Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 26. júli 1975. 9 Med heims- meistara f andstöðunni Þegar þetta er skrif- að, hefur italska sveitin einn og hálfan leik i forskot á næsta keppi- naut. Þótt ítalirnir eigi eftir þrjá leiki, Hol- land, Portúgal og Bretland, hljóta þeir að teljast mjög sigur- stranglegir. Orrustan um annað sætið stendur milli Frakklands og Bretlands, en hún er einkar mikilvæg að þessu sinni. Verði ítalia nr. 1, fær nr. 2 þátttökurétt i næsta heimsmeistaramóti (ítalirnir eru nefnilega heimsmeistarar og senda sveit hvort eð er). Frammistaða islenzku sveitarinnar hefur valdið mikl- um vonbrigðum, svo að ekki sé meira sagt. En það biður betri tima að ræða það nánar. Leikur okkar gegn ttaliu var ekki eins slæmur og tölurnar benda til, þótt við höfum tapað honum 19-1. Heppnin var með betri sveitinni. Fyrsta sveiflan kom i spili nr. 5, þegar heims- meistararnir, Garozzo og Franco„sögðu hálfslemmu, sem Hallur og Þórir leiddu hjá sér. Norður gjafari/NS á hættu: 4 K83 ¥ AG54 ♦ DG 4 9852 4 AD1097 4 4 ¥— ¥ K10863 ♦ K752 ♦ Á10943 4 A1076 4 G652 y D972 e 86 4 D43 4 KG ADIO ¥- ♦ K + A107 KIO t A109 + G 1 opna herberginu voru sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur Stefán Garozzo Simon Franco P ÍH P 1S P 2T P 3L P 3T P 4T P 4G P 5L P 5T P 6T Sfmon spilaði út spaðafimmi og ásinn átti fyrsta slaginn. Litill spaði frá blindum, áttan frá norðri og Garozzo trompaði. Litið hjarta trompaði i blindum og enn trompaður spaði. Nú er spilið borðleggjandi ef trompin liggja tvö og tvö, en Garozzo gerði sig ekki ánægðan með að þurfa að treysta á það. Hann trompaði hjarta og spilaði laufi heim á kóng. Enn trompaði hann hjarta og var núna staddur inni á spili blinds: « DG * 985 4 G VD ♦ 86 *D4 Ef trompin hefðu skipzt, D6 hjá norðri og G8 hjá suðri, þá hefði spilið verið tapað i þessari stöðu. Norður hefði nefnilega getað trompað spaðann, sem sagnhafi hefði neyðzt til að spila frá blindum, með háspili sinu, og það hefði friað hjá félaga hans trompslag. En eins og spil- ið lá bjargaði heimsmeistarinn andlitinu. — Hann lagði barna- lega gildru fyrir norður. Tók fyrst kónginn i tigli og spilaði siðan spaðatiu, en norður trompaði samt með tromp- drottningu. — Þvi miður átti suður ekki tromptiuna. í lokaða herberginu létu félagar okkar sér nægja fimm tigia, sem er traustur gamesamningur. Við töpuð 11 imp. Eftir hálfleikinn vorum við 40 imp undir. Heimsmeistararnir drógu sig þá i hlé, og seinni hálfleikinn spiluðu De Stefano og Milano með Mosca og Sbarigia. Þeir fengu ekki nema 4 imp frá okkur, 22-26. Pölland hefur i þessu Evrópumóti — eins og mörgum áður — sýnt, að þeir kunna vel að halda á spilunum. Þótt við spiluðum illa á móti þeim, hafði okkur nærri tekizt að merja út úr þeim eitt af þessum tuttugu vinningsstigum, sem áttu að vera til skiptanna. Vestur gjafari/ allir á hættu. 4 ADG108 ¥ADG1054 ♦ 2 4 8 4 K5 4 943 ¥ K872 ¥ 6 ♦ KG86 ♦ AD753 * D62 * K975 4 762 ¥ 93 ♦ 1094 4 AG1043 ! opna herberginu voru sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður Wolny Stefán Swatier Simon 1T 3L 3T P P 4T D 4S P P 5T D P P P Vörnin gerði engin mistök og ágóðinn varð 800 til íslands. Á hinu borðinu hafði Jón möguleika á að krækja í slatta af stigum. Enginn maður með rautt blóð i æðum hefði þó getað fengið sig til að segja pass i stöðunni, sem hann lenti i: Vestur Norður Austur Suður Jón Maciezczak Jakob Polec P ÍH P P ÍG 3S P 