Tíminn - 01.09.1966, Blaðsíða 8
8
TÍ8VINN
FIMMTUDAGUR 1. september 1966
I. G. Þorsteinsson
ræðir við Ásgeir
Magnússon, fram-
kvæmdastjóra Sam-
vinnutrygginga, sem
er öflugasta trygg-
ingafélag landsins,
og einn af hornstein-
um samvinnuhreyf-
ingarinnar.
Vilhjálmur Þór Erlendur Elnarsson Jón Ólafsson Ásgeir Magnússon
Stórfelldar nýfungar hafa eín-
kennt 20 ára tryggíngaferil
Voldugasta tryggingarfé-
lag landsins, Samvinnu-
tryggingar, er tuttugu ára
í dag. Þótt það byrjaði i
smáum mæli jukust umsvif
Samvinnutrygginga fljótt.
Áhrifa þeirra hefur gætt
mjög í tryggingamálum.
Þær hafa komið með hvert
nýmælið á fætur öðru, eins
og bónuskerfið í bifreiða-
tryggingum og heimilis-
tryggingar. Á bak við Sam-
vinnutryggingar standa um
fjörutíu þúsund tryggjend-
ur, eða álíka margir og
skráðir útvarpseigendur.
Margar hendur hafa lagzt á
eitt um að gera Samvinnu-
tryggingar að því, sem þær
eru í dag. Um leið og þær
eru öflug brjóstvörn al-
mennings gegn skaða og á-
föllum eru þæreinn af horn
steinum samvinnuhreyfmg-
arinnar, mikils metið og
virt fyrirtæki af öllum, sem
við það skipta.
Vegna afmælisins sneri Tím-
inn sér til Ásgeirs Magnússon
ar, framkvæmdastjóra Sam-
vinnutrygginga og lagði fyrir
hann nokkrar spurningar varð
andi tryggingarstarfsemina. Við
spurðum hann fyrst hver hefði
verið ástæðan fyrir því að
Samvinnutryggingar voru stofn
aðar.
— Ástæðan er sjálfsagt sú,
sagði Ásgeir, að þegar Vilrtjálrn
úr Þór tók við forstjórn Sam
bands íslenzkra samvinnufé’.aga
á fyrstu árunum eftir siðustu
heimsstyrjöld, hafði hann haft
tryggingamál mjög á sinni
stefnuskrá sem kaupfélagsstjóri
KEA á Akureyri, og setti þar
m. a. upp sjálfstæða trygginga
deild. Mun hún sennilega vera
sú fyrsta sem stofnuð heíur
verið í kaupfélagi. Hann hafði
kynnzt sænskum trygginga-
mönnum vegna skipta sinna
við sænsk samvinnufélög. Og
hann taldi að tryggingamálin
hér á íslandi hefðu þá tekið
litlum breytingum undanfarna
áratugi og vildi endilega reyna
eitthvað nýtt. En það voru ein
mitt Svíar, sem stóðu mjög
framarlega í þessum efnum, og
þá sérstaklega sænsku sam
vinnutryggingafélögin, er
sameinuðust síðar í eina heild,
Folksam.
— Og þráðurinn hefur svo
verið tekinn upp hér?
— Já, kynnin af þessu urðu
til þess, að samþykkt var á
aðalfundi SÍS 1946 að beita
sér fyrir stofnun samvinnu-
tryggingafélags. Og Erlendur
Einarsson, sem þá var starfs
maður í Landsbankanum, var
fenginn til að veita þessu fyrir
tæki forstöðu. Síðan, fyrir til-
mæli Vilhjálms Þórs, fór hann
utan og kynnti sér þær nýju
stefnur, sem þá voru uppi í
tryggingamálum almennt hjá
samvinnufélögum, sérstaklega
í Svíþjóð og í Bretlandi.
— Samvinnutryggingar hafa
byrjað í smáum mæli, fyrst
þegar þær fóru af stað?
