Vísir - 01.07.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 01.07.1975, Blaðsíða 9
8 Visir. Þriðjudagur 1. júli 1975. Visir. Þriðjudagur HH HHHHflHy^ÆÉF flf ÆSff' ;- - Z'2Í;-. Þróttarar lögðu Blikana að velli Fyrsti tapleikur Breiðabliks í 2. deild í ár, þegar Þróttur sigraði 2:1 í spennandi leik á Þróttarvellinum í gœrkvöldi trtlitið var orðið dökkt hjá Sel- fyssingum ileiknum viðÁrmann i 2. deildinni á Selfossi i gærkvöldi — Ármann var einu marki yfir og aðeins nokkrar mfnútur eftir af leiknum og Selfossliðið alveg að brotna. En þá tók hinn skeleggi for- maður knattspyrnudeildar Sel- foss, Bjöm Gislason, til sinna ráða. Hanngekk á bilaröðina, þar sem áhorfendur sátu með nefin klesst að riiðunum — og fékk þá til að koma út og hvetja sína menn til dáða. Hvatningarhróp þeirra virkuðu eins og vitaminssprauta á Sel- fossliðið. Það tók öll völd á vellin- um — og rétt fyrir leikslok þökk- uðu leikmennirnir áhorfendunum aöstoðina með góðu upphlaupi, sem endaði með þvi, að Guðjón Arngrimsson sendi boltann i netið hjá Ármenningum með þmmu- skoti frá vitateig. Ekki vannst Selfyssingunum timi til að skora annað mark, en það hefðu þeir trúlega gert, ef leikurinn hefði verið lengri, slikur var hamurinn, sem þeir voru komnir i. Þeir urðu þvi að láta sér nægja að deila stigunum með Ar- menningum, sem þökkuðu sinum sæla fyrir, að áhorfendurnir yfir- gáfu ekki sina heittelskuðu bila fyrr i leiknum. Selfyssingarnir léku undan vindi f fyrri hálfleik, en uppskáru ekki neitt þvi að Ármannsvörnin barðist eins og ljón og fremri hluti liðsins setti allt á annan endann hjá Selfyssingum hvað eftir ann- að. Sérstaklega var landsliðs- maðurinn i handknattleik, Viggó Sigurösson, þeim hættulegur, og átti Gylfi Þ. Gislason, sem þarna lék sinn 100. meistaraflokksleik með Selfossliðinu oft i miklum vandræðum með hann. Þegar siðari hálfleikurinn hófst óttuðust Selfyssingarnir, að Ar- menningarnir yrðu enn erfiðari viðfangs undan vindinum. En sú varð ekki raunin. Það voru heimamenn, sem sóttu nær lát- laust, en tókst ekki að sköra. Ar- menningarnir voru fyrri til — Eiður Guðjohnsen skoraði eftir fyrirgjöf...hitti ójöfnu á vellin- um og boltinn hoppaði yfir sitj- andi markvörð Selfyssinga. Þessu marki mótmæltu Sel- fyssingar kröftuglega, þar sem linuvörðurinn hafði veifað á rang- stöðu, en dómarinn taldi að sá maður hefði engin áhrif haft á leikinn, og lét markið standa. Það stóð lika eitt þar til á siðustu minútunni, að Selfyssingar jöfn- uðu og náðu þar með öðru stiginu. —klp- ,,Ég get ekki verið annað en ánægður með þessi úrslit. Við sigruðum og strákarnir léku ágætan fótbolta i fyrri hálfleikn- um a.m.k.’,’sagðiSölvi óskarsson þjálfari Þróttar og fyrrum þjálf- ari Breiðabliks eftir 2:1 sigur Þróttar yfir Breiðablik á Þróttar- vellinum i gærkvöldi. Þessi leikur — og úrslitin á Sel- fossi — opnuðu 2. deildina aftur upp á gátt, en ef Breiðablik hefði sigrað i þessum leik, má segja, að fátt hefði getað komið i veg fyrir sigur Kópavogspiltanna i deild- inni. Þeir voru heldur ekki langt frá þvi að ná a.m.k. i annað stigið i seinni hálfleik, en þá sóttu þeir án afláts og sköpuðu sér mörg hættu- leg tækifæri. Tvivegis áttu þeir skalla i þverslá og stöng og einu sinni bjargaði Gunnar glimumað- ur Ingvarsson á linu fyrir Þrótt. Norðmetm töpuðu 3:1 fyrír Svíum En nœsta viðfangsefnl þeirra íslendingar er Norska landsliðið i knattspyrnu — svo til sama lið og á að mæta islendingum á Laugardalsvellin- um á mánudagskvöldið — tapaði fyrir Svium i 3. riðli Evrópu- keppninnar i Stokkhólmi i gær- kvöldi. Skoruðu Sviar 3 mörk I leiknum en Norðmenn 1. Þetta eina mark þeirra gerði nýliðinn i liðinu, Erik Just Olsson, á 10. minútu siðari hálfleiks eftir mistök i sænsku vörninni. 