Tíminn - 25.08.1966, Side 3

Tíminn - 25.08.1966, Side 3
3 FIMMTUDAGUR 25. ágúst 1966 TÍMJNN Lítil athugasemd. .Gretar Fells sendir þessa at- hugasemd. „I bók sem Guðmundur rithöf- undur Daníelsson hefur tekið saman o g nefnir „Þjóð í önn“ og kom út á síðastliðnu ári, er við- tal við séra Eirík Eiríksson, þjóð garðsvörð á Þingvöllum. Viðtals- þáttur þessi ber heitið: „Þar sem heilög véin stóðu". Þjóðgaiðsvörð- urinn minnist þar á veru sína á Fellsmúla, en þar las hann um skeið ,,undir skóla“, sem kallað er. Ber hann heimilinu góða sögu og foreldrum mínum og bróður, en fer þó um foreldra mina nokkr um orðum, sem ég kann ekki við. og tel að minnsta kosti að geti valdið misskilningi. Þannig segir hann um móður mína m.a.. „Hún gat stundum orðið vond við mann“ — en þó segir hann, að hún hafi verið „réttsýn og góðhjörtuð”. — Það er rétt, að hún gat stundum verið nokkuð „tannhvöss'1, þvj að hún var tilfinningarík kona og lík lega meinar þjóðgarðsvörðurinn, að hún hafi getaðreiðzt, en deila má um það, hvort það sé sama sem að vera „vondur” og ekki hygg ég, að þau skapbrigði henn- ar hafi staðið lengi. — En hitt þykir mér verra, er þjóðgarðsvörð urinn segir um föður minn, að hann hafi stundum verið „barna- legur”, 'og að honum hafi aldrei komið til hugar „að rengja nokk- um stafkrók, sem stóð í Morgun- blaðinu“. Mér kemur þetta mjög undar- lega fyrir sjónir, því að ég minn ist þess, að á síðustu árum sínum að minnsta kosti var hann lítill flokkshyggjumaður og talaði meira að segja heldur óvirðulega um „flokkafarganið“, er hann nefndi svo. Það er að vísu rétt, að hann var geymistefnumaður (í- haldsmaður) að eðlisfari, en aldr ei varð ég þess var, meðan ég dvaldist í Fellsmirla, að hann liíi svo' á ,að Morgunblaðið væri ó- skeikult, fremur en onnur bldð. Voru þeir, sem „stríddu" honum á þessu, þá ekki oftrúaðir sjálfir á óskeikulleika annarra blaða? Og hafi hann verið ,,barnalegur“ þá var hann það í beztu merkingu þess orðs. Han var- hrekklaus mað ur og ætlaði mönnum ekki illt að óreyndu, en honum var í blóð bor in andúð á öfgafullum málflutn- ingi, hvort sem hann var í bundnu máli eða óbundnu. — Að öðru leyti þakka ég þjóð- garðsverðinum fyrir það, sem hann segir réttilega um foreldra mína og Fellsmúlaheimilið. Gretar Fells. Andatrú eða stjörnu- líffræði. Þá er hér bréf frá Þorsteini Jóns syni á Úlfsstöðum. Ástæðulaust þykir mér annað en treysta fullkomlega frásögnum þeim, sem birtar eru í hinni ný- lega útkomnu bók Jónasar Þor- bergssonar, „Ljós yfir landamær- in“, og veit ég til þess, að sunium hefur sú bók þegar orðið hið mik ilsverðasta lesefni. Hefur höfund- ur samkvæmt því sem bókin vott ar, haft mikil og markvísleg kynni af ýmsum miðlum, og hefur því frá mörgu að segja, sem óskyn- samlegt er að telja ekki fullgild- ar sannanir fyrir framhaldslífi. En furðulega fráleit hugmynd þykir mér það, sem fram kemur þarna á einum stað, að í framlífi sé ekki um þyngd að ræða né tíma^kyn, því að hvorttveggja þetta er meg- inundirstaða allrar þeirrar tilveru, sem menn þekkja. Eins og öllum mætti vera ljóst, þá getur