Vísir - 25.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 25.06.1975, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 25. júni 1975. 3 Eftir að þjófar höfðu stolið hundrað krónum af hverjum Kópavogsbúa: „Nœtur- vörzlu verður nú komið upp" - segir bœjarstjórn Kópavogs Bæjarstjórnin í Kópa- vogi hélt í gær með sér fund/ þar sem samþykkt var að koma tafarlaust upp næturvörzlu i félags- heimiiinu i Kópavogi. Næturvörður var þvi í húsinu í nótt, einni nóttu of seint/ því að nóttina áður höfðu innbrotsþjóf- ar haft þar nær 1,5 mill- jónir upp úr krafsinu. Skúringarkona, sem mætti fyrst til vinnu sinnar i gærmorg- un, varð innbrotsins vör er hún sá að rúður i hurðum að bæjar- skrifstofunni og afgreiðslusal höfðu verið brotnar. Hún hafði samband við lög- regluna og i allan gærmorgun má segja, að lögreglan hafi verið að rannsaka vettvanginn. Skömmu eftir að lögreglan kom, mættu aðrir starfsmenn á staðinn, meðal annars bæjar- gjaldkerinn, sem ætlaði varla að trúa sinum eigin eyrum, er hann heyrði, að upphæð sem nemur sem svarar hundrað krónum á hvert mannsbarn i Kópavoginum, hefði verið stol- ið. Þjófarnir höfðu fyrst reynt að komast inn um aðaldyrnar á neðstuhæð félagsheimilisins, en bæjarskrifstofurnar eru á efstu hæðinni. Ekki tókst þeim að Guðbjörg Kristjánsdóttir skrif- stofustúlka á bæjarskrifstofu Kópavogs fann óvæntan hiut I ruslakörfunni hjá sér I gær- morgun. Ljósm. Jim. vinna sig i gegnum þær dyr og fóru þvi upp stillansa á norður- hlið hússins og inn um glugga á stigagangi. Þaðan lá leiðin beina leið upp stigana og að hurð bæjarskrif- stofanna. Þar brutu þjófarnir tvöfalda rúðu i hurð og skriðu i gegnum hana, án þess að opna hana. Þar inn af réðust þeir til at- lögu við stóra vængjahurð að af- greiðslusal bæjarskrifstofanna og brutu þær af stöfum. Beint var haldið að stórum eldtraust- um skjalaskáp, er stendur fyrir enda salarins. Reynt var með tækjum að rífa hann og brjóta upp á hliðunum, en án árangurs. Þá var ráðizt til atlögu við sjálfa eldtraustu járnhurðina og tókst að lokum að spenna hana upp. Þá var haldið inn i geymsluna og beint að stórum trékassa með skattheimtum dagsins i. Þaðan tóku þjófarnir svo með sér 5000 og 1000 krónu seðla að upphæð nær 1,5 miljónir króna. Hundrað krónu seðla, ávisananir og önnur fémæti skildu þjófarnir eftir, þótt tugir þúsunda hefðu þarna legið i hundrað krónu seðlunum. „Vissulega er þetta mikið tjón fyrir okkur”, sagði bæjarritar- inn Jón Guðlaugur Magnússon. ,,En mun meira hefði tjónið getað orðið, hefðu þeir kveikt i spjaldskránum eða ruglað þeim”. Bæjarskrifstofan I Kópavogi var opin samkvæmt venju i gær og varð að ávisa peningum til þeirra, sem áttu fé hjá bænum. Er Guðbjörg Kristjánsdóttir, skrifstofustúlka á bæjarskrif- stofunum, sem á skrifborð sitt rétt við skjalageymsluna, kom til vinnu i gær, fann hún miklar klippur i ruslafötunni sinni. Þarna var greinilega komið verkfæri frá innbrotsþjófunum. Á staðnum fundust