Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Þriðjudagur 27. mai 1975 LESENDUR HAFA ORÐIÐ Þeir stela jafnvel húsinu | Mt! — íslenzkt óreglu- OTQH QT lllQllíll og óreiðufólk er heimsplóga Að vera týndur I frumskógi steinsteypunnar i Afriku, Astraliu, Ameriku eða annars staðar, peningalaus og allsiaus vegna ófor- sjálni eða með sektartilfinningu gagnvart samborgurum sinum, er ömurlegt hlutskipti. Þetta vesæla fólk gerir islenzku iandnemunum lifið stundum leitt, er það kássast inn á þá I neyð sinni. Myndin er af miðhluta Jóhannesarborgar. timsm: Býstu við að samningar náist fyrir 11. júni? Hlöðver Jónsson, sjómaður: Nei, ég er mjög svartsýnn á það. Ég held að þeim takist ábyggilega ekki að semja. Halldór Valdimarsson, sjómaður. Nei, ég reikna með að það verði verkfall. Þeim tekst örugglega ekki að semja. Það hefur bara sýnt sig áður, það hefur aldrei viljað semjast fyrir tiltekinn tima. Þetta eru lika svo háar kröfur. Unnar Jónsson, stýrimaður. Nei, ég held þeim takist örugglega ekki að semja. Friðrik Sigurðsson, jarðýtustjóri. Ja, ég veit ekki. Maður verður að vona það. Ég veit ekki hvernig fer, ef það verður stofnað til verk- falls. Ætl.i þjóðarbiiiö fari ekki yfir um við þaö. Richard Pálsson, skrifstofumað- ur. Við skulum vona að verka- lýðsfélögunum takist að semja. Kristinn Bergsson, aðalbókari. Viö verðum að vona þaö bezta, og vona aö þeim takist að semja. Viggó Oddsson skrifar frá Jóhannesarborg: „Heimskt er heimalið barn”, segir máltækið. Það þótti löngum mikill frami á Is- landi að vera „sigldur”, þegar Kaupmannahöfn var eins konar miðpunktur heimsins i augum tslendinga. Við ferðumst mikið til útlanda i margvislegum til- gangi, til menntunar eða full- komnunar i einni atvinnugrein eða annarri, til innkaupa, og hreinlega til að sjá heiminn, stundum með þvi að vinna sig áfram i kringum hnöttinn eða ákveðnu landi. Allt er þetta lofs- vert og uppbyggilegt, ef forsjá og ábyrgðartilfinning eru með i ferðinni. Aðrir fiytjast Ur landi vegna óánægju með stjórnar- kerfið, skattaofsóknir, verð- bólgu og endalausar gengisfell- ingar. Þetta eru nokkur dæmi um útþrá tslendinga. í kastljósi Vegna þess hve tslendingar eru sjaldséðir viða um heim, eru það oft mikil tiðindi i landi, borg eða vinnustað, ef íslend- ingur hefur þar lengri eða skemmri viðdvöl. Margir landar vorir eru sómafólk,hæfi- lega reglusamt og góður vinnu- kraftur og sér og sinum til sóma. Ég man, að pabbi sagði eitt sinn við mig, að það væri nóg af meðalmönnum i heimin- um, þvi væri það mikilsvert að reyna að skara framúr með eilitið meiri fyrirhöfn en aðrir, þessu fólki stendur heimurinn opinn. Um merkan mann i stjórnmálum var sagt: „Hann var því vanur, að allra augu stæðu á sér og hagaði sér eftir þvi”. Allra augu standa á þess- um fágætu Islendingum, sem um heiminn pjakka, en margir eru ekki eins vandir að virðingu sinni og þessi stjórnmálamaður. Stela, svíkja ogsvindla Ég var einn af þeim fyrstu ts- lendingum, sem settust að i suðurhluta Afriku, fyrir tæpum ellefu árum. Siðan hefur mikill fjöldi tslendinga komið i þennan heimshluta til lengri eða skemmri dvalar. Sumir una sér vel og eiga falleg heimili og hafa góðar tekjur, sumir eru venju- legir túristar, sem gaman er að hitta. En það er alltaf talsvert af rusli innan um. Einn merkur maður sagði, að það væri ein- kennilegt, hve margt óreglu- og vandræðafólk frá tslandi héldi, að S. Afrika væri heppilegasti griöastaðurinn fyrir það”. Hann hafði lengi tekið vel á móti aökomufólki frá Fróni, jafnvel stofnað smásjóð til að hjálpa þvi til að festa ræturnar. Sjóðurinn tæmdist fljótt og er enn tómur. Eftir nokkra dvöl i landinu flaug ruslið úr landi og skildi eftir sig Vegna baksiðufréttar i VIsi þann 21. þ.m. óska Herbert; Guðmundsson og hljómsveitin Eik eftir að taka eftirfarandi fram: Meðlimum hljómsveitarinnar Eikar finnst það mjög skiljan- legt, að þegar Herbert Guö- mundsson fær tilboð um að ger- ast söngvari I hljómsveitinni Pelican þá þiggi hann það. Það slóð af óborguðum verðmætum og reikningum, óborgaða verð- mæta muni á afborgunarskil- málum, hótelreikninga og aðra aðstoð. Sjálfur hefi ég skaðazt um svipaða upphæð eða and- virði heils, nýs Volkswagens. Ekki geri ég mér háar vonir um endurheimt greiðans. Ætlaði að stela húsinu Ein merkilegasta svindl- arasaga, sem ég hefi heyrt, skeði i S.Afriku. tslendingur nokkur fékk hringingu frá hóteli þar sem ókunnugur maður bað hann að hitta sig. Þar var kom- inn landi hans og hafði jafnvel sama föðurnafn og upphafsstaf i skirnarnafni. Maðurinn