1 fyrri hálfleik skoraði Thomas Nordahl fyrir Svia, og hann var aftur á ferðinni 90 sekúndum eftir að Norðmenn höfðu skorað sitt mark. Ove Grahn innsiglaði siðan sigurinn með marki úr vita- spyrnu þegar 25 minútur voru eft- ir af leiknum. Sviar voru með marga af at- vinnumönnum sinum i liðinu i þessum leik — þó ekki alla þá beztu — og má þvi kannski segja að útkoman hjá Norðmönnum hafi ekki verið sem verst, og verða þeir sjálfsagt erfiðir við- fangs á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. En um það ætti landsliðsþjálf- arinnokkar, Tony Knapp, að geta dæmt, en hann fór utan til að horfa á leikinn og afla sér upplýs- inga um norsku leikmennina. Staðan i 3. riðli Evrópukeppn- innar eftir þennan leik er þessi: Júgóslavia Norður-trland Sviþjóð Noregur 4 3 0 1 8:4 6 3 2 0 1 4:2 4 3 1 0 2 4:5 2 4103 5:10 2 —klp— Þeir byrjuðu lika vel i leiknum — eftir 30 sekúndur átti Ólafur Friðriksson skalla i þverslá — og siðan kom annað tækifæri rétt á eftir. En það voru Þróttararnir sem skoruðu fyrsta markið. örn Bragason kom boltanum i netið — framhjá varamarkverði Blik- anna, sem höfðu sett sinn aðal- markvörð, Ólaf Hákonarson, út úr liðinu I þessum leik eftir „ævintýrin” i tveim siðustu leikj- um. Þróttararnir bættu öðru mark- inu við skömmu siðar — Stefán Stefánsson sá um það — og að flestra áliti á ólöglegan hátt, eða með hendinni. Sögðu sumir að hann hefði „axlað” boltann inn. Þannig var staðan i hálfleik og þannig hélzt hún þar til rétt fyrir leikslok, að Magnús Steinþórsson, bakvörður var settur inn á — og i framlinuna — skoraði með þvi að „pota” boltanum fram hjá Jóni markverði Þróttar. Blikarnir sóttu nær allan siðari hálfleikinn, en léku of þröngt og reyndu varla markskot fyrr en þeir voru komnir inn að marklinu og þá var það of seint. Þróttar- arnir áttu aðeins eitt umtalsvert tækifæri i þessum hálfleik — skot i stöng — en annars voru þeir mest i vörn og veitti ekki af. Mikið fjör var á vellinum, og þá ekki siður fyriraftan mark Þrótt- ar, þar sem ungur Breiðabliksað- dáandi hamaðist við að koma boltanum strax i leik, ef hann fór aftur fyrir, og gaf sig ekki þótt margir Þróttarar væru i vegi hans. Var af þessu mikil skemmt- un fyrir áhorfendur, sem voru margir á þessum mikilvæga leik. —klp— tslenzka landsliðið i sundi, sem tekur þátt i 8 landakeppninni I Palma á Mallorka. Sitjandi frá vinstri: Sonja Heiðarsdóttir, Hrefna Rúnars- dóttir, Bára ólafsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Vilborg Sverrisdóttir, Þórunn Alfreðsdóttir og Elinborg Gunnarsdóttir. Standandi frá vinstri: Irmy Toft fararstjóri, Bjarni Björnsson, Guðmundur ólafsson, Sigurö- ur ólafsson, Guðmundur Gisiason þjálfari, Árni Eyþórsson, Brynjólfur Björnsson og Axel Alfreðsson. Ljósmynd Bj. Bj. Þróttararnir þjörmuðu oft að Sveini Skúlasyni, markverði Breiöabliks, I leiknum I gærkvöldi, eins og sjá má á þessari mynd. t slðari hálfleik snerist þetta við — þá var það Þróttar-markvörðurinn sem fékk aö taka á honum stóra sinum hvað eftir annað. Ljósmynd Bj. Bj. Verðum við í 8. sœtí í 8 kmda keppmnni? Möguleikar íslands í sundmótinu á