án þyngdar eða aðdráttarmagns eng inn hlutur verið til, og utan við tíma er vitanlega óhaugsanlegt allt nema það,sem aldrei varð. Vissu lega getur ekkert gerzt nema í tíma, og er það af þeirri einföldu ástæðu, að tíminn er falinn í því að eitthvað gerist. Hvernig væri t.d. unnt að hlusta á tónverk án tímaskyns? Og hvernig gæti, eins og Einar H. Kvaran benti eitt sinn á í „Morgni“, XII. árg. bls. 7 — 8, framfarir átt sér stað nema í tíma? En eins og hann tekur fram, og getið er um í mörgum framlífslýs ingum, þá er framlíf einstakling- anna ekki án framfara. Annað, sem ég furðaði mig á, þegar ég las þessa vel sömdu bók J. Þ. er það, að hann skuli á eng- an hátt hafa fært sér í nyt kenn ingar dr. Helga Pjeturss varðandi skilning sinn á framlífinu .í bók- inni er á einum stað vitnað í þau ummæli dr. Helga, að hér á jörðu sé verið á útjaðri vitheims, og má af þvi sjá, að J. Þ. hefur ekki látið Nýalsrit hans ólesið með öllu þótt ekki hafi það orðið árangurs ríkara en þetta. — Nú skal ég til nokkurs skilnings á þessu geta þess, að ég er fyrir hálfum fimmta tug ára las fyrst „Hið mikla sam- band“, sem var upphafshefti Ný- als, þá vaknaði hjá mér nokkur mótspyrna í fyrstu, og var það af þeirri ástæðu, að ég hafði áður lesið um líkt efni ýmislegt eftir þá Einar H. Kvaran og Haraíd Níelsson. Fannst mér fyrst sem þarna væri verið að hrinda því, sem þeir héldu fram og mér hafði fundizt og finnst enn vera svo sér staklega mikilsvert. En ekki hafði ég þó lengi lesið, þegar ég komst á þá skoðun, að þarna væri verið að bera það fram, sem stórum meiri birtu bregður yfir en allt, sem ég hafði áður kynnzt. Og nú segi ég þetta: Nýall er það, sem hinar spiritisku kenningar ekki eru, framhald þeirra vísindalegu uppgötvana, sem gerðar voru í heimsfræði á 16. og 17. öld og í líffræði á hinni 19. Eins og skiln ingur þeirra Kópernikusar, Brún ós og Newtons komu í stað kenn ingarinnar um hin hreyfanlegu kristalshvel sem reikistjörnurn- ar, sól og tungl áttu að vera festar á, þannig kemur skilningur dr. Helga á heimssambandi lífsins, stjörnulíffræðin, í stað hinna spíri tísku hugmynda um ósýnileg til verusvið slík, sem teiknuð er mynd af á einum stað í nefndri bók. Er mikið ástæða til að vekja athygli á því, að í Nýal er einung is byggt á því, sem menn þekkja, efni því, sem jörðin er gerð af og stjörnurnar, en þó séð fram á ehgu minni möguleika til full- komnunár og guðlegrar fegurðar en dulrænumenn hafa látið sig bezt dreyma um. Frá- hinu ný- alska sjónarmiði séð er munur full komleika og ófullkomleika ekki fal jnn í því, að annars vegar sé and legt eða fíngerðara efni en hins vegar grófgert jarðarefni, heldur er mismunurinn falinn í mis- munandi samskipan og samstill- ingu hinnar sömu efnisundir- stöðu, og kemur þar því hið sama til greina og að bæði góðar og illar hugsanir verða skráðar með hin um sömu bókstöfum. Og gæti þeir nú að því, sem stunda miðils samkomur, hvort staðreyndirnar, þar eru nú einmitt ekki í sam- ræmi við hinn nýalska skilning. Gæti þeir að því, t.d. hvort skyggni miðilsins hlýtur ekki að vera falin í