Vísir - 01.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 01.07.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Þriðjudagur 1. júli 1975. 5 MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: Óli Tynes Skyndilega dró hann upp byssu og hóf skothrfð Líbaninn, sem skotinn var til bana ásamt tveim mönnum úr gagnnjósna- deild frönsku leyniþjón- ustunnar síðastliðinn föstudag, var foringi nýrra hryðjuverkasam- taka Araba, sem ekki hafa áður séð dagsins Ijós. Franska lögreglan segir, að hann hafi stofn- að samtök, sem kölluð eru „Vopnuð barátta Araba". Fylgismenn foringjans i Bei- rut i Libanon, hafa staðfest þetta. Þriðji leyniþjónustumað- urinn, sem særðist i skotbar- daganum, hefur nú gefið skýrslu um málið. Libaninn, Michel Mourkabel, fylgdi Frökkunum þrem tií ibúðar, sem hann sagði einn samstarfs- manna sinna hafa á leigu. Þegar þangað kom stóð yfir samkvæmi og þar hittu þeir meðal annars fyrir Carlos þann, sem nú er leitað um allt Frakk- land. beir sögðu honum, að þeir hefðu óyggjandi sannanir fyrir þvi, að hann tilheyrði hryðju- verkasamtökunum og að hann væri handtekinn. Carlos var i fyrstu hinn þægi- legasti og virtist ætla að koma með þeim. En skyndilega dró hann upp byssu og hóf skothrið á leyniþjónustumennina. Tveir féllu dauðir, en sá þriðji særðist sem fyrr segir. Hann kveðst hafa séð, að þegar þeir leyniþjónustumenn- irnir lágu allir i valnum, hafi Carlos skotið Mourkabel til bana. Dularfullur fjöldaflótti um hóbjartan sunnudaginn Vandræöaleg þögn ríkir um flótta 99 fyrrverandi starfsmanna portúgölsku öryggislögreglunnar, sem flýðu úr nýjasta fangelsi landsins siðastliöinn sunnudag. Þeir gengu út úr fangeisinu um hábjartan dag og 69 þeirra leika enn lausum hala. Oryggislögrsglan var leyst upp 'og fjölmargir starfsmenn hennar fangelsaðir fyrir ýmis afbrot, fyrir nokkru. Um 150 hermenn leita flóttamannanna i grennd við fangelsið og óbreyttir borgarar aðstoða þá. Jafnframt eru ætt- ingjar margra fanganna á ferð- inni i von um að finna þá á undan hernum. Fangelsið, sem þessir menn voru i, er sagt hið öruggasta i Portúgal, og telja ýmsir, að eitt- hvað sé gruggugt við rekstur þess, fyrst svona fjöldaflótti var mögulegur að degi til. Ýmsir þeirra, sem hafa náðst aftur. höfðu sin eigin persónuskilriki á sér, en þau áttu að vera i gæzlu yfirmanns fangelsisins. Surnir þeirra höfðu lika á sér peninga. *S?'VS34 Í • ' ' •’ Hryllingsmyndin „Jav/s", sem á íslenzku mætti kalla „hákarls- kjaftur", hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet í Bandarikjunum. Myndin fjallar um risastóran há- karl, sem tekur upp á þeim ósóma að fara að gæða sér á baðstrandar- gestum litils þorps í Bandarík junum. Fyrirmenn staðarins óttast, að ferðamenn hætti að koma þangað, ef þetta vitnast, og upphefst mikið samvizkustrið auk stríðs við ófétið. Myndin er sýnd i kvikmyndahús- um um öll Bandaríkin og á fyrstu vikunni komu 14 milljónir dollara í að- gangseyri, eða 2 milljónir á dag. Fyrra metið átti „Guðfaðirinn", en það var aðeins ein lítil milljón á dag. 2 flugstjórar vöruðu við fleiri lendingum Tvær flugvélar tilkynntu um mikil vindaskil á Kenn- edyf lugvelli, nokkrum mínútum áður en Eastern Airlines þotan fórst þar með 112 manns síðastliðinn þriðjudag. önnur þeirra lenti að vísu, en flugstjór- inn ráðlagði, að umferð- inni yrði beint á aðra braut. Hin sneri frá til ann- ars flugvallar. Segulbandsspólur úr flugturn- inum hafa sannað, að um tveim minútum áður en Eastern þotan fórst, var henni tilkynnt um þetta. Óþekkt rödd svaraði „okaý” en turninn fékk ekkert frekara svar við beiðni um, að Eastern þotan staðfesti móttöku. Vindaskil myndast, þegar tveir loftstraumar liggja i gagnstæða átt. Þá geta orðið geysisnöggar og snarpar breytingar á vindátt. Þetta veðrafyrirbrigði er ekki óalgengt i þrumuveðrum. Þrum- ur og eldingar voru, þegar þotan fórst. Kommar hrella Kommúnistar i Laos hafa yfirtekið enn eina af byggingum, sem heyra undir bandaríska sendi- ráðið þar í landi. Þeir hafa ennfremur takmarkað enn meira athafnafrelsi þeirra 22 Bandarikjamanna, sem þar eru eftir. Áður en kommúnistar tóku völdin, voru um þúsund starfs- menn á vegum sendiráðs- ins og ýmissa menningar- og hjálparstofnana. Talsmaður sendiráðsins sagði, að þeir væru orðnir mjög þreyttir á ofsóknum undanfarnar vikur, en óttuðust þó ekki beinlinis um öryggi sitt. Kommúnistar hafa einnig hafið ofsóknir á hendur fyrirtækjum i Laos, sem hafa skipt við banda- risk fyrirtæki. Eru stjórnendur þeirra og starfsmenn auðmýktir á ýmsan hátt. Talsmaður stúdentasamtaka i Laos sagði fréttamönnum. að slit- ið yrði stjórnmálasambandi við Bandarikin, nema þau greiddu striðsskaðabætur. Kvennaráðstefnu að Ijúka Kvennaráðstefnunni í Mexíkó er nú að Ijúka. Meðal þeirra sem heim- sóttu hana var Margo St. James, formaður samtaka götudrósa í San Fransisco. Hún kom þangað til að fá aðstoð í baráttu við lög- regluna sem hún segir of- sækja sig og starfssystur sínar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.