Tíminn - 01.09.1966, Síða 7

Tíminn - 01.09.1966, Síða 7
FBSM'RTDAGUR 1. sentember 1966 Nýtt altaris- klæði í Helga- KBG-StykTvisfe'ólwi. Sl. sunntsdag, 21. ágúst fór fram hátíðaguSsþjónusta í Helga- fellsjórkju í Helgafellssveit. Var þá vígt nýtt altarisklæði og nýr hátíðaliökuli, sem kirkjunni hafði verið gefið. Mikill mannfjöldi var saman kominn við guðsþjónustuna eins og komizt gat í kirkjuna. Kirkjukór Stykkishólmskirkju söng við athöfnina. Orgelleikari var Víkingur Jóhannsson. Þessi ágæta gjöf, sem gefin var Helgafellskirkju, er til minningar um Kristin Ágúst Sigurðsson, Hringbraut 74 í Reykjavík. Krist- inn var fæddur í Stykkishólmt 20. ágúst 1898 og alinn upp í Helga- fellssveit. Hanh andaðist 1. janú- ar 1964. Gjöf þessi er einnig til minningar um foreldra Kristins, þau Kristínu Guðmundsdóttur og Sigurð Hannesson og einnig til minningar um fósturforeldra Krist ins, Matthildi Hannesdóttur og Guðmund Magnússon, sem bjuggu fyrst á Þingvöllum í Helgafells- sveit og síðar í Stykkishólmi. Sóknarpresturinn, síra Hjalti Framhald á bls. 13. Styrkur til náms í tungu Græn- Jarðýtan byrjuð að grafa fyrir grunninum. Ljósmynd Stefán Petersen Framkvæmdir við nýjan gagnfræðaskóla á Sauðárkróki f fjárlögunum fyrir árið 1966 eru veittar kr. 60.00.— til fslend- ings, er taki að sér samkv. samn- er taki að sér samkvæmt samn- ingi við menntamálaráðuneytið að læra tungu Grænlendinga. Er hér með auglýst eftur umsóknum um styrk þennan, og skal þeim komið til menntamálaráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Pjækjartorg eigi síðar en 20. september n.k. Umsókn skulu' fylgja upplýsingar um námsferil ásamt staðfestum af- ritum prófskírteina, svo og grein- argerð um ráðgerða. tilhögun græn lenzkunámsins. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. ágúst 1966. SÓ-Sauðárkróki, þriðjudag. Þann 24. ágúst sl. voru hafnar framkvæmdir við liinn fyrirliug- aða gagnfræðaskóla á Sauðár- króki. í því tilefni kom byggingarnefnd skólans, fræðsluráð, bæjarráðs- menn og nokkrir aðrir gestir sam- an á lóð skólans. Formaður byggingarnefndar Há kon Torfason, bæjarstjóri, bauð við stadda velkomna og formaður fræðsluráðs sr. Þórir Stephensen minntist með nokkrum orðum, þessa merka áfanga í skólamálum málum bæjarins, er hafin væri bygging þessa glæsilega skólahúss, sem hér ætti að rísa. Fræðsluráð Sauðárkróks hefur unnið að undirbúningi þessa máls nú um alllangt skeið og eru nú allar teikningar tilbúnar. Miðviku daginn 17. ágúst samþykkti mennta málaráðherra fyrir sitt leyti, með bréfi til fræðslumálastjóra, bygg- ingu þessa skóla. Fyrsti áfangi sem áætlað er að byggja er að grunnfleti ca. 2.000 ferm. og 8.750 ten.m, en öll er byggingin rúmlega 4.000 ferm. og 22.500 rúmmetrar. Áætl. bygginga kostn. 1. áf. 30 millj. Skólann hafa teiknað arkitekt- arnir Stefán Jónsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson og Jörundur Páls- son. Byggingarverkfræðingur skól- Minnisvarii Guimundar Hannessonar afhiúpaiur Sunnudaginn 21. ágúst var af- hjúpaður minnisvarði Guðmundar Hannessonar prófessors í minn- ingarlundi sem honum hefur verið helgaður á fæðingarstað hans Guð- laugsstöðum í Blöndudal. Minnisvarðinn er gerður úr grá grýti, með lágmynd úr eir af Guð- mundi Hannessyni er Guðmundur