Tíminn - 25.08.1966, Síða 14

Tíminn - 25.08.1966, Síða 14
14 TÍMLNN FIMMTUDAGUR 25. ágúst 19S6 IÐNSÝNINGIN FVamhald ai bls 2 ur helgaður sérstakur dagur og verður ýmislegt gert til að minna á og fræða um viðkomandi iðn- grein hverju sinni. Kjartan Guðjónsson, listmálari, hefur gert stálgrind, sem á að vera táknræn fyrir iðnaðinn. Verð ur henni komið fyrir í grennd við sýningarhúsið i Laugardal, en grindin verður 16—18 metra há. Iðnsýningin 1966 verður jafn- framt kaupstefna. Sýningarnefnd hefur nú ákveðið að lengja tím- ann, sem kaupstefnunni er ætlað- ur sérstaklega, til hagræðis fyrir kaupsýslumenn. Verður kaupstefn an opin frá kl. 9—14 og geta kaupsýslumenn dvalizt á sýningar- svæðinu um hádegið, en veitinga- salurinn verður þá opinn. Kaup- stefnan verður að sjálfsögðu einn- ig opin eftir kl. 14, en sá tími er einnig ætlaður almenningi. Flest fyrirtæki munu hafa sölu- menn í sýningarstúkum sínum til að auðvelda öll viðskipti. Búizt er við, að kaupsýslumenn noti sér þetta einstæða tækifæri til að gera innkaup sín hjá um 140 framleið- endum. GIRÐINGARNAR Framhaltí ai dis 16 fleiri hér áður fyrr. Allir búa þess- ir menn í varðskúrum, en engir í tjöldum núorðið. Auk þessara manna fara margir menn á okkar vegum í fastar eftirlitsferðir, og fara þá úr byggð einu sinni eða tvisvar í viku. Yfirlcitt eru eftir- litsmennirnir á hestum og fara allt upp í 50 km á dag ríðandi, þó ekki á hverjum degi. Reka I þeir fé frá girðingunum, og hafa ] eftirlit með því að þær séu í lagi j — gera þá við ef með þarf. — Starfsemin hefur minnkaö mikið frá því sem var, en mæði-1 veikin hefur alltaf verið að skjóta j upp kollinum öðru hvoru, og sums i staðar eru girðingar vegna garna- veikinnar. — Alltaf þarf að yfirfara girð- ingarnar á vorin og fram á sumar, þótt sums staðar þurfi alls engar girðingar þar sem náttúran sér sjálf fyrir hindrunum. Til viðhalds vegna girðinganna kaupum við rekastaura á Vestfjörðum aðallega á Ströndunum og fáum við það an fimm þúsund staura í sumar, sem verið er nú að flytja hingað suður til notkunar næsta vor. — í haust munum við eins og undknfarið hafa menn í réttum á hættulegum svæðum til þes£ að skoða féð, auk þess sem mienn verða í sláturhúsunum til eftirlits með innyflum, sem Guðmundur Gíslason læknir á Keldum og starfs lið hans rannsakar síðan, finnist eitthvað grunsamlegt, sagði Sæ- mundur Friðriksson, að lokum. SJÓNVARPSMÁLIÐ Framhald at bls. 16. greindu samkomulagi, að taka málið fyrir miðvikudaginn 31. ágúst. Með svipuðu áfram- haldi er þess að vænta, að ís- lenzka sjónvarpið verði komið af stað, áður en málið verði endanlega útkljáð. Auglýsið í TlfVSANUM SENDISVEINN Viljum ráða sendisvein nú þegar. aÞrf að hafa skellinöðru. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33. ÞAKKARÁVÖRP -i----■■ ■'■__:_11._- -■ --■ ____ Innilegar þakkir sendi é‘g öllum, sem glöddu mig á 80 ára afmælisdaginn með gjöfum, blómum og heilla- skeytum. Lifið heil. Pétur Benediktsson, Álfhólsvegi 58. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaSir, Ásgeir Kristjánsson Grafarnesi, se mandaðist 17. þ m. verSur jarSsunginn í Grafarnesi föstudaginn 26. ágúst, kl. 2 e. h. Þórdís Þorleifsdóttir, börn og tengdabörn Sonur okkar og bróðir, Hinrik Eldberg Hinriksson sem andaðist 18. þ. m. verður jarSsunginn í Grafarnesi föstudaginn 26. ágúst kl. 2 e. h. Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Hinrik Eldbergsson og systkinl. Eiginmaður minn Bjarni Jónsson frá Galtafelli verSur jarðsunginn frá Dómkirkjunní föstudaginn 26. ágúst, — kl. 13.30. Sesselja Guðmundsdóttir og fjölskylda. Innbrot á 7 stööum HZ-Reykjavík, miðvikudag. í nótt var brotizt inn á 7 stöð- um í Reykjavík. Litlum verðmæt- um var stolið en hins vegar voru töluverð spjöll unnin á innbrots- stöðunum. Brotizt var inn í vélsmiðjuna Bjarg í Höfðalúni. Hafði þjófur- inn farið inn um glugga, farið í skrifborðsskúffu, þar sem hann fann lykil að peningaskáp. Úr pen ingaskápnum, þar sem skjöl eru geymd, hurfu tvær sparimerkja- bækur. Brotizt var inn í bifreiðaverk- stæði Kr. Kristjánssonar og. tek- inn peningakassi með 10 króna seðli í. Sá þjófur verður sannar- lega fyrir vonbrigðum! Brotizt var inn í byggingarfyr- irtæki, þar sem allir lásar voru brotnir upp, nema á peningaskáp. Voru miklar skemmdir unnar. Það eina, sem þjófurinn hafði upp úr krafsinu, voru 3 brauðsneiðar. Ungir piltar hafa brotizt inn í sælgætisverzlun, því að þaðan hurfu þrír stórir pokar ' af kara- mellum, en verðmæti þeirra er talið 1800 kr. Einnig var rafgeymi stolið úr bíl úr porti skipafyrirtækis. Hjá öðru skipafyrirtæki var brotin rúða á nýrri bifreið og aðr ar skemmdir unnar a henni, en ekkert fémætt gat þjófurinn fund ið. Maður var tekinn í Söberks- verzlun á Háaleiti á fimmta tím- U THANT Framhald af bls. 1. kynnt ákvörðun sína, og að fulltrú arnir í Öryggisráðinu séu mjög fullvissir um, að þeim muni tak ast að telja U Thant á að halda áfram í embættinu. Kjörtímabil framikvæimdastjóra Samieinuðu þjóðanna nær yfir fimm ár, en ekkert kemur í veg fyrir að hægt verði að ná samkomulagi um styttra kjörtímabil, ef U Thant muni frefcar fallast á það. Fyrsti framkvæmdastjóri samtakanna, Tryggve Lie, var enflurkjörinn iil þrlggja ára, svo dæmi sé tekið. Áreiðanlegar heimildir herrna, að U Thant rriuni efcki gefa kflfct á sér aftur- vegna þess, að hann telji, að aðildarríkin hafi efcki not að hann, og embætti hans, sem skyldi í sambandi við baráttuna fyrir friði í heiminum. LOFTLEIÐIR Framhald af bls. 1. þeir fækki ferðum í samræmi við það. Auk þess munu Skandinavar fara fram á að mismunur á verði hjá SAS og Loftleíðum verði mink aður að miklum mun — niður í þrjá af hundraði — og mun það trúlega valda mestum ágreiningi. Skandinavar vilja leyfa Loftleið um a ðfara þrjár ferðir á viku yfir sumarið, en tvær yfir veturínn með RR—400, en íslendingarnir óska hins vegar eftir fjórum og þremur freðum. Fram að þessu hafa menn verið sammála um, að ef Loftleiðir kæmu með hraðfleygari vélar en C-6 ætti verðmismunurínn einnig að minnka. En hins vegar hafa Loftleiðir varla gert ráð fyrír að draga saman starfsemina, eins og hinir skandinavisku viðsemjendur þeirra ætlast til. Fundurinn með íslendingunum hefst eftir hádegið á morgun í utanríkisráðuneytinu, en fulltrúar skandinavisku landanna þriggja munu halda með sér fund fyrir hádegið. Búizt er við, að samninga viðræðurnar haldi áfram f næstu viku. anum í morgun. Fannst ekkert fé- mætt á honum, sem hann hafði tekið og hann gaf þá sl^ringu á húsferð sinni, að hann hefði ætlað að kasta af sér vatni, þar sem það varðaði seklum á almannafæri! Fyrir skömmu var stolið útvarpi úr Ford bifreið. Var útvarpið í tekkkassa og er hið eina sinnar tegundar hér á iandi. Útvarpið er af Radionette gerð, order 1369 Kurer Auto Fm de Luxe tekk nr. 1271911. Allir þeir, sem varpað gætu ein- hverju ljósi á þessi innbrot og þjófnað, eru beðnir að setja sig í samband við rannsóknarlögregl- una. GÓÐ SÍLD VEIDI EJ—Reykjavík, miðvikudag. Góð veiði var enn s. I. sólarhring en þá fengu 51 skip samtals 10. 265 lestir. Víða var saltað í dag á Austfjörðum og Norðurlandi úr þeim mikla afla, sem fékkst næst siðasta sólarhring. eÞssi skip tilkynntu um nfla síðasta sólarhringinn: Þórður Jónasson EA 240 lestfr Gísli Árni RE 430 Ásbjörn RE 210 Stígandi 220 Guðbjartur Kristján ÍS 210 Sígurey EA 300 Loftur Baldvinss. EA 240 Helgi Flóventss. ÞH 220 Helga Guðm. BA 225 Héð inn ÞH 320 lestir Gjafar 300 Guð rún Guðleifsd. ÍS 280 Elliði GK 190 Helga RE 260 Lómur KE (2 1.) 