Vísir - 14.07.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 14.07.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Mánudagur 14. júlí 1975. Eitt mark — og allir í vörnina! Þetta er hin nýja leikaðferð Skagamanna, og hún nœgði á móti KR í gœrkvöldi eins og síðustu leikjum liðsins í 1. deildinni Kveðju- leikur Guð- geirs? Eftir öllum sóiarinerkjum að dæma lék Guðgeir Leifsson sinn siðasta leik með Viking um sinn a.m.k. gegn Vestmannaeying- um á laugardaginn. Hann lieldur utan með lands- liðinu á þriðjudaginn til Bergen, en á siðan að verða mættur hjá belgiska liðinu Charleroi á laugardaginn og halda með þvi I æfingabúðir til Frakklands. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, hafa forráða- menn Charleroi boðið honum að koma utan og gera samning við félagið, og eru allar likur á að Guðgeir taki þvi boði. Vlkingur óskaði eftir að hann léki með liðinu gegn Akranesi um næstu helgi, en það fékkst ekki I gegn — Guðgeir varð að vera mættur I Belgiu á laugar- dag. —klp— Hann var ekki til mikillar skemmtunar hinum nimlega 2000 áhorfendum, sem mættu á Laugardalsvöllinn i gærkvöldi, leikurinn á milli gömlu keppi- nautanna KR og Akraness. Hann var i einu orði sagt „LEIÐIN- LEGUR” og þurfti glögg augu til að sjá þá staðreynd, að þarna ætt- ust við núverandi islands — og Reykjavikurmeistarar! Akurnesingar sigruðu i leiknum með einu marki gegn engu, og var það eftir atvikum sanngjarn sig- ur. Ekki fyrir það, að þeir væru neitt betri, heldur vegna þess, að þeir áttu hættulegri tækifæri. Stigin skipta þá — eða hinn enska þjálfara þeirra — öllu. Það er pakkað i vörn þegar búið er að skora eitt mark, og allt gert til að halda þessu marki, annað en að leika knattspyrnu, eins og fólk vill sjá liðið leika. Þetta hefur Skagaliðið gert i slðustu leikjum, og er nú svo komið, að jafnveí þeirra dyggustu stuðningsmenn í höfuðborginni eru farnir að tala um, að nú sé ekki lengur orðið neitt varið i að sjá Skagamennina spila. Áður en þetta eina mark kom — á 40. minútu leiksins — komu smákaflar af og til. En I siðari hálfleiknum — þegar allir voru komnir i vörn nema Matthias Hallgrimsson og einstaka sinnum einn, tveir aðrir — fór allur glans- inn af liðinu. KR-ingarnir sóttu þá svo til stanzlaust, en gerðu ekkert meira en það. Þeir áttu EITT SKOT, sem hitti markið, i' öllum leikn- um. — Það grútmáttlaust og úr löngu færi, en samt varð það nóg til að Davið markvörður missti boltann frá sér. — Honum hefur sjálfsagt verið orðið kalt á að hanga þarna aðgerðalaus!! Vörn Skagamanna með Jón Gunnlaugsson i fararbroddi hafði aftur á móti nóg að gera, en átti auðvelt með að hernja „tveggja manna” framlinu KR. Hver hár boltinn á fætur öðrum var sendur inn i teiginn — en þar sá Jón um að koma honum út aftur, og þá var sjaldan KR-ingur nálægt hon- um. örsjaldan komu lágir boltar fyrir markið, en þeir voru þeir einu sem einhverja hættu sköp- uðu, eins og þegar Halldór Björnsson sendi á Jóhann Torfa- son, sem þá auðvitað hitti ekki boltann, eins og hann ætlaði að gera. Atli Þór Héðinsson átti ágæt skot— (fram hjá marki) — i fyrri hálfleik, og Teitur Þórðarson annað enn betra á mark KR snemma i leiknum. Þar með eru tækifærin