Vísir - 02.08.1975, Qupperneq 2
2
Vísir. Laugardagur 2, ágúst 1975
TÍSIK SPTS'-
Ætlarðu út úr
bœnum
um helgina?
Brynhildur ólafsdóttir: Já ég ter
norður að Mývatni. Yfirleitt fer
ég eitthvað út úr bænum, ekki
endilega á sama stað.
Jakob Gunnarsson, háskólanemi:
Ég verð hér i bænum og ætla mér
að vinna yfir helgina.
Hildur Mikaelsdóttir: Ég bý úti á
landi en verð hér um helgina i
Reykjavik. Ég hef ekkert sér-
staklega skoðaö, hvaö borgin
býður upp á.
Sigurður Gislason, starfsmaöur I
Héðni: Nei, ég ætla að hvila mig.
Fólkið tinist burt úr bænum og lit-
ið er um umferð. Þá er ósköp
notalegt að rölta um bæinn.
Svanborg Danielsdóttir, talsima-
kona: Nei, ég kemst ekki, þar
sem ég verð að vinna. Venjulega
fer ég eitthvað, ef þess er kostur.
Litið hef ég athugað, hvað
skemmtanalif borgarinnar býður
upp á.
Aslaug Asgeirsdóttir, kcnnari:
Ég kemst ekki vegna vinnu minn-
ar. Mér lizt alls ekki illa á að vera
i bænum um helgina. Það verður
aö sjálfsögðu nokkuð dauft, en
mér finnst ágætt að vera i róleg-
heitum.
Getum sparað mannamat
með aukinni grasmiðlsvinnslu
— og gert landið verðmœtara um leið
Þaö er reisulegt heim að lita. Lengst til vinstri er grasmjölsverksmiðjan, útihúsin fyrir miðju og gamla
bæjarhúsið þar nokkurn veginn á bak við, loks kirkja. Þeir Páll og ólafur hafa reist sltt húsiö hvor aust-
ur af kirkjunni.
Vísir heimsœkir
grœnfódurverk-
smiðjuna í
Brautarholti — þó
einu hérlendis
í einkaeign
„Mest af framleiðslu
okkar fer út á land,
beint til bændanna,”
sagði Páll ólafsson i
Brautarholti á Kjalar-
nesi, en hann og Jón
bróðir hans reka einu
grænfóðurverk-
smiðjuna á íslandi,
sem er i einkaeign.
„Það er gaman að eiga
viðskipti við bændur,” sagði
Páll. „Þeir eru mjög áreiðan-
legir i viðskiptum og standa vel
fyrir sinu.”
Visir renndi sér upp að
Brautarholti, þegar sólin skein
núna i vikunni. Gufuna frá hey-
þurrkaranum ber hátt við loft
og hún blasir meðal annars við
frá Reykjavik. A hlaðinu stóðu
tveir vörubilar með há skjól-
borð, dráttarvélar og gaffal-
lyftari, og i varpanum stórt tæki
og fyrirferðarmikið, sem er
stærsta og fullkomnasta sláttu-
vél á íslandi.
Þessa vél keyptu þeir
Brautarholtsbræður i fyrra og
kostaði hún þá fimm milljónir
króna. Þar af fékk ríkið eina i
skatta og skyldur. Hún slær með
tveimur ljáum, saxar heyiö og
blæs þvi upp i vagn, sem siðan
er hægt að sturta úr beint upp á
vörubil. Geta má nærri, að þessi
vél er mjög afkastamikil. Hún
ermeð240ha. V-6 disilvél, sams
konar og er I GM vörubilunum
Páll ólafsson, Brautarholti.með
grasköggla Ihöndunum. Myndir
SHH
og þykir einkar góð. Vélin er
með drifi á öllum hjólum, og
bæði hjóladrifin og annað
gengur allt fyrir vökvaafli.
