Vísir - 02.08.1975, Page 6

Vísir - 02.08.1975, Page 6
6 Vísir. Laugardagur 2. ágúst 1975 vísir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ititstjórar: Fréttastjóri: yRitstjórnarfulltrúi:. Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiósia: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Þorsteinn Pálsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Þakkarskuld Islendingar hafa á tiltölulega skömmum tima byggt upp traust hagsældarþjóðfélag. Eigi að sið- ur blasa hér við fjölmörg óleyst velferðarverk- efni. Vist er, að færa má gild rök að nauðsyn ýmiss konar framkvæmda á þessu sviði. Á þrengingartimum i efnahagsmálum eins og þeim, sem við stöndum nú frammi fyrir, er á hinn bóginn erfiðara um vik að koma ýmsum umbóta- málum fram. Við slikar aðstæður verður að vega og meta af meiri kostgæfni en ella, hvaða verkefni eru brýn- ust og þurfa fyrst úrlausnar við. Það hagsældar- þjóðfélag, er við búum við, er árangur af erfiði þeirra, sem nú eru aldraðir. Þeir, sem nú eru komnir á efri ár, hafa lagt grundvöllinn að efna- legri og félagslegri velferð þeirra, sem yngri eru. Fá verkefni eru þvi jafn eðlileg og sjálfsögð, þó að harðnað hafi á dalnum um sinn, og einmitt þau, sem miða aðbættri aðstöðu fyrir aldrað fólk. Borgaryfirvöld i Reykjavik hafa unnið mjög mikið og merkilegt starf á þessu sviði. Ljóst er þó, að verulegur skortur er nú á hjúkrunarrými fyrir aldraða langlegusjúklinga, svo að ekki sé dýpra i árinni tekið. Fjárhagserfiðleikar á sið- asta ári hafa valdið erfiðleikum i þessum efnum sem öðrum, en nú fyrir fáeinum dögum skipaði borgarráð framkvæmdanefnd til þess að skipu- leggja aðgerðir til úrbóta. Flest bendir til þess, að skynsamlegast sé að reisa B-álmuna við Borgarspitalann til þess að bæta úr þessum skorti. Þar má fá rými fyrir um það bil 200 langlegusjúklinga. Sú framkvæmd yrði ódýr að tiltölu, þar sem nýta má þjónustu og aðstöðu, sem þegar er fyrir hendi á spitalanum. Talið er að taka mætti fyrstu sjúklingana til vist- unar jafnvel eftir tvö ár ef Alþingi veitti fé af sinni hálfu til framkvæmdanna þegar á næsta ári. Mikilvægt er þvi, að samstaða takist milli borgaryfirvalda og rikisins um að hefjast handa viðþetta verkefni. Það er ekki vanzalaust að láta það dragast úr hömlu. Ýmsir aðilar hafa viljað leysa brýnasta vand- ann i þessum efnum með þvi að reisa hér innflutt timburhús. Flestum er þó ljóst, að það er lakari kostur. Á hitt er þó að lita, að hér er þörf skjótra úrbóta. Borgaryfirvöld hafa reynt að mæta þessum vanda með ýmsum hætti. Á siðasta vetri var t.d. samþykkt að breyta Hafnarbúðum þannig, að þar yrði langvistunardeild með endur- hæfingaraðstöðu. Gert er ráð fyrir, að taka megi húsnæðið i notkun um næstu áramót, en þar á að vera rými fyrir 25 til 30 sjúklinga. Borgaryfirvöld hafa auk þess á undanförnum árum staðið að margháttuðum framkvæmdum til þess að bæta aðstöðu aldraðra i borginni. 1 • Norðurbrún hafa verið reistