Tíminn - 25.08.1966, Síða 2
I
t 1
"Mnin vv’*" ’ i' i ttv,iivv'' Mvrnr."''’)) i i r>T r'
IV'IT
1 H 1
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 1966
IÐNSÝNINGIN 1966:
3 sýningastúkur
fá viðurkenningu
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
f fréttatilkynningu frá Iðnsýn-
ingunni 1966 segir, að ákveðið sé
að veita viðurkenningu fyrir þrjár
smekklegustu sýningarstúkurnar.
f því sambandi mun fara fram
skoðanakönnun meðal sýningar-
gesta fyrstu vikuna, og verða úr-
slit tilkynnt að skoðanakönnun
lokinni.
í fréttatilkynningunni segir, að
sýnendur á Iðnsýnungunni vinni
nú að þvi að koma sýningarmun-
um fyrir í stúkum sínum, og hafi
hinir fyrstu þegar lokið því verki.
Fyrirhugað er að hafa barna-
gæzlu fyrir sýningargesti ákveð-
inn tíma dags, svo þeir sem vilja
geti skoðað sýninguna í næði.
Verða fóstrur fengnar til að gæta
barnanna.
Sýningarnefnd vinnur nú að
„Gorch Fock“ tii
Reykjavíkur í dag
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Þýzka skólaskipið „Gorch
Fock“ mun koma til Reykjavíkur
á ’morgun, fimmtudag. Mun það
verða hér í þrjá daga og síðan
haida til fsafjarðar, þar sem það
mun hafa nokkra viðkomu í til-
efni 100 ára afmælis bæjarins.
Þetta er í fjórða skipti, sem
þýzka seglskólaskipið „Gorch
Fock“ kemur til íslands, fyrst
kom það 1961 til Reykjavíkur, í
annað skipti 1963 og fór þá til
Akureyrar og síðast 1964, en þá
lá það í Hafnarfjarðarhöfn í
nokkra daga.
170 liðsforingjaefni eru á skip-
inu en skipstjóri þess er Peter
Lohmeyer. Klukkan 4 á fimmtu-
dag verður blaðamannafundur
um borð í skipinu.
ÁREKSTUR Á
VATNSNESI
MZ-Reykjavík, miðvikudag.
Aðfaranótt sunnudagsins varð
’iað slys hjá Skarði á Vatnsnesi
í Húnavatnssýslu, að bifreið rakst
t klöpp, sem skagaði út í veginn
>g endastakkst. Mjaðmagrindar-
írotnaði bílstjórinn og var fluttur
i sjúkrahús en þrír farþegar, sem
; bifreiðinni voru, sluppu ómeidd-
T. Bifreiðin stórskemmdist.
ráðningu starfsfólks, sem mun
verða 15 alls á hennar vegum, en
auk þess hafa sýnendur sjálfir
starfsfólk á sýningunni. Um 200
manns munu starfa þar sýningar-
dagana.
Ákveðið hefur verið að veita við
urkenningu fyrir þrjár smekkleg-
ustu sýningarstúkurnar. í því
sambandi mun fara fram skoðana-
könnun meðal sýningargesta fyrstu
vikuna. Úrslit munu tilkynnt að
skoðanakönnun lokinni.
Hinum ýmsu iðngreinum verð-
Framhald á bls. 14.
Þeir sýna á sunnudag
Næstkomandi sunnudag, 29.
ágúst, mun varnarlið Atlants-
hafsbandalagsins á íslandi halda
sýningu á Keflavíkurflugvelli
fyrir almenning. Sýningin hefst
kl. 1 e.h., og eru allir fslend-
ingar velkomnir á þessa sýn-
ingu.
Sýndar verða ýmsar gerðir
flugvéla og margs konar ann-
ar búnaður og tæki. Auk þess
verður sýningargestum heimilt
að skoða ný skólahús, íþrótta-
og leiksvæði og annan aðbúnað,
svo og ýmsa aðra staði stöðvar-
innar, þar á meðal slökkvistöð
vallarins, en slökkviliðið er skip
að bæði íslendingum og Banda-
ríkjamönnum. Slökkviliðið mun
sýna slökkvistarf, og verður not-
uð skemmd þota við það atriði.