„Það var nauðsynlegt fyrir
okkur að fá þessa vél,” sagði
Páll. „Það er óhjákvæmilegt að
flytja grasið nokkuð langt að i
sumum tilfellum, og það verður
að flytja það á bilum. Það er
margfaldur vinnusparnaður að
geta sturtað þvi svona beint á
bilana.”
Brautarholtsbræður eru með
stór tún sjálfir, og mikla græn-
fóðurrækt að auki. Þar að auki
hafa þeir litillega tekið gras af
nágrönnum og kögglað fyrir þá.
Daginn, sem við heimsóttum
þá, var til dæmis verið að vinna
hey frá bæ i Kjósinni.
Heyinu er sturtað af bilunum
á steypt plan fyrir framan verk-
smiðjuna. Þaðan er þvi ýtt með
dráttarvél inn á færibandiö,
sem flytur það I þurrkarann. t
Brautarholti er svokallaö há-
hitakerfi, sem þurrkar heyiö við
940 gráðu hita, og er heyiö um
eina minútu að fara I gegnum
þurrkarann. Orkugjafi við hit-
unina er svartolia, og þarf rúma
30 litra af oliu fyrir hver 100 kiló
af grasmjöli. Eftir þurrkunina
kemur fóðrið sem mjöl eða
kögglar, eftir þvi hvers óskaö
er.
„Háhitakerfið er þrautreynt á
þessu sviði,” sagði Páll. „Það
hefur gefið beztan árangur við
grasverkun með tilliti til varö-
veizlu meltanleika og vitamina I
fóðrinu.” Hann tók sem dæmi
um notagildi grænfóðursins að á
Bakka, næsta bæ við Brautar-
holt, er eitt nythæsta kúabú á
landinu. Þar voru siðastliöinn
vetur gefin 850 kiló af kögglum á
móti 250 kg af innfluttu kjarn-
fóðri á hverju kú, og þannig
sparað stórlega innflutt kjarn-
fóður.
Þeir bræður hófu rekstur
grænfóðurverksmiðjunnar árið
1963. Fyrsti stað höfðu þeir lág-
hitakerfi, og endurnýjuðu verk-
smiðjuna árið 1972 og tóku þá
upp háhitakerfi. Jafnframt
fengu þeir þá aðstöðu til
kögglunar, en fram að þvi höfðu
þeir eingöngu framleitt gras-
mjöl. Fyrsta árið var fram-
leiðslan 100 tonn af grasmjöli,
en jókst fljótlega i 2-300 tonn.
Mesta ársframleiðsla með
gömlu verksmiðjunni varð 350
tonn. í fyrra, en þá var nýja
verksmiðjan komin, varð árs-
framleiðslan 900 tonn. Páll
taldi, að þeir fengju að meðal-
tali um 4 tonn af graskögglum
eða mjöli af hektaranum, en gat
þess, að i Danmörku, sem er
þriðja mesta framleiðsluriki
heims á þessu sviði, fengjust
8-10 tonn af hektaranum.
„Það er nauðsynlegt að hafa
yfirdrifið hráefni,” sagöi Páll.
„Það má aldrei verða stöðvun.
Þannig verður jafnframt að
gera ráð fyrir að þurfa að
þurrka eitthvað af heyi, ef með
þarf.
„1963, þegar viö fórum út i
þetta, var grasmjölsframleiösla
ný framleiðslugrein hér á landi.
Ekki var unnt að fá fyrir-
greiðslu hjá lánasjóðum hér,
nema út á byggingar. Þessi
framleiösla naut þá engrar
niðurgreiðslu fremur en nú, en
hefur alltaf oröið að keppa viö
innflutning á kjarnfóðri, sem er
ótollað og söluskattslaust. En
framleiðendur grasmjöls á Is-
landi hafa oröið að borga tolla
og gjöld af rekstrarvörum til
framleiðslunnar. 1 Efnahags-
bandalagslöndunum er talsverð
niðurgreiðsla á hraðþurrkuðu
fóðri, og ef við eigum að keppa á
sömu mörkuðum, verður þessi
framleiðslugrein að fá sömu
fyrirgreiðslu á lslandi. —
En hvernig fóru þeir að þvi að
setja á stofn þessa verksmiðju,
sem er hin einasta I einkaeign á
landinu?