skynjanaflutningi eða samskynj- an hans við einhverja aðra og fjar læga og að sumt, sem hann þyk- ist sjá í fundarherberginu, muni því vera fjarskynjað frá öðrum stjörnum, Umhirðulaus garður. Þorfinnur skrifar: „Mér hefur þótt undarlega við bregða í sumar. Undanfarin ár hefur garðurinn við Aðalstræti, hinn elzti kirkjugarður Reykvík inga, verið sérlega vel hirtur, en í sumar hefur hann verið í megn ustu óhirðu og til beinnar skamm ar. Póst- og símamálastjórnin kvað hafa yfir þessum garði að segja, og minnist ég þess, að ég sá stundum roskinn mann vera að þrífa garðinn, þegar ég átti nokkuð oft leið um þessar slóðir fyrir nokkrum árum. Hvað veldur því, að garðurinn hefur verið kafinn illgresi, í sum ar og fullur af bréfarusli, sem þangað hefur fokið? Hefur maður inn, sem hirti hann, gefizt upp við það eða hefur póst- og símamála stjórnin gefizt upp við að láta þrífa í kringum höfuðstöðvar sín ar? Spyr sá sem ekki veit. En óhæft er, að þessi garður sé í óhirðu þarna í miðbænum, enda stingur það mjög í stúf við snyrt inguna á Austurvelli.“ tl/n/fW/í' ddtf/. * trOlofunarhringar Fljót afgreiSsla. Sendum qeqn póstkröfu. Guðm Þorsteinsson# gullsmiöur Bankastræti 12.. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugavegi I? Sírm 35135 og eftii lokun ?lmar 34936 og 3621? Síldveiðarnar sunnanlands: Aflinn helmingi minni en í fyrra Vikuna 7. til 13. ágúst bárust 5.622 lestir á land hér sunnan- lands og 14. til 20. ágúst 2.317 lest ir. Allmargir bátar, sem hafa haldið sig hér, eru nú farnir á miðin fyrir Norður- og Austur- landi. Heildarmagn komið á land frá 1. júní er 37.196 lestir, en var á sama tíma í fyrra 62.898 lestir. Aflinn hefur verið lagður á land á eftirtöldum stöðum: Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Grindavík Sandgerði Keflavík Hafnarfirði Reykjavík Akranes Bolungavík 20.450 5.598 8.647 542 956 208 373 313 109 Kunugt er um 69 skip, sem hafa fengið einhvern afla, þar af eru 61 með 50 lestir og meira og birt- ist hér skrá yfir þau skip: Andvari, Keflavík 793 Arnkell, Hellissandi 721 Ársæll Sigurðsson, Hafnarf. 107 Bergur, Vestmannaeyjum 952 Bergvík, Keflavík 1.290 Dan, ísafirði 128 Einar Hálfdáns, Bolungavík 977 Engey. Reykjavík 1.952 Eyfellingur, Vestm. 407 Fiskaskagi, Akraneesi 959 Friðrik Sigurðsson, Þorláksh. 723 Geirfugl, Grindavík 791 Gissur lóðs. Hafnarfirði 258 Gjafar, Vestmannaeyjum 800 Glófaxi. Neskaupstað 108 Guðjón Sigurðsson, Vestm. 802 Gullberg, Seyðisfirði 198 Gullborg, Vestmannaeyjum 2.026 Gulltoppur, Keflavik 306 Hafrún Bolungarvík 75 Hafþór, Reykjavík 272 Hamravík. Keflavík 268 Haraldur, Akranesi 83 Hávarður, Súgandafirði 300 Heimaskagi, Akranesi 103 Helga, Reykjavík 427 Hilmir. Keflavík 341 Hilmir II, Flateyri 900 Hrafn Svbj.s. II, Grindav. 1.177 Hrafn Svbj.s. III, Grindav. 150 Hrauney, Vestmannaeyjum 1.720 Hrungnir, Grindavík 816 Huginn Vestipannaeyjum 345 Huginn II Vestmannaeyjum 503 Húni II, Skagaströnd 99 ísleifur IV. Vestmannaeyj. 