Vísir


Vísir - 14.07.1975, Qupperneq 20

Vísir - 14.07.1975, Qupperneq 20
vism Mánudagur 14. júlí 1975. MEÐ HJÓLIN UPP í LOFT ÓK HANN Á ANNAN BÍL ökumaður, sem ók bifreið sinni norður Kaikofnsveginn skömmu fyrir klukkan átta I gærkvöldi, var töluvert ölvaður. En þegar hann kom akandi fyrir hornið á Skúlagötunni, var hann þó fyrst virkilega á hvolfi. 1 nokkuð krappri beygjunni velti hann bil sinum sem fór fyrst á hliðina og slðan á toppinn. Með hjólin upp i loft hélt billinn áfram akstri sinum og ók I veg fyrir bil, sem kom vestur Skúla- götuna. Areksturinn varð mjög harður. ökumaður og farþegi voru i bilnum, sem kom vestur Skúlagötuna og slösuðust þeir en ekki mjög alvarlega þó. Drukkni ökumaðurinn slapp við meirihátt- ar meiðsli. —JB Urmull af slemmum í leik íslands og Tyrklands Það úði alit og grúði i slemmum og gamesögnum i fyrri hálfleik íslands við Tyrk- land á Evrópumótinu i sveita- keppni i bridge, en það er haldið þessa dagana i Brigh- ton. Eftir fyrri hálfleik var Tyrkland komið með sannfær- andi forystu, 72 gegn 29, en þá tók islenzka sveitin við sér og vann seinni hálleikinn 73-9. — Fékk hún þvi 15 vinnings- stig gegn 5. Simon Simonarson og Stefán Guðjohnsen spiluðu allan leik- inn, en Hallur Simonarson og Þórir Sigurðsson skiptust á við Jakob R. Möller og Jón Baldursson sinn hálfleikint, hvorir. Siðari leikurinn i gær var til- þrifaminni og minni sveiflur i spilunum. t hálfleik var is- lenzka sveitin með 58 punkta, en sú finnska með 31 punkt. 1 siðari hálfleik seig finnska sveitin á, svoað lokatölur urðu 67-56, sem leiddi af sér 13-7 vinning fyrir tsland. Hallur og Þórir spiluðu báða hálfleiki, en hin pörin tvö skiptust á. Danmerkursveitin hefur byrjað mótið vel og unnið báða sina leiki, fyrst England 13-7 (og var þó fyrir mótið búizt við miklu af ensku sveitinni, sem spilar á heimavelli), og svo Tyrkland 20-0. — Danir eru þvi efstir eftir tvær umferðir með 33 stig, en ttalia kemur á hæla þeim með 31 stig. Allra augu beinast að itölsku sveitinni, eins og fyrri daginn, þvi að hún þykir nær sjálf- krafa liklegust til að vinna þetta Evrópumót, eins og svo oft áður. En Sviþjóðarsveitin vekur strax mikla athygli, þvi að hún er búin að spila sinar tvær umferðir við tvö stórveld- anna, ttaliu og Frakkland. 1 fyrri umferðinni vann hún Frakkland, 17-3, en tapaði fyrir ttaiiu naumt eða 11-9, sem má kallast nánast jafn- tefli. —Stefán Búðir brúarvinnuflokks ó túni Kópavogshœlisins Ailóvenjuleg sjón blasir við veginn ! gegnum Kópavog. A túni nokkrum vegavinnuskúrum og 2 þeim, sem aka Hafnarfjarðar- þvi, sem Kópavogshælið á, hefur tjöidum verið komið fyrir. Búðir brúarvinnufiokksins standa á túni Kópavogshælisins — þeir hafa ekki treyst á húsnæðið I þéttbýl- inu. Ljósm. Bj. Bj. Visismenn fóru á staðinn og spjölluðu við mannskapinn, sem reyndist vera vegavinnuflokkur frá Vegagerð rikisins. Þeir eru þarna komnir til að leggja undir- göng undir veginn suður i Hafnar- fjörð. Skúrarnir voru fluttir frá Fljótsdalshéraði, en þar hefur flokkurinn verið að vinna undan- farið. Tók ferðin 2 daga. Ráðskonan Guðrún Kristjáns- dóttir hefur einn skúr fyrir sig. Þar er hinn ágætasti borðsalur og voru mennirnir að koma i hálftiu- kaffi, er okkur bar að garði. Guðrún sagði, að mennirnir væru flestir úr Reykjavik og ná- grenni, en þar sem flokkurinn væri stöðugt á ferðinni, gistu þeir i skúrunum þótt þeir væru ekki fjarri heimkynnum sinum. Alls eru það 11 manns, sem þarna búa, og Guðrún sagðist vera að frá hálfsjö á morgnana til hálfellefu á kvöldin. Hugi Jóhannesson er verkstjóri flokksins. Hann sagði, að erfiðasti hjallinn I þessu verkefni hefði verði að fá leyfi Rikisspitalanna til að fá að dveljast á túninu. Reiknað er með að verkið taki 2-3 vikur, en siðan verður haldið upp á Kjalarnes. —B.A. Dómur