1963 kostaði verksmiðjan okk
ur 1200 þúsund krónur með öllu
og öllu. Þar af fengum við lán
hjá Stofnlánadeild út á húsin,
140 þúsund. Einnig fengum við
lán úr Framkvæmdasjóði árs-
framleiðslan var seld fyrirfram
á nokkuð góðu verði, eða kr. 4,50
kilóið. Til samanburðar má geta
þess, að á siðasta ári urðum viö
að selja á 19 krónur kilóið. Auð-
vitað lögðum við svo fram fé
sjálfir, enda höfðum við búið
hér félagsbúi i 10 ár og vorum
með töluverða mjólkurfram-
leiðslu, og höfðum hana til 1967.
Nú höfum við eingöngu svin,
höfum raunar haft þau með frá
1954, erum nú með 30 gyltur og
um 150 grisi.”
Er þetta hagkvæmara en bú-
rekstur upp á gamla mátann?
„Það er erfitt að likja þvi á
nokkurn hátt saman. Græn-
fóðurverksmiðjan krefst miklu
meira fjármagns, það þarf
stöðugt aö vera að endurnýja.
Það er óhjákvæmilegt að hafa
verulega grænfóðurræktun til
að lengja framleiðslutimann.
Eftir aö gras fer að sölna, er
ekki hægt að láta það fara I
gegnum dýrar vélar, hráefniö
verður alltaf að vera hið bezta.
Þess vegna erum við með græn-
fóðurræktun, á 100 hekturum
lands og 40-50% af hráefni okkar
er grænfóður, sem er 20%
rýgresi en 80% hafrar og bygg.
Með þvi er hægt að hafa hráefni
frá þvi að gras tekur að þrjóta i
ágústbyrjun fram i október, eða
svo lengi sem það er óskemmt
vegna frosta. Við höfum verið I
gangi allt fram til 20. október,
en það er lika það sem við höf-
um komizt lengst. Eitt árið gát-
um við byrjað 31. mai, en lé-
legast var þegar við gátum ekki
byrjað fyrr en 29. júni. 1 ár
byrjuðum við 19. júni.
Vélarnar eru keyrðar allan
sólarhringinn, nema sunnudaga
frá laugardagskvöldi til mánu-
dagsmorguns. Þá er stoppað
vegna þess að við erum meö
lágmarksvinnukraft og reynum
auk þess að reka þetta jafn likt
almennri landbúnaðarfram-
leiöslu og auðið er.”
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
EIGUM VIÐ EKKI AÐ HJÁLPA
HVÍTFLIBBUNUM SVOLÍTIÐ
— þeir geta ekki einu
Góðborgari skrifar:
„Finnst ykkur ekki, að við
eigum að taka höndum saman
og gefa þessum vesalings mönn
um, sem hafa ekki einu sinni svo
miklar tekjur, að þeir geti
borgað útsvar, eitthvað i svang-
sinni borgað útsvar
inn? Við gætum kannski fært
þeim mjólkina heim handa
blessuðum börnunum og
kannski myndu þeir vilja
þyggja tros i matinn frá okkur.
Það versta, sem gæti samt
hent okkur, þar sem við kæmum
með fangið fullt af góðgæti væri
að vesalingarnir væru bara
farnir til Mallorka með alla fjöl-
skylduna. Hvernig stendur á
þessu? Og lúxusbillinn stendur
ónotaður fyrir utan og húsið
með dýrustu fáanlegu teppun-
um er autt.
A Innsiðu Visir á mánudaginn
var fjallað um, hvað verði um
afbrotamenn eftir að þeir koma
úr islenzkum fangelsum. Það
kemur I ljós, aö 63% lentu þar
aftur innan 5 ára.