Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 19. júli 1975. 3 Mœldu oðal- lega í Skagafirði — kvikmyndataka ráðgerð nœsta sumar 28 manna leiðangur frá Arki- tektaskólanum i Kaupmannahöfn hefur stundað hér uppmælingar að undanförnu, aðallega i Skaga- firði. Næsta sumar eigum við von á öðrum leiðangri. Sá leiðangur kemur einnig frá Danmörku i sama tilgangi, en hefur fengið styrk til þess að taka hér eina eða tvær stuttar myndir um íslenzka byggingahefð og fleira i sam- bandi við það. I þessum 28 manna hópi, sem nii hefur lokið rannsóknum sínum hér, voru 4 islenzkir námsmenn. Var þetta fimmta ferðin, sem far- in er hingað i þessum tilgangi. M.a. var Bernhöftstorfan mæld upp i einni slikri ferð. I þessari ferð var aðallega mælt upp i Skagafirði, svo sem Breiðagerði, Grafarkirkja, Mýrhús, fjárhús við Ásgarð og fleira. Með þessu eru varðveittar ýmsar mikilvægar upplýsingar i sambandi við byggingahefð okk- ar og aðferðir. Þótt fá dæmin séu eldri enfrá þvi rétt fyrir aldamót, má þar ennþá finna dæmi um byggingariðnað.sem ás:ér miklu eldri rætur. Nemendur, sem stunda upp- mælingamar, fá styrk sem nem- ur 25 þúsund krónum á einstak- ling. Það er um 1/4 af kostnaði. Afganginn taka þeir úr eigin vasa. 150 þúsund krónur fengust i styrk héðan frá íslandi. Hingað til hafa Islendingar litið stutt þessar rannsóknir. —EA Vélbótaeigendur fó að- stöðu við Gelgjutanga //Máliö hefur þokazt á- fram. Ákveðnir vélbáta- eigendur hafa sótt til okk- ar að fá aðstöðu fyrir bátana og munu þeir hugsanlega fá stað til bráðabirgða rétt við Gelgjutanga i Elliðavog- inum." Eitthvað á þessa leið mælti Hilmar Ölafsson hjá Þróunar- stofnuninni, en vélbátaeigendur hafa lengi haft hug á að koma bátum sinum einhvers staðar niður i höfuðborginni. Til skamms tima var notazt við Vatnagarða, en erfitt er að at- hafna sig nema vera á jeppa. Þess utan er þar opið klóak, þannig að menn hafa ekki haft mikla löngun til að vaða þar i sjónum. Vélbátaeigendur verða nú að stofna með sér félagsskap og sækja um til borgaryfirvalda að fá aöstöðu i Elliðavoginum. Sagði Hilmar að það ætti að geta gengið. Bátaeigendur verða sjálfir að standa straum af kostnaði við framkvæmdir, en ekki ætti byrjunarframkvæmd- in, eins og að útbúa plan til að geta rennt bátunum i sjó niður, að vera dýr. Verið er að athuga með fram- tiðarstað fyrir vélbáta annars staðar i Elliðavoginum. —EVI Fjölmargir Reykvíkingar eiga nú orðið vélbáta. Hins vegar hefur þá vantað aðstöðu til að koma bátum sínum niður og einnig flot- bryggju til að binda þá við. Hér hafa nokkrir þeirra notazt viö krana sem höfnin á. Þfflu dansa með glymjandi galsa — samnorrœnt þjóðdansamót haldið í Reykjavík Samnorrænt þjóðdansamót hófst i Reykjavfk í gær og stendur til 28. júlf. Þetta er i fyrsta skipti, Sýnir steinlistaverk, tréskurð og mólverk ,,Ég er orðinn 76 ára og ekki að vita hvað maður getur verið lengi við þetta,” sagði Sigurlinni Pét- ursson, húsasmiður og lista- maður, sem hefur nú raðað upp margvisiegum listaverkum i vinnustofum sinum að Hraunhól- um 4a I Garðahreppi. Þangað eru allir velkomnir, sem sjá vilja, og þurfa ekki annað en banka hjá listamanninum, en hann býr á sama stað. Margar mynda hans eru gerðar úr grjótflögum, sem að verulegu leyti eru sóttar I Krýsuvikurfjall og i Drápuhliðarfjall, en einnig á nokkra fleiri staði. Sumar eru gerðar úr steinsteypu og aðrar úr Sigurlinni Pétursson stendur hér við listaverk gert úr stein- steypu. Það er Þór að reyna að tosa upp Miðgarðsormi, en sem menn muna lengdist ormurinn þvi meir sem Þór teygði sig. t baksýn sér i vegginn, sem Sigur- linni vill selja i heilu lagi. — Á minni myndinni er útskorinn stóll eftir Sigurlinna, sem einnig er þarna til sýnis. — Ljósm. SHH tré, og loks eru nokkur málverk, einkum um goðsögurnar okkar. Meðal listaverka i vinnustofu hans er heill veggur, gerður úr ferhyrndum steinmyndum, sem hver um sig er mynd. Þennan vegg segist hann vilja selja i heilu lagi, og ef hann ætti að fá upp undir vinnukonukaup fyrir verk- ið, yrði veggurinn aö fara á nokk- ur hundruð þúsund. sem slikt þjóðdansamót er haldið hér á landi. Tæplega 300 manns taka þátt I mótinu, en þátttakend- urnir eru frá Danmörku, Noregi, Sviþjóð og Finnlandi. Erlendu gestirnir munu dvelj- ast