385 Anna SI 160 Keflvífcinigur KE 270 Björgúlfur EA 180 Örn RE 260 Dagfari ÞH 240 Sigurbjörg OF 100 Höfrungur III AK 170 Bjart ur NK 280 lestir Æsikan SI 120 Þonbjörn II GK 140 Arnkell SU 140 Sæfaxi II NK 55 Hafrún ÍS 170 Sveinbj. Pakobss. SH 135 Grótta RE 180 Krístbjörg VE 120 Árni Magnússon GK 235 Hafþór RE 130 í-sleifur VE 190 Viðey RE 170 Gullver NS 140 Jón Garðar GK 350 Jón Finnsson GK 260 Sólt'ari AK 110.01. Friðberts. ÍS 200 Gló faxi NK 95 Ársæll Sigurðss. GK Hættulegur maður HZ—Reykjavík, miðvikudag. f gærkvöldi stöðvaði ungur pilt ur bifreið inni í Blesugróf og gaf sig á tal við tvær 6 ára stúlkur. Bað hann þær að hjálpa sér að leita í húsi, þar sem hann þyrfti að sækja pakka. Fóru stúlkuniar upp í bifreiðina og ók hann þeim upp að Elliðaárstíflu, þar sem i hann hleypti annarri stúlkunni úr j bifreiðinni. Síðan ók hann eitt- hvað með hina stúlkuna, og segir stúlkan, að hann hafi meitt sig og þreifað á sér. Engir áverkar sjást á stúlkunni. Ók hann síðan stúlkunni inn í Blesugróf nokkru síðar og hleypti stúlkunni úr bif- reiðinni. Ekik virðist óliklegt, að hér sé um að ræða sama pilt og tók fyr ir tæpri viku tvær stúlkur upp l þifreið til sín og leitaði á þær. Foreldrar lítilla barna eru beðn ir um að brýna það fyrir börnum sínum að fara ekki upp i bíla til ókunnugra manna, sérstaklega ekki í litla ljósa bíla, en þannig lýsa stúlkurnar fjórar bifreiðinni sem pilturinn ók. 250 Jón Kjartanss. SU 180 Guðrún Jónasdóttir ÍS 150 Engey RE 170 Þráinn NK 125 Helga Björg HU 160 Kópur VE 120 Guijnar SU 180 Hólmanes SU 170 Sigurfari AK 140 lestir. Bræla var fcomin á miðin í dag, og lítil veiði. Nokkur veiði varð þó á suuðrsvæðinu, en þar var veðr ið nokkuð skárra en á norðursvæð inu. Tvö slys IIZ-Reykjavík, miðvikudag. Tvö meiri háttar umferðarslys urðu í Reykjavík í dag. í öðru þeirra slasaðist karlmaður alvar- lega, þegar hann skall fram á stýr ið í bifreið sinni, sem kengbogn- aði. Var hann fluttur á Slysavarð- stofuna og þaðan á Landspítalann en ókunnugt er um meiðsli hans. Slysið vildi þannig til, að mað- urinn var að aka sendiferðabif- reið eftir Borgartúni, þegar vöru- lyftari fór úr Sindraportinu út á Borgartúnið, og lenti sendiferða- bifreiðin á lyftaranum með fyrr- nefndum afleiðingum. Hitt slysið vildi þannig til, að tvær bifreiðir skullu saman á mót um Hringbrautar og Hofsvalla- götu. Við áreksturinn þeyttist önnur bifreiðin upp á gangstétt og féllu bæði ekilinn og farþeg- inn úr bifreiðinni. Hvorugur þeirra meiddist alvarlega, annar skarst á enni en hinn skrámaðist og marðist lítils háttar. Fólkið í hinni bifreiðinni sakaði ekki en báðar bifreiðarnar skemmdust talsvert mikið. Rok og rigning Framhald af bls 1 Vestfjaröaleiðin teppist Á Kleifarheiði vestur á Barða strönd rann úr veginum við brú, og varð hann algjörlega ófær bíl um við það. Vöruflutningabílar voru á leíð héðan að sunnan í kvöld og var sendur bíll úr Trostansfirði til að ná í farþega sem í bílnum voru. Skriða við Skíðaskálann. í kvöld hringdi Óli veitingamað ur í Skíðaskálanum til Reykjavík ur og tilkynnti að skriða hefði fall ið á þjóðveginn fyrir sunnan skál ann skammt frá þeim stað sem vatnið er tekið í hann. Var hægt að klöngrast þar yfir á stórum bíl um, en ófært var fyrir litla bíla. Bátar sukku og járnplötur fuku í Hafnarfirði Tveir bátar sukku í Hafnarfjarð arhöfn, Búkki 17 tonn úr Kópa vogi og Guðmundur 3—4 tonna trilla úr Hafnarfirði. Lágu þeir báðir við hafnargarðinn, en mikla ylgju lagði þar inn í höfnina. Þá fuku bárujárnsplötur af tveim hús um í Hafnarfirði. Af Vélsmiðju Hafnarfarðar við Strandgötu og íbúðarhúsi við Hringbraut. Engin slys urðu á mönnum við þetta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.