ekki fallinn í máli Páls Pálssonar Togarinn Pátl Pálsson frá tsa- firði hefur enn ekki verið ónáðað- ur vegna hins óiögiega útbúnaðar sins, að þvi er Hálfdán Henrysson hjá Landheigisgæziunni uppiýsti. Togarinn var sá eini, sem „lenti i þvi”, þegar Landhelgisgæzlan framkvæmdi skyndikönnun á veiðarfærabúnaði nokkurra skipa. t það skipti reyndust atiir erlendu togararnir laganna meg- in. Málarekstur gengur mjög mis- hratt fyrir sig. En á laugardag var kveðinn upp dómur i máli tveggja smábáta, er teknir voru að meintum ólöglegum veiðum fyrir um mánuði. „Fróði var sýknaður af að hafa verið að veiðum en sektaður um 86.000 fyrir ólöglegan útbúnað,” sagði Elias Eliasson, bæjarfógeti á Siglufirði. „Helga Björg var hins vegar dæmd fyrir veiðar i 300 þúsund króna sekt, auk þess sem veiðar- færi voru gerð upptæk.” Báðir — sem tekinn var með ólögleg veiðarfceri á dögunum — dómar fallnir í málum bátanna voru bátarnir dæmdir til að greiða málskostnað. Dagsferð til Grœnlands og þú fœrð fullan gjaldeyri Fyrsta heilbrigðisróðstefnan á vegum WHO haldin á íslandi Aiþjóða heilbrigðismálastofn- unin heldur þessa dagana sina fyrstu ráðstefnu á islandi. Hún hófst I morgun með setningar- ræðu Páls Sigurðssonar, ráðu- neytisstjóra. Ætlunin er að fjalla um þátt hjúkrunarfólks I heilsugæzlu. Ráðstefnuna sækir fólk alls stað- ar að úr heiminum og munu innan við 5 íslendingar sitja hana, en alls munu 25 þátttakendur vera á ráðstefnunni. Fundir ntunu standa næstu 5 daga, en eitthvað mun eiga að gefa fólkinu kost á að kynnast landi og þjóð. BA Myndin er frá setningarathöfninni I morgun. Páll Sigurðsson hcfur lok- ið máli sinu, R. Glyn Thomas aðalfulltrúi framkvæmdastofnunarinn- ar i Kaupmannahöfn þakkar. Ferðatilboðum rignir yfir ts- lendinga um þessar mundir. Landinn verður þó að gæta þess, að enda þótt hann hafi feikinóga islenzka seðla þá er honum skammtaður gjaldeyrir. Það er þó injög misjafnt hvernig ferðir eru metnar með tilliti til gildis, eða segjum gagnsemi fyrir þjóðarbúið. Sólarlandafarinn fær til dæmis i dag 23000 krónur sem hann verður að láta sér duga i hálfan mánuð. Menn eru vist hættir að tala um lengri ferðir. Þetta þýðir i raun að menn, sem ekki hafa „sambönd” geta varla farið i þessar ferðir eða kæra sig ekki um það. Kerfið er á þennan hátt að reyna að rétta við gjaldeyrishall- ann. En það er þó viða görótt. Þannig má nefna sem dæmi að ferðamaður, sem fer i dagsferð til Grænlands, fær fullan gjaldeyri, sem er 37.500 kr. Þessa upphæð fá allir, sem eru að fara i fyrstu ferðina á eigin vegum á þessu ári. Þegar ferðum fer að fjölga kreppir skórinn að á nýjan leik. Ef farin er önnur ferð á árinu minnkar skammturinn um helm ing og þannig koll af kolli. —BA SOKK EFTIR ÁREKSTUR VIÐ ÍSJAKA Þegar þrir timar voru liðnir frá árckstri trébátsins Sigga Gumma ÍS-111 við isjaka norður af Horni, sökk hann inni á Hlöðuvik. Areksturinn við isjakann átti sér stað um klukkan sex i gær- morgun. Gat kom á bátinn og flæddi sjór inn i lest og vélar- rúm. Skipverjar tóku það til bragðs að stefna inn á Hlöðuvikina til að komast að landi. Báturinn sökk þó áður en landi var náð, en skipverjarnir, sem voru fjór- ir um borð, komust i gúmmibát og annan léttbát með utan- borðsvél, sem var um borð. Ekki hafði tekizt að ná sam- bandi við tsafjarðarradíó um talstöð bátsins eða neyðarstöð i gúmmibátnum. Aftur á móti komust skipbrotsmennirnir i skipbrotsmannaskýli Slysa- varnafélagsins i Hlöðuvik og með talstöðinni, sem þar var, náðu þeir sambandi við tsa- fjörð. Þegar var Halldór Sig- urðsson 1S-14 sendur eftir þeim. Báturinn kom með skipbrots- mennina til tsafjarðar klukkan 11 i gærkvöldi. Siggi Gummi tS-111 var smið- aður 1943 i Njarðvikum. Hann var 28 tonn að stærð. —JB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.