Vísir - 04.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 04.06.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 4. júni 1975 vísrn tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Wilson og við 1 fljótu bragði þætti okkur Islendingum kannski bezt, að Bretar samþykktu að ganga úr Efna- hagsbandalaginu við þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Bretar eru vegna aðildarinnar að EBE bandamenn Vestur-Þjóðverja gegn okkur. Þeir standa með öðrum EBE-rikjum að þvi að hindra, að við njótum þeirra friðinda, sem við höfðum samið um. Bretar eru einnig i hópi þeirra þjóða, sem nú „svikja lit” i samkeppni um fisk- markaðina með auknu styrkjakerfi til fiski- manna. Bretar eru, vegna aðildarinnar að EBE, sam- særismenn Þjóðverja um löndunarbannið. Ef þeir segðu sig úr Efnahagsbandalaginu, gætum við helzt búizt við, að þeir reru einir eða gengju aftur i friverziunarbandalagið EFTA. Vegna inn- göngu Breta i EBE og þar af leiðandi úrsögn úr EFTA, hafa tollar á sjávarafurðum, sem við selj- um þeim, hækkað að undanförnu en ekki lækkað eins og til stóð. En við megum ekki vera skammsýn. Við meg- um ekki hugsa eins og löndunarbannið i Vest- ur-Þýzkalandi standi i langa framtið. Þjóðverjar hafa tapað þvi striði. Þeir eiga aðeins eftir að viðurkenna ósigur sinn. Við verðum ekki að eilifu i baráttu við Efnahagsbandalagið, það verðum við að vona. Spurningin er, hvort við getum látið bjóða okkur öllu meira af svivirðingum úr þeirri átt án þess að segja upp viðskiptasamningum við bandalagið. Ef við horfum nokkur ár fram i tim- ann, sjáum við glöggt, að okkar hagur er, eins og annarra þjóða, i þvi fólginn, að friverzlun sé sem viðtækust. Við stefnum að þvi að gera fri- verzlunarsamninga við sem flestar þjóðir. Það tryggir bezt, að verkaskiptingin milli þjóða sé með þeim hætti, að framleiðslan verði i hámarki við sem minnstan tilkostnað. Það tryggir bezt, að samkeppni sé sem frjálsust, sem er hagur neyt- enda og þjóðarheildanna. Að þessu athuguðu þurfum við ekki að harma, þótt Bretar samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsl- una á morgun að vera áfram i Efnahags- bandalaginu. Skoðanakannanir benda ótvirætt til, að meirihluti verði fylgjandi aðildinni. Wilson forsætisráðherra knúði með hörku á fundi i Dublin i vetur fram skilmála fyrir aðild Bret- lands að bandalaginu, sem eru miklu hagstæðari en skilmálar þeir voru, sem stjórn Heaths samdi um við inngöngu. Wilson hefur mikinn þingmeirihluta á sinu bandi. Gegnhonum eru róttækustu vinstri menn i Verkamannaflokknum i einkennilegu bandalagi við öfgafyllstu hægri menn. Þingið samþykkti áframhaldandi aðild með skilmálum Wilsons með 396 atkvæðum gegn 170. Wilson hefði getað látið þar við sitja, en hann kaus að taka áhættuna, sem felst i að skirskota málinu til þjóðarinnar. Með þvi stefnir hann að þvi að fá öflugri svipu á vinstri arminn i Verka- mannaflokknum. Flokkurinn er illa klofinn, en verulegur ósigur við þjóðaratkvæði mundi draga kjark úrróttækustu vinstri mönnunum og styrkja völd Wilsons. Bretum er tvimælalaust ekki hagur að þvi að ganga úr Efnahagsbandalaginu. Það mundi að- eins auka hinn gifurlega efnahagsvanda þeirra. — HH HVÍTU VIRKIN í AFRÍKU RIÐA TIL FALLS Átökin milli svertingja og hvitra iögreglumanna i Ródesiu um helgina, sem kostuðu 13 hinna fyrrnefndu lifið, hafa enn aukið óróa hvitra manna i landinu. Það fer nú að verða mjög brýnt fyrir rikisstjórn Ian Smiths að komast að einhverju bráðabirgða- samkomulagi ef ekki eiga að blossa upp svipaðar og jafnvel enn verri óeirðir en á sunnudag. En þótt ýmislegt slæmt megi segja um kynþátta- misréttisstefnu Smith-stjórnarinnar, þá er þaö fyrst og fremst hinn gamli bölvaldur Afriku, ættbálka- deilur, sem valda þvi hve seint gengur. Afrika er full af mismunandi ættbálkum sem hafa löngum eldað saman grátt silfur. Nú þegar þeir sjá fram á að þeir muni fara að fá völdin, eða a.m.k. hluta af þeim i sinar hendur, þá fer eining út I veður og vind og menn berjast um stólana. 