Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 26. júli 1975. visiftsm: Skildurðu álagningarseðilinn þinn? Hjörleifur Ilelgason, verzlunar- maður: Já, vegna þess að ég haföi séð dæmin i blöðunum áður en ég fékk seðilinn minn. Lokatal- an mln lá alveg ljósfyrir, þar sem ekkert var að draga frá. Halldóra Júlíusdóttir, húsfrú: Nei, ég skildi hvorki upp né niður I seðlinum. Það hefði þurft að senda Ut skýringar áður en álagn- ingarseðillinn fór út. Dagbjört Mikaelsdóttir, sjúkra- liðanemi: JU, ég skildi hann alveg hreint. Það var vegna þess að ég var bUin að lesa skýringarnar, annars hefði ég ekkert botnað i þessu. Björn Valgeirsson: JU, það gerði ég, en það velktist allverulega fyrir mér. Bezt hefði verið að bæði álagningarseöillinn og sá frá Gjaldheimtunni hefðu borizt samtimis til skattgreiðenda. Sæmundur Gunnarsson, trésmið- ur: Ég tel mig hafa skilið hann. Upplýsingar eða skýringar fékk ég reyndar frá skattstofunni áður en ég hóf lestur hans. Ragnar Kruger, járnsmiður: Nei, langt þvi frá. Ég veit ekkert hvað ég á að borga og skýringamar á baksiðunni hjálpa litið. Það er lit- ið gagn að þvi að senda Ut svona seðla, Ur þvi' að tilgangur þeirra er að fræða fólk um gjöld þess og svo eru þeir óskiljanlegir. ,Þoð er þœgilegt oð búa um borð' — sagði Morgan, sem býr ósamt íslenzkri konu sinni um borð í skútu í Reykjavíkurhöfn Það var vistlegtum borð hjá þeim Sigrúnu og Neil Morgan, enda er búið um borð I skútunni svo dögum og mánuðum skiptir. Ýmsir Reykvikingar hafa verið aö velta fyrir sér hverjir væru eigendur að þessari ljóm- andi fallegu skútu, sem legið hcfur úti fyrir Skúlagötunni I sumar. Skútuna eiga ung hjón. Hún er islenzk og heitir Sigrún Hólm- steinsdóttir Morgan, en hann er enskur og heitir Neil Morgan. ,,Við vorum á puttaferðalagi i Póllandi, þegar við fengum þá hugmynd, að gaman væri að eignast skútu og sigla henni um heiminn. Sumarið ’72 keyptum við okkur 23 feta skUtu og vorum á henni eitt sumar,” sagði Sig- rUn. ,,Ég hafði aldrei siglt neitt að ráði áður en ég keypti skUtuna, en hafði lesið mér til um sigl- ingar og báta. Svo notaði ég hyggjuvitið, en reynslan hefur verið minn bezti kennari i þess- um efnum,” sagði Neil Morgan. „Fyrir ári keyptum við okkur svo þessa skUtu, sem er 53 ára gömul af irsku bergi brotin. SkUtan heitir „Saoirse”, sem þýðir frelsi, en nafnið er táknrænt fyrir Irska lýðveldið.” Upphaflega var skUtan byggð sérstaklega fyrir hnattferðir, þar af leiðandi er hUn óvenju- lega sterklega byggð til þess að geta þolað verstu veður.” M ## LESENDUR HAFA ORÐIÐ ER TRUIN A MYRKRA- HOFÐINGJANN KANNSKI ENGIN DULTRÚ"? 325 krónur fyrir að opna símann — en fimm dagar síðan símareikningurinn var borgaður Símnotandi hringdi: „Ég borgaði siifiareikning minn inn á giró-reikning Pósts og sima þ. 23. april. Þann 28. april var simanum lokað. Að fengnum upplýsingum um, að ég væri bUinn að borga simann, var hann strax opnaður aftur. NU leið timinn og löngu seinna fékk ég simakvittanir i póstin- um. En viti menn, þarna var tala, sem ég kannaðist alls ekki við, kr. 325. Fyrir hvað haldið þið? JU, fyrir það að opna hjá mér simann aftur! Þar sem ég fékk kvittanirnar svona löngu seinna hefði alveg eins getað farið svo að ég hefði ekki tekið eftir þvi á þessum gataspjöldum fyrir hvað ég var að borga, eða ætliþað sé ekki svo með marga? 325 krónur er kannski ekki mikið fé, en þó það fé, sem mér fannst að réttu lagi að ég ætti ekki að borga. Ég fór þvi á stUf- ana og vildi fá leiðréttingu minna mála. Þá rakstég strax á veggi. Það stóð nefnilega á reikningnum, að ég hefði átt að borga fyrir 10. apríl. Það skipti engu máli, að ég hafði borgað 5 dögum fyrir lokun simans. Greiðsluna höfðu þeir á Pósti og sima ekki fengið, þegar lokað var, svo að þeir gátu rukkað mig um 325 krónur. Mé er bara spurn: Er réttlæti i þessu? Já, og annað— ég veit til þess að greiðslur á giróseðl- um taka stundum allt i 10 daga. Við skulum segja, að ég hefði greitt fyrir 10. Þá hefðu þeir getað lokað hjá mér 20. april og ég siðan orðið að borga til að fá simann opnaðan.” Hermann skrifar: „Ég er alinn upp i guðsótta og góðum siðum, að ég bezt veit, og mér var kennt að óþarfa blót væri ljóður á ráði hvers manns. Ekki sizt á bölv og ragn illa heima i nánd við guðshUs og guðsmann. Ég man eftir þvi einu sinni, þegar ég var að taka gröf heima i sveitinni minni, að mér varð á að nefna eitt af nöfn- um myrkrahöfðingjans i sam- bandi við stóran stein, sem var mér óþægur. Þá sagði sá, er með mér var, roskinn hUsa- smiður: „Segðu ekki ljótt i kirkjugarði, væni minn.” Þetta hefur alltaf siðan setið I mér. Mig rak þvi heldur betur i stanz, er ég sá guðsmann Visis, þennan sem skrifar i „lesendur hafa orðið” nokkrum sinnum i viku, taka upp i sig munnsöfnuð, sem mér finnst alls ekki sæm- andi, allra sizt presti. Mér varð á að hugsa, hvers konar hugar- far stæði á bak við þetta orð- bragð. Vafalaust hefur þetta átt að vera snjallt stilbragð, en mér fannst það i æpandi ósamræmi við allt annað. Kannski má segja sem svo, að ekki skipti máli hvaða orð maður notar, en skyldi ekki pUkinn enn vera á fjósbitanum — eða ætli hann sé kominn inn á kirkjubita? Hvernig væri að prestastefnur létu svona mál til sin taka — eða er trúin á myrkrahöfðingjann kannski engin dultrU?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.