i skólum borgarinnar. Ýmis- legt verður til skemmtunar þá daga, sem þeir dvelja hér, bæði fyrir mótsgesti sjálfa og almenn- ing. M.a. er fyrirhuguð skrúð- ganga þátttakenda i litrikum þjóðbúningum um götur borgar- innar. Endar skrúðgangan á Miklatúni, þar sem fer fram þjóð- dansasýning vilja horfa. fyrir alla, sem á Fluttir verða fyrirlestrar um margvísleg efni, islenzkir þjóð- búningar kynntir svo og islenzkir dansar og þjóðlög og islenzkir at- vinnu- og þjóðhættir. Þessi dagskrá fer fram I Hamrahliðar- skóla. Einnig verður dansleikur á hverju kvöldi og þá auðvitað dansaðir þjóðdansar. Þriðjudagskvöldið 22. júli efnir Þjóðdansafélagið til sýningar i Þjóðleikhúsinu og verða þar sýndir islenzkir dansar, sem fléttaðir eru inn i gömul dans- kvæði. Fyrirhugaðar eru ferðir út á land með hópana. Munu þeir sýna t.d. á Akureyri, Húsavik, Egils- stöðum, Eskifirði, Neskaupstaö, Arnesi, Selfossi, Logalandi og viðar. Lokahóf verður svo sunnudags- kvöldið 27. júli i Hamrahliðar- skóla. Ungmennafélag islands og Þjóðdansafélag Reykjavikur hafa i sameiningu annazt undir- búning og skipulagningu þessa móts. — HE 720 þúsund til Morgunblaðsins FYRIRFRAM ASKRIFT EÐA MILUFÆRSLA? Þrír aðilar, sem Vísir ræddi við vegna ríkis- peninga til fjölmiðlanna voru sammála um að 720 þúsund krónur, sem Vísir taldi sem styrktil Morgun blaðsins, væru í rauninni fyrirf ramgreiðsla á áskriftargjaldi, eða ein- hvers konar millifærsla. Það er raunar ekkert einsdæmi ef svo er. Alþýðublaðið, sem löng- um hefur átt við f járhagsörðugleika að stríða, hefur einnig feng- ið áskriftargjöld greidd fyrirfram, svo og Þjóð- viljinn. Þessir aðilar voru Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins, og Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins. Sigurður benti á yfirlýsingu Höskuldar um að „talnaskrá” sú sem Visir birti i fyrradag væri aðeins vinnuplagg Höskuldar. Það mætti ekki lita á það sem skilgreiningu eða flokkun af neinu tagi. Þótt þvi „landsmálablöö” og „til ráð- stöfunar þingflokka” hafi verið næst fyrir neðan Morgunblaðið þýddi það alls ekki að Morgun- blaðið hefði þetta fé til ráð- stöfunar, hvorki til eigin nota eða til að veita öðrum. Það fé, sem rikissjóður veitti' til dag- blaðanna, hefði i upphafi verið lagt fram vegna þjónustu. Þannig hefðu blöðin t.d. birt dagskrár útvarps og sjónvarps sem þjónustu við lesendur, en kvikmyndahús og leikhús hefðu orðið að greiða slika lesenda- þjónustu fullu verði. Sigurður vefengdi ekki að 720 þúsund krónur hefðu verið millifærðar af viðskiptareikn- ingi Morgunblaðsins yfir á tollaskuld þess við fjármála- ráðuneytið. Hann taldi hins veg- ar að ráöuneytið hefði gert það upp á eigin spýtur. Sjálfur hefði hann hvergi komið nærri og sér vitanlega hefði þingflokkurinn ekki átt hlut að máli. Höskuldur Jónsson sagði að þetta yfirlit, sem Visir birti, hefði verið vinnuplagg, útbúið fyrir sig af ritara sinum. Það hefði alls ekki verið opinbert gagn heldur útbúið til þess að hann gæti áttað sig á hve mikið væri búið að greiða hverju og einu blaði. Það hefði farið út af sinni skrifstofu i algeru heimildarleysi. Þetta plagg væri engin flokkun á þvi hverjir tækju við peningunum i reynd, heldur einungis uppsetningarat- riði. Höskuldur kvaðst ekki búast við að tollaskuld Morgunblaðs- ins væri greidd með öðru fé en þvi sem koma ætti inn fyrir áskriftir. Þegar honum var bent á að Morgunblaðinu heföu verið færðar til tekna 1.440.000 krónur fyrir áskriftir, fyrir utan þessar 720 þúsund krónur, kvaðst hann ekki geta skýrt það, enda hefði ritari sinn með þetta mál að gera undir lauslegu eftirliti sinu. Hins vegar væri öruggt að Morgunblaðið teldist i þessu til- felli hvorki til landsmálablaðs né þingflokks. Þetta fé gæti sér vitanlega hvergi komiö annars staðar frá en af áskriftum. Haraldur Sveinsson kvaðst telja að Sigurður hefði rétt fyrir sér. Það væri ekki búið að ganga frá neinu nema áskrift blaðanna og þar sem fjárveiting til fjöl- miðla hefði nú verið skorin niður um átta milljónir, lægi nokkurn veginn ljóst fyrir að ekki yrði úr öðru fé að spila. Ef i ljós kæmi að Morgunblaðið hefði af einhverjum ástæðum fengið meira fé en væri fýrir hendi, yrði það endurgreitt. —Ó.T.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.