1 fyrrverandi nýlendum Portúgala berast nú svartir menn á banaspjótum eftir að hvitir kúgarar þeirra eru farnir heim. í Ródesiu er það sama aö gerast þótt enn sé það i minna mæli. Smith hefur á undanförnum mánuöum gert ýmis- legt til að koma til móts við hinn svarta meirihluta I landinu, m.a. boðið þeim fleiri sæti á þingi. Þaö kemur þó ekki til af neinni skyndilegri hugarfars- breytingu, hann á einfaldlega engra annarra kosta völ. Brottflutningur portúgalsks herliðs frá Afriku breytti vigstöðu Ródesiu I einu vetfangi. Suð- ur-Afrika er nú eini bandamaður hennar I Afriku og Vorster forsætisráðherra hefur ótvirætt gefið það I skyn að hann kunni að fórna Ródesiu til að fá frið I eigin heimalandi. Hann hefur látið Ian Smith skilja á sér að honum sé eins gott að fara að sætta sig viö að áður en yfir lýkur veröi svört meirihlutastjórn i Ródesiu. Það er varla við þvi að búast að hvitir ibúar Ródesiu kyngi þessu auðveldlega. En ef Suð- ur-Afrika hættir stuðningi við þá eru litlar likur til að þeir geti staöið á eigin fótum. Hvitir menn I Ródesiu eru ekki nema 300 þúsund talsins en svertingjar eru fimm og hálf milljón. 1 nágrannarikinu Mozambique eru lika fjölmennar sveitir svartra skæruliða og þeir koma áreiöanlega bræðrum sinum I Ródesiu til aöstoðar, ef þörf kref- ur, eftir að þeir hafa nú náö eigin sjálfstæði. Það er ekki gott að spá um hversu margir hvítir menn yrðu eftir i Ródesiu, ef svartir tækju þar völd- in, en mikill fjöldi þeirra færi áreiðanlega úr landi. í Suður-Afriku eru 3.7 milljónir hvitra manna. Suður-Afrika er auðugt land og hefur stóran og vel þjálfaðan her hvitra manna, sem þar aö auki er bú- inn fullkomnum nýtizku vopnum. Frakkar hafa aldrei taliö sig sérstaklega bundna af samþykktum Sameinuöu þjóðanna, ef þeir geta haft fé af þvi að virða þær aö vettugi. Suður-Afrika á þvl hljóðfráar Mirage-herþotur, nóg af léttum skriðdrekum og Vorster, forsætisráðherra S-Afrlku: Nú veröur hann að fara að gera tilslakanir. Suöur-afriskir hermenn við varðturn I Ródesiu. Vorster hefur gefið I skyn að nú verði þeir brátt kallaðir heim og Ródesia verði að standa ein. Himinlifandi ungmenni I Mozambique þjóta fram með nýjan fána sinn. Hvenær kemur rööin að svört- um ungmennum i Ródesiu? stórskotaliði og lítinn en nýtizkulegan og vel þjálf- aðan flota. Þar auki eiga ibúarnir djúpar rætur I landinu. Forfeður margra þeirra tóku þátt I-tveim frelsis- striðum gegn Bretlandi. Þeir hafa gert landiö að þvi velferðarrlki (fyrir hvíta), sem það er I dag. Þeim finnst þvi að þeir éigi alls ekki minni rétt til að stjórna landinu en fimmtán milljón svartir Ibúar þess. Þar aö auki séu þeir miklu færari um það og það hljóti aö ráða úrslitum. Ródesla er hins vegar I allt annarri aðstöðu. Landið er að visu alls ekki fátækt en þaö á ekki neinn auð I likingu við Suður-Afrlku. Þar að auki var Ródesla hluti af brezka samveldinu fram til ársins 1965, þegar Ian Smith lýsti einhliða yfir sjálf- stæði vegna deilna við brezku stjórnina, mest um kynþáttamál. Ibúum Ródesíu finnast þeir þvl nátengdir Bret- landi. Mjög margir eiga ættingja þar, unglingar eru sendir þangað I skóla og þrátt fyrir viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna fer löndunum tveimur ýmislegt á milli. Taki svartir þvi völdin I Ródeslu má búast við þvl að mikill hluti hvltu mannanna flytjist úr landi, annaðhvort til Bretlands eöa annarra samveldis- landa. Ungir menn á herþjónustualdri eru þegar farnir að tlnast úr landi til að sleppa við hugsanlegar orrustur við svarta skæruliöa. Það er þvi ekki að ástæðulausu sem margir telja að riki hvltra manna I Ródeslu liði undir lok áður en langt um liður. Og þá verður S.-Afrika, eina landiö þar sem hvltur minnihluti stjórnar marg- földum svörtum meirihluta. Suður-Afríka verður þá að gera ýmsar tilslakanir til að foröast beina styrjöld við nágrannarlki sln. Styrkur landsins er hins vegar það mikill, margfalt meiri en Ródesíu, að þaö yrði ekki auðvelt fyrir svarta menn að ná þar yfirhöndinni með valdbeit- ingu. Æskilegust væri sjálfsagt hægfara þróun I þá átt að svartir menn tækju meiri og meiri þátt I stjórn landsins og það er alls ekki útilokað að það sé hægt. En því miður hefur það sýnt sig I Afriku að er hvitir menn taka við af svörtum, leiðir það oftast til upplausnar og ofbeldis, a.m.k. fyrst I stað. Mikillar hófsemi verður þvi að gæta á báða bóga og hófsemi er þvl miður ekki þaö, sem hefur verið mest áber- andi I samskiptum svartra manna og hvitra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.