Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 16
16______________________________________________________________________________________________________________________________________________Vlsir. Laúgdrd’agfar 26. júlf ið75.‘ | f DAQ J D KVÖLD | Q □AG | D KVÖLD | Q □AG Hvað er framundan í íslenzkum stjórnmálum? Þetta er stór spurning, sem þeir Elias Snæland Jónsson, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri VIs- is og Hjálmar W. Hannesson, menntaskólakennari, ætla að reyna að svara. Umræðunum stjórnar Baldur Kristjánsson, félagsfræðingur. I þættinum var einkum rætt um, hve rikisstjórnn yrði langlif og hver yrðu erfiðustu málin, sem hún yrði að kljást við. í þessu sambandi voru nefnd við- skiptamál, hermál og kjör- dæmamál. Einnig var töluvert rætt um efnahagsmálin og sundrungu á vinstri væng stjórnmálanna. Ekki gátu kempurnar endað þáttinn án þess að ræða land- helgismálið, að sögn stjórnanda Myndin er tekin við upptöku á umræðuþættinum „Hvað er framundan i islenzkum stjórnmálum. Til vinstri við borðið situr stjórnandi þáttarins, Baldur Kristjánsson, þá El.ias Jónsson. Hægra megin eru Hjáimar W. Hannessori og Þorsteinn Pálsson. þáttarins. Eins og er yfirleitt venja I svona þáttum, þá fóru umræður fram i mesta bróðerni og vin- skap, þótt skoðanaágreiningur væri töluverður. Að sögn stjórnandans voru umræður allfjörugar. —HE n Hálftíminn" kl. 19.35 í kvöld: Ritskoðun og tjáningarfrelsi — Jónatan Þórmundsson prófessor og Sverrir Kristjánsson rithöfundur koma fram í þœttinum í hálftimanum að þessu sinni verður fjallað um ritskoðun og tjáningarfrelsi. En þættir urn þetta efni verða i útvarpinu næstu þrjá laugardaga. Þátturinn i kvöld fjallar aðal- lega um lagalega hlið ritskoðun- ar og tiáningarfrelsis. I næsta þætti verða tekin dæmi af rit- skoðun hjiá stofnunum eins og útvarpi og sjónvarpi. Siðasti þátturinn verður um dagblöðin og kvikmyndaeftirlitið. f kvöld mun Jónatan Þór- mundsson, prófessor, ræða um lagalega hlið þessara mála. Þá er viðtal við Sverri Kristjáns- son, sagnfræðing. Eins og landslýður veit, þá eru Ingólfur Margeirsson og Lárus óskarsson umsjónar- menn „Hálftimans”. —HE Bornatími kl. 17.15 á sunnudag: / »Fagur fiskur f • W g M I S|0" - Kristín Unnsteinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna þœttinum i barnatimanum verður samantekið efni um hafið og lifið, sem þar hrærist. Sögð verða tvö ;stutt erlend ævintýri, ,,Blái vettlingurinn” og „Karfa kjáninn”. Einnig verður ævintýri úr Rauðskinnu, sem er bók um Is- lenzkan fróðleik. Heitir ævin- týrið: „Svo llða tregar sem tlöir” Séra Jón Thorarensen skrásetti þetta ævintýri, áem er mjög fallegt og skemmtilegt að sögn annars stjórnanda þáttar- ins, Ragnhildar Helgadóttur, bókasafnsfræðings. Samtíningur úr þjóð^ögún- um, hvað viðkemur hafinu, t.d. sækýr og þess háttar, verður einnig á dagskrá. Svo verður leikin tónlist eftir Debussy og úr Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. —HE .Verjum gggróöur] verndum' land Pétur Pétursson útvarpsþulur sér um dagskrá, sem tekin var upp á heilsuhælinu I Hveragerði. Útvarp kl. 20.10 á sunnudag: „Á grasafjalli" Pétur Pétursson, útvarpsþul- ur, sér um þátt með blönduðu efni, sem hann kallar „A grasa- fjalli I Hveragerði”. Efni I þáttinn safnaði Pétur að heilsu- hælinu að Hveragerði, en þar dvaldist Pétur I nokkra daga. Sumt af efninu er tekið upp á kvöldvökum á heilsuhælinu, einnig eru viðtöl við nokkra hælisgesti og starfsmenn þar. Sagði Pétur, að á heilsuhælinu I Hverage'rði dveldist fólk úr öll- um landsfjórðungum og væri fróðlegt og skemmtilegt að rabba við þetta fólk. M.a. ræðuir Pétur við gamla sveitunga Arna Pálssonar, þau Auði Guðbrandsdóttur, starfs- stúlku á heimilinu, og Þorvarð Júllusson, bónda á Söndum I Miðfirði. Þau segja frá minnisstæðum atvikum I sambandi við Arna Pálsson og kemur fram tvenns konar skilningur I frásögnum þeirra. Þarna á hælinu voru tveir menn, sem voru söngmenn fyrr á árum en eru nú um sjötugt. Þeir heita Bjarni Bjarnason læknir og Magnús Agústsson frá Birtingaholti. Þeir rifja upp gamla söngva og syngja dúett fyrir útvarpshlustendur. Asdls Rlkarðsdóttir annast undirleik. Frimann Jónasson, fyrrver- andi skólastjóri, segir gaman- sögur af sveitunga sínum, Stein- grími á Silfrastöðum. Ingibergur Bjarnason, starfs- maður á hælinu, syngur 3 lög eftir Selmu Kaldalóns, systur Sigvalda Kaldalóns. Undirleik- inp annast Selma sjálf. Eitt ljóðið við lag eftir Selmu, orti eiginmaður Selmu, Jón Gunn- laugsson, læknir f heimsókn á hælið kom Kristján Ingólfsson, námsstjóri á ’Austfjörðum, og tók Pétur hann tali. Þar rifjar Kristján upp dvöl slna fyrir nokkrum ár- um á hælinu, segir frá hælis- bragnum eins og hann var þá. En samtima Kristjáni voru á hælinu ýmsir merkir menn eins og Hermann Jónasson, fyrrver- andi ráðherra, og Jóhannes úr Kötlum, skáld. —HE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.