upptalin, að frátöldu sigurmarki Skagamanna, sem þó kom úr engu marktækifæri. Jóhannes Guðjónsson skaut á markið úr löngu færi og átti Magnús Guðmundsson mark- vörður að geta leikið sér að þvi að verja. En hann reiknaðiekki með Matthíasi Hallgrimssyni, sem var i skotlinunni og kom við bolt- ann þannig að hann þaut i hornið. Fátt var til skemmtunar i þessum leik — eitt af þvi fáa var að fylgjast með þjálfurunum Kirby og Knapp, sem öskruðu hvor i kapp við annan, og mátti vart greina, hvor væri með sterk- ari raddbönd. Einstaka sinnum sáust þó kafl- svo ar til leikmanna, sem glöddu þá sem hafa gaman af að sjá skemmtilegan samleik og laglega leikiðá menn. En li'tið var um það — og það litla sem kom, var i kringum þá Karl Þórðarson og Arna Sveinsson, sem Skagamenn kalla nú „Bomma” — sjálfsagt i höfuðið á knattspyrnuhetjunni i myndasögunni okkar hér á Visi. Fyrir utan þá bar nokkuð á Jóni Alfreðssyni i fyrri hálfleik, og svo að sjálfsögðu á Jóni Gunn- laugssyni i þeim siðari, enda hafði hann þá nóg að gera. Hjá KR var fátt um fina drætti og allt er við sama heygarðshorn- ið þar. Þeir sem eitthvað skáru sig úr voru Ottó Guðmundsson og Halldór Björnsson svo og báðir markverðirnir. Maðurinn sem mest bar á i leiknum var sjálfur millirikja- dómarinn frá Akureyri — Rafn Hjaltalin — sem ekki allir skildu hvað var að gera oft á tiðum... ,,en hann var betri en enginn”..... eins og einn gamall vallargestur sagði er hann yfirgaf „dalinn” sáróánægður með leik- inn,og varsá þó ekki KR-ingur.... —klp— Allt í baklás hjá Vestmannaeyingum — Hef enga skýringu á þessu segir þjálfari þeirra eftir 6:1 tapið fyrir Víking „Ég hef hann — ég hef hann var viðkvæðið I leik KR og Akraness I gær- kvöldi, en enginn hafði neitt nema Skagamenn, sem skoruðu eina mark leiksins, og fengu bæði stigin fyrir það. Ljósmynd Bj. Bj. „Ég hef ekki nokkra skýringu á þessu hjá okkur,” sagði Gisli Magnússon, þjálfari Vestmanna- eyjaliðsins I knattspyrnu eftir hið stóra tap — 6:1 — Eyjaskeggja pumnx Gaddaskór Stœrðir 35-43 Verð frá kr. 2.873.- Póstsendum fyrir Vlking á Laugardalsvellin- um á laugardaginn. „Það hefur verið 100% mæting á æfingar og mórallinn I liðinu er mjög góður. Það er allt i lagi þar til komið er I leik, þá er eins og allt fari úr sam- bandi og ekkert gengur. En ég er samt ekkert hræddur við að við föllum. Stigin koma siðar i sumar — það er ég viss um. Við gætum vcrið komnir með fleiri stig en þetta — óheppnin hefur elt okkur i leikjunum, eins og á móti KR og ÍBK, og sumum leikjum höfum við hreinlega tapað á dómurun- um.” Það er ekkert undarlegt, þótt GIsli væri bæði sár og svekktur 2ftir þennan skell á móti Viking. Hann hefur unnið vel fyrir liðiö — ieikmennirnir eru ánægðir með hann, og það er allt i stakasta lagi þar til komið er inn á leikvöllinn. Þáð, sem er að hjá Vestmanna- syjaliðinu, er fyrir sálfræðing til að glíma við — hann gæti i það minnsta fengið þar næg verkefni næstu vikurnar, ef svona heldur áfram. Það var ekki til glæta I þvi, sem þeir gerðu — eða ætluðu að gera — i leiknum á laugar- daginn. Vörnin var bókstaflega aldrei með á nótunum og var oft 5vo grátt leikin af Vikingunum, að ekki var annað hægt en að vor- kenna