Vísir - 20.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 20.06.1975, Blaðsíða 5
Vísir.Föstudagur 20.júni 1975. 5 REUTER AP/NTB GUN ÚTLÖND ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Óli Tynes Alsírskir hermenn í Frakklandi gera upp- reisn og taka gísla Fjórir vopnaðir Múhameðstrúarmenn hafa hótað að sprengja i loft upp hús bæjar- stjórnarinnar i St. Laurent-des-Arbres i Frakklandi, ef arabisk- um flóttamannabúðum i Frakklandi verði ekki þegar i stað lokað. Inn- rásarmennirnir halda stjórnanda nálægra flóttamannabúða i gisl- ingu, og I eða 2 i viðbót. Þessir menn eru „Harkis”, en svo eru nefndir alsirskir her- menn, sem börðust með Frökk- um i sjálfstæðisbaráttu Alsir 1954-1962. Þeir krefjast þess meðal annars, að komið verði á fót nefnd til að rannsaka, hvers vegna „Harkis” eru enn taldir flóttamenn, eftir að hafa búið i Frakklandi i þrettán ár. Flestir mannanna af þessum stofni koma frá afskekktum héruðum Alsir. Þeim hefur veitzt erfitt að laga sig að evrópskum siðum og telja, að franska stjórnin hafi ekkert gert til að hjálpa þeim. Þeim hafi verið haldið í flótta- mannabúðum og hafi litil sem engin tækifæri fengið til að mennta sig eða börn sin. Það sé einnig mjög takmarkað, hvað þeim hafi verið hjálpað til að komast út i atvinnulifið, jafnvel sem ófaglærðir verkamenn. Þessir „uppreisnarmenn” hafa töiuvert af dynamiti i fór- um sinum og hóta að sprengja húsið i loft upp, ef ekki verði gengið að kröfum þeirra. Fréttamenn fá óhindraðir að ganga út og inn og spjalla við þá. Gislum þeirra liður ágæt- lega, enda vel með þá farið. NATO fundur Norður-Atlantshafsnefndin liélt fund um málefni NATO i Washington i gær og var þar mjög til umræðu aukið samband Bandarikjanna og Evrópu. Þessi mynd, sem var tckin i iivita húsinu, sýnir fastafull- trúa NATO ásamt þeim Gerald Ford, Henry Kissinger og Jam- cs Schlesinger, varnarmálaráð- herra. Lengst til vinstri á mynd- inni er Tómas Tómasson, full- trúi islands. Englandsdrottning biður Amin um að nóða Dennis Hills Brezkur hershöfðingi og brezkur majór flugu í dag til Uganda með orðsend- ingu frá Elisabetu drottn- ingu, þar sem hún biður Idi Amin forseta að sýna Dennis Hills miskunn, en hann hefur verið dæmdur til dauða fyrir landráð. Einnig var um borð i vélinni 17 ára gamall sonur Hills, sem var að fara að heimsækja föður sinn. Bretarnir tveir eru fyrrum yfir- menn hersveitar, sem Idi Amin gegndi herþjónustu i. Vonir um, að Hills yrði náðað- ur, jukust i dag, þegar það frétt- ist, að herdómstóll hefði sýknað annan Breta, sem var sakaður um hamstur og átti dauðadóm yfir höfði sér. Þá er vitað, að Jomo Kenyatta, forseti Kenya, hefur beðið Amin um að náða Hills. Fleygt fyrir björg vegna sjón- varps Sveit „vökumanna” i Los Angeles í leit að sjón- varpsþjófi fleygði fyrir björg manni, sem hún taldi vera sekan um þjófn- aðinn. Lögreglan hélt, að þetta væri slys, fyrst þegar hún fann líkið, en síðar kom í Ijós að hinum látna og tveim öðrum hafði verið rænt af heimilum sínum. Þar voru vökumennirnir á ferð i leit að þjófnum. Alls voru tólf menn i sveit þessara^sjálfskipuðu laganna varða. Átta hafa verið handteknir. en fjögurra er enn leitað. Bandarísk flugfélög tapa milljónatugum Tveir stjórnarformanna bandaríska f lugfélagsins Trans World Airlines hafa sagt af sér eftir að félagið tilkynnti um rúmlega 88 milljón dollara tap á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Félagið hefur gert ýmis- legt til að spara, m.a. selt níu risaþotur af gerðinni Boeing 747, til Iran, en allt kom fyrir ekki. Mörg önnur flugfélög i Banda- rikjunum eiga i miklum efna- hagsörðugleikum. Þeirra á meðal eru Pan American, sem Iran hef- ur nú keypt hlut i, og American Airlines og National Airlines. öll þessi félög hafa tapað tugmilljón- um dollara. Þau kenna um geysi- legri eldsneytishækkun og fækkun farþega. Milljón dollara banka- rón í Kanada Þrír menn vopnaðir vélbyssum rændu rúm- lega milljón dollurum úr banka i litlu þorpi í Quebec i gær. Þorpið er með mikla vatns- af Isstöð og i bankanum voru geymd laun starfsmannanna. Lög- reglan í Quebec telur, að ræningjarnir kunni að hafa flúið héraðið í flugvél eða þyrlu. Páfi varar við kommún- istum Páfagarður sagði í gær, að ítalir, sem hefðu greitt kommúnistum atkvæði sitt i mótmælaskyni, kynnu að eiga eftir að iðrast þess. i þessari fyrstu umsögn sinni eftir kosningarnar, sem voru mikill sigur fyrir kommúnista, segir Páfa- garður, að margir kjósend- ur virtust trú því, að italsk- ir kommúnistar væru öðru- vísi en kommúnistar ann- arra landa. ,,En nútimasaga kennir okkur, að þegar kommún- istar eru annars vegar liggja allar leiðir að sama marki: einræði, sem sagt er vera samstjórn öreig- anna, en sem í rauninni er einræði yfir öreigunum og öllum öðrum". Rándýr hattur Hatturinn, sem Napo- leon keisari bar i inn- rás sinni i Rússland 1812, var seldur á upp- boði í París í gær fyrir 170 þúsund franka eða rúmlega 6,5 millj. ísl. króna. Þegar Napoleon keypti hattinn á sínum tíma kostaði hann að- eins 50 franka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.