einnig bogin skrúfjárn, og siðdegis i gær fann Viðar Bjarnason, sem vinnur hjá bæjarskrifstofunum, mikið kúbein i lyftugangi á neðstu hæð hússins. Ekki er fullljóst, hvort það heíurverið notað til innbrotsins. —JB LAXVEIÐI GÓÐ í NET TREG Á STÖNG „Laxveiðin I net hérna I Hvitá hefur gengið nokkuð vel og lax- inn verið óvenju vænn, þetta 10-14 pund. Vanalega er hann 8-12 pund,” sagði Kristján bóndi Fjeidsted I Ferjukoti I Borgar- firði i viðtali við VIsi i gær. Hann sagði að heldur væri hann tregur i bergvatnsám I Borgarfirði. I þeim væri litið vatn og kuldinn úndanfarið hefði haft sin áhrif. Hins vegar væri mikill lax genginn bæði i Norðurár og Þverá, einna minnst i Grimsá, en laxinn væri stór. Nú er að hlýna og þá bráðnar snjórinn i fjöllunum, sem enn er mikill. Arnar vaxa og Kristján spáði aukinni veiði. Með stækk- andi straumi, sem byrjar seinnipartinn i vikunni kæmi smálaxinn lika I árnar. — EVI — Jón Guðlaugur Magnússon, bæjarritari, við skjalageymsluna á skrifstofu Kópavogsbæjar. Hurftin haffti verið flutt I viðgerð. Efst I horninu eru klippur, sem fundust á skrifstofunni um morguninn og til vinstri eru skemmdirnar, sem þjófarnir unnu á hurðarskránni á skápnum. Pilan sýnir, hvar þjófarnir reyndu að brjóta upp hlið skápsins, áður en þeir lögftu til atlögu við hurðina. Ljósm. Jim. Minigolf hefur ekki mikið verið spilað hérlendis hingaft til, enda lltið um aðstöðu til slikrar iðkunar. Strákarnir Ævar og Sigurjón vissu varla hvernig halda ætti á pútturunum en voru mjög spenntir að til- einka sér kúnstina. Valbjörn Þorláksson segir til. LOKSINS AFTUR MINI- GOLF í REYKJAVÍK undir þaki ó Skólavörðuholti „Minigolf hefur lengi vantað hérna. Strákarnir i sportinu eru alveg veikir I þetta. Aðallega hef ég kynnzt þessu sporti i keppnisferðalögum erlendis,” sagði hinn þekkti iþróttamaður Valbjörn Þorláksson, sem unnið hefur við smiði og uppsetningu á minigolfbrautum undanfarna 2 mánuði. Vlsismenn náðu tali af honum I Garði hins himneska friðar á Skólavörðuholtinu, sem fær nú nafnið Minigolfgarðurinn á Skólavörðuholtinu. Valbjörn hefur sjálfur hannað og gert brautirnar. Til eru ótal afbrigði af minigolfbrautum, og eins og Valbjörn sagði: „Þaö má alltaf breyta til með þær. Aðalatriðið er að stiga fyrsta skrefið.” Brautirnar eru alls 12. Að visu er minigolf ekki alveg óþekkt fyrirbrigði hér I Reykja- vik. Fyrir allmörgum árum var slikt golf spilað i Hljómskála- garðinum. Sá munur er á nú, að I Minigolfgarðinum er sport- maðurinn varinn fyrir regni og vindum. Sennilega veröur garðurinn opnaður um helgina. Hver um- ferð kostar 100 kr. fyrir börn og 150 kr. fyrir fullorðna. Leikin verða létt lög á grammófón og gosdrykkir og sælgæti verða á boðstólum. Opið er frá 11 á morgnana til II á kvöldin. — EVI — Valbjörn Þorláksson, hinn þekkti iþróttamaður, hefur nú riðið á vaðið og ætlar að opna fyrsta minigolfgarðinn um helg- ina. Ljósm. Bj.Bj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.