Tíminn - 25.08.1966, Side 8

Tíminn - 25.08.1966, Side 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 25. ágúst 196? Laugardaginn 20. ágúst lagði flokkur ríðandi manna upp frá Skógum undir Eyjafjöllum og var farið skemmstu leið milli jökla um Fimmvörðuháls og Heljar- kamb yfir í Þórsmörk. Mun þessi leið aldrei fyrr hafa verið farin FerSamennirnir í Langadal. F. v. Ólafur, Eyjólfur, Sigurbergur, Albert, Þórhallur, Runólfur, Gestur og Árni. Jón R. Hjálmasson tók þessa mynd sem og aðrar myndir meS greininni, og vantar hann því í hóp ferðalanganna á myndinni. Á HESTUM YFIR HEUARKAMB á hestum, svo að sögur hermi, enda verið talin ófær nema gangandi mönnum. Það, sem réði úrslitum, að þessi óvenjulega leið í Þórs- mörk var nú farin á hestum í fyrsta sinn, var það að síðastliðið haust lögðu nokkrir áhugasamir Eyfell- ingar það á sig að höggva hest- fært einstigi niður móbergsgil vestan Heljarkambs, er var versti farartálmi allrar leiðarinnar. Helzti hvatamaður leiðangurs þessa og fararstjóri var Sigur bergur Magnússon í Steinum og lagði hánn upp við níunda mann og með tuttugu hesta. Ferðin frá Skógum hófst nokkru fyrir há- degi og var riðið sem leið liggur inn Skógaheiði. Er þar víðast hvar greiðfært og að nokkru ruddur vegur langleiðina inn að Fimm- vörðuhálsi. Numið var staðar við skála Fjallamanna þar á Hálsin- um og þar hittum við fyrir sex unga og vörpulega menn úr hjálp arsveit skáta, og höfðu þeir dvalizt þar efra á jöklum og háfjöllum í vikutíma við æfingar. Skálinn, sem Fjallamenn reistu þarna árið 1940, er nú orðinn harla hrörleg ur, enda mun ærið veðrasamt þarna á fjallinu. Af Fimm vörðuhálsi héldum við norður slakkann milli Eyjafjallajökuls, og Mýrdalsjökuls um Þrívörðu- sker og þaðan á hæð eina á norð urbrún fjallsins, er nefnist Bröttu fannarsker. Leiðin þarna milli jöklanna liggur í 1100 — 1200 metra hæð yfir sjó og er grýtt og gróðurlaus, en snjór er þar ekki Horft norður af Heljarkambi. Merkurjökull í fjarska. nema einstakir skaflar á þessum tíma árs og er augljóst, að jöklar á þessum slóðum hafa hopað veru lega síðustu áratugina. Frá Bröttufannarskeri lá leið- in niður snarbratt fjallið norður af. Varð þar allvíða að fara með töluverðri gát, þvi að hætta kann að vera á að hestar hrasi, ef ekki er þrædd rétt leið fram hjá verstu móbergsfláunum. Brátt náðum við fram á Heljarkamb, og gekk greið lega með hestana niður einstigið góða, sem þarna var höggvið í fyrrahsust. Því næst lá leiðin um brattar skriður upp á Morinsheiði sem er gróðurlaus, en rennislétt og því kjörinn skeiðvöllur. Eftir góðan sprett lögðum við á ný nið ur brattann við Heiðarhorn og fór um þaðan fram Foldir og drjúg- an spöl vestur Strákagilsranann. Senn fundum við bratta en slarkfæra niðurgöngu í gilið, og héldum svo eftir botni þess fram úr því og vestur í Bása á Goðalandi. En þar er dásam- lega fagurt land og næsta furðu- leg umskipti að koma úr grjóti, gróðurleysi og svala háfjallanna í grængresið og ilmandi birkiskóg ana í Básum. Segir nú fátt meira af þessari óvenjulegu hestaferð. Gæðingarnir skeiðuðu fagurlega síðasta spöl- inn og runnu hiklaust í Krossá, þar sem við komum að henni gegnt Skagfjörðsskála í Langa- dal. Dvalargestir í Þórsmörk ráku upp stór augu, en fögnuðu vel hestamönnunum, er geystust þarna að þeim úr næsta óvæntri átt. Gistum við í Skálanum um nóttina í góðu yfirlæti,vog riðum heim næsta morgun um byggðir. í allri ferðinni fengum við hið fegursta verður og fullyrða má, að hin óvenjulega leið milli jökla sé allt í senn, stórbrotin, hrika- leg og ægifögur. Engum skal þó ráðið að fara bessa leið á hest- um nema að hafa kunnugan mann í förinni og beita ýtrustu gætni í hvívetna. En fyrir okkur, sem riðum fyrstir norður milli jökla og niður Heljarkamb verður ferð in sem fagurt og ógleymanlegt æv intýri. Þátttakendurnir í þessari frægð arför voru s'ém hér segir: Sigur- bergur Magnússon, Steinum, Eyj- ólfur Sigurjónsson, Pétursey, Ólaf ur Ögmundsson, Vík, Albert Jó- hannsson, Skógum, Þórhallur Frið riksson, Skógum, Árni Þórðar- son, Reykjavík, Runólfur Þórar- insson, Reykjavík, Gestur Magn ússon, Reykjavík, og Jón R. Hjálm arsson, Skógum. ViS kofa Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi. Eyjafiallajökull í baksýn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.