hafði töskurnar pakkaðar og bað þann búsetta að hýsa sig i nokkrar nætur, sem þótti ekki nema sjálfsagður greiði. Nokkru siðar var búsetti Islend- ingurinn heimavið, er siminn hringdi. Það var bankinn. Hann var spurður föðurnafns og upp- heföu flestir — ef ekki allir — hljóðfæraleikarar gert. Það kom aldrei til tals á þeim fimm mánuðum, sem Herbert starfaði með Eik, að hann yrði látinn hætta. Þvert á móti voru allir mjög ánægðir með sam- starfið, og samkomulagið var eins og bezt veröur á kosið. Þess má geta, lesendum til hafsstafs á skirnarnafni, er það stemmdi, var sagt, að það væri sjálfsagt að lána honum 6 milljónir (á núv. gengi). Maður- inn varð hvumsa og sagðist ekki þurfa neinar milljónir. Kom i ljós, að gesturinn hafði veðsett húsið ofan af gestgjafa sinum, hinum megin á hncttinum. Ég held, að þessi „góði gestur” hafi hypjað sig til sinna föðurtúna, nema hann sé ennþá að prufa önnur brögð. Strönduð i miðri Afriku önnur heimsplága eru ungar islenzkar stúlkur og ungmenni, sem hafa aurað sér (eða krónað sér) fyrir farmiða og halda að þau geti komið fyrirvaralaust I hvaöa land sem er, gengið I vinnu með háu kaupi. Reyndin er oft önnur, einkum núna, þeg- ar tugmilljónir manna ganga um atvinnulausar i mörgum löndum. Þetta flökkufólk kemur þvi oft peningalítið eða peninga- laust, án nauðsynlegra skilrikja og vottorða og leyfa. Það getur fróðleiks, að Herbert Guð- mundsson er meðlimum hljóm- sveitarinnar Pelican ekki alveg ókunnur, þvi að hann starfaði með þremur þeirra, Ómari Ósk- arssyni, Jóni Ólafssyni og Ás- geiri Óskarssyni, i hljómsveit- inni Ástarkveðju. Þegar Pelican var stofnuð, leystist Ástar- kveðja upp og ómar og Asgeir gengu til liðs við þá Pétur tekið upp undir heilt ár að fá landvistarleyfi i S.Afriku. Þannig getur myndazt neyðar- ástand hjá þessu bjartsýna fólki. Það langar til að vera um stund, en timinn og peningarnir hverfa i bið eftir vinnuleyfi. Það eru fljót að tinast út þúsundin, þegar greiðviknir landnemar reyna að létta þessum galgop- um lifið. Ég nefni nú ekki glæpamennina, sem aldrei endurgreiða, en svikja velgerð- armerin sina. Ung stúlka Hvað á almennilegt fólk að gera I útlöndum, þegar Loft- leiðaumboðið hringir og segir, að þeir séu i vandræðum með unga stúlku? Til að forða uppi- standi er stúlkan athuguð nán- ar. Þá kemur i ljós, að hún er peningalaus á miðri leið, strönduð inni i miðri Afriku eða Astralfu. Aðstandendur hennar eru i fýlu á tslandi og senda henni enga hjálp. Stundum er einhver harmleikur á bakvið og reyna verður að koma i veg fyrir.aðþettavandræðafólk geri af sér meira tjón og álitshnekki fyrir Islenzka landnámið. Hvergi i heiminum eiga óreglu- og óreiðumenn eins mikilli vel- gengni að fagna og á tslandi, skrifaði mér ókunnugur maður. Þvi legg ég til, að þeir haldi sig innan landsteina. tslendingar eiga yfirleitt nóg með sig og sina, þótt þeir séu erlendis sem á tslandi. Herskarar af ábyrgð- arlausum flökkurum og hrein- um glæpamönnum og svikurum eru óæskileg landkynning. Suöur.Afrika og önnur útlönd eru engin ruslatunna eins og þeir hafa fengið að finna, sem hrökklast hafa héðan, þrátt fyrir fyrirgreiðslu, þjófnaði eða ónefnd fyrirbrigði. Undantekningarnar Það eru ætið undantekningar frá reglunni eða kannske ber svo miklu meir á þessu vand- ræðafólki, að maður tekur ekki eins eftir þvi fólki, sem er eins og siðað fólk og kemur sér vel áfram? Allt það tjón og leiðindi, sem fylgja i slóð fyrirhyggju- lausra ungmenna og harðsvir- aðra uppflosnaðra bófa. Allt þetta skemmir út frá sér orð- stir og virðingu fyrir tslandi og tslendingum I heild. Gestir frá tslandi reyna að bóka sig inn á hótel erlendis, þeim er illa tekið og skipað að borga fyrirfram og setja tryggingu fyrir stuldi og skemmdum, þvi „siðasti tslend- ingur gleymdi að borga”. Sumum er neitað um afborg- anir i búðum, þvi tiltekinn ts- lendingur keypti dýrt útvarps- tæki og flaug úr landi án þess að greiða skuldina að fullu. Það eru þeir tslendingar, sem af ýmsum ástæðum verða að vera erlendis um sinn, sem mest líða fyrir þetta óreiðufólk”. Kristjánsson, Björgvin Gislason og Gunnar Hermannsson bassa- leikara. Nokkru seinna hætti Gunnar og við tók Jón ólafsson, og nú er Herbert einnig mættur til leiks. Og til enn frekari fróðleiks skal þess getið, að Gunnar Her- mannsson hefur verið orðaður sem bassaleikari I nýrri hljóm- sveit Péturs Kristjánssonar. — Já, hann er merkilega þröngur, þessi poppheimur. Hann er merkilega þröngur þessi poppheimur. . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.