Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1975, Blaðsíða 3
Visir. Þriðjudagur 27. mai 1975 3 íbúðakaupendur íbúarnir vilja ekki sœtta berjast • (Jr I • Jr( | I I I sig vio þriðiungs nœkkun Kaupfélag Hafnfirðinga á nú I hörðum átökum við marga þeirra sem keyptu Ibúðir I átta hæða fjölbýlishúsi I Norðuíbæn- um I Hafnarfirði, sem Kaup- félagið byggði. Allir eru kaup- endurnir búnir að greiða áætlað verð ibúðanna, en eiga erfitt með að sætta sig við þá hækkun, sem varð á ibúðaverðinu og til- kynnt var um, eftir að allir voru fluttir inn i húsið. Neita margir að greiða nema hluta þeirrar upphæðar. Nærri helmingur ibúðakaup- endanna hefur bundizt samtök- um vegna máls þessa og hafa þeir fengið lögfræðing sér til að- stoðar. Forsvarsmenn ibúðareigend- anna hafa eftirfarandi sögu að segja: „Um og eftir áramót 1972 og ’73 bauð Kaupfélag Hafnfirð- inga til sölu 62 ibúðir i fjölbýlis- húsi, sem þá var að rísa við Miðvang 41, i Hafnarfirði. Framan af virtist allt ætla að ganga eins og i sögu, en þegar liða tók á sumarið ’73, dró ugg- vænlega Ur öllum framkvæmd- um seljenda, þannig að fram- kvæmdir stóðu næstum I stað langtimum saman. Um það leyti var verið að undirrita endanlega kaupsamninga og fullyrtu seljendur þá, að ibUð- irnaryrðu afhentar áður en árið 1973 væri allt og var miðað við að ibUðirnar yrðu greiddar að fullu fyrir þann tima. 1 trausti þess, að Kaupfélagið stæði við orð sin seldu margir fasteignir sinar til að verða sér Uti um fé til að standa við hinar stifu greiðslur. Það kom sér þvi illa fyrir þetta fólk þegar af- hending ibúðanna dróst mánuð eftir mánuð, og stóðu ýmsir beinlinis á götunni með innan- stokksmuni sina I hálft ár. Þegar svo kom að afhendingu ibUðanna og flestir voru bUnir að greiða áætlað verð þeirra, neitaði Kaupfélagið að afhenda lyklana að ibúðunum nema kaupendurnir undirrituðu vixla til tryggingar greiðslu á þeim hækkunum, sem höfðu orðið á byggingartimanum. Hver sú hækkun yrði gátu Kaupfélags- menn ekki upplýst þá, en vixill- inn gerði ráð fyrir 20 prósent hækkun. Brá kaupendum illilega, þvi Kaupfélagið hafði allt frá upp- hafi haldið þvi fram, að endan- legt verð yrði ekki langt frá áætlun. Hækkunin gæti i mesta lagi orðið 10-15 prósent. Sölu- verðið hafði lika verið áætlað nokkuð hátt, þvi gert hafði verið ráð fyrir hækkunum i áætlun seljenda. Neituðu margir að greiða áðurnefndan vixil, en fengu samtlyklana að ibUðunum. Aðr- ir voru of fljótir að treysta þeim orðum seljenda, að 20 prósent væri algjört hámark hækkunar- innar og skrifuðu undir vixlana. Þegar svo allir voru komnir inn og bUnir að koma sér fyrir i ibUðum sinum kom loks tilkynn- ing frá Kaupfélaginu, þar sem skýrt var frá þvi, að hækkunin væri 34.8 prósent. Og nU var greiðslufyrirkomulagið það að greiða skyldi helminginn á borðið og hitt væri hægt að fá lánað á fullum vöxtum i tvö til þrjU ár. Einhverjir létu sig hafa það aðborga möglunarlaust, (sumir þó með þeim fyrirvara að fá endurgreiðslu ef einhverjir fengju „lækkun á hækkun- inni”), en nær helmingur ibU- anna i fjölbýlishUsinu tók hönd- um saman að fá reikninginn lækkaðan. Þegar fulltrUar þess- ara IbUðaeigenda höfðu reynt til þrautar að fá útskýringar Kaupfélagsins á forsendum hinnar miklu hækkunar, en án árangurs, var loks leitað til lög- fræðings, Ragnars Aðalsteins- sonar. Er Ragnar nú með málið i sinum höndum. Það sem síðast skeði i málinu var það, að Kaupfélagið til- kynnti kaupendunum i bréfi fyrir rétt rúmri viku siðan, að vixillinn, sem áður er frá sagt, hafi verið dagsettUr og settur I innheimtu. Setti Kaupfélagið á vixlana dagsetninguna 30. nóvember 1974. Þeir dagsettu vixlana með öðrum orðum meira en hálft ár aftur i timann, og innheimta þá nú með dráttarvöxtum og innheimtu- kostnaði og voru kaupendum veittir þrir dagar til að verða sér Uti um peninga til að greiða vixilinn. Það skal tekið skýrt fram, að Kaupfél. minntist aldrei einu oröi á gjalddaga þesssara vixla frá þvi að þeir voru undirritaðir og þar til núna fyrir viku siðan. Þvert á móti var okkur látið skiljast að þeir væru geymdir ódagsettir sem tromp. Það var þvi núna á allra siðustu dögum, að sU ákvörðun var tekin að dagsetja þá og setja þá til inn- heimtu.” — JB Kviknaði í bíl Úr sér genginn bfll, er stóð á lóð við Vesturberg i Breiðholti, tók allt i einu að loga giatt kiukkan um hálfsjö i morgun. Slökkviliðið mætti fljótt á stað- inn og slökkti eldinn fljótlega. Allt sem brunnið gat i bilnum brann, en eldsupptök eru ókunn. — JB Útilegumönnum fró Akureyri stungið inn Lögreglan I Reykjavfk tók i nótt tvo 18 ára Akureyringa, eftir að þeir höfðu verið staðnir að smá- hnupli. Piltarnir voru akandi um á Akureyrarbil, en búsettir i tjaldi inni I Laugardal. Þegar bill þeirra var athugaður fundust i honum smáhlutir, sem grunur leikur á, að piltarnir hafi tekið ófrjálsri hendi, hjólkoppar og bil- Utvarpshátalari. Lögreglan tók piltana I vörzlu sína og læsti þá inni i fanga- geymslu. — JB Þœr íslenzku sigurvissar — Hafnfirzk stúlka vann húrgreiðslu- keppni í Bandaríkjunum MÁTAÐI KÁPU Islendingar virðast eftir öllu að dæma eiga framtfðina fyrir sér I hárskurði og hárgreiðslu. Erlendir meistarar, sem hingað hafa komið, hafa látið i ljós hrifningu sina, og nú siðast sló islenzk stúlka öllum við I hár- greiðslukeppni I Bandarikjun- um. Hún fór með sigur úr býtum af um 100 keppendum HUn heitir Lilja Dýrfjörð Sölvadóttir, sem náði þessum ágæta árangri. Lilja er Hafn-. firðingur og reyndar dóttir af- greiðslustjóra Visis þar. Lilja hefur verið búsett i Bandarikjunum i 8 ár. Hún býr nU i Colorado, þar sem hún hef- ur verið við nám i hárgreiðslu, og lýkur þaðan prófi um næstu mánaðamót. Það voru þrir skólar, sem efndu til stórrar og veglegrar keppni sin á milli fyrir stuttu siðan, en þar eru nemendur viðs vegar að úr heiminum. Lilja var eini Islenzki þátt- takandinn. Það var svo ekki nóg með að hún fengi verðlaun fyrir hár- greiðslu sina, heldur var hún lika verðlaunuð fyrir sérlega snyrtilegan klæðaburð, en kjól sinn hafði hún saumað sjálf. HUn hélt þvi með tvo veglega bikara Ur keppninni. -EA. ► Það var ekki nóg með að Lilja (t.h.) fongi bikar fyrir hárgreiðsluna, heldur fékk hún minni bikarinn fyr r kjól sinn, sem hún saumaði sjálf. Stúlkan til vinstri skartar hárgreiðslu Lilju. — glataði 30 þúsundum Stúika er fór að máta kápu niðri á Laugavegi i gærdag varð þrjátiu þúsund krónum fátækari. Það var um miðjan daginn i gærdag, að stúlka, sem fyrr um daginn hafði tekið þrjátiu þúsund krónur Ut Ur banka brá sér inn i Hagkaup i Kjörgarði til að máta kápur. StUlkan sá kápu, sem henni leizt á og fór að máta hana, en á meðan skildi hún veski sitt með þrjátiu þúsund krónum eftir inni i fatahengi verzlunarinnar. En þegar hún hafði lokið við að máta kápuna og ætlaði að taka véskið á ný var það horfið með peningunum og öðru þvi er i þvi var. Peningamissirinn og glötun persónuskilrikjanna kemur stúlk- unni vitanlega illa og fer hún þvi fram á það við þann fingralanga, að hann komi veskinu til lögregl- unnar ásamt innihaldi. — JB Yrði lyftistöng fyrir íslenzkt atvinnulíf NORRÆNI FJÁRFESTINGAR- BANKINN VERÐUR VERULEIKI Norræni fjárfestingarbankinn, sem yröi mikilvægur fyrir Is- lenzkt atvinnulíf, er að verða veruleiki. Visir ræddi þetta I gær við Ragnhildi Helgadóttur, for- seta Norðurlandaráðs. Ragnhildur sagði, að aukaþing Norðurlandaráðs yrði sennilega kvatt saman i nóvember, og yrðu þar aðeins tvö mál á dagskrá, bankinn og samstarf Norður- landaráðs og ráðherra og aðila vinnumarkaðarins. Með þvi móti væri unnt að hindra, að málið drukknaði í fjölda mála. Ragnhildur ræddi á föstudaginn við Ivar Nörgaard markaðsmála- ráðherra Dana, sem nU er for- maður norrænu ráðherra- nefndarinnar. A fundinum var rætt um stofnun bankans og möguleika á aukaþingi. Ragn- hildur sagði, að næsti ráðherra- fundur yrði 19. júni, yrði þar endanlega tekin ákvörðun um formlegri tillögu til að leggja fyr- ir ráðsþingið. Bankinn ætti að geta tekið til starfa snemma á næsta ári. Endanleg ákvörðun um þinghaldið mundi verða i höndum forsætisnefndarinnar. Aukaþingið yrði i Stokkhólmi. Agreiningur væri um, hvar bank- inn skyldi vera, sagði Ragnhild- ur. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.