Vísir - 04.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 04.06.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Miövikudagur 4. júni 1975 5 JTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖr Umsjón: Óli Tynes Sadat, forseti Egyptalands, er oft á tlöum brosmildur. Hér hlœr hann stórkarlalega aö einhverjum brandara Fords, starfsbróöur slns. Ismail Fahmai utanrlkisráöherra viröist einnig skemmt. Líbanon: Stjórnar■ herínn skarst í leikinn Hersveitir stjórnar Líba- nons urðu að skerast í leik- inn siðastliðna nótt, þegar sló í harðan bardaga milli hægri manna og falangista i einni af útborgum Beirut. I bardögunum voru notað- ar sprengjuvörpur og vél- byssur. Taliö er vist, aö mannrán und- anfarinna daga hafi veriö orsök átakanna i nótt. Vinstrisinnaöir Palestinuarabar byrjuöu meö þvi aö ræna stjórnmálamanni og fal- angistar rændu svo 22 i gær. 011 um var slöar sleppt sem rænt var, en aögeröirnar urðu til aö auka enn spennuna milli þessara strlö- andi hópa. Ekki var skýrt frá mannfalli i þessum siöustu bar- dögum. William Simon: NYTT BLOMASKEIÐ í BANDARÍSKU EFNAHAGSLÍFI William Simon, fjár- málaráðherra Bandaríkj- anna, hefur i einkaviðtöl- um spáð því, að nýtt blómaskeið sé að hef jast í bandarísku efnahagslífi. Þýzka blaðið Stern hefur eftir Hans Apel, efnahags- málaráðherra Vestur- Þýzkalands, að Simon hafi verið mjög bjartsýnn í einkaviðtölum á fundum Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu í síðustu viku. „Þegar ég sagði við hann: „En sjáðu nú til, atvinnuleysiö heldur áfram að aukast,” svaraði hann: „Þetta eru gamlar tölur.” Apel segir i Stern, að Simon hafi verið mjög ákveðinn i skoö- unum. Hann hafi meöal annars sagt viö sig: „Ég get sagt þér það, Hans, að á þriðja ársfjórö- ungnum munum viö stefna beint upp á viö.” Vestur-þýzki ráöherrann kvaöst telja, að efnahagur V- Þýzkalands mundi einnig batna mjög mikið en viöurkenndi, aö fresta yröi ýmsum félagslegum umbótum. SÍMAMYND AP I MORGUN Ford ýtir við ísroelum um tilslokonir Ford Bandarikjaforseti, sagði við egypzka frétta- menn, að yrðu nýjar hindr- anir lagðar i veg fyrir til- raunir til friðarumleitana í Miðausturlöndum, gæti leitt til nýs stríðs. Forset- inn skýrði mál sitt ekki nánar, en litið er á ummæli hans sem ábendingu til Israels, því að síðar á fundinum sagði hann: „Éger sannfæröur um, að ísra- el gerir sér grein fyrir þvi, að stöönun er ekki i þágu friöar. tsraelar veröa þvl eins og við að sýna áhuga á aö vinna meö okkur og öörum aö því aö finna leiöir til framfara á þessu sviöi.” Ford sagöi, aö þaö væri ekki viöeigandi, aö hann segöi opin- berlega frá þvi, sem hann teldi Israela eiga aö gera. Aöspurður um, hvenær lyki endurskoöun á stefnu Bandarikjastjórnar i mál- efnum Miðausturlanda sagði for- setinn, aö ekkert yröi sagt um það mál fyrr en aö loknum fundi þeirra Rabins, forsætisráöherra israels, sem veröur 11. júni i Washington. ísraelor hörfa Löng lest Israelskra skrlödreka á leiö frá Suezskuröi lengra inn I landið. Skuröurinn veröur opn- aöur á morgun og þetta er til- slökun af hálfu tsraela. Hanoi Viff eðli- lega sambúð við Bandaríkin Norður-Víetnam er reiðubúið að taka upp eðlilega sambúð við Bandaríkin, að sögn út- varpsins i Hanoi. Útvarp- ið vitnaði í kafla úr ræðu Pahm Van Dong, for- sætisráðherra, en ræðuna flutti hann við setningu fimmta þjóðþingsins, í Hanoi i gær. Dong setti ekki önnur ^skilyrði fyrir eðlilegum samskiptum við Banda- rikin en þau, að Banda- ríkin viðurkenndu tilveru og landamæri Norður- Vietnams. Eftir því sem útvarpið segir, krafðist Dong þess einnig, að Bandaríkin gegndu skyldum sinum með því að aðstoða við að lækna striðssár Norður-Viet- nam. Þar var hann líklega kominn að kjarna máls- ins. Stjórnmálasérfræð- ingar hafa talið, að Bandaríkin gætu viður- kennt Norður-Víetnam eftir sex mánuði eða svo og þá væri opin leið til að- stoðar við þetta striðs- hrjáða land. Átu 7500 tonn af ís Stærsta Isframleiöslufyr- irtæki Kúbu hefur ákveöiö aö bæta öll fyrri framleiöslumet I tilefni af fyrirhuguöu fyrsta Hokksþingi kúbanska kommúnistaflokksins, sem halda á I desember næst- komandi. Framleiösluáætlanir fyrir fyrstu fimm mánuöina voru geröar I fyrra en allar áætl- anir eru nú I endurskoöun, þvi aö farið var 37 prósent fram úr áætlun. Forstööu- menn verksmiðjunnar hafa boriö mikiö lof á kúbanska ísneytendur, sem hafa stutt þá svo dyggilega I áætlun j)eirra, aö þeir hafa á siðustu fimin mánuöum étiö sjö þús- und og fimm hundruö tonn af is.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.