Vísir - 25.06.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 25.06.1975, Blaðsíða 16
Miövikudagur 25. júni 1975. Samningafundur Bl og útgefenda: „Fór út um þúfur" — segir einn samninganefndar- manna BÍ „Þessi samningafundur okkar meö útgefendum fór algjörlega út um þúfur. Þegar viö héldum heim af fundi klukkan hálf sjö i morgun, vorum viö engu nær,” sagöi einn samninganefndar- manna Blaöamannafélagsins I viötali viö Vísi. Næsti fundur hef- ur veriö boöaöur n.k. föstudag. „Útgefendur vilja bjóöa sömu kjarabætur og ASt sarndi um fyr- ir sitt fólk. Blaöamenn geta engan veginn gert sér þaö tilboö aö góöu,” sagöi þessi samninga- nefndarmaöur. Þessi fundur meö blaöamönn- um og útgefendum er sá þriöji, sem þeir eiga meö sáttasemjara. Aöur höföu deiluaöilar átt saman tvo örstutta og árangurslausa fundi. Visi tókst ekki aö ná tali af full- trúum blaöaútgefenda I morgun, þar eö þeir voru nýsofnaöir eftir langan samningafund. — ÞJM/JB „Fleiri en Guðni brostu í kampinn" — sagði Ingólfur ,,f:g hef nú átt von á þvi, aö Ingólfur Guöbrandsson hlyti einhvern tima viöurkenningu, en ekki bjóst ég viö þvi aö hún kæmi frá Guöna” sagöi Ingólfur I Útsýn, varöandi fyrirheit Guöna i Sunnu um kross honum tii handa. Hann áleit, að hún hefði skýrzt fyrir mönnum undan hvers rifjum kærurnar til gjald- eyrisyfirvalda væru runnar. „Nú hefur Guðni opinberað sig” sagði Ingólfur. Þá taldi hann að fullnaöar- sönnun heföi fengizt á orö sin um þaö, aö Guöni hefði gert út af örkinni fólk til að panta 4ra vikna feröir. „En aö sjálfsögöu fékk það viövörun um, að þaö væri háð vilja gjaldeyrisyfir- valda, hvort þaö fengi feröirn- ar” sagöi Útsýnarforstjórinn. Er hann var spurður aö þvi, hvort Útsýn hefði tekiö farþega af Sunnu I stórum stil, sagöi Ingólfur að fólkiö færi þangaö, sem bezt væru kjörin. En er hann var spurður að þvi hvort þaö ætti sinn þátt I farþega- fjöldanum að hægt væri aö kaupa lengri feröir hjá Útsýn fullyrti Ingólfur að Sunna seldi 4ra vikna feröir. Það heföi sann- azt hjá gjaldeyrisyfirvöldum að fleiri en Útsýn heföu selt þessar feröir. Og Ingólfur bætti þvl viö, aö ef Útsýn yröi kærö og dæmd til aö greiöa sektir fyrir þetta, en öörum sleppt, væru þetta ofsóknir á hendur útsýn. Ingólfur sagði að lokum, aö fleiri en Guðni hefðu brosað aö fréttinni um krossinn. — BA. Nokkrir Italanna komustlland snemma I morgun og stara hér stórum augum út I skipið, sem er hlaðið þýzkum feröamönnum. Þeir eru ókátir yfir þvl aö komast ekki I land, en ttaiirnir segja bara hiö fornkveöna: Kóngur viil sigla, en byr hlýtur aö ráöa. FERÐAMENNIRNIR BIÐU ÓÞREYJUFUUIR UM BORÐ, EN ÍTALARNIR VILDU , EKKI ROA „Tekst aö ná þeim í land"? var spurning, sem brann á vörum íslenzkra ferðaskrifstofumanna í morgun. En þá biðu á hafnarbakkanum 13 rút- ur og málsverður fyrir 600 manns austur á Flúð- um og Árnesi. Skemmtiferðaskipið Irbinia, með 720 farþega, átti að koma inn á Sundahöfnina um 7 leytið i morgun. En vegna „óhagstæðs veðurs” var horfiö frá þvi. Þá var ákveðið aö flytja farþegana, sem eru tæplega 600 Þjóðverjar og um eitt hundrað Frakkar, Englendingar og ttalir á smá- bátum að landi. Ahöfninni, sem er itölsk, leizt þó ekki á þessa flutninga og neitaði að koma i land. Rétt i þann mund kom Akraborgin inn á höfnina, og var ákveðið að reyna að fá hana til