Vísir


Vísir - 14.07.1975, Qupperneq 7

Vísir - 14.07.1975, Qupperneq 7
Vísir. Mánudagur 14. júli 1975. 7 hafa þeir verið margmjólkaðir þannig — að ekki sé minnzt á, að með árunum eru menn að verða leiðir á málstaðnum. Hryðju- verkamennirnir eru þó eftir sem áður jafnfrekir til fjárins, og kiiga það nú fram, sem áður var látiö i té frjálsri hendi. Til viöbót- ar koma svo bófarnir. Svo margir mjalta þannig sömu kymar, að það fer ekki hjá þvi, að til árekstra komi milli þeirra. Bófahópar berjast innbyrðis, bóf- ar og öfgasamtök sömuleiðis, og svo hryðjuverkahópar öfgasam- takanna innbyrðis. Þetta fer ekki lengur dult eins og i fyrstu. Stjórnmálamenn á borð við Vincent McCloskey hafa haft orð á þessu i opinberum ræðum sinum. Um leið gera menn sér grein fyri þeirri sorglegu staðreynd, að það er með þessa óþokkaiðju eins og isjakann. Aðekki kemurnema einn tiundi hluti upp úr yfirborð- inu. t mörgum hverfum Belfast og annarra stórborga á Irlandi þrif- ast ólöglegar knæpur, þar sem of- beldisverkin og glæpirnir keyra hvað mest úr hófi. Þó getur lög- reglan aldrei nálgazt þessa staði sem hún i mörgum tilvikum hefur pata af, án þess að til blóðugra átaka komi. Á þessum stöðum græða bófarnir mest, þvi að eigendurnir, sem standa utan við lög og rétt, geta alls engum vörnum komið við. Menn þykjast hafa orðið varir við ámóta vinnubrögð hjá þessum bófaflokkum og hjá mafiunni i Bandarikjunum, sem gjarnan skýlir sér á bak við eitthvert fyrirtæki, til þess að geta gert grein fyrir þvi hvaðan þeim hefur áskotnazt það fé, sem þeir hafa handa i milli, og allir vita að þeir hafa ekki unnið fyrir þvi. Leifarnar af einni stórverzluninni I Beifast, sem varð sprengju að bráð. Var þaö IRA eða Irskir bófar? skaða, eða knæpan var heimsótt af einhverjum áflogahundum, sem brutu allt, sem brothætt var, og siðan sitthvað til viðbótar. Menn lærðu þannig af þessum „óhöppum”, að það borgaði sig heldur að kaupa „tryggingu”, sem raunar var ekki annað en vernd eins glæpamanns gegn öðrum glæpamönnum, sem einnig buðu á markaðnum „tryggingu” til sölu. Irska mafian býður kráar- eigendum tryggingu gegn sprengjutilræðum og hermdar- verkum. Aövisu fær kráareigand- inn ekki skaðann bættan, ef han verður svo óheppinn, að IRA eyðileggur fyrir honum barinn með einni af sprengjum sinum. En ef hann er heppinn kemur IRA eða Ulster hvergi nærri honum. — Hitt getur hann þó alveg bókað, að afþakki hann trygginguna, dettur einn daginn handsprengja inn á bargólfið, eða skothrina úr vélbyssu lagar hjá honum innréttinguna. Frekar en eiga slika óheppni visa, borgar hann tryggingarið- gjaldið. Flestir þessara „trygginga- sölumanna” eru hreinræktaðir bófar, en æði margir standa i beinum tengslum við baráttuhópa öfgamanna úr báðum trúflokkun- um, sem eigast við á N-Irlandi. Engin borg i' heimi nálgast það að hafa annan eins fjölda af knæpum, sem hafa orðið fyrir sprengjuárásum, eins og Belfast. — Ekki einu sinni Chicago á öðrum áratugnum. —■ Og engin borg samsvarandi stærðar hefur jafnmörg