Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 19.07.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. — Laugardagur 19. jiili 1975 —161. tbl. Stórkaupmenn og Verzlunarráð mót- mœla 12% vöru- gjaldinu — baksíða HEIMA- Smábátaeigendur TILBÚNAR fá aðstöðu við SAGNIR — ísland náði einu Gelgjutanga - baksíða — bls. 3 ðkumœlar í leigubíla fyrir 8 farþega og fœrri: Ríkið œtlar að fá 34 millj- ónir frá 300 leigubílstjórum — á ári, segir formaður Frama r HUM IR AÐ BERJA OG BANGA Fallega heldur hiín á hamrinum, hnátan sú arna, hreinræktaður Týrari i Eyjum. Hún er að banga saman danspallinn stóra, sem þau ætla að dansa á um næstu helgi á þjóðhátiðinni á Breiðabakka, og þá verður mikið um dýrðir. Þá sleppir hún trúlega hamrinum og stlgur dansinn af elju á handaverkum sin- um. Ljósm. Guðm. Sigfússon. „Þetta er hreinn dauði fyrir okkur, og ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á, að þessi reglugerð verði nokkurn tima látin koma til framkvæmda,” sagði úlfur Markússon framkvæmdastjóri Bif- reiðastjórafélagsins Frama, um tilkynningu fjármálaráðuneytisins, þar sem tilkynnt er að ökumælar skuli settir i disilknúna leigubila. 1 tilkynningunni er kveðið svo á, að frá og með 25. september næstkomandi skuli ökumælar vera I disilknúnum leigubilum, sem taki átta farþega eða færri og beri að greiða þungaskatt af bll- um þessum i samræmi við öku- mælana. Hingað til hefur aðeins fast gjald verið greitt af þessum bilum árlega. Clfur sagði, að þetta væri reiðarslag fyrir þá leigubílstjóra, sem hafa notað disilknúna bila. 1 nýlegum útreikningi félagsins kom fram, að á þriggja ára bili er það 4003 krónum minna, sem rikið fær i sinn hlut af meðaldisil- leigubil en meðalstærð af bensin- bil, miðað við núverandi fyrir- komulag. Sé hins vegar miðað við ódýrasta fáanlegan disilbil og ódýrasta fáanlegan bensinbil, fær rikið 14-16 þúsund krónum meira fyrir bensinbilinn. Hér er miðað við 45 þúsund kilómetra árs- akstur. Hlutfall launa hefur lækkað Úlfur vakti athygli á þvi, að þegar um leigubila er að ræða, fæst aðeins um 55% aksturs þeirra greiddur. Hitt fer i svo- kallaðan dauðan akstur, gabb og fleira, sem ekki kemur til tekna. Verði tekið upp kilómetragjald fyrir akstur disilbilanna, þýðir það að þeir geta með engu móti borið sig. Hann sagði að verðgrundvöllur leigubila hefði verið reiknaður út samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar 15. marz 1974. Þá var heiidartala á rekstri leigubils 1.308.436,00 krónur, en þar af voru laun bilstjórans 636.434,00 krónur, eöa 48,64%. 9. april i ár var heildartalan orðin 1.988.159,00 krónur og laun leigubilstjórans 756.337.00 krónur, eða 38.04%. Þá var siðasta gengisfelling ekki komin inn i taxtann. Hann benti einnig á, að leigubilstjórar væru mjög hnuggnir yfir þvi, hve hár taxti þeirra væri orðinn, og myndu fagna hverri þeirri aðgerð stjórnvalda, sem yrði til að unnt yrði að lækka taxtann. „Það má nánast segja, að nú orðið taki menn tæpast leigubila nema i neyðartilfelli eða svo út úr drukknir, að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera,” sagði Úlfur. Leigubflar 10% bila i þessum stærðarflokki Hann benti á, að óréttlátt væri að leggjast svona'á leigubilstjóra undir þvi yfirskini, að verið væri að jafna aðstöðu manna. Disil- knúnir leigubilar eru nú um 300, eðaum 10% af disilknúnum bilum I þessum stærðarflokki, en hin 90% sleppa þó við ökumæla og þar með kilómetragjald af akstri. Hann benti einnig á, að bændur, sem eiga disiljeppa, þyrftu aðeins að borga hálft fastagjaldið. „En þessir 300 leigubilstjórar eiga að borga 34 milljónir á ári,” sagði Úlfur, og taldi heppilegra að herða ögn á þungaskattinum og leggja hann á alla. Með þvi móti næðist sama tala með verulega minni skattlagningu á hvern bil og án þess kostnaðar, sem öku- mælarnir hafa I för með sér. Leigubilstjórar hafa mótmælt þessum skatti og rætt við fjár- málaráðherra um málið. Úlfur taldi, að ráðherra hefði ekki fengið réttar upplýsingar um það — „heldur er engu likara en hann hafi fengið þær frá einhverjum, sem hefur sérStakan fjandskap við stéttina.” Ráðherra hafði tek- ið máli þeirra vel og lofað að endurskoða það og afnema reglu- gerðina, ef leigubilstjórar færu þar með rett mál. —SHH „Það er hugmyndin, sem svífur spontant ó mig/' — seglr Alfreð Flóki i viðtali á bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.