Vísir - 14.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 14.07.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Mánudagur 14. júll 1975 —156. tbl. 1849 MILLJÓNA HALLI Halli upp á 1849 milljónir króna stendur eftir, þegar fjár- veitingarnefnd Alþingis hefur nú skilaö tillögum sinum um niöurskurö á útgjöldum fjárlaga ársins 1975. Nefndin gerði tillög- ur um niðurskurð um nákvæm- lega tvo milljaröa króna. Visir hafði af þessu tilefni samband við Höskuid Jónsson, ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytisins. — Þessi halli er auðvitað á- hyggjuefni og tilefni vanga- veltna um, hvernig hægt sé að minnka hann. En hvaða leiðir farnar verða, er ekki timabært að ræða. —Ó.T. Air Viking: NÝ LEIGÐ- GAMALLI LAGT Hin nýja Boeing þota Air Viking mun vera leiguvél, en ekki eign félagsins. Þá hefur Visir fregnað, að annarri af þeim tveim Boeing þotum, sem félagið á, verði lagt. Nýja þotan er öðruvisi inn- réttuð en hinar og tekur 176 farþega.Þær eldrirúma 149. ót. Vélabúnaðurmn frá Skodaexport stórlega óvand- aður _ bls. 3 Búðir brúarvinnumanna settar upp í Kópavogi — baksíða HUNGUR- VERKFALL ÁFRAM í EYJUM isfélagið i Vestmannaeyjum hefur minnkað hækkunina i mötuneyti sinu úr 5800 krónum á mánuði niður i 3100. Starfsmenn hyggjast engu að siður halda áfram hungurverkfalli sinu og i morgun mættu aðeins 4 af starfsmönnum fyrirtækisins til að næra sig. Starfsmenn ræddu við stjórn fyrirtækisins i morgun og var þeiro þá sagt, að i april siðast- liðnum hefði vantað 72 krónur upp á að fyrirtækið slyppi slétt frá rekstri mötuneytisins, þ.e. 72krónur á hverja máltið. Eftir hækkunina núna vantaði enn 30 krónur á hverja máltið. Taldi stjórn fyrirtækisins, að með þvi að kaup hefði nú hækk- að, væri eðlilegt að hækka mat- arkostnaðinn i mötuneytinu. Til þess að jafna kostnaðinn hefur einnig verið tekið upp á að selja mat til annarra en starfsmanna og er það áhelmingi hærra verði en þeir greiða. Mánaðarkaup fólksins miðað við 40 stunda vinnuviku er nú 46.880 krónur. Af þvi á það nú að greiða 20.720 krónur á mánuði i fæði. Fyrir þetta fé eru tvær máltiðir og tveir kaffitimar á dag, en ekki morgunverður. 1 flestum tilfellum eru tekjur manna þó meiri en ab framan greinir vegna yfirvinnu. — ó.T. Muna ekki aðra eins umferðarhelgi „Aldrei flutt svona prúða farþega fyrr" segja þeir hjó afgreiðslu Akraborgarinnar ,,Það hefur aldrei verið svona mikið að gera I allri okkar sögu, eða siðan 1891, þvi þá byrjuðum við! Það hefur lika aldrei verið þetta mikið um að vera á Akra- nesi áður. Það var stanzlaus um- ferð hjá okkur frá þvi á föstudag, og siðustu ferðirnar i gær voru troðfullar.” Þetta sagði forsvarsmaður af- greiðslu Akraborgarinnar, sem við ræddum við i morgun, og hann bætti strax við: ,,Ég hef aldrei nokkurn tima. séð svona prúða farþega. Þeir voru alveg til fyrirmyndar. Það var eins og fólkið væri að koma úr • . v Kristin Björnsdóttir, UMSK, setti landsmótsmet I hástökki á Akranesi um helgina, stökk 1.57. Gamla metið átti hún sjálf, 1.50. Við segjum nánar frá landsmótinu i iþróttaopnu blaðsins I dag. Ljósm. Björn kirkju. Mest voru þetta ungling- ar, en ég man ekki eftir svona farþegum, nema þá bara i gamla daga.” Aukaferðir voru farnar alla dagana, föstudag, laugardag og sunnudag. Allsvoru farnar fjórar ferðir á föstudag og laugardag og i gær voru farnar fimm ferðir. í þremur síðustu ferðunum ofan af Akranesi var troðfullt. Allan timann voru menn lika að tinast þangað upp eftir, og nokkr- ir fóru uppeftir i gærkvöldi, ein- göngu til þess að geta verið á sið- astadansleiknum. Veðrið var lika sérlega gott, svo segja má að þetta hafi verið skemmtisigling i leiðinni. Lögreglan á Akranesi og lög- reglan i Borgarnesi hafa aðeins göðar sögur frá mótinu að segja. Umferð var mjög mikil og muna menn ekki aðra eins, en hún gekk slysalaust fyrir sig. Mjög mikil umferð var á laugardaginn, enda var gizkað á að hvorki meira né minna en 12000 til 15000 manns hefðu sótt mótið. Lögreglan á Akranesi sagði, að mótið hefði farið mjög vel fram. Nokkur ölvun var á dansleikjum, en allt gekk óhappalaust. Enn eru nokkur tjöld eftir á Akranesi, en mest var tekið niður i gær. Rykbundið var i kringum Akra- nes, en öllu meira var rykið viða annars staðar. Þegar við spjöll- uðum við lögregluna i Borgarnesi var okkur tjáð að allir hefðu l'eng- ið sinn skammt af rykinu. Eitt- hvað var reynt að bleyta á veg- um, en það dugði skammt. Menn voru margir með ljós á bilum sin- um. En þó að þetta hafi verið mesta umferðarhelgin sem menn muna, þá er umferð orðin mikil i' Borg- arfirði yfirleitt. Fólk sækir i sum- arhús þar, enda eru margir með slik á staðnum. —EA Þeir berjast ósjaldan við dauðann- bls. 2-3 Málarinn mikli aftur á ferð: Málaði stein á for- hlið Alþingishússins Fullorðinn maður hafði nýlok- ið við að mála einn stein á for- hlið alþingishússins i morgun, er lögreglan kom þar að og tók hann fastan. Var maðurinn sett- ur i steininn fyrir að mála stcin- inn. Maðurinn, er verknaðinn framdi, Helgi Hóseasson, hefur áður komið við sögu hjá lögregl- unni sökum áhuga sins á að mála bæði hús og menn. Það var upp úr kiukkan sjö i morgun, að maðurinn birtist við Alþingishúsið og dró upp litla málningardós með hvitri máln- ingu. Málaði hann einn stein við aðalinnganginn, áður en lög- reglan stöðvaði verkið. Maður- inn sýndi engan mótþróa, er hann var handtekinn. Helgi Hóseasson mun hafa verið að leggja áherzlu á fyrri mótmæli gegn staðsetningu sinni i þjóðskránni og öðrum skyldum málum. _jb Vegfarandi virðir fyrir sér nýmálaðan steininn I Alþingishúsinu. Ljósm. Bj.Bj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.