ólögleg vopn innan sinna borgarmúra, öll i höndum almennra borgara. Lögreglunni er það vel ljóst, að mörg hryðjuverkin eru alls óvið- komandi deilunni milli kaþólskra og mótmælenda, og að þau eru liður i bófastriði. En það er langt siðan hún kafnaði i önnum af öllum þeim manndrápum og hryðjuverkum, sem ofstækis- mennirnir valda. Enda þótt hún hefði ti'ma eða menn aflögu til þess að reyna að Brennandi stórhýsi I Belfast. Eldsupptökin voru Ikveikja af manna- kveða niður þessa glæpastarf- völdum. — Neituðu þeir að kaupa sér „tryggingu”? semi þá ræki hún sig fljótlega á það, að fórnarlömbin vilja enga samvinnu sýna henni. Þau þora einfaldlega ekki að „lepja i lög- regluna”, eins og það heitir þar. Það er lagt til jafns við það þegar menn veita öryggissveitum Breta upplýsingar um náungann og jafngildir föðurlandssvikum. Sllkt er alger dauðasök. Það, sem hófst með þvi, að aflögufærir menn létu af höndum rakna til baráttusamtaka öfga- hópanna, sem settu í staðinn verði við atvinnufyrirtækin i við- komandi hverfi, hefur smám saman snúizt upp i svona fjár- kúgun. Þeir, sem áður voru fúsir til að leggja fé i málstaðinn, eru orðnir smám saman tregari til, enda sj*M eh klútinn hefur hún b—tbð um hálsinn á einfaldasta máta. Þe«i kjóll er frá Saint Laurent og þykir sting i stúf við hans „typisku” kjóla. 2. „Bnssarong” skyrta við pðs. Þeaai er *ttuð frá höfundi „Bussarongstílsins” Chlóe. t þetta sinn sýnir hann fötin I lif- legri litum en áöur til dæmis i Meiku, bláu og fjólubláu. 3. „Bussarong” kjóll. Þeir eru til i óteljandi af- brigðum. Hér kemur sá, sem hef- w fengfc einn Sezta dóma. Hann er frá Bercher. Fallegastir eru kjólarnir þegar þeir eru úr þunn- um efnum, og óneitanlega er hætta á „tjaldtilfinningu”. 4. J«rsey kemur fram á nýjaa leik. Þá eru föt úr þvi efni loksins komin á tízkusýningar aftur. Mörgum finnstþað bezta og þægi- legasta efni til að skrýðast. Dorotheé Bis hefur kynnt þetta einlitt I mörgum litum, og til skrauts eru hafðir röndóttir trefl- ar og peysur. útvðckanái aaei mörgum pikmn Þessi kemur frá Saint-Laurent og sýndi hann ótal afbrigöi, það er að sefja meiri vi<id, fleiri rykk- ingar eg dýpri feilingar. Margir halda að þetta sé t*kif*riskjóll en það er ekki. 6. Siftbuxumar eru ekki alveg horfnar. Þaö er Saint-Laurent, sem trúir að siðbuxur muni áfram vera vin- sælar, sem kemur fram með þessar. Þetta er sá still sem náð hefur hvað mestum vinsældum, dökkblár og hressandi sem virðist passa ölhm. Það má n*stum segja að þessi tizka hafi náð slik- um tökum á unga fólkinu að h*gt sé að kalla þetta klasslk. Skyrtu- jakki, röndött peysa og trefill gera klæðnaöinn ennþá meira að- laðandi. 7. Kakijakki eg ptís með fellingum Graeni kakiliturinn keppir mjög við hinn krfthvita og bláa. Hérna má sjá skyrtujakka sem verið er i viö fellingapils og litla treyju. Þessi samsetning að ógleymdu höfuðfatinu þykir sú allra hentug- asta i dag. Fatnaðurinn er frá Issey Miyake. riNiMi i SÍOAN 1 Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.