjórntækj- um. Þeim er öllum raðaö I stjórnborðiö, sem myndar hálf- hring I kringum stýrið og á þann hátt er hægt að setja á ljósin, vinnukonurnar, stefnuljósin og annað án þess að hreyfa hönd- ina af stýrinu. Aðvörunarljós kvikna ef bremsuborðar eða önnur öryggistæki eru I ólagi. Benzlngjöf, hemlum og kúplingu er vel komiö fyrir i Stjórntækjum er öllum raðað I kringum stýrið og ein stór vinnu- kona sér um aðhalda framrúðunni þurri. Ljósm. BG gólfi og ástigið fislétt. Blllinn er búinn þeim fullkomna fjöörunarútbúnaði, sem ein- kennt hefur Citroénbílana til þessa og hægt er að hækka lægsta punkt úr 14 sentimetrum I um 25 sentimetra með lyfti- búnaði. Blllinn heldur alltaf sinni innstilltu hæð og hækkar sig og lækkar sjálfkrafa ef hleðsla eykst eða minnkar. Bllarnir, sem hingaö koma eru búnir 2000 kúbika vél, sem liggur þvert I vélarrúminu og knýr framhjólin. Hestöflin eru 102 og eyðslan gefin upp á bilinu 9-11 lltrar á hundraðið, enda hafa útlínur bllsins verið teikn- aðar með það fyrir augum, að sem minnstur kraftur færi I að virina upp loftmótstöðu. önnur gerð af CX, CX 2200, er nú einnig framleidd I Frakk- landi, en hefur lltið verið flutt út enn. Sú gerð er búin stærri mót-. or og er Iburðarmeiri I frágangi, enda dýrari. — JB LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.