Vísir - 21.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 21.06.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 21. júni 1975. cTkíenningarmál Við Sigurjón ólafs- son sitjum i skjóli við klöpp þá sem ris upp við garðshornið hjá honum á Laugarnes- tanganum, drekkum kaffi, sleikjum sólina og biðum eftir þvi að hvessi eins og lista- maðurinn segir að ávallt gerist seinni hluta formiðdagsins. Hann er sjaldnast kyrr, rær fram i gráðið, pirir á hafið og gengur svo um og veifar höndun- um þegar eitthvað mikið liggur honum á hjarta. A.I.: Hvað var það f raun sem gerði þig að myndhöggvara, Sigurjón? S.Ó.: Ja, ég var að fitla við teikningu sem strákur, og svo flutti ég á Nönnugötuna frá Bakkanum. Þá ágerðist þetta og Ásgrimur Jónsson kom og leið- beindi mér. Svo var ég að skera smávegis i krit og eitt sinn herti ég upp hugann og fór til Einars Jónssonar. Hann tók mér vel og ég fékk að vera á vinnustofu hans og prófa mig áfram. Svo byrjaði ég að stunda húsamál- un, og þá var erfitt að stunda mótun eftir 12 stunda vinnudag. En það var Björn Björnsson i Iðnskólanum sem örvaði mig sérstaklega. Einstakur maður Bjöm, með mikla tilfinningu fyrir formi. Þar teiknaði ég mikið og tálgaði líka og mótaði dálitið. A.I.: Fékkstu einhverja kritfk á þau stykki frá Einari eða öðr- um? S.Ó.: Nei, ekki hjá Einari. Hann lét mig i friði. Seinna fékk égaðmóta af honum höfuð, sem var mikill heiður. Einar vildi bara að ég gerði það i hans stfl, hátt enni, langan háls og þess- háttar. Það vildi ég ekki. En svo sýndi ég mætum listamanni það sem ég hafði mótað. En sá sagði þau verk vera aldeilis ómögu- leg, forkastanleg og hvatti mig til aö koma ekki nálægt skúlp- túr. A.I.: Var það ekki áfall? S.Ó.: Ja, þaðhleypti nefnilega I mig andskotans þrjósku og þá varð ég ákveðinn. Svona hefur maður oft gott af skömmum. En það liðu mörg ár þangað til þessi mæti listamaður fyrirgaf mér þaö að hafa haldið áfram. A.I.: Þú ferð svo til Danmerk- ur, á Akademíuna 1928, og vinn- ur gullverðlaun hennar tveim árum seinna. S.Ó.: Já, en veistu nokkuð, — ég var tekinn inn á Adademiuna fyrir teikningar minar, ekki skúlptúrinn. Svo lá við á tima- bili að ég þyrfti að hætta vegna peningaleysis. Þá er það kennari minn sem fer til Sveins Bjömssonar og segir honum frá högum minum og ég vissi ekki fyrr en ég var kallaður upp i sendiráð og þar bauðst Jón Krabbe til að styrkja mig, sem hann og gerði blessaöur. Svo fór ég að fá styrki frá Akademiunni og þetta bjargaðist. A.I.: Þú hefur þá komist i kynni við Evrópulist? S.Ó.: Svotil eingöngu danska. Kennari minn var Utzon-Frank, eins og þú veist, og ég vann hjá honum i 14 ár. Hann vann i klassiskum stfl, vildi verða ann- ar Thorvaldsen með 40 manns i vinnu en varð að notast við mig einan A.I.: Svo ferð þú til italiu 1931 og ert þar i ár i Róm. Ég hef verið að velta þvi fyrir mér hvort itölsk list hafi engin áhrif haft á þig, hennar gætir vart i list þinni eftirá. S.Ó.: Þú meinar Michel- angeló og Bernini? Skrýtið, ég var ekkert sérlega hrifinn af þeim. En ég var mjög hrifinn af list Etrúra. Kannski list þeirra hafi hvatt mig til aö draga sam- an og þétta form, eins og ég SIGURJON OLAFSSON hér í kring á striðsárunum. Þeir höfðu ekkert annað að gera en brjóta þær. En nú passa ég þær. A.I.: Hvenær byrjaðir þú á járnmyndunum? S.