Vísir - 14.07.1975, Side 5

Vísir - 14.07.1975, Side 5
Visir. Mánudagur 14. júli 1975. |!GUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND I MORGUN Sfðasti dagurínn fyrír geimskot Geimferðaryfirvöld á Canaveralhöfða i Flórida horfa fram á hið ákjósanlegasta veður til geimskotsins á morgun. eftir þvi sem veðurspáin hefur lofað. Stóra stundin nálgast og blaðamönnum er sýndur útbún- aðurinn, sem notaður verður i geimfluginu. Rússar hafa opnað þeim aðgang að „Stjörnubæn- um”, stjórnstöð geimferða sinna, og sýna þeir hér dyrnar, sem geimfararnir fara i gegn um, þegar Soyuz hefur verið tengt Apollo. Lokaundirbúningur er nær alveg á enda, en menn höfðu kviðið þvi i gær, að stormur skylli á (eins og áður hafði verið spáð), en það hefði seinkað allri áætluninni. Samkvæmt stundatöflunni skal satúrnuseldflauginni, sem flytur Apollo-geimfarið út i geiminn til stefnumóts við geimfarana i Soy- uz, skotið á loft kl. 19.50 (að okkar tima). Bandarisku geimfararnir, Staf- ford, Brand og Slayton, eru til taks, en þeir eru hafðir I sóttkvi siðustu sólarhringana fyrir geim- skotið. t dag eiga þeir að fljúga þotum til þess að liðka sig fyrir geimflugið. Sjö og hálfri klukkustund áöur en Apollo fer á loft, verður Soyuz- geimfarinu skotið upp með þeim Alexei Leonov og Valery Kubasov innanborðs. Ef allt fer samkvæmt áætlun verða geimförin tvö tengd saman úti I geimnum á fimmtudag. 1 tvo sólarhringa eiga rússnesku og bandarisku geimfararnir að vinna saman að tilraunum og öðr- um verkefnum, sem þeim hefur verið falið. Soyuz-geimfarið er væntanlegt aftur til jarðar 21. júli og Apollo-geimfarið tveim dögum siðar. Vonsviknir með undir- tektir ísraels við samningatilboðum Rikisráð í sraels hefur ákveðið að halda áfram tilraunum til þess að ná sérfriðarsamningum við Egyptaland. Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra, gaf i gær meðráðherrum sinum skýrslu af fundi hans á laugardaginn með Henry Kissinger, utan- rikisráðherra. Virðist sem rikisráðið liti svo á, að Rabin hafi gert Banda- rikjamönnum það fullkomlega ljóst, að tsraelsmönnum verði ekki att út i neina fljótræðissamn- inga. Aðalsamningamönnum Israels var veitt umboð til þess að halda áfram og leita nánari skýr- inga á skilyrðum fyrir hugsan- legu samkomulagi við Egypta um Sinai-eyðimörkina. I Bandarikjunum hefur þessi á- kvörðun tsraelsstjórnar ekki mætt neinum húrrahrópum. Þeim embættismönnum Banda- rikjastjórnar, sem mest hafa beitt sér fyrir samningum milli Israela og Egypta, finnast þetta daufar undirtektir og eru von- sviknir. Menn höfðu verið svo bjartsýn- ir að telja, að Dinitz, sendiherra tsraels i Washington mundi koma frá tsrael eftir helgina með gagn- gert tilboð um, að Israelsmenn mundu hörfa með herlið sitt úr Sinai-eyðimörkinni gegn ákveðn- um friðarloforðum af hálfu Egyptar og tryggingum Banda- rikjamanna um hernaðar- og efnahagsaðstoð. Samtimis þessu berast fréttir af þvi', að flugher tsraels hafi gert árásir á meintar skæruliðabæki- stöðvar i Suður-Libanon. Utanrikisráðherrar múhameðstrúarlanda, sem sitja ráðstefnu i Jeddah i Saudi Arabiu, eru sagðir ræða i dag leyniáætlanir um að fá tsarael visað úr Sameinuðu þjóðunum. UtanriTíisráðherra Sýrlands hef- ur staðfest blaðafréttir i Saudi Arabiu, þar sem þessu var haldið fram. Hann kvaðst meira að segja vongóður um, að samþykkt yrði ályktun þess efnis, að visa bæri tsrael úr Sameinuðu þjóðun- um fyrir að virða ályktanir sam- takanna að vettugi. A dagskrá þessarar ráðstefnu eru annars umleitanir Kýpur- Tyrkja eftir stuðningi múhameðstrúarmanna. Er friðurinn úti ó Norður- írlandi? Aukiö ofbeldi á Norð- ur-írlandi siðustu viku og fundur stórkostlegra vopnabirgða irska lýð- Fundu írar N-Ameríku? Thimothy Severin, rithöfund- ur og landkönnuður, heldur þvi fram, aö irar hafi fundið Norður-Ameriku sjö öldum á undan Koiumbusi. Hann sést hér með likan að leðurbáti, sem hann og 4 aðrir ætla að sigla 4 þúsund mllui' yfir Atlantshafið á næsta ári tii sönnunar kenningu sinni. Hann heldur þvi fram, að fornmenn ira hafi siglt slikum farkostum um höfin. veldishersins i Liver- pool vekur hjá mönn- um kviöa um, að vopnahléið á Norður- irlandi sé senn á enda. Brezkir hermenn skutu á 16 - ára kaþólskan ungling og félaga hans, sem óku i gegnum varð- hlið I Belfast i gær. Annar lézt siðar af sárunum, en hinn er enn þungt haldinn. 1 yfirlýsingu hersins um þennan atburð var sagt, að piltarnir hefðu skotið úr bifreið sinni á hermennina. En lýðveldisherinn hefur lýst þvi yfir, að piltarnir hafi ekki verið aðilar að neinum þeirra samtaka, sem staðið hafa að óeirðum i landinu. Þvi er haldið fram, að hermennirnirhafi áður verið búnir aðhóta piltunum að „jafna um þá”. Þegar David O’Connell (hér á myndinni), einn aðalleiðtogi Irska lýð- veldishersins, var handtekinn á dögunum, var búizt viö þvi, að IRA mundi rjúfa vopnahléið. óeirðir hafa færzt i aukana aftur, og vopnahlé- ið virðist aðeins haldið I orði. Flóttafólkið streymir frá Kambodíu Um 2,400 kambodiskir flóttamenn hafa streymt inn i Prachinburi-hérað- ið i Thailandi á siðustu þremur dögum. Einn þessara flóttamanna ber það, að Khmerar Rouge hafi skotið á annað hundrað flóttamanna til bana, þegar fólkið reyndi að komast yfir landamærin. Það var fyrrverandi liðþjálfi i hernum. sem sagði. að Khmer Rouge hefðu ráðizt á 150 manna hóp við Tokongþorpið. sem er um 20 km frá landamærunum. Mest var þetta aldrað fólk og svo konur og börn. Annar flóttamaður sagði. að Khmer Rouge smöluðu saman Búddamunkum og settu þá til vinnu á hrisgrjónaökrunum. Þorpsbúum er hegnt stranglega. ef þeir gefa munkunum mat, sem er þó einmitt hefð i Búddalönd- um. Fréttaskýrenur telja sig sjá i þessum straumi flóttafólks al- menna óánægju með stjórn Khmer Rouge.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.