Vísir - 25.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 25.06.1975, Blaðsíða 1
Bitist um prófarka- Flugvélin varð að lesara og útlits- eldhafi — 110 teiknara — en prent- fórust en 14 lifðu arar sðmdu samt slysið af — baksíða — bls. 5 65. árg. — Miðvikudagur. 25. júni 1975 —140. tbl. Ferðoskrifstofukóngarnir fó hœttulegan keppinaut: Ætlar að bjóða 25% lœgra verð en ferðaskrifstofurnar hér Vincente Gomez — ætlar að bjóða hag- kvæmari ferðir til Mallorka Þetta segir Vincente Gómez, Spánverji, sem búið hefur i 10 ár á Islandi og heitir Axel sem is- lenzkur borgari. Á morgun stofnar Vincente, ásamt nokkrum íslendingum, klúbb, sem nefnist Club Mallorka. Stofnfundurinn verður haldinn i Sigtúni. Klúbbur undir þessu nafni er starfræktur i mörgum borgum Evrópu að tilstuðlan ferða- mannaráðs Mallorka. Ferða- málaráðið hefur einnig hvatt til stofnun sliks klúbbs hér, þar sem þvi virðist ferðamannastraumur- inn hafa minnkað til Mallorka frá íslandi. „Þegar klúbburinn heldur sinn fyrsta fund eftir stofnfundinn, mun borgarstjórinn i Palma, höfuðborg Mallorka, koma hing- að til lands, en hann er jafnframt yfirmaður ferðamála á Mallorka. Með honum er væntanlegur ferðamálaráðherra Spánar,” segir Vincente. „Borgarstjórinn i Palma er skyldur mér og þvi leitaði nann til min um að stofna þennan klúbb hér. Klúbbar eins og þessi fá alla hugsanlega fyrirgreiðslu hjá yfir- völdum á Spáni og þvi getum við boðið hagstæðara verð. Eins er ekki hugsað um neinn ágóða af starfseminni og dregur það verð- iðenn meira niður. Tilgangurinn er eingöngu sá að auka ferða- mannastrauminn til Mallorka og nýta hótelin þar,” segir Vincente. „Ekki er verðið ákveðið ná- kvæmlega enn á okkar fyrstu ferðum, sem farnar verða i september, en tvær vikurnar kosta örugglega innan við 50 þúsund krónur með fullu fæði og um 35 þúsund krónur án fæðis. Þetta er raunverulegt verð — ekki auglýsingaverð. Flugferðin fram og aftur kostar um 25 þús- und krónur og gisting með fullu fæði ekki meir en 1000 krónur á dag. Ef okkur tekst ekki að fá við- eigandi tilboð frá flugfélögunum hér um flug á þessu verði, er spánska flugfélagið Iberia meira en viljugt til að flytja okkar far- þega suður”, segir Vincente. „Yfirvöld lána okkur auk þess ókeypis áætlunarbila til hóp- ferðalaga, þannig að aðeins þarf að greiða bilstjórunum sin laun, við fáum ókeypis inn á fjölda safna og stofnana og svo mætti lengi telja”, segir Vincente um klúbbinn, sem ætlar að undir- bjóða alla þá, sem áður hafa boð- ið upp á sólarferðir. Að sögn stofnenda klúbbsins hafa ferðamálayfirvöld Spánar hug á þvi að opna upplýsinga- skrifstofu i Reykjavik, sem jafn- framt verður skrifstofa klúbbs- ins, þegar starfsemi hans verður komin vel I gang. Á skrifstofunni verður hægt að fá allar upp- lýsingar um Spán og Spánverja og vinna yfirvöld á Spáni að gerð kynningarkvikmyndar um Spán með islenzkum texta, sem höfð verður til útlána hér. — JB ,,Við teljum, að verð- lag á sólarferðum hér sé of hátt. Þvi ætlum við að bjóða 25% lægra verð á ferðum til Mallorka, en ferðaskrifstofurnar gera? „Ekki farið snemma að sofa Föngulegt skip og fritt liggur enn bundið við festar. Eru samningarnir loks á næsta leyti? Ljósm. Bj. Bj. „Það verður örugglega ekki farið að sofa snemma i þessum herbuðum i nótt”, sagði Ásmundur Guðmunds- son rannsóknarlögreglu- maður I Kópavogi, er Visir ræddi við hann I gærkvöldi. Þrátt fyrir langar vökur hafði þó fátt upplýstst i milljónaþjófnaðarmálinu i morgun. Enginn hafði verið handtekinn, en lögreglan vinnur þó stöðugt áfram að rannsókn málsins. Á myndinni bendir Viðar Bjarnason, starfsmaður bæjarins, á gluggann, þar sem þjófarnir komust inn af vinnupöliunum. Nánar um millj- ónaþjófnaðinn á bls. 3. Togaradeilan: VONAZT EFTIR SAMKOMULAGI „Togaramenn sitja hér allir ennþá á samningafundi,” sagði sá, er varð fyrir svörum I sima sáttasemjara skömmu fyrir há- degi I dag. Þá voru iiðnar um 19 klukkustundir frá þvi fundur hófst — ,,og það eru engir á för- um ennþá. Þetta gengur það vel,” sagði viðmælandi Visis. Á fundinum i fyrrinótt náðist stór áfangi i kjaradeilunni, en þá fékkst ákveðið samkomulag um fastakaup yfirmanna á togurunum. Þann fund sátu undirmenn ekki, en þegar fund- ur þeirra hófst i gær, munu umræðurnar strax i upphafi hafa byrjað að snúast um fasta- kaup þeirra, með hliðsjón af árangri yfirmanna. Matsveinar eru sagðir hafa verið einna harðastir i baráttunni i nótt en þeir vilja halda þvi fram, að þeir hafi dregizt langt aftur úr öðrum starfsstéttum. Hefur heyrzt, að DAG þeir hafi rætt um allt að 80 prósent launahækkanir nótt. Það hefur þó ekki fengizt staðfest. Telja flestir, að samningar muni takast I dag, nema eitt- hvaö verulega óvænt komi til. -ÞJM. Holey œtlar í mól við Keflvíkinga Sjó hressilegt viðtal við hann í opnunni • Leynivopn Brezhnevs? „Tilbúnar nóttúru- hamfarir,' í hernaðar- skyni — sjá að utan bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.