Tíminn - 26.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. ágúst 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karisson. Aug- Iýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Einstaklingsframtakið Forustugrein Tímans um fyrirtækin og eflingu at- vinnuveganna virðist hafa komið mjög illa við kaun Morgunblaðsins. Segir Morgunblaðið, að það sé „há- mark hræsni og skinhelgi“, þegar Framsóknarflokkurinn sé nú að „gera hosur sínar grænar fyrir þeim, sem að atvinnsurekstri standa“. Tíminn benti á, að fjöldi atvinnurekenda væri nú að reka sig á það, að þeir ættu ekki samleið með Sjálfstæð- isflokknum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, þegar svo er komið í þjóðfélaginu, að eitt iðnfyrirtækið af öðru hrynur, ekki hægt að gera út báta undir 150 tonnum og hina nýju og stóru af því einu, að síld mokveiðist núna. Frystiiðnaðurinn á heljarþröminni, nauðsynlegustu i'ram- kvæmdir hins opinbera til þjónustu við atvinnurekstur- inn, svo sem vega- og hafnárgerð að komast í strand. Tíminn benti á, að áratuga áróður kommúnista og Al- þýðuflokksins gegn einkafyrirtækjum og eigendum þeirra almennt, svo og lygaáróður í þessu sambandi gegn Framsóknarflokknum vegna stuðnings hans við samvinnu hreyfinguna hefði valdið því, að mönnum, sem komizt hefðu yfir atvinnutæki, hefði þótt allt að því óhugsandi annað en skipa sér undir merki Sjálfstæðisflokksins — og það jafnvel, þótt það hafi verið fyrir atbeina og áhríf Framsóknarflokksins á atvinnumála- og efnahagsmálalög- gjöf landsins, að þeim var gert kleift að eignast fyrir tæki: Af þessu stöfuðu óeðlilega mikil áhrif Sjálfstæðis- flokksins hér á landi, samanborið við t.d. íhaldsflokkana á Norðurlöndum. Lævís áróður Sjálfstæðisflokksins hefur borið árangur. Hann hefur haldið því fram, að hann væri eini flokkurinn á íslandi, sem styðja vildi framtak einstaklinganna. En hvert er það einkaframtak, sem Sjálfstæðisflokkurinn raunverulega vill styðja, og nú hefur komið áþreifanlega á daginn? Það er framtak hinna fáu stóru og útvöldu, sem stjórna flokknum, eiga hann og gera út. Það er trú íhaldsmanna um allan heim, að þjóðfélaginu sé bezt borg- ið, þegar atvinnutækin og framleiðslan eru sem mest á fárra höndum. Sjálfstæðisflokkurinn á íslandi er þar síð- ur en svo nokkur undantekning. Almennt einstaklings- framtak fjöldans dregur úr áhrifum hinna stóru, sem flokknum ráða. Því eru þeir á móti því og þar með flokk- urinn, þótt annað sé látið í veðri vaka. Það er engin til- viljun, að þröngt gerist nú fyrir dyrum margra atvinnu- rekenda. Framsóknarflokkurinn er I rauninni eini flokkurinn, sem vill styðja hið almenna og frjálsa einstaklingsfram- tak fjöldans og það sýnir reynslan og áhrif Framsóknar- flokksins á löggjöf undanfarna áratugi, er beinzt hefur í þessa átt. Framsóknarflokkurinn er hms vegar andvígur því, að stórfyrirtæki, sem úrslitaþýðingu geta haft fyrir afkomu þjóðar eða byggðarlaga, séu í höndum fárra auð- manna. Flokkurinn trúir, að með því að styðja einstak- lingsframtak fjöldans séu leyndir kraftar leystir úr læð- ingi, er auki þjóðarframleiðsluna, stuðli að meiri hag- kvæmni í rekstri og betri nýtingu atvinnutækja. Stefna Framsóknarflokksins finnur nú æ sterkari nljóm grunn með öllum stéttum þjóðfélagsins. Aukin velmegun fæst aðeins með eflingu og bættum rekstri fyrirtækjanna og menn gera sér ljóst. að Framsóknarflokkurinn liefur mesta möguleika til að verða það afl, er laðar launþega og atvinnurekendur til