Tíminn - 01.09.1966, Síða 14

Tíminn - 01.09.1966, Síða 14
SAMVINNUTRYGGINGAR Framhald af bls. 1. reiðaeigendur hafa sparað á þenn an hátt. Fjórða deildin, endurtrygginga deild, bættist síðan við árið 1949. Tekur hún að sér endurtrýgging ar fyrir fjölda erlendra trygginga félaga víða um lönd. Á þennan hált hefur félagið aflað gjaldeyris tekna, sem vegið hafa nokkuö á móti gjaldeyriskostnaðinum. Frá upphafi hafa Samvinnutrygg ingar lagt á það ríka áherziu að efla svo sjóði sína, að félagiö standi sem allra tryggustum fót um. Námu sjóðir félagsins samt.als 187,8 milljónum króna í ársiok 1965. Þrátt fyrir miklar endur- greiðslur til tryggingartakanna, hafa þannig safnazt verulegir sjóð ir, sem skapað hafa grundvöil að heilbrigðara tryggingastarfi. Úr þessum sjóðum hefur félagið get að veitt mikinn fjölda lána til atvinnufyrirtækja, hreppsfélaga og 'margra annarra aðila. Námu útlánin samtals 75,8 milljónum króna um s. 1. áramót. Samkvæmt skipulagi Samvinun trygginga eru það hinir tryggðu, tryggingatakarnir, sem eiga félag ið, og fá þar af leiðandi allan tekjuafgang þess. Þannig hefur þúsundum einstaklinga og félaga verið tryggð 61 milljón króna, er endurgreiddar hafa verið frá því félagið fyrst gat endurgreitt tekiu afgang árið 1949. Samvinnutryggingar hafa barizt mjög fyrir frjálsræði í trygging um. Má í því sambandi sérstak- lega benda'á brunatryggingar húsa en barátta Samvinnutryggina fyr ir frelsi á því sviði leiddi til, beint og óbeint, að brunatryggingarið- gjöld húsa um land allt lækkuðu stórlega. Samvinnutryggingar hafa haldið uppi fræðslu- og áróðursstarfi fyr ir öryggi og slysavörnum og þann ig reynt að vekja landsmenn til meðvitundar um hvers konar slysa hættu og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir slysin. Má í þessu sam- bandi m. a. nefna útgáfustarfsemi félagsins og benda á bókina „ÖRUGGUR AKSTUR“, sem kom út árið 1951, og útgáfu blaðsins Samvinnu-TRYGGING, rit um öryggis- og tryggingamál, sem gef ið hefur verið út frá sama ári og ávallt síðan. Ökumenn hafa verið heiðraðir fyrir góðan akstur og hafa um 3500 hlotið viðurkeQningu félagsins fyrir 5 ára öruggan akst ur og' um 1000 verðlaun fyrir 10 ára öruggan akstur. Stofnaðir hafa verið klúbbarnir „Öruggur akst ur“, víðsvegar um land fyrir frum kvæði Samvinnutrygginga, en þess ir klúbbar hafa það markmið að auka umferðaröryggi, fyrst og fremst í heimahögum, og almennt í samráði við aðra aðila. Forráðamönnum Samvinnutrygg inga hefur frá upphafi verið það ljóst, að nauðsynlegt og sjálfsagt væri að fylgjast með nýjungum í tryggingámálum erlendis, svo og sníða starfsenii félagsins eftir þörf um islenzkra staðhátta á hverjum tíma. Þannig voru Samvinnutrygg ingar fyrstar allra íslenzkra trygg ingafélaga, að gefa íslenzkum heim ilum kost á heimilistijyggingu, og um síðustu áramót var tekin upp ný ökumanns- og farþegatrygging, sem var algjör nýlunda hér á landi. Jafnframt ÖF-tryggingunni var bónuskerfinu breytt, og er nú greiddur allt að 60% afsláttur af ábyrgðartryggingariðgjaldi bif reiða, ef bifreið er tjónlaus. Fyrsta starfsárið námu iðgjöld Samvinnutrygginga 3,7 milljónum króna, en árið 1965 voru iðgjöld in 186,5 milljónir. Frá upphafi hafa