— Þetta byrjaði náttúrulega
smátt, eins og öll fyrirtæki. En
markmiðið var jú alltaf þetta,
eins og hjá öllum samvinnu-
tryggingarfélögum, að selja
tryggingarnar fyrir sannvirði.
Það hefur verið okkar stefna
alla tíð. Tryggingarnar byrjuðu
1. september 1946, og þá var
starfsliðið aðeins þrennt, Er-
lendur Einarsson, Benedikt
Kristjánsson, sem er enn starfs
maður trygginganna og vinnur
nú í Tjónadeild, og ein stúlka.
Og ef ég man rétt, þá voru
iðgjöldin tæpar fjórar milljón
ir fyrsta árið, en komust upp í
186 milljónir árið 1965.
— Og Samvinnutryggingar
hafa komið með nýjungar?>
— Já. þær komu strax með
nýjungar, sem féllu í mjög góð
an jarðveg hér á landi. Sérstak-
lega má þar nefna nýjungar í
bifreiðatryggingum. Eigendur
bifreiðanna áttu að fá að njóta
þess ef þeir urðu ekki valdir
að tjóni. Hér er átt við hið
svokallaða bónusfyrirkomulag,
sem Samvinnutryggingar inn-
leiddu um leið og þær byrjuðu
með bifreiðatryggingar árið
1947. Þetta fyrirkomulag hefur
gefið mjög góða raun, og nú
síðast urðu Samvinnutrygging
ar aftur í fararbroddi með að
breyta bónuskerfinu. Nú er svo
komið, að eftir fimm ára tjón
lausan akstur, eru 60% endur
greidd af iðgjaldinu.
— Er ekki um stórfelldar
endurgreiðslur að ræða fyrir
utan háan afslátt í fyrrgreind
um tilfellum?
— Jú, það er alveg rétt.
Markmiðið er jú að selja trygg-
ingarnar fyrir sannvirði. Okk
ur hefur oft verið álasað fyrir
það að við séum ekki með lægri
iðgjöld en hin félögin. En
við bygjum okkar rekstur á
því að nota sömu iðgjöldin og
hin félögin, en komi hins veg
ar í ljós, að hagnaður hafi orð
ið innan tryggingargreinar, þá
endurgreiðum við tryggingar-
tökunum þann hagnað á næsta
ári, venjulega í formi afslátt
ar frá endurnýjunariðgjaldi.
Byrjað var að endurgreiða
þennan tekjuafgang árið 1949,
og hann hefur numið til árs-
loka 1965 rúmlega sextíu og
einni milljón króna.
— Hvað eru þeir margir sem
tryggja hjá ykkur í dag?
— Eg hef nú ekki tölur um
það við hendina, en í október í
fyrra voru endurnýjuð 36 þús-
und brunatryggingarskírteini.
Það þýðir að tryggingartakarn
ir eru a.m.k. þrjátíu og sex
þúsund. Nú, náttúrulega eru
svo tryggingartakar í öðrum
greinum, sem ekki eru með í
brunatrygginguiín. Ég geri því
ráð fyrir að tryggingartakar okk
ar séu eitthvað á milli þrjátíu
og sex og fjörutíu þúsund.
— Nú er starfsemi Samvinnu
trygginga tvíþætt er það ekki?
— Það má segja það. í
rekstri hvers tryggingafélags
má segja að um tvennskonar
starfsemi sé að ræða. Annars
vegar er að selja tryggingarnar
og gera upp tjónin. Hins veg
ar er að ávaxta sjóði, sem mynd
ast alltaf í tryggingafélögum.
Hér á íslandi hefur það verið
þannig, að tryggingafélögin
hafa ávaxtað sína sjóði í út-
lánum. Minna hefur verið um
beinar fjárfestingar í fasteign
um. Og kannski sérstaklega
vegna þess, að eftirspurnin
eftir lánsfé hefur verið svo
geysilega mikil síðustu tvo ára
tugi, að svo til hver króna, sem
tryggingafélögin hafa haft af-
gangs hefur verið lánuð til
tryggingartakanna. Og hjá okk
ur í Samvinnutryggingum, hafa
þeir, sem tryggt hafa hjá okk
ur verið látnir njóta þess að
fá lán, þegar peningar hafa ver
ið fyrir hendi. Síðastliðið ár
námu heildarútlánin hjá okk
ur frá byrjun um 75,8 millj.
króna. Af þessari upphæð hafa
samvinnufélögin fengið um
þriðjung, sem eru bein lán til
þeirra. Auk þess hefur sam-
vinnufélögum verið lánað þann
ig, að keypt hafa verið af þeim
ríkistryggð skuldabréf, þar sem
þau hafa verið að byggja fisk
vinnslustöðvar, frystihús eða
fiskimjölsverksmiðjur. Við
flokkum þau lán öðruvisi. En
þegar ég tala um að þau hafi
fengið þriðjung lána, þá
er ég að tala um fé, sem veitt
hefur verið beint inn í sam-
vinnuhreyfinguna gegn veðum.
Þá má .segja að bæjar- og sveit-
arfélög hafi notlð mjög góðs
af þessu, þau bæjar- og sveitar
félög, sem hafa samning við
okkur um skyldutryggingu á
brunatryggingingum húsa. Við
höfum lánað þeim um tólf,
fjórtán milljónir vegna þeirra
framkvæmda, sem þau hafa
staðið í Þessi lán hafa fyrst og
fremst farið i vatnsveiturí í
skólabyggingar' og þá aðallega
heimavistarskóla og i félags
heimili Auk fvrrgreinds hafa
útlán okkar gengið mikið til
einstaklinga í sambandi við
húsbyggingar, þó aðallega í
formi þess að keypt eru ríkis
tryggð skuldabréf.
En fyrst við erum að tala um
útlánin, þá vil ég aðeins minn
ast á það, að árið 1964 voru
sett lög um útlán vátryggingar-
félaganna. Nú er svo komið að
við megum ekki lána nema eft
ir ákveðnum reglum, og svo
annað, að ef skaðatryggingar
félögin, þ.e.a.s. önnur trygginga
félög en endurtryggingafélög-
in, lána fé, þá kostar hver króna
sem við lánum þrjátlu og þrjá
aura, sem renna í húsnæðis-
málakerfið. Og þar er þetta fé
bundið til tuttugu og fimm
ára með 4% vöxtum, — að
vísu með vísitölu. Þetta þýðir,
að ef við lánum einhverjum
manni í dag sjötíu og fimm
þúsund krónur, kannski ekki
nema til tveggja ára, þá verð
um við að láta húsnæðismála
kerfið fá tuttugu og fimm þús
und krónur til tuttugu og fimm
ára.
— Nú skilst mér að bifreiða
tryggingafélögin hafi fengið
að kenna mjög á þeirri tjóna
aukningu, sem samfara hefur
orðið aukinni bifreiðaeign I.aods
manna.^Er þessi vandi að liða
hjá?
— Ábyrgðartryggingar bif-
reiða 1963 og 1964, sem voru
erfiðustu árin, kostuðu hjá
Samvinnutryggingum, hvort
þetta ár, fimm milljónir króna
í tap. Árið 1965 varð hins veg
ar mikið betra, þannig að end
arnir náðu saman. Og miðað
við fyrstu sex mánuði þessa
árs, þá virðist mér að tjónun
um hafi fækkað að tölu til þrátt
fyrir aukinn bílafjölda og auk
þess hafa tjónin verið minni.
Og þegar ég tala um minni
tjón. þá á »g fyrst og fremst
við það, að mikið minna hafi
orðið um slysatjón, eða tjón
á fólki. Árekstrar hafa jú ver
ið margir, en þar er fyrst og
fremst um að ræða skaðn. sem
verða á bifreiðunum sjálfum,
en ekki á fólkinu, sem í þeim