samstarfs um heilbrigða mark- vissa. stefnu. sem líklegust er til að skila sem mestum og skjótustum arði til beggja aðila. TÍMINN Arnaud de Borchgrave: Valdajafnvægi í Evrópu II. Breytt afstaöa vestur-þýzkra Jafnaöarmanna er góðs viti Ríkisstjórnin í Bonn verður að leggja sinn skerf að mörkum til framtíð- arfriðar í Evrópu. Bjóða ætti ríkjum Austur-Evrópu aðild að Evrópu- ráðinu og reyna að auka samvinnu á efnahagssviðinu. Sameiginlegar varnarráðstafanir allrar álfunnar eru framtíðarlausnin. UPP á síðkastið hefur orðið til trafala, að de Gaulle vill hersveitir Bandaríkjamanna á burt úr Evrópu. Af því hefur leitt ótta við, að brotthvarf Bandaríkjamanna yrði túlkoð sem undanlátssemi við de Gaulle. í raun og veru er de Gaulle sannfærður um, að ekk ert vit sé í því fyrir Banda- ríkjamenn að hverfa á burt með hersveitir sínar frá Vest- ur-Þýzkalandi fyrri en að á- tyllan til átaka sé úr sögunni, og Evrópuhelmingarnir tveir séu runnir saman í eina evr- ópska heild, en sú þróun hlýtur að taka minnst tíu til fimmtán ár. En de Gaulle kemur ekki auga á neinn grundvallar- mun á því, hvort Bandaríkja- menn hafa sex herfylki í Þýzka landi, eins og þeir hafa nú, eða aðeins fjögur eða jafnvel þrjú. Valdamenn í Washington virðast hafa gersamlega að engu þá staðreynd, að kalda stríðið var eitt sinn sainevr- ópskt fyrirhæri, en nú virðist hvergi ríkja spenna nema í Þýzkalandi einu. Ríkisstjórnir Austur-Þýzkalands og Vestur- Þýzkalands mega heita einu virkin til varna óbreyttu á- standi. Enn er því haldið opinberlega fram í Bonn, að efnahagsleg og stjórnmálaleg eining Vestur- Evrópu, að Vestur-Þýzkalandi meðtöldu, sé öruggasta leiðin til endursameiningar Þýzka- lands. Við getum áhættulaust hallað okkur aftur í sæti og notið öryggis, þegar Rússar séu búnir að ganga inn á end ursameiningu með frjálsum kosningum í Austur-Þýzkalandi. Flestum þegnum Þýzkalands er þó orðið ljóst, að þessi úrelta kenning stuðlar síður en svo að endursameiningu og öryggi heldur kemur í raun og veru í veg fyrir þá þróun mála. AUGLJÓST er, að lausn fæst ekki á Þýzkalandsmálinu íyrr en Evrópuhlutarnir tveir eru búnir að nálgast hvor annan smátt og smátt um alllangt skeið (og Þýzkalöndin tvö hvort annað). Leiðtogar Sovét ríkjanna og de Gaulle geta ekki komið þessu til leiðar upp á sitt eindæmi. Evrópa verður heldur ekki sameinuð með flengingu. hvort sem beitt er bandarískum eða rússneskum vendi. Æ fleiri málsmetandi menn i Þýzkalandi, Austur. og Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjunum brýna fyrir valdhöfunum í Bonn nauðsyn þess að gera nú þegai ráðstafanir til að sann færa valdhafana i austri um, að Þýzkaland sé í raun og sann leika orðið annað en það var og hin nýja kynslóð láti aldrei henda sig að endurtaKa skyss- ur fortíðarinnar. McGeorge Bttndy, fyrrverandi aðstoðar- maður Bandaríkjaforseta lýsti Willy Brandt yfir við utanríkisnefnd öldunga deildar Bandaríkjaþings, að Vestur-Þjóðverjar ættu „að birta opinberlega tvímælalausa yfirlýsingu um það, sem við vitum allir, að er sannleikanum sapkvæmt”, —. etfa að Ær friö. arsamningum geti bví aðeins orðið, að stjórnin í Bonn viður kenni hin tuttugu ára gön.'lu landamæri Þýzkalands og Pól- lands við Oder/Neisse, svo og afnám Munchen-sáttmálans frá 1938, sem limaði Tékkóslóvakíu í sundur, og hafni í alvöru og einlægni öllu tilkalli til kjarn orkuvopna. Paul Henri Spaak fyrrver- andi utanríkisráðherra Belgíu og framkvæmdastjóri Atlauts- hafsbandalagsins hefur