Vísir - 20.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 20.06.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. — Föstudagur 20. júni 1975 —136. tbl. Flugmenn virðast ná háum starfsaldri: ELLEFU I HÆSTA LAUNAFLOKKI — Baksíða Blaðamenn og útgefendur: Stirðar viðrœður Blaöamenn áttu stuttan eigendur voru boðaöir á fund fund meö útgefendum hjá hjá sáttasemjara i dag. Er þaö sáttasemjara i gærkvöldi og fyrsti fundur þeirra meö hon- voru viðræöur allstiröar. Nýr um að þessu sinni, en þaö var fundur hefun verið boöaöur á fimmtudaginn i síöustu viku, næstkomandi þriöjudag. sem samþykkt var aö visa Prentarar og prentsmiöju- deilunni tii hans. —ÞJM í tilefni kvennaársins? NÚ GERIR BORGIN EKKI MUN Á KYNJUM í STARFSAUGLÝSINGUM //I auglýsingum um laus- ar stöður skal koma skýrt fram/ að konur eigi jafnan rétt til þeirra og karlar." Þetta er úr tillögu, sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar í gær- kveldi. í henni var og ákvæði um, að borgarhag- fræðingur skyldi árlega semja skýrslu, þar sem f ram kæmi skipan karla og kvenna í launaflokka. Rauði þráðurinn i tillögunni var, að jafnréttissjónarmiö skyldu gilda i hvivetna. Tillaga þessi var samþykkt með 12 at- kvæðum gegn þremur atkvæðum Alþýðubandalagsins, þeir vildu ganga lengra. Með þessu hefur Reykjavikur- borg fylgt fordæmi Kópavogs og Keflavikur. Hefur hins vegar ekki skipað sér á bekk með Hafnfirð- ingum. Þar var visað frá tillögu þess efnis, að þegar auglýst væri eftir fólki, skyldi ekki kyngreint. Norðmenn eru allmikið harðari i horn að taka. Þeir hafa ekki alls fyrir löngu samþykkt lög, sem þeir segja sjálfir að gangi mest i jafnréttisátt af þvi, sem sam- þykkt hefur verið fram að þessu. 1 lögunum er t.d. ákvæði, sem seg- ir: að i auglýsingaskyni megi hvorugt kynið nota, þegar það er ekki i neinum tengslum við það, sem auglýst er. Dæmi: Fáklædd mannvera, sem situr skælbros- andi á bretti bifreiöar, er ekki i neinum tengslum við hlutinn, sem hún er að auglýsa. Fólkið, sem notað er i auglýsingarnar, verður aö sýna, að það sé neytandi. —BA Átti að vara við eldhœttu, — hringdi aðeins í frosti! — lesendabréf á bls. 2 Tveimdýrum arm- böndum stolið — baksíða RÍKIÐ SÍFELLT HÁÐARA ÁFENGI — baksíða ÞEIR MÁLA MEÐ MUNNI OG TÁM! Togaramenn: VIÐRÆÐURNAR Á VIÐKVÆMU STIGI ,,Við, undirmenn á togurum, vorum á fundi meö útgeröar- mönnum tii klukkan aö veröa háiftvö i nótt, en yfirmenn á tog- urum sátu eitthvaö lengur viö samningaborðið”, upplýsti einn samninganefndarmanna i viðtali viö Visi I morgun. Hófst umrædd- ur fundur hjá sáttasemjara klukkan fjögur I gær. „Nýr fundur hefur verið boðað- ur klukkan fjögur I dag og þvi er ekki að neita, að viö togarasjó- menn biðum þess fundar með óþreyju”, sagði þessi samninga- nefndarmaður. „Það er þó óhætt að segja, að mikil hreyfing sé komin á viðræð- urnar”, sagöi hann. En bætti svo við: „Það er þó aldrei að vita, nema þetta kunni allt saman aö hreyfast aftur á bak allt i einu. Samningaviðræðurnar eru á svo viðkvæmu stigi eins og stendur”. —ÞJM MORG LJON Á VEGINUM Víöa eru ljón i vegi manna, hvort heldur er i samningaviö- ræöum, nema þá þegar samiö er við þá, sem starfa ofar jöröu, eða reynt aö ná endum saman I húshaldinu. Þetta ljóm fundum viö annars suöur i Sædýrasafni I Hafnafiröi á dögunum. Safniö er sifellt aö stækka og breytast til batnaö- ar og gestum fjölgar aö sama skapi. Ahugamiklar konur á Kvennaársráðstefnunni í morgun: ,Yfirvöld sýna kvennaárínu áhugaleysi' „Við sóttum um 700 þúsund króna fjárveit- ingu til rikisins til þess að halda þessa ráð- stefnu, en fengum að- eins helminginn,” sagði Rannveig Jóns- dóttir, sem er einn for- svarsmaður kvenna- ársráðstefnunnar, sem nú er haldin i Kristal- salnum á Hótel Loft- leiðum. „Stjórnvöld hafa sýnt kvennaárinu lftinn áhuga. T.d. höföu Sameinuðu þjóðirnar mælzt til þess, að æöstu yfirvöld hvers lands opnuðu árið form- lega. En yfirvöld hér sinntu þessu engu. Einnig kemur áhugaleysi þeirra fram i þvi aö skipan hinnar opinberu kvenna- ársnefndar kom ekki til fram- kvæmdar fyrr en nú 1 mai”, sagði Rannveig. Fyrir hádegi voru flutt stutt framsöguerindi, en eftir hádegi verður starfað I starfshópum. 1 hádeginu á morgun verður fluttur leikþáttur eftir Jakobinu Sigurðardóttur sem nefnist „Nei”. Félagar I Leikfélagi Akureyrar munu flytja leikþátt- inn.” . —HE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.