þeim, sem léku I vörninni. Arsæll Sveinsson gerði heiðar- lega tilraun til að forða fleiri mörkum — og tókst það með á- gætri markvörzlu við og við. Ekki er hægt að saka hann um nema eitt af þessum mörkum — hin átti hann aldrei möguleika á að verja. Þeir, sem voru fyrir framan hann, voru oftast of seinir eða stóðu og horfðu á, þegar Viking- arnir komust I færi, og létu Ársæl einan um að glima við þá og bolt- ann. Sex sinnum varð Arsæll að ná i boltann I netið hjá sér, en mörkin i leiknum féllu þannig: 2. minúta.... 1:0. Guðgeir Leifsson leikur upp að endamörkum, þar sem hann gef- ur fyrir, og Hafliði Pétursson kemur á fullri ferð og afgreiðir boltann i netið. 5. mlnúta.... 2:0. Vikingarnir senda boltann I átt að marki IBV, og Stefán Hall- dórsson hleypur vörnina af sér og skorar örugglega. 31. minúta... 3:0. Stefán Halldórsson leikur með boltann inn I vitateig — gefur þar á Hafliða Pétursson, sem skorar sitt annað mark i leiknum. 72. mlnúta... 3:1. Vestmannaeyingar leika skemmtilega saman I átt að marki Vikings. Þar gefur Tómas Pálsson loks boltann á örn ósk- arsson, sem tekur hann viðstöðu- laust og skorar. Var þetta eitt fallegasta mark leiksins. 76. minúta.... 4:1. Guðgeir Leifsson tekur eitt af sinum löngu innköstum og kastar alla leið inn i vitateiginn — beint á kollinn á Róbert Agnarssyni, sem sneiðir boltann I markhornið. Ár- sæll hijóp þarna einum of fljótt út úr markinu, annars hefði hann trúlega haft hann. 77. minúta.... 5:1. Vikingarnir á áhorfendapöllun- um voru rétt hættir aö fagna, þeg- ar þeirra menn skora aftur. Öskar Tómasson er i þetta sinn hetjan — skallar boltann, sem er i meters hæð, I markið með þvi að kasta sér fram — glæsilegt mark. 84. minúta... 6:1. Guðgeir Leifsson gefur fyrir markið — á nýliðann Lárus Jóns- son, sem kom inn á i siðari hálf- leik fyrir Stefán Halldórsson. Lárus er ekkert banginn — leikur á einn varnarmann IBV og sendir boltann siðan i netið. Þetta voru mörkin i leiknum — en þau gátu eins orðið fleiri, og þá öll gerð af Vikingum, þvi Eyja- menn áttu varla skot á mark fyrir utan þetta eina, sem þeir skoruðu úr. Aðeins einn maður skar sig eitthvað úr I liði Eyjamanna — Tómas Pálsson — en hann var sá eini i liðinu, sem eitthvað reyndi.... og gat. Ólafur Sigurvinsson lék nú aft- ur með ÍBV-liðinu, en vörnin var engu betri með tilkomu hans. Vikingarnir léku engan stjörnu- leik. Eini munurinn var sá, að nú gekk allt hjá þeim, enda mótstað- anlitil —en sliku „láni” hafa þeir ekki alltaf átt að fagna i fyrri leikjum sinum i sumar. Þeir voru friskir og baráttuglaðir og gáfu Eyjaskeggjum aldrei tækifæri til að byrja á neinu, sem heitið gat samleikur. Guðgeir Leifsson bar af þeim — og öllum á vellinum —-eins og gull af eir. Hann átti þátt i flestum mörkunum á einn eða annan hátt og félagar hans voru allir með á nótunum I þetta sinn. Hafliði Pétursson var friskur og Stefán Halldórsson átti góðar leik, á meðan hann var inn á. Þá ekki siður stóri pilturinn i vörn inni — Róbert Agnarsson — er þar er að koma fram frábær knattspyrnumaður. Dómari leiksins var Guðjór Finnbogason og gegndi þvi hlut verki að mestu óaðfinnanlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.