Einarsson hafði gjört. Umhverfis þenna bautastein er afgirt svæði með myndarlegu hliði. Á öðrum stöplinum stendur: „Minningarlundur Guðmundar Frá þingi„Nord- isk Cancerunion // Hið árlega þing samtaka krabba meinsfélaga á Norðurlöndum „Nor disk Cancerunion", var haldið í Imatra í Finnlandi 13. — 18. ágúst sl. Þessi þing eru haldin árlega, þ.e. fimmta hvert ár í hverju landi þar sem mæta formenn og rit- arar krabbameinsfélaganna, leggja fram ársskýrslur sínar og reikn- inga og bera saman bækur sinar um hvað er efst á baugi í hverju landi. Formaður Krabbameinsfélags fslands, Bjarni Bjarnason læknir, og Halldóra Thoroddsen ritari, sátu þingið. í sambandi við þetta þing var haldinn fundur formanna krabba- meinsskráninganna á Norðurlönd um. Formaður krabbameinsskrá- ningarinnar hér, próf. Ólafur Bjarnason, mætti þar fyrir íslands hönd. Einnig var haldinn sameigin legur fundur með formönnum. fé- laganna, riturum og formönr.um krabbameinsskráninganna. Tvo síðustu dagana voru haldn- ar umræður um krabbamein i ristli. Fyrir ísland tók þátt í þeim umræðum próf. Snorri Hallgríms- son og flutti þar fyrirlestur um krabbamein í ristli á íslandi. Einnig flutti próf. Ólafur Bjarna- son fyrirlestur um “Patologisk- anatomiska synspunkter". Rúmlega 70 þátttakendur sátu mótið, sem þótti takast með af- brigðum vel, enda allur undirbún ingur og móttökur mef einstæð um myndabrag. Ferðastyrk frá „Nordisk Canc- erunion" hlaut að þessu sinni Finninn Heikki J. Miettinen lækn ir, 10 þús. sænskar krónur, en það er vani að úthluta vísinda- styrk á þessum þingum til ein- hvers vísindamanns, sem leggur stund á krabbameinsrannsóknir. Einn fslendingur hefur hlotið þe- nnan styrk, Hrafn Túliníus læknir 1963, en það þykir mikil viður- kenning og heiður að fá þennan styrk. Hannesson prófessors f. 9. sept. 1866, D. 1. okt. 1946.“ En á hinum stöplinum stendur þetta erindi. „Leitaði hugur læknaði mund athöfn er helguð . hver æfinnarystund. Páll V.G. Kolka.“ Athöfnin hófst kl. 2 eftir há- degi með því að Guðmundur Jóns- son garðyrkjumaður á Blönduósi flutti ávarp og bauð gesti val- komna, en hann hefur verið aðal forgöngumaður að þessi minnis- varði væri reistur. Að loknu er- indi hans var sungið „Starfið er margt en eitt er bræðra bandið.“ Þá flutti Páll Kolka læknir aðal- ræðu dagsins, fyrir minni Guð- j mundar Hannessonar, en Páll var j einn af nemendum hans. Var Pál! I málsnjall að vanda. Lýsti harm Guðmundi Hannessyni, sem hinum mikla lækni, og fræðara í Háskói- anum og utan hans. Lýsti fjöi- hæfni hans og miklu gáfum á ótal mörgum sviðum og talaði um hve Imiklu hann hefði áorkað bæði í 2 „íslenzk" Herbergi fyrir stúdenta í París íslenzka ríkið hefur keypt leigu- rétt að tveimur herbergjum á stúdentagarði í nágrenni Parísar til afnota fyrir íslendinga, sem þar stunda háskólanám. Umsókn- ir um vist í herbergjum þessum næsta vetur þurfa að berast menntamálaráðuneytinu, Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 30. þ.m. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 22. ágúst 1966. ræðu og riti. Að loknu máli Páls Kolks var sungið „Ó, fögur er vor fóstur jörð“. Þar næst afhjúpaði minn- isvarðann frú Anna einkadóttir Guðmundar Hannessonar. Síðan var haldið í Húnaver, en þar biðu manna veizluborð, frú Hulda Stefánsdóttir stjórnaði sam- sætinu þar. Flutti hún ræðu og minntist hinnar ágætu konu Guð- mundar Hannesson, Karólínu fs- leifsdóttur. Auk þess fluttu ræðu síra Pétur Ingjaldsson, Jón Pálma- son Akri, Dr. Bjarni Benedikrs- son forsætisráðherra, Hannes Páls son talaði í nafni ættmanna Guð- mundar Ilannessonar í Húnaþingi. |Frú Anna Guðmundsdóttir flutti I þakkir afkomenda Guðmundar jHannessonar fyrir þennan veglega I minnisvarða og heiður þann sem ,minningu föður hennar hefði ver- ið sýndur. Almennur söngur var milli ræðu haldanna og stjórnaði honum Jón Tryggvason í Ártúnum og að lok- um flutti Guðmundur Jónsson þakkir til allra er höfðu stutt að koma upp þessum minnisvarða, gat hann einkum kaupfélags Hur. vetninga, sýslunefndar Austur- Húnvatnssýslu, Húnvetningafélags ins í Reykjavík og svo hinna mörgu ættingja Guðmundar Hannessonar. í nenfd með Guðm. Jónssyni störf- uðu að þessu máli Jón fsberg, sýslumaður, Hulda Pálsdóttir hús- freyja á Höllustöðum, Lárus Björnsson bóndi Grímstungu, Jón Jónsson bóndi í Stóradal. en hann andaðist á sl. hausti. Fjölmenni mikið var við afhöfn ina, sem öll var hin virðulegasta. Sólskin og blíða var á Blönduósi og Húnaþingi, höfðu margir við- staddir það á orði „Að aldrei hefði þeir séð Blöndudal skarta eins dýr lega og þennan dag.“ Átti það vel við þegar minnst var frægasta son- ar dalsins. P.G. ans er Vilhjálmur Þorláksson. Hita vatns og frárennslislagnir sér verk- fræðiskrifstofa Guðmundar og Kristjáns um og raflagnir teikn- uðu verkfræðingarnir Jón Á. Bjarnason og Halldór J. Bjarna- son. Kom nú jarðýta og hóf að grafa fyrir grunni skólans og má óhætt að fullyrða að bæjarbúar hafi al- mennt fagnað að þetta langþráða verk var hjfið. Islendingur á lögreglu- mót í Hannover Dagana 27. ágúst til 11. sept- ember n. k. efnir Sambandslýðveldi Þýzkalands til alþjóðlegrar lögreglusýningar í Hannover. Mörg lönd hafa þegið boð um þátttöku í sýningu þessari, en tilgangur hennar er að veita upplýsingar um þróun lögreglumála í hýerju þátt- tökuríkinu fyrir sig, svo og að gera grein fyrir ört vaxandi al- þjóðlcgu samstarfi lögreglunnar. Þátttakendur á sýningunni verða ennfremur mörg þekkt fyr- irtæki, sem framleiða og verzla með lögreglubúnað og lögreglu- tæki, og munu þau haf'a ýmiskon- ar nýjungar til sýnis. Lögreglumenn frá ýmsum lönd- um munu stjórna umferð í sam- bandi við alþjóðlegu lögreglusýn- inguna, og var lögreglunni í Reykja vík boðið að senda íslenzkan iög- reglumann til þess að taka þátt í því samstarfi. Kostar sýningar- stjórnin ferðir lögreglumannsins og dvöl hans ytra. Boð þetta var þegið og fór Magnús Einarsson, varðstjóri bifhjóladeildar lögregl- unnar. nýlega áleiðis til Hannov- er, þar sem hann mun starfa með- an sýningin stendur yfir. Fréttatilkynning frá lögreglu- stjóranum í Reykjavík. DAGFARI ER KOMINN ÚT í nýútkonmu hefti af „Dagfara* málgagni samtaka hprnámsandstæí inga, er birt ávarp frá ungu fólk til íslendinga um hernámsmálin Undir það ritar ungt fólk, sen hefur „ólíkar skoðanir á ýmsun málum“ en er „sammála um, a< við viljum ekki hafa herstöðvai eða herlið í landi okkar,“ eins oj segir í upphafi ávarpsins. Auk ávarpsins er í heftinu marf víslegt efni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.