Framhald á bls. 15
sag® -s
Bob Pope
Buddy EaneS
AKRABORG
EKKI SELD
GÞE-Reykjavík, miðvikudag.
Eigendur Akraborgar hafa nú
liorfið frá því ráði að selja skip-
ið, en það var auglýst til sölu
snemma í sumar. Friðrik Þorvalds
son, framkvæmdastjóri tjáði Tím-
anum í dag, að þar sem engar
áætlanir hefðu verið gerðar um
farkost, sem leyst gæti Akraborg-
ina af hólmi, væri ógerlegt að
selja hana að svo stöddu, því að
flutningar á leiðinni Reykjavík-
Akranes gætu ekki fallið niður.
Að sögn Friðriks hefur talsverð-
ur halli verið á rekstri skipsins
og hafa ýmsir eigendur því haft
hug á að selja það. Einnig kom
það til, að aðaleigendur skipsins
eru aðilar í Borgarnesi, en eftir
að skipið hætti ferðum sínum þang
að hafa þeir að skiljanlegum ástæð
um misst áhugann á rekstri þess.
Af þessum sökum var skipið aug-
Framhald á bls. 15.
ÞÝÐIR ÍSLENZKAR FORN-
BÚKMENNTIR Á TÉKKNESKU
GÞE-Reykjavík, miðvikudag.
Um þessar mundir er staddur
hér á landi í boði menntamála-
ráðuneytisins, tékkneskur mennta-
,maður, dr. Ladislav Hegel. Hann
er lærður í slavneskum og germ-
önskum málvísindum og undan-
farin ár hefur hann þýtt mikið
úr ísl. fornbókmenntum yfir á
tékknesku, til að mynda Njálu,
Grettlu, Laxdælu og Sæmundar-
Eddu. Dr. Hegel var á sínum tíma
nemandi dr. Finns Jónssonar [
Kaupmannahöfn, og var kunnugur
dr. Valtý Guðmundssyni, en þetta
er í fyrsta skipti, sem hann kem-
ur til íslands.
Altika - ný sárverzlun fyrir
mottur og ákiæði í bifreiðar
XT-Reykjavík, miðvikudag.
Á morgun, fimmtudag, verður
unuð að Hverfisgötu 64 í Reykja-
ík sérverzlun, sem hefur á boð-
^ólum áklæði á bifreiðasæti, svo
ig mottur, teppi og púða í bif-
:iðar. Nefnist verzlun þessi Al-
íka, en vörurnar, sem þar verða
-'jldar, eru framleiddar hjá dönsku
.yrirtæki með sama nafni.
Blaðamönnum var í dag boðið
ð skoða hina nýju verzlun og
;eða við eigendur hennar, þá Ósk
r Friðþjófsson og Poul Erik Han
jen. Sögðu beir m.a.. að beir hefðu
að undanfömu haft Altika-áklæðin
og hefðu menn tekið þekn svo vel
að þeir hefðu ákveðið að setja
upp sérverzlun fyrir þennan varn-
ing.
í hinni nýju verzlun verða
seld áklæði á sæti bifreiða, mott-
ur á gólf, sætispúðar og stillan-
legir púðar, sem settir eru ofan
á sætisbök, til þess að leggja höf-
uðið á. Þessar vörur eru framleidd
ar úr gallon-, perlon- og striga-
efnum og er frágangur þeirra
hinn vandaðasti. Verðið er mjög
samkeppnishæft, því áklæði á öll
Framihald á bls. 15
Dr. Hegel kenndi þýzku og
tékknesku í menntaskólum um
liðlega 20 ára skeið, og á árunum
1948—‘62 var hann bókavörður við
háskólabókasafnið í Praag. Hann
hefur haldið marga fyrirlestra um
germönsk málvísindi við háskóla
í Tékkóslóvakíu, en síðustu árin
hefur hann aðallega unnið við þýð
ingar úr forn-íslenzku yfir á tékk-
nesku. Á fundi með fréttamönn-
um sagði dr. Hegel, að skandina-
vískar fornbókmenntir hefðu löng-
um átt miUum vinsældum að
fagna í Tékkóslóvakíu og væru
lesnar af fólki af öllum stéttum.