einn- ig sagt: „Við höfum rétt til þess að biðja Vestur-Þjóðverja . . . að leggja sinn skerf að mörkum til bættrar sambúðar Austurs og Vesturs . . . með því að viðurkenna núgildandi landamæri og afneita öllum kröfum um aðild að kjarnorku vopnum. Með þessu móti gætu Vestur-Þjóðverjar gert sitt til að skapa nauðsynleg skilyrði þess, að endursameining kom- Síðari greín ist á og stuðlað á nytsaman hátt að friði í Evrópu. NOKKRAR vonir vekur að Jafnaðarmannaflokkurinn, ann ar stærsti flokkur Vestur-Þýzka lands, er farinn að hafna kredd unum og viðurkenna verujeik ann. Willy Brandt, borgarstjóri í Vestur-Berlín túlkar viðhorf ungu kynslóðarinnar, þegar hann viðurkennir opinnerlega að Austur-Þýzkaland se ríki sem ekki gufi upp af sjalfu sér hvort sem mönnum iíki það bet ur eða verr. Jafnaðarmenn á lykta sem svo. að engin áhætta sé orðin því samfara að ræða við Austur-Þjóðverja. oai sem íbúar Vestur-Þýzkalands, og raunar allrar Vestur-Evrópu — séu orðnir ónæmir fyrir komm únismanum. Sú álcvörðun Jafnaðármanna að hætta á að leysa endursam einingarmálið úr læðingi hefur þegar fært þeim mikinn kosn- ingasigur í aðra hönd. Sigur þeirra í kosningunum í West falen markar tímamót. Nýaf- staðin skoðanakönnun í Þýzka landi leiddi í ljós, að 76% Vest ur-Þjóðverja voru hlynntir þeirri tillögu Jafnaðarmanna að stofna til rökræðna við Aust ur-Þjóðverja. Ef íhaldsmenn í Bonn draga ekki réttar álykt- anir af þessu neyðast Banda- ríkjamenn til að nálgast Jafn- aðarmenn smátt og smátt, eða verða að öðrum kosti utan garðs gagnvart mesta vanda- máli Evrópu. EITT af undirstöðuatriðum þessa vanda felst í þeirri stað reynd, að Þýzkaland er aðeins eitt af 25 ríkjum í Evrópu. Draumur de Gaulle um einingu Evrópuríkja frá Atlantshafi til Úralfjalla gæti sem bezt lei.it til vandræða, ef árangur loka- lausnarinnar er ekki þrauthugs aður- og undirbúinn af kost- gæfni. Finna verður einhverja haldbetri og lífrænni lausn. Margir halda, að viturlegra væri að undirbúa samninga um einhverjar sameiginlegar varn aðarráðstafanir álfunnar allrar en að horfa aðgerðalaus upp á hernaðarsamtökin tvö leysast upp án þess að nokkuð koini í staðinn, en það bæti einmitt myndað háskalegt tómarúm. Fyrsta undirbúningsskrefið í þessa átt ætti að mega stíga á efnahagssviðinu. Hafi sex Evrópuríkjum lánazt að sam- einast til frambúðar í Efnahags bandalagi Evrópu og öðrum sjö ríkjum í EFTA (European Free Trade Area) ætti englnn óyfirstíganleg hindrun að verða á vegi þess, að þessi bandalög rynnu í eitt og yrðu að samtök- um þessara ríkja allra. Þessi þrettán ríki ættu síðar að geta breytzt í 25 ríkja Evrópusam- tök, sem kommúnistar væru þáttakendur í, á svipaðan hátt og þeir eru virkir þátttakendur í franska og ítalska þinginu. í sem fæstum orðum sagt ætti að teygja evrópska samfélagið til allrar Evrópu. En hví skyldi ekki rnega, hvað sem þessu líður, bjóða ein hverjum Austur-Evrópuríkjum að gerast aðilar að Evropuráð- inu. sem nú er ekki annað en máttvana málþing i Strassborg en þar eiga nú þegar nokkur hlutlaus ríki sæti, engu síður en aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins?. Þar með væri búið að sjá fyrir vettvangi, þar sem helmingar Evrópu gætu haft stjórnmálasamband hvor... við annan. komið ýmsum hug- myndum á framfæri og þreif- að fyrir sér á annan hátt. SLÍKAR aðgerðir gætu vel orð ið vestrænum þjóðum til hags í heild. Bandaríkjamenn tala Framihald á bls. 12. p

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.