að flytja fólkið i land. For- svarsmenn hennar voru þó ekki reiðubúnir til þess, og var gefin sú skýring, að skipin myndu bæði vera i stórhættu, ef Akra- borgin reyndi að leggjast upp við þetta 18000 lesta skip. Þá átti hún aö fara til Akraness klukk- an 10, og vildu fyrirsvarsmenn Akraborgarinnar ekki breyta út af áætlun vegna þessa. Héðan kom skemmtiferða- skipiö frá Bremerhaven i Þýzkalandi og er áætlað að fara frá Reykjavik til Noregs. Þegar slðast fréttist biðu far- þegarnir sem sagt eftir þvl, að öldurnar lægði þannig, að áhöfnin leyföi þeim að fara i smábátana. Slöustu fréttir: Rétt fyrir hádegiö voru rútu- bllarnir sendir af hafnar- bakkanum, og átti aö gera til- raun til aö koma skipinu inn I Sundahöfn. Ef ekki tekst aö koma fólkinu I land þar, mun skipiö fara beint til Noregs. Upphafleg áætlun geröi ráð fyrir brottför kl. 9 I kvöld. Stýrimaður trbiniu baöar út höndunum og reynir aö útskýra af hverju áhöfnin leggi ekki „I ’ann”. Prentarar sömdu í nótt: BITIZT UM ÚTLITSTEIKNARA OG PRÓFARKALESARA BLAÐA Samkomulag náðist I nótt i kjaradeilu bókagerðarmanna og atvinnurckenda þcirra — átaka- laust, cf miðaö er við það, sem venjulega hefur gcngið á i kjara- deilum þessara aðila. i fyrra voru bókagerðarmcnn sjö vikur i verkfalli, en nú haföi aöeins eitt félag af þeim þrem, sem vinna aö bókagerð, leitað vcrkfalls- heimildar. Strax á fyrsta fundi deiluaðila var samþykkt, að leita á náðir sáttasemjara. Fyrsti fundurinn með honum var haldinn á fimmtudaginn i siðustu viku. Sá fundur varð stuttur, en boðað til nýs fundar klukkan eitt i gær, en fram að þeim fundi hafði undir- nefnd unnið af kappi. 1 nótt var svo samið um sömu kjarabætur og rammasamningur ASI bauð upp á. Mun hafa verið næsta litið eða ekkert um sérkröf- ur. Bókagerðarmenn sátu lengi við sama borð og blaðamenn og út- gefendur I gær og I nótt. Var þá hart deilt um það, hvort útlits- teiknarar blaðanna eigi betur heima i félagi prentara eða blaðamanna, en þeir eru nú i Blaðamannafélaginu. Varð það loks að samkomulagi, að það yrði óbreytt enn um sinn, en þetta atriði athugað nánar við næstu kjarasamninga. Þá upphófust einnig langar um- ræður um eignarréttinn á prófarkalesurum blaðanna. Sú starfsstétt hefur fram til þessa verið félagsbundin i hinum ýmsu stéttafélögum, flestir i félagi verzlunarmanna. Það var hins vegar samþykkt á siöasta aðal- fundi Bl, að veita þeim inngöngu i Blaðamannafélagið, en útgef- endur eru ekki alveg reiöubúnir til að fallast á þann ráðahag. A fundinum i nótt gerðist svo það, að prentarar gerðu kröfu til em- bættis prófarkalesara. Þeir héldu þeim kröfum sinum þó ekki til streitu að þessu sinni. Loks má geta þess, að prentarar eru farnir að horfa til hugsanlegra breytinga á prentað- ferðum, en eins og fram hefur komið i fréttum, er mikið farið að nota tölvutækni i þeirra stað viða erlendis og hefur slikt færzt all- verulega i vöxt á allra siðustu ár- um — og kostað margan prentar- ann atvinnuna. Þó að enn kunni að vera nokkuð mörg ár þar til þessi tækni fer að ryðja sér til rúms hérlendis, eru prentarar farnir að tryggja það, aö þeir komi til með að sitja að tölvu- stjórninni, en ekki lægra launaðar stéttir eins og þekkist sums staðar erlendis, þar sem þessari tækni er beitt. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.