Vísir - 14.07.1975, Síða 3

Vísir - 14.07.1975, Síða 3
Visir. Mánudagur 14. júli 1975. 3 Hver vandasöm aögerö kostar mikla Ihugun og umræöur. Frá vinstri eru Bjarni Hannesson, Oddur Árnason og Kristinn Guömundsson. — Ég hef aldrei kynnzt tveim læknum, sem starfa eins vel saman og þeir Bjarni og Kristinn, hefur Friörik Einarsson yfiriæknir sagt. — Þeir eru eins og eineggja tviburar. • Ljósm. Bj. Bj. Frá því deildin tók til starfa rétt fyrir áramótin 1971 og 72 hafa 1400sjúklingar verið lagðir inn og tæplega 600 aðgerðir verið gerð- ar. Það sem af er árinu hafa rúmlega 100 aðgerðir verið gerð- ar. Mörg þessara tilfella hafa verið hin alvarlegustu. Aðgerðir heila- skurðlæknanna eru með þeim vandasamari, sem hægt er að framkvæma, og eru þeir því á- vallt báðir viðstaddir. Ósjaldan hafa læknarnir staðið timunum saman við skurðarborðið og bar- izt þar við dauðann. Þótt ekki liggi fyrir tölur um þau mannslif, sem borgið hefur verið i höndum læknanna Kristins og Bjarna, er ekki vafi á að þau eru mörg, þótt læknarnir sjálfir vilji sem minnst gera úr þvi. Einnig taugaaðgerðir — Nú orðir getum við fram- kvæmt flestar þær höfuðaðgerðir, sem gera þarf vegna æxla, sjúk- dóma og slysa. Aðeins sjúklinga, sem hafa sérstakan heilasjúk- dóm, Parkinsontilfelli, verður ennþá að senda utan. Tilfellin eru það fá að ekki hefur þótt ástæða til að fá hingað þau dýru tæki, sem þarf til slikra lækninga, sagði Kristinn Guðmundsson læknir. — Við erum auk þess einnig i taugaskurðlækningum bæði i baki og útlimum, þar sem stórar taug- ar liggja. Við þær og aðrar skurð- lækningar höfum við átt mjög góða samvinnu við taugadeild Landspitalans, sagði Kristinn Guðmundsson. Örðugt að fá „ihlaupamann”. — Jú, vitanlega er þessi starf- semi okkar mjög bindandi, sagði Kristinn Guðmundsson aðspurð- ur. — Við erum jafnan báðir við- staddir aðgerðir og sinnum sjúk- lingum á daginn. Á næturnar er siðan annar hvor okkar á bakvakt, sem þýðir það að oft verðum við að fara upp á sjúkra- hús á þeim tima bæði í samb. við slys og bráð tilfelli. Þá fáum við oft hringingar frá læknum úti á landi, sem vilja hafa okkur með i ráðum þegar vandamál koma upp I sambandi við höfuðáverka eða sjúkdóma, sagði Kristinn. Þeir læknarnir hafa siðastliðin fjögur og hálft ár ekki getað tekið sér fri nema dag og dag og þá ein- ungis með þvi að tvöfalda álagið á þeim, sem eftir er. Sumarið i sumar er það fyrsta, sem þeir hafa getað tekið sér sumarfri, enda var þá fenginn til aðstoðar maður, sem er sennilega sá eini Islendinga, sem gat tekið að sér verkefnið. Hann var fenginn erlendis frá, enda er sérfræðinga i heilaskurð- lækningum ekki að finna á hverju strái. Maður þessi er Oddur Árnason, þriðji islenzki læknirinn, sem sér- hæft hefur sig i heilaskurðlækn- ingum og fæst við slikar lækning- ar. Oddur hefur um árabil veri búsettur i Sviþjóð og starfað þar við sjúkrahús i Gautaborg. Hann hefur nú verið skipaður þar að- stoðaryfirlæknir. — Jú, ég ræddi við menn hér heima, er ég hafði lokið minu námi. Ég athugaði möguleikana á þvi að koma hingað heim og hef ja heilaskurðlækningar, en grund- völlurinn reyndist ekki