Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg. —Laugardagur 26. júli 1975 — 167. tbl ISLAND VANN LEIK — baksíða „Þœgilegt að búa um borð" — Rœtt við enskan skútukarl í Reykjavíkurhöfn — bls. 2—3 Veizluna verður að halda á fjórum stöðum — bls. 3 Lítið borgað fyrir lykkjuna — baksíða Hverjir mega veiða í Þingvalla- vatni? — baksíða Opna mat- stofu — gefa veitingarnar — baksíða Sólarlaust -vœta öðru hverju A Suðurlandi > irður suðlæg átt og skýjað um helgina. Bú- ast má við vætu öðru hvoru. Hiti verður um 10 stig. Vestan til á Norðurlandi og norðan til á Vestfjörðum verður norð- austan átt og kólnar niður í 8 stig. Þurrt verður austan til á norðuriandi. HE Samneyzlan kostar hvert mannsbarn 280 þúsund kr. Samneyzlan á að kosta hvert mannsbarn á islandi kr. 280.020 á þessu ári. Fjögurra manna fjölskylda verður þvi að greiða 1.1 2 0.080 k r ó n u r. Samneyzla er kallaður sá sameiginlegi kostn- aður landsmanna, sem fer í gegnum rikis- og sveitarsjóði i sköttum, tollum og alls konar álögum. Ekki er hægt aö fullyrða, að fyrrnefndar tölur standist upp á krónu, en þær eru reiknaðar út eftir beztu fáanlegum upplýs- ingum. Eftir tveggja milljarða niðurskurð á fjárlögum varð niðurstaðan sú, að útgjöld ríkis- ins yrðu 49.760 milljónir króna á þessu ári. Niðurstaða sveita- sjóðanna var 10.900 milljónir. Samtals gerir þetta 60.600 milljónir, sem skiptast niður á 216 þúsund íbúa landsins. Fyrir þessa peninga má svo fá þónokkra þjónustu. Þeir eru notaðir til menntamála, lög- gæzlu, heilsugæzlu og yfirleitt 'allra framkvæmda og starf- semi á vegum rlkisins. Þeir, sem þurfa að greiða þessi gjöld og telja þau of há, eru á önd- verðum meiði við þá, sem þau koma til góða, umfram það sem venjulegt er. Sem betur fer er það minni hluti þjóðarinnar, sem t.d. þarf að njóta dýrrar læknishjálpar árum saman, en það er samneyzlukerfið, sem gerir að verkum, að þetta fólk þarf ekki að deyja vegna þess, að það á ekki peninga. —ÓT Grósleppan: VÍST ER HÚN FALLEG Sumum þykir grásleppa fjarskalega vondur matur, þótt i annarra munni sé hún hreinasta sælgæti. En allir ættu aðgeta orðið sammáia um, að grásleppa hangandi á trönum vestur viö Ægissiðu getur veriö einkar falleg sjón, eins og þessimynd Braga sýnir. Kappflug? ÞOTIÐ HLIÐ VIÐ HLIÐ TIL ÍSLANDS „Nei, þetta var ekkert kapp- flug af okkar hálfu, slikt stundum við ekki,” sagði Henning A. Bjarnason, flug- stjóri á Flugleiðaþotunni frá Kaupmannahöfn á fimmtu- daginn var. Þann dag voru tvær glæsilegar þotur frá ís- landi lengi vel „hlið við hlið”, ef svo má segja, Flugfélags- þotan i 31 þús. fetum, Air Vikingþotan i 37 þúsund fet- um, og örlitið austar. í flugstöðinni i Kastrup var fjölmenni mikið af Islending- um sem biðu eftir fari heim með þotunum. Air Viking komst i loftið á undan keppi- nautnum, 20 minútum á undan eigin áætlun og 10 min. á undan Flugleiðum, sem þegar var orðin verulega eftir áætl- un þennan daginn vegna skoð- unar, sem framkvæmd hafði verið á þotunni i Keflavik þá um morguninn. Nokkrum minútum eftir flugtak hjá Air Viking, fór Flugleiðavélin i loftið. Norður af Danmörku var hún svo komin „upp að hliðinni” á Vikingaflugi og mjakaðist hægt og bitandi framúr, enda er flughraði 727 vélanna frá Boeing eilítið meiri en þeirra af gerðinni 707, sem Air Viking hefur yfir að ráða. Þegar Air Viking þotan lenti mjúkri og góðri lendingu i Keflavik, voru farþegar úr Flugleiðaþotunni að ganga inn I dýrð og dásemd sölubúðar- innar i frihöfninni, en þar höfðu afgreiðslumenn ærinn starfa eftir að Air Viking far- þegar bættust i hóp Flugleiða- farþeganna, og tollgæzlan hafði ekki siður I mörgu að snúast. JBP ALMENNINGS- ÁLITIÐ OG LÝÐRÉTTINDIN leiðari bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.