1.963 Jón Eiriksson Hornaf 460 Kap II, Vestmannaeyjum 1.351 Keflvíkingur, Keflavík 273 Kópur, Vestmannaeyjum Kristbjörg, Vestmannaeyjum Manni. Keflavík Meta, Vestmannaeyjum Ófeigur II, Vestmannaeyjum Reykjanes, Hafnarfirði Reynir, Vestmannaeyjum Sigfús Bergmann, Grindavík Sigurður, Vestmannaeyjum Sigurður Bjarni, Grindavík Sigurfari. Akranesi Sigurpáll Sandgerði Skagaröst, Keflavík Skjrnir, Akranesi Svanur. Reykjavík Svbj. Jakobss., Ólafsvík Sæunn Sandgerði Valafell, Ólafsvík Víðir II. aGrði Þorbjörn II Grindavík Þorkatla, Grindavík Þorlákur, Þorlákshöfn Én Á VÍÐAVANGI JákvæS stjórnarand- , staða — í stjórnarandstöðunni hefui Framsóknarflokkurinn barizt * hinni jákvæðu baráttu. Að bar áta lians hefur verið jákvæf sannast einfaldlega á því, að stjórnarliðið kefur kalla? stjórnarand^töðu Framsóknar. flokksins „óábyrg yfirboð og sýndarmennsku’'. Sterkur jákvæður flokkur ei ekki ábrifalans H ■ ’ - - | stjórnarandstöðu. Málefnabar atta I ramsokíifc ur borið mikinn árangui yejpis þess hve sterkan hljómgrunn hún hefur fundið með almenn ingi í landinu, og stjórnin hef. ur neyðzt til að taka upp mörg af baráttumálum Framsóknar. manna í einu eða öðru formi Mætti þar nefna mörg dæmi En í sambandi við sífelló skrif Morgunblaðsins um „óá byrga stjórnarndstöðu“ Fram sóknarflokksins munu menn minnast þess hvernig Sjáifstæf isflokkurinn hagaði sér í stjónt arandstöðunni 1956 — 1958, ei stjórn Hermanns Jónassonai sat að völdum. — og neikvæð. Það hefur ekki staðið á li® veizlu Frainsóknarmanna, ei þau mál hefur borið fvrir Al. þingi, er til framfara mega horfa. Hins vegar var Sjálf. stæðisflokkurinn bókstaflega á móti öllum málum, er ríkis. stjórnin bar frgm á árunum 1956 — 1958. Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins hafði þá ekkert jákvætt til mála að leggja. Öll hans afstaða var neikvæð. Hann neikvæður, tíæði í orði og á borði, og mun engipp stjórnmálaflokkur á ís landi hafa barizt jafn óheiðar. legri baráttu. Meðal stærstu mála, sem Sjálfstæðisflokkurinn beindi sérstaklega geiri sínum að i stjórnarandstöðu. voru þessi: Landhelgismálið. Sjálfstæðisflokkurinn neitaði algerlega að standa að útfærslu landhelginnar í 12 sjómílur. Skrifaði MorgunblaðiS undir ritstjórn Bjarna Benediktsson. ar allt sumarið 1958 — er nota átti sérstaklega til að afla út. færslunni fylgis meðal þjóða heims — þannig, að það bein línis sigaði brezkum herskipum á fslandsmið. Raforkumálin Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum brögðum til að koma í veg fyrir að íslenzka ríldsstjórn in fengi hagstætt Ián til að hrinda Efra-Falls-virkjun i framkvæmd. Lét flokkurinn framámenn s(na segja vestm í Bandaríkjunum, að lán til íslenzku ríkisstjórnarinnar jafn gilti aðgöngumiða kommúnists að ráðherrastólum á fslandi. Kjaramálin. Sjálfstæðisflokkurinn tóli upp heilaga kjara- og verkfalls baráttu og taldi atvinnuvegins geta borgað miklu hærra kaup gjald þó staðfest væri i skýrsl um alþjóðastofnana að þá væri kjör launþega betri hér á landi en í flestum nágrannalöndum og kaupmáttur tímakaupsins miklu meiri en hann er nú þrátt fyrir mikla framleiðslu. aukningu síðustu ár vegna ó. Framhald á bls. 15-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.