Aðspurður sagðist hann nota
stuðlasetningu við flestar ljóðaþýð
ingar sínar, og reyna eftir megni
að hafa setningaskipan sem lík-
asta og í frumtexta. Hann sagði
og, að talnvert af íslenzkum nú-
tímabókmenntum hefði verið þýtt
á tékknesku, verk eftir Gest Páls-
son, Kamban, Laxness og fleiri
og eins og fornbókmenntirnar,
nytu þær mikilla vinsælda meðal
almennings. Um þessar mundir er
kennd nútímaíslenzka í germ-
önskudeild háskólans í Prag Hana
annast Helena Kadeekova, en
hún stundaði á sínum tíma íslenzku
nám við Háskóla íslands, einnig
hefur hún talsvert starfað að þýð-
ingum.
Við spurðum Hegel af ]iví, hvern
ig honum fyndist að vera kominn
til íslands í fyrsta sinn, eftir að
hafa verið í svo mikilli snertingu
við landið og bókmenntir þess.
Hann kvaðst vera mjög hrifinn og
flest hér væri eins og hann hefði
búizt v.ið
Héraðsmót Framsóknarmanna
27. ágúst og 3. og 4. sept.
Mótin verða sem hér segir:
Eysteinn,
Ól-afur
Sævangi Strand. laugardag-
inn 27. ágúst.
Ræður flytja Eysteinn Jónsson,
form. Framsóknarflokksins og
Ólafur Grímsson. Skemmtiatriði
annast Ómar Ragnarsson og Fær-
eyjafarar Glímudeildar Ármanns
sýna glímu og forna leiki undir
stjórn Harðar Gunnarssonar.
Hljómsveitin Kátir félagar leikur
fyrir dansi.
Skúli
Gísli
Félagsheimiliö Ásbyrgi á
Laugarbakka V. Hún. laugar-
daginn 27. ágúst.
Ávörp flytja Gísli Magnússon,
bóndi, Eyhildarholti og Skúli Guð
mundsson, alþm. Hljómsveitin
Engir frá Akureyri leikur fyrir
dansi.
Þórshöfn laugardaginn 27.
águst.
Ræðu flytur Gísli
Guðmundsson,
alþm. Skemmtiat-
riði annast .1 ón
Gunnlaugss. gam
anleikari. Góð
hljómsveit lelkur
fyrir dansi.
Blönduós A.-Hún. laugardag-
inn 30. sept.
Ræður flvtta Tómas Karlsson,
Tómas
Stefán
blaðamaður og Stefán Guðmunds-
son, bæjarfulltrúi, Sauðárkróki.
Meðal skemmtiatriða verður að
söngvararnir Jóhann Konráðsson
og Kristinn Þorsteinsson, syngja.
Hljómsveit leikur fyrir dansi.
Karl
Helgi
Laugum S.-Þing. laugardag-
inn 3. sept.
Ræður flytja alþingismennirnir
Karl Kristjánsson og Helgi
Bergs, ritari Framsóknarflokks-
ins. Meðal skemmtiatriða verður
að Jón Gunnlaugsson fer með
skemmtiþætti og Jóhann Konráðs
son og Kristinn Þorsteinsson
syngja. Hljómsveit leikur fyrir
dansi.
Halldór
Davfð
Bifröst Borgarfirði, sunnudag
inn 4. sept.
Ræður flytja Halldór E. Sigurðs
son, alþm. og Davíð Aðalsteins
son, Arnbjarnarlæk. Skemmti-
atriði annast Ómai Ragnarsson og
söngvararnir Jóhann Konráðsson
og Kristinn Þorsteinsson. Straum
ar ieika fyrir dansi.
Hvolsvöllur Rang. laugardag-
inn 3. sept.
Dagskráin verður augiýst síðar
Öll héraðsmótin hefjast kl. 9 s. d.
/