Mallorka ekki taldir miklir „Við búumst ekki við að verða I fremstu röð i þessu móti, og ef að likum lætur verður okkar barátta fólgin i þvi að halda okkur frá botnsætinu”, sagði Torfi Tómas- son formaður Sundsambands is- lands, er við spurðum hann um möguleika islenzka sundlands- liðsins I átta landakeppninni, sem fra»n fer i Palma á Mallorka á morgu.n og fimmtudaginn. Liðið hélt utan á sunnudags- morguninn, en i þvi eru sjö stúlk- ur og sex piltar. Auk Islands taka þátt i þessari keppni Spánn, Nor- egur, Skotland, Sviss, Belgía Wales og ísrael. Þetta er I fjórða sinn, sem ísland er með i þessari keppni, en fyrsta liðið, sem fór utan, var árið 1972, er keppnin var háð i Skotlandi. Næsta ár verður mótið haldið i Wales, en 1977 er búizt við að það fari fram hér á landi. Fimm ný- liðar eru I islenzka liðinu i þessari ferð: Sonja Heiðarsdóttir, Hrefna Rúnarsdóttir, Elinborg Gunnars- dóttir, Bjarni Björnsson og Brynjólfur Björnsson. Næsta sundmót erlendis, sem tsland tekur þátt i, verður Norðurlandamótið i Ábu i Finn- landi siðar i sumar. Þar verður um leið haldið Norðurlandaþing og ákvörðun tekin þar um hvort unglingameistaramót Norður- landa verði haldið hér á landi næsta ár. — klp— Formaðurim dreif ak út úr bílunum og þá kom markið Sjáöu þá, leika eins og skóla- -—drengir! hálfleiknum isteikjandihita —tæplega fjörutfu stigum á Celcius — I Kuala Lumpur I nótt (3.30 Isl. timi) lék heimsmeist- arinn Muhammad Ali sér að Evrópu- meistaranum Joe Bugner f titilleik. Sigraði á stigum f 15 lotum og voru yfirburðir hins 34ra ára Ali svo mikl- ir, að brezki risinn vann aðeins eina lotu að áliti dómaranna. AIi hins veg- ar tiu, en fjórar voru jafnar. Stig 73 fyrir Ali — 65 hjá Bugner. Það var kl. 9.30 að staðartima, sem kapparnir hófu keppni sina og þessi „óguðlegi” timi var valinn vegna sjónvarpssendinga til Bandarikj- anna — kvöld þar þá. Aðstæður voru Ali mjögihag— hitinneins og i gufu- baði — og brezki jötunninn,sem fædd- ur er i Ungverjalandi, réð ekkert við tækni Ali og hitann. Það var litið jafnræði i leiknum — dómarar sem áhorfendur algjörlega sammála um yfirburði meistarans mikla Ali — mesta hnefaleikara allra tima. Ali varlátlausog prúður — enda hlýtt til Joe, sem hann hefur áður sigrað á stigum (i Las Vegas) og eftir þann leik spáði hann Bretanum heims- meistaratitli siðar. Eftir leikinn i nótt tilkynnti Ali, sem þarna varði titil sinn i 3ja sinn með heiðri Þeir léku sér fyrir leikinn — Bugner og Ali — en I nótt var Ali meistarinn mikli. nef Bein vinstri Bugners I lokalotunni — þeirri fimmtándu—i Kuala Lumpur f nótt. Radiómynd frá AP (Wepner og Lyle), að hann mundi keppa við gamla heimsmeistarann Joe Frazier á Merdeka leikvangin- um i Manila eftir um það bil 10 vikur. Þessi fimmtugasti leikur Alis sem atvinnumanns i hnefaleikum er einn hinn léttasti á litrikum ferli hans, þó ekki tækist honum að slá hinn 105 kg keppinaut sinn niður. En hann var aldrei truflaður af höggum Bretans — dansaði i kringum hann og lék sér að honum. í fyrstu lotunni byrjaði Ali að verjast höggum Bugn- ers — kom siðan húkki á enni Bugn- ers og skellti honum út i kaðlana. Vinstri, hægri, vinstri, hægri á stór- an skrokk Bretans. A milli beindi hann beinni vinstri á nef Bugners. Sjá mynd af keppninni hér á siðunni. Þannig gengu flestar loturnar — algjör óþarfi að lýsa hverri fyrir sig. önnur þeirra var þó talin jöfn. Ali vann næstu fjórar. Sjötta jöfn —■ þá 3 til Ali og siðan kom að þeirri ti- undu — einu lotunni, sem Bugner vann. Þá kom hann skyndilega út úr skel sinni og höggdrifa reið á Ali. Eitt þeirra lenti illyrmislega i maga Alis — hann greip utan um Bugner. Það var glima — og dómarinn dreif þá i sundur. Var Bugner, niu árum yngri, að ná sér á strik? Gat úthaldið bjargað honum? — Von um stund meðal brezkra áhorfenda og ellefta lotan jöfn. Einnig sú tólfta — og jafn- vel að áliti sumra, heldur Bugner i hag. En i þeirri 13. tók Ali af allan vafa —hann gat ráðið gangi leiksins, en hraðinn var miklu minni en i byrj- un i „gufubaðinu” i Kuala Lumpur. Lota Alis — sú fjórtánda jöfn og i lokalotunni kom Ali dansandi á tán- um I slaginn — hringsnerist i kring- um keppinautinn svona til að sýna hvers úthaldið væri. En Bugner var enn sterkur —kom Ali út i kaðlana — reyndi allt sem hann gat til að hnekkja á honum, aðeins rothögg gilti. En Ali kom sér undan — náði siðan Bugner út i horn og sigurinn var hans. „Ali var hreint frábær — úthaldið stórkostlegt”, sagði Bugner strax eftirleikinn „og ég mun halda áfram að berjast þó ég hafi tapað þessum leik”. Eftir leikinn var Ali ekki i neinum hugleiðingum um að hætta. Hann sagði. „Næst er það Joe Frazier —-sfðan George Foreman og Ken Norton til að taka af allan vafa hver er beztur”. Tek jur keppenda af keppninni hafa enn ekki verið gefnar upp, en þær skipta milljónum dollara — þó ekki nái Ali þeim tekjum, sem hann fékk fyrir leikinn við Foreman i Zaire i september, þegar hann vann heims- meistaratitilinn á ný. —hsim. Staðan i 2. deild eftir leikina i gærkvöldi: Þróttur — Breiðablik 2:1 Selfoss — Armann 1:1 2. deildin opin í báða enda báða enda, og ekki gott að segja, hvaða lið fer með sigur af hólmi eða hvaða lið lendir á botninum. —klp— VB og Víðir mœtast í kvöld Færeyska liðið VB, sem hér er i heimsókn, leikur i kvöld annan leik sinn i Islandsferðinni og mæt- ir þá Viði á grasvellinum i Garði. Hefst leikurinn kl. 20,30. Breiðablik Þróttur Selfoss Ármann Haukar Völsungur Reynir Á Vikingur Ó Eins og á þessari upptalingu má sjá, er deildin enn galopin i Mörg landsmet í míluhlaupi Mikið metaregn var I miluhlaupi á Stokkhóimsleikvanginum I gær — Johnny Walker, Nýja-Sjálandi, sigr- aði á 3:52.24 min, aðeins 1.2 sek. frá heimsmeti Bayi. Marty Liquari, USA, varð annar á 3:53.39 min. og Rod Dixon, N-Sjálandi, 3ji á 3:53.62 mln. Þá kom þýzkur hlaupari á nýju vestur-þýzku meti — Anders Gjæderud á sænsku meti og Tom Hansen á dönsku meti, en timana höfum við þvf miður ekki. Clement varð sjöundi á brezku meti, 3:55.0 min. Frábær árangur náðist á mótinu. Alan Pascoe náði bezta tima ársins i 400 m grindahlaupi 48.58 sek. og sigraði Jim Bolding, USA, 48.61 sek. og Olympiumeistarann John Akii- Bua, Uganda-, 49.09 sek. EM-meist- arinn júgóslavneski Susanj náði bezta tima ársins i 800 m 1:45.23 og sigraði Rick Wohlhuter, USA, 1:45.61 min. Frank Shorter, USA, hljóp li km á 27:51.74 min. en Bill Scott Astraliu, varð annar á 28:00.39 min Terry Albritton, USA, varpaði kúlt 20.28 m. og Geoff Capes, Bretlandi 20.26 m. —hsim Ali enn meistarinn mikli — lék sér að Joe Bugner! — Sigraði í 10 lotum af 15 í Kuala Lumpur í nótt — fjórar jafnar — og œtlar að keppa við Joe Frazier eftir 10 vikur Evrópumeistararnir skora strax, leik- menn Spörtu óákveðnir... King Fealurca Syndicale. Inc., 1973. World righli reierved.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.