Ó.: Það var eftir 1958 þegar ég veiktist af berklum og þurfti að dvelja á Reykjalundi. Ég hefði drepist ef ég hefði ekki haft neitt að gera svo ég fékk viö,eir og járnbúta af verkstæð- inu þar og fór að gera afstrakt stykki. A.I.: Voru það fyrstu afstrakt myndir þinar? S.Ó.: Ja, nei. Ég gerði verk eftir Knattspyrnutimabilið sem hét „Hestur”. Það mátti sjá tagl og svoleiöis. A.I.: "Nú’ hefiir þú á'undan- förnum árum fengið mörg stór opinber verkefni. Af hverju þeirra hefur þú haft mesta ánægju? S.Ó.: Ég hafði andskoti gam- an af Höfðamyndinni. Ég var búinn að velta fyrir mér lengi hvemig ég gæti tengt saman þessi tvö form. Svo er hún llka á svo góðum stað. A.I.: Má sjá figúru i henni? S.Ó.: Ja, ég veit ekki. Þetta var formalt vandamál hvað mig snerti. Annars er fólk svo litt- erert hérlendis, það verður allt- af að vera nafn og saga tengd listaverkum. Maður gefur þeim nafn til að þóknast fólki, annars yrði það viðþolslaust. A.I.: Hefur þú enn orðið var við fordóma gagnvart þinum verkum? S.Ó.: Nei, alls ekki nýverið. Ekki siðan merin var sett upp i Sogamýrinni. Hún var sögð dönsk til fótanna. Ég hef meira að segja fengið hrós. Bilstjórar sem aka fram hjá Höfða hafa hrósað mér fyrir myndina þar. A.I.: Þú hefur gert portrett- myndir frá upphafi. Fyrir utan það að vera lifibrauð, hvaða þýðingu hafa þær haft fyrir þig? S.Ó.: Ég hef alltaf haft gaman MYNDLIST ; ■■■■■■■■■■■ ■ : m ■ BB ■ Ul | 1 :# r 1 f '% EFTIR . \ j8h5|3 . ■ rfm FORMULUM f| TT ftnl iflð geröi i „Venus” 1935, eftir Rómardvölina. Sú mynd þótti ákaflega slæm. En veistu, hún er ekki alveg samsetningur á formum úr mörgum áttum. Ég valdi nefnilega fyrirsætu sem leit svona út. Það er, ég leitaði aö þesskonar formi og fann það i henni. Svona velur maður þaö úr tilveru sinni sem hentar manni. A.I.: Eftir að þú gerðir „Salt- fiskstöflunina” 1936, verk sam- ansett af einföldum, sterkum strendingsformum, fórst þú skyndilega að gera „Knatt- spyrnumennina”, gjörólik verk meö lifrænu, hálf-óhlutbundnu sniði. Hvað olli þeirri stökk- breytingu? S.Ó.: Ég veit það eiginlega ekki. Löngunin til að breyta til. Maður byrjar að vinna eitthvað og finnur þá eitthvað sem mað- ur ekki vissi um áður. Það er hluti þess að þroskast. Sumir hafa séð i þeim frumstæða list. Það getur vel verið að það sé eitthvert bergmál af henni i þeim, en ekki af ásettu ráði. Aft- ur á móti hef ég skoðað list Azteka og Maya, og egypska. Það kemur sennilega fram i sumum myndum. A.I.: Eins og t.d. „Kona með kött”? S.Ó.: Getur vel verið. Ég hef aldrei gert mikið að þvi aö stúd- era aðra list, listtimarit og svo- leiðis. Þetta siast inn, einhvern- veginn, úr mörgum áttum. A.I.: Nú hefur þú tálgað og meitlað meira um ævina en nokkur annar islenskur lista- maður. Hvað heldur þú að hafi valdið þvi? S.Ó.: Veit það varla. Ef til vill reaksjón gegn Utzon-Frank og mónumental verkum hans i klassiskum stil. Maður varð að gera eittbvaö annað til að verða ekki vitlaus. A.I.: Trúir þú á eitthvaö sem kalla má trúnað við efnivið? S.Ó.: Jo, kannski má segja það. Maður vinnur með það fyr- ir augum að efnið fái að njóta sin á einhvern hátt. Maður . hlustar á efnið, á það sem það segir manni um sjálft sig. Járn er kaldara, maður veröur að stjórna þvi alveg, en viðinn læt- ur maður stjórna sér að vissu marki. Maður er i nánari tengslum við náttúruna þegar maður vinnur I við, án þess þó að ganga á hana, — eins og Bretarnir gerðu við klappirnar af þeim, þótt þeir væru að hnýta i mig afstraktmálararnir dönsku, vinir minir, fyrir þær. Þær eru tilbreyting og maður kynnist fólki. A.I.: Hvað er það sem þú leit- ar að i andliti, þegar þú ferð að gera portrettmynd? S.