Vísir - 20.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1975, Blaðsíða 3
Vísir.Föstudagur 20.júni 1975. 3 „Ofsa gaman að sigla" — krakkar á siglinganámskeiði Krakkarnir eru þarna á hálfs- mánaðarnámsskeiBi, þar sem þeir læra meira að segja að hnýta ekta skátahnúta. Þá er og reynt að kenna þeim hagnýta „siglingafræði”. Tuttugu og sex krakkar voru á þessu náms- skeiði, þar af aðeins ein stelpa. Þeir fá að sigla frá 1-4 á daginn. Krakkarnir máttu ekkert vera að þvi að tala við Visis- menn á þurru landi, svo að þeir brugðu sér með Guðjóni á mótorbát út á vikina. Við dróg- um fljótt siglingakappana uppi. Freyr, Orri og Július voru reiðubúnir að fórna nokkrum minútum. Þeir voru hinir hressustu og sögbu, að fyrir utan það hvað væri gaman að sigla, þá kynnt- ust þeir þarna mörgum krökk- um. „Maður þekkir enga nema heimsótt „Krakkarnir eru mjög áhuga- samir og eru tregir að fara heim” sagði Guðjón Bjarnason hjá siglingaklúbbnum i Naut- hólsvik. Þar fer nú fram náms- skeið á vegum æskulýðsráðs. Höfuðpaurinn Guðjón fylgist vandlega með þvi, að kappið steypi krökkunum ekki i voða. Hér eru hetjurnar komnar: Frá vinstri Freyr, Orriog Július þá, sem eru með manni I skól- anum”, sagði Freyr, sem er 10 ára nemandi I Melaskóla og þar er Július lika. Orri er tveimur árum eldri og ber höfuð og herð- ar yfir þá, hvað þekkingu á skútum viðvíkur. Hann er nefni- lega einn af aðalmönnunum I Siglunesi, klúbbnum, sem hefur aðsetur þarna I Nauthólsvík. Hann sagðist hafa smiðað bát eins og þeir væru á núna, I vet- ur. En siglingamenn eiga við mikinn vanda að glima á vet- urna og þá halda þeir uppi móralnum með þvi að dútla við bátana. —BA Ekki mikið atvinnu- leysi Atvinnuhorfur eru nú ekki eins slæmar og þær voru fyrir mánuði siðan. Ótti manna við verkfall gerði það að verkum, að litlu var bætt við af fóiki. Togararnir hafa enn ekki farið frá landi, þannig að stærstur hluti atvinnuleysingja eru þeir, sem höfðu áður atvinnu sina af togurunum. Þá gerði verkfallið i Sementsverksmiðj- unni það að verkum, að menn i by ggingariðnaði voru orðnir mjög tregir að bæta við sig. Er haft var samband við þá aðila i borginni, sem annast skráningu, kom I ljós, að innan við 1000 af borgarbúum eru at- vinnulausir. Hjá atvinnumiðlun stúdenta létu alls skrá sig 167 og tæpur helmingur hefur enn ekki fengið vinnu eða alls 83. Stúlkur eru þar heldur fleiri. Til Ráðningarstofu landbúnað- arins leita aðallega foreldrar, sem vilja koma börnum sinum i sveit. Hátt á sjötta hundrað börn ogunglingar voru boðnir fram, en pláss voru fyrir aðeins 100. 1 ár er greinilega meiri ásókn 16—20 ára ungmenna til vinnumennsku á bóndabæjum en oft áður. Hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar eru 205 karlar og 340 konur á skrá. Af konunum munu um 140 vera verkakonur i frystihúsum. Þessar tölur eru mjög svipaðar þeim, sem voru i maí. —BÁ Einn elzti íslendingur- inn látinn Inga Jóhannesdóttir, sem orðið hefði hundrað og eins árs i dag, er látin. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri i fyrrakvöld. Inga hélt allgóðri heilsu allt þar til I sumar, en var blind siðustu árin. Halldórs Bjarnadóttir er elzti núlifandi Islendingur. Hún verður hundrað og tveggja ára á þessu ári. —BA Láta handaleysið ekkert á sig fá: r ÞEIR MALA MEÐ MUNNINUM - OG SUMIR MEÐ TÁNUM! Maður situr fyrir framan trönur og er að ljúka við að teikna mynd af listamanninum Baltasar. Hvað er merkilegt við það? Maðurinn gerir þetta með munninum. Þetta erDr.Arnulf Stegmann forseti samtaka, sem nefnast Fót- og munnmálarar. Þau eru kölluð þetta, þar sem inntökuskilyrði er, að listamað- urinn skapi verk sin án þess að nota hendurnar. Ekki eru það allir, sem mála, og hér áöur fyrr fékkst Dr. Arnulf mikið-við tré- skurð, en nú leyfa tennur hans það ekki lengur. A blaðamannafundi i gær var sýnd kvikmynd um lif félaga I þessum listamannasamtökum. Margir þeirra hafa náð þvllikri leikni með fótunum, að undrun sætir. Einn sýndi t.d., hvernig hann kveikir sér I slgarettu meö tánum. Dr. Arnulf stofnaði þessi sam- tök 1956 ásamt nokkrum öðrum listamönnum, sem ekki gátu notað hendur slnar af einhverj- um ástæðum við listsköpunina. Sjálfur lamaðist Dr. Arnulf þriggja ára gamall og endur- heimti aldrei máttinn i hend- urnar. Hann nam við listaakademlur staðráðinn i að vinna við hugð- arefni sitt þrátt fyrir bæklunina, En hann lét sér ekki nægja að skapa sjálfum sér frægð sem' listamaður á heimsmælikvarða. Dr. Stegmann vildi finna þá menn, sem hefðu hæfileika til að bera, en væru svo andlega og llkamlega á sig komnir, að þeir legðu ekki út á listabrautina. Nú hafa samtökin listamenn Hér situr Islenzkur starfsbróðir fyrir hjá Stegmann, þaö er Baltasar. Dr. Stegmann beinir penslinum að papplrnum af miklu öryggi. Það er ekki að sjá, að handaleysið hafi mikil áhrif á getu hans sem málara. (Ljósmynd VIsis JIM). innan sinna vébanda 129 löndum og veita árlega mörgum efni- legum listamönnum styrki til að fullnema sig. Félagarnir hittastallir á 3 ára fresti, en hver og einn verður að senda skýrslu um starf sitt á tveggja mánaða fresti. Mark- mið samtakanna er að tryggja það, að félagar geti lifað af list sinni og að skapa tiltrú á lifið hjá þeim fjölda manna, sem býr við bæklun. Þegar listamaðurinn hefur fullgert verk sitt heldur hann frummyndinni, en samtökin hafa rétt til að gera eftirprent- anir i eins stóru upplagi og markaður er fyrir. Það eru aðallega kort og almanök, sem seld eru. Þá gangast samtökin fyrir sýningum um allan heim og er það 7 manna ráö, sem hefur allt ákvörðunarvald um slik atriði. Ef samtökunum berast fregn- ir af efnilegu fólki, fer þriggja manna dómnefnd (kunnir lista- menn, sem ekki eru sjálfir fatl- aðir) og metur, hvort veita beri viðkomandi aðstoð. Sama á sér stað, þegar listamaður óskar eftir inngöngu i samtökin. Þegar verk þeirra eru metin, er engin linka sýnd vegna þess, að viðkomandi sé fatlaöur. Dr. Stegmann sagðist vera kominn hingað til Islands til að finna hér efni. Þannig að þeir, sem þekkja til fatlaðs fólks, sem fæst við listsköpun, ættu að hafa samband við hann. —BA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.