vera fyrir hendi. Þetta var rétt áður en Borgarspitalinn tók til starfa árið 1968. Það varð fyrst með tilkomu hans, sem möguleikarir opnuð- ust, sagði Oddur Árnason læknir. — Fólksfæðin stóð á sinum tima i vegi fyrir að heilaskurð- lækningar yrðu stundaðar á Is- landi, en ég er feginn þvi, að þær hafa nú verið hafnar af krafti hér heima, sagði Oddur Arnason. —JB Þaö er Helga Eldon, sem blæs þarna svona hressilega frá sér. Helga er fulltrúi islands i feguröarsamkeppni, sem haidin veröur i New York á næstunni. Hún átti 23ja ára afmæli á miðvikudaginn var og I tiiefni af þvl var bökuö terta, sem var meö kerti og öllu tilheyr- andi. Það er eftirlitskona með stúikunum, sem heldur á tertunni fyrir Helgu, en þær, sem horfa á, eru fulltrúar Costa Rica og Panama. — Slmamynd AP I morgun. Radíóamatörar um allan heim: Biðu sumir í tvo tíma eftir sambandi við Vestmannaeyjar einna helzt, að okkur gengi illa með granna okkar, Grænlend- inga og Færeyinga, það lá við, að við værum of sterkir fyrir þá”, sagði Guðjón Einarsson, einn sexmenninganna, og hló við. Þeir,semnáðu sambandi við þessar sendingar frá Vest- mannaeyjum, munu nú senda sexmenningunum kort með sin- um upplýsingum og fá kort i staöinn með upplýsingum héð- an, og verður litmynd af Vest- mannaeyjagosinu framan á. Frimerkjasafnarar viða um land hringdu lika til Stórhöfða og óskuðu eftir að fá slik kort — óáskrifuð. Ekki er lokið við að telja, hve mörg sambönd náðust, en þau munu skipta hundruðum. Sex- menningarnir bera allan kostn- að af þessu sjálfir, en eru fjarska þakklátir fyrir aðstöð- una í Eyjum, ekki sizt vitaverð- inum á Stórhöfða, sem kynti fyrir þá disilstöð vitans allan tlmann, svo þeir þurftu ekki að grlpa til sinnar eigin varaafl- stöðvar. „Hvaða loftnet eruð þið eigin- lega með?” spurðu radíóama- törar i Bandarlkjunum isienzka kollega sfna, sem sátu um helg- ina á Stórhöfða I Vestmannaeyj- um og höfðu samband um allan heim að kalla. Loftnetin voru reyndar gerð af islendingunum, og reyndust svo vel, að til dæmis i Bandarikjunum voru sending- arnar „eins og innanlands send- ingar þar”, eins og einn þeirra komst að orði. Að sögn eins Islendinganna sex, sem að þessu stóðu, tókst þetta mjög vel eftir aðstæðum, en skilyrðin voru ekki þau allra beztu. Samband náðist við allan heiminn að Ástraliu undanskil- inni, og svo mikið var að gera, aö tveir menn voru um tækið, annar að skrifa en hinn að tala. Bandarikjamenn voru sérstak- lega spenntir fyrir að ná sam- bandi og biðu sumir i allt að tvo tlma — eftir að þeim hafði verið sagt að fara I röð, ella yrði send- ingum hætt. Onnur fjarlægari lönd náðu einnig góðu sam- bandi, svo sem Japan. „Það var Þeir höföu nóg aö gera I tveimur stúdióum, amatörarnir, sem sátu I Stórhöfða um heigina. Hér eru tveir þeirra I tjaldinu, sem þeir köll- uðu stúdió B. Ljósm. Guöm. Sigfússon. —SHH „Ótrúlegt, en ég hef selt 48 myndÉr", — segir Veturliði Gunnarsson, sem framlengir sýningu sína Gunnar Mikelsen keypt, en hann gamla meistara, sem hann hefur mikið verið umtalaður hyggst gefa Islendingum. undanfarið vegna mynda eftir —EVI— Börn brjótast inn í sumarhús Vegna mikiliar aðsóknar ætla ég aö framlengja sýninguna hjá mér fram á þriöjudagskvöid,” sagöi Veturliöi Gunnarsson i viðtali við VIsi, en hann hefur undanfariö sýnt I Norræna hús- inu. Veturliði sagði að 5-6 þúsund manns hefðu séð sýninguna og 48 myndir selzt. „Það er ótrúlegt á þessum erfiðu timum”, sagði Veturliði. Málverkin kosta frá 30 upp i 200 þús. krónur. Nokkrar myndir Veturliða hefur málverkasalinn Kassettutæki og myndavél var stolið úr sumarhúsi viö norðaust- anvert Elliöavatn á föstudaginn. tbúar hússins, sem halda þar aö mestu til, skruppu i bæinn milli kiukkan þrjú og átta um daginn, og var innbrotið framið á meöan. Rannsóknarlögreglan telur allt benda til, að börn og unglingar hafi verið þarna að verki, og eru allir, sem gætu gefið visbendingu um ferðir barna og unglinga við sumarbústaðina, beðnir að hafa samband við lögregluna. -^IB Vélbúnaðurinn fró Skoda- export stórlega óvandaður — en Lagarfossvirkjun Lagarfossvirkjun er öll mjög fullkomin aö tækjabúnaði og rafkerfiö I virkjuninni er þaö viöamesta i virkjunum áf svip- aöri stærö hériendis, sagöi Bjarni Arthursson fréttaritari Visis á Egilsstööum I morgun. „Við virkjunina starfar nú hópur manna að hreinsun og snyrtingu umhverfis og mann- virkja. Virkjuninni verður algjörlega fjarstýrt frá Grimsárvirkjun I framtiðinni, en þar eru nú 2 vél- stjórar. Fjarstýribúnaður þessi er þó ekki enn kominn upp og mun vera ákaflega dýr, og eru menn ekki á eitt sáttir um hag- kvæmni sliks búnaðar. Mestur hluti vélabúnaðar er frá Skoda- export I Tékkóslóvakiu og er það með ólikindum hversu ó- vandaður frágangur alls búnað- ar þaðan reyndist við móttöku. hefur þegar sparað um i Oll oliurör reyndust full af ryði og óhreinindum, sem erfitt var að hreinsa, en slik rör koma gljáfægð annars staðar frá. Mikið var um, að smlða þurfti hluti upp vegna ónákvæmni i frumsmiði. Sum stykki, sem teljast verða til nákvæmnis- hluta, þurfti að rifa i parta og hreinsa af óhreinindi og ryð og jafnvel slipa þéttifleti i dælum, þar sem þeir voru ekki slipaðir saman. Þegar rafalöxullinn var tekinn úr kassanum og hreins- aður, kom I ljós stór skemmd eftir þungt högg. Var geymslu- staður borinn saman við skemmd þessa og var trékass- inn óskemmdur, sem öxullinn var i, þannig að auðséð er, að skemmd þessi hefur komið i verksmiðjunni. Skemmd þessi olli að sjálfsögöu töf á samsetn- I milljónir króna ingu rafalsins. Ekki liggur fyrir, hversu mikill aukakostnaður varð vegna þeirrar breytingar og nýsmiðar, sem urðu og tóku rúmlega 4 þús. vinnustundir, en auk þess urðu tafir á raforku- framleiðslu vegna seinkunar á afgreiðslu sömu hluta. Raf- magnsveitur rikisins hafa enn ekki tekið formlega við véla- búnaði, þar sem ekki hefur ver- ið gengiö frá ofangreindum at- riðum fjárhagslega. Siöan Lagarfossvirkjun hóf framleiðslu, hefur hún sparað 60 milljónir króna miöað við að disilstöðvar hefðu verið keyrð- ar, þegar Grímsárvirkjun ann- aði ekki eftirspurn. Kostnaðarverð virkjunarinn- ar mun nú vera um 700 milljónir með þeim rennilokum, sem enn hafa ekki verið settar niður.” BA/EVI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.