4H P P P Laufasjöi var spilað út og blindur átti slaginn á ásinn. Niunni i hjarta var nú svinað hringinn og þegar sagnhafi hélt áfram með hj r-a tryggði hann sér tiu slagi, en 1:1 eð þvi að taka spaðasviningu hefði hann get- að'seilzt eftir 11. slagnum, eins og sjá má eftir á. — Island hagnaðist um 5 imp á spilinu. Stefán Hér áður Láttu ganga Ijóöaskrá Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu alveg sammála um öll atriði i sambandi við jafn alvarlegt mál og það að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Þótt ekki þurfi að deila um mánaðardag- inn sem valinn var i þessu tilliti geta menn skemmt sér við að deila um klukkan hvað útfærslan á að fara fram. Og úr þvi að rikisstjórnin hefur ákveðið að hefja viðræður við rikisstjórnir annarra þjóða um þetta mál, væri ekkki úr vegi að deila svolitið um á hvaða tungumáli þær eiga að fara fram. Við Alþing vort við alla tið ótal vonir bindum. Nú þreyta heimsfrægt þorskastrið þingmenn i ýmsum myndum. fyrr var enginn hlutur til Þeir kunna vel við karpið sitt og kjósa að beita táli. Þótt einn segi þetta, annar hitt eru allir á sama máli. En það eru ekki allir á sama máli um hinn svonefnda 12% skatt. Hefur komið fram i blöðum að ýmsum finnist að sér vegið með álagningu hans. Þetta mun þó vera löglegt athæfi og er það þó allavega bót i máli. Nú búið er að semja um kaup og kjör. Kannski fékk einhver það sem honum bar. Að semja um það þeir höfðu handtök snör að hækka mætti ekki vörurnar. Þau loforð fokin eru út f vind. Okkur með þvl hefur verið kennt að vor stjórn mun teija sáralitla synd, þótt svikistu um I vinnu um 12%. Að undanförnu höfum við lesið um það i blöðum, hvernig Breiðholtið litur út frá félagsfræðilegu sjónarmiði. Það er ekki fögur sjón sem blasir við þeim blessuðum. Sjálfsagt er allt rétt sem félagsfræðing- arnir sögðu. Að minnsta kosti ég get tekið undir með þeim af heilum huga. Ég á heima i Brciðholtinu, þótt húnvetningur ég sé. Ég tygg þar með morgunmatnum töflu af L.S.D. Er kem ég i hádegismatinn, ég hlamma mér á minn rass, borða velling og ýsu. Á eftir reyki ég hass. i eftirmiðdagskaffið arka ég heim til min, drekk mina undanrennu og et þá mitt kókafn. Er kvöldmatnum minum er lokið ég leggst á mitt breiða bak i sófann i stofunni minni og sýp þar mitt konfak. Undanfarna áratugi hafa mörg strfð veriðháðiheiminum. Þvi fleiri sem stríð- in eru, þeim mun meira ræða menn um að treysta friðinn. Nú berjast menn um allan heim fyrir lifi sinu með blýi og stáli skóflum og hökum og Iffi minu til þess að verði kannski friður í Iffi þinu. Hér á landi eru lika háð strið, þótt ekki séum að ræða mannskæðar orrustur. Það er ekki bara i útlöndum sem menn finna þörf hjá sér til að drottna. Hann reiðir til höggs. Ég læt kúgast sem heiðvirðum manni sæmir. Hann fer meö mig að vild sinni. Hans er máttúrinn og dýrðin. Hans er valdiö. Samt ber hann hvorki þyrnikórónu né naglaför í iljum og lófum. Ég er lærisveinn hans og þú borgar mér fyrir að svfkja hann ekki. Þá er farið að liða að lokum þáttarins. Ég ætla aðeins i lokin að segja ykkur hvernig guð skapaði heiminn ef þið skyld- uð ekki vita það. Hér áður fyrr var enginn hlutur til og ekkert sem er nú i kringum mig. Þá skeðu þessi undur sem ég alls ekki skil að andi Drottins fæddi sjálfan sig og bjó til stóran heim og gekk það greitt, en efnið sem hann notaði var alls ekki neitt. Ben.Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.