Ó.: Beinaskipan i andlitinu, ásamt svipbrigðum fólks. Hrukkur, þegar það brosir og talar. Ég vinn þær beint i leir- inn, án teikninga. Teikningar segja mér ekki nóg um andlit, — ég er svo mikill formmaður. A.I.: Er ekki fólk misjafnlega þolinmótt við setuna? S.Ó.: Jú, það er um að gera að halda þvi vakandi. Þessvegna tala ég og tala, eins og nú, til að halda athygli þeirra vakandi. Nú er ég búinn að gera um tvö hundruð portrettmyndir og er orðinn hinn mesti kjaftaskur. A.I.: Hvern hefur verið skemmtilegast að móta? S.Ó.: Sennilega séra Bjarna; hann var feikilega skemmtileg- ur. Jón Bergsveinsson lika, stofnandi Slysavarnafélagsins, bráöskemmtilegur maður. A.I.: Nú hefur þú ákveðnar skoöanir á þjóðfélagsmálum og gerðir meira að segja þennan Aðalsteinn Ingólfsson rœðir við listamenn þurs hér i garðinum sem þú nefndir NATO. Að honum undanskildum telur þú að þln pólittska sannfæring sé að baki öðrum verkum þinum? S.Ó.: Ekki beint, held ég. Annars hefur afstrakt listin ávallt verið róttæk að eðli, á móti einræði og fasisma. Hún er róttæk þvi hún hlýtur alltaf að fela i sér eitthvað nýtt, viðbót á tilveruna og neyðir fólk til að taka afstöðu. Sósialrealisminn er lika svo hundleiðinlegur, en þar taka valdhafar a.m.k. ein- hverja afstöðu, þótt hún sé gegn afstrakt list. Ég man eftir þegar ég var á Reykjalundi og Fúrt- seva heitin kom I heimsókn. Þá var ég með sýningu á þeim verkum sem ég hafði gert þar. Fúrtseva sagði þá að „það þyrfti að lækna Sigurjón lika af þessu”. Þar fann hún að af- straktið var róttækt, hættulegt og var ekki sama. Hér hafa valdhafar bókstaf- lega enga sjónmennt til að taka nokkra afstöðu, gera greinar- mun á góðu og slæmu. Algjör sofandaháttur, ha? Þá vil ég heldur að um min verk sé deilt. Og svo er ekkert hugsað um að halda listasafninu uppi á sóma- samlegan hátt, fjárveiting þangað eins og upp i nös á ketti. Þvl er ég með þeim ungu I listinni, SÚM og öðrum. Þeir eru að reyna aö fá fólk til að taka afstöðu. Annars er SúM ekki lengur experimental, þetta hefur allt verið gert áður. A.I.: Hvað finnst þér um yngri myndhöggvara á íslandi? S.Ó.: Það er hálf dauft yfir þeim. Þó, mér finnst Jón Gunn- ar góður i formi. Svo er stúlka, Sigrún, sem hefur lært i Noregi og heggur i granit. Hún er per- sónuleiki. Hallsteinn lika. En það er emhver óákveðni i þeim, vantar einhverja samstöðu og gagnkvæman stimúlans hjá þeim. Það er lika um svo mörg efni að ræða nú til dags, það glepur fyrir þeim. 1 gamla daga var það einfalt mál að gerast myndhöggvari. En það vantar samstöðu. A.I.: En hvernig er með Myndhöggvarafélagið? S.Ó.: Ég er ekki i þvi, einmitt vegna þess að það er vottur um skort á samstöðu. Þeir eru sér á báti, i stað þess að vera hluti af stærstu samtökum listamanna FÍM, þar sem þeir gætu verið sérdeild. A.I.: Listamannsferill þinn hefur verið óvenju fjölþættur þessi 45 starfsár þin og erfitt fyrir menn eins og mig að henda reiður á honum öllum. Þegar þú Htur yfir þessi ár, hvað er það helst sem þér dettur I hug? S.Ó.: Þakklæti til skaparans fyrir aö gera mig mátulega vit- lausan, aðeins mátulega gagn- rýninn á sjálfan mig. Þvi hef ég aldrei gefið mér formúlur, held- ur hef haft trú á þvi sem ég hef verið að vera i það sinnið, og vonað að ég væri að gera eitt- hvað betra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.