iðgjöldin numið 797 milljón um og endurgreiddur tekjuafgang ur 61 milljón, en hluti endurtryggj enda í iðgjöldum 323 milljónum og í tjónum 316 milljónum króna. í árslok 1964 flutti félagið alla starfsemi sína í eigið húsnæði í Ármúla 3, og var þá um leið gerð all víðtæk skipulagsbreyting á rekstrinum. í tilefni af 20 ára afmæli félags ins þann 1. sept., ákvað stjórn þess að gefa Styrktarfélagi vaii' gefinna kr. 100 þúsund. Var fjár hæð þessi áfhent formanni Styrkt arfélagsins, hr. Iljálmari Vilhjálms sýni, ráðuneytisstjóra, þann 29. ágúst. í stjórn Samvinnutrygginga eru nú: Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður, ísleifur Högnason, fram kvæmdastjóri, Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, Karvel Ög- mundsson, útgerðarmaður og Ragn ar Guðleifsson, kennari. Fram kvæmdastjóri félagsins er Ásgeir Magnússon, lögfræðingur. NITTO JAPÖNSKU NITT0 HJÓLBARDARNIR 1 flostum stærðum fyrirliggjandi f Tollvörugoymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 — Sími 30 360 Jón Grétar Siourðsson héraðsdómslöqmaSur Laugavegi 28b, II. hæð, simi 18783. 84 DAGA FASTA! Búddatrúarmannaleiðtoginn Tich Tri Quang hefur lítið verið í fréttum undanfarið, en mikla athygli vakti á sín um tíma, er hann fór í hung urverkfall til þess að mótmæla setu stjórnar Kys hershöfðingja í Saigon. Quang fastar enn — og hefur hann ekki bragaðað mat í 84 sólarhringa! Er hann orðinn máttfarinm og heilsa hans sögð í alvar legri hættu,- Myndin hér að ofan var tekin er hann hafði fastað í 80 daga. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs. Sendum um sllf land. HALLDÓR, Skólavörðustig 2. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugavegi 12 Simt 35135 og eftrr loioin slmar 34936 og 36217 SKÓR- INNLEGG Smíða Orthop-skó og tnn- legg eftir máli Hef einnig tilbúna barnaskó- með og án tnnleggs Davíð Garðarsson. Orthop-skósmiður Bergstaðastræti 48, Sími 18893. PÚSSNINGAR- SANDUR vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi. neim fluttan og blásinn 'nn Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarDtast. Sandsalan við Ellíðavog st. Elliðavogi 115, simi 30120. Útför föður okkar, tengdaföður og afa, Þorleifs Halldórssonar frá Árhrauni, fer fram næstkomandi mánudag 5. september, frá heimili hans Aust- urvegi 50, Selfossi kl. 2 e. h. Börn, tengdabörn og barnabórn. FIMMTUDAGUR 1. september 1906 BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Sfaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukið öryggi f akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðlr. Sími 17-9-84. Gúmmíbarðinn h.t, Brautarholfi 8, TREFJAPLAST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgizt með tímanum. Ef svalirnar eða þakið þarf endurnýjunar við eða ef þér eruð að byggja, þá látið okkur ann- ast um lagningu frefja- plasts eða plaststeypu 6 þðk, svalir, gólf og veggl é húsum yðar, og þér burfi? ekki að hafa áhyggjur at þvl í framtíðinni. Þorsteinn Gislason, málarameistari, sími 17-0-47. ísfirðingar, Vestfirðingar Heí opnað skóvtnnustofu að Túngötu 21. Isaflrðl Giöríð svo vej og reynlð viðskiptla Einar Högnason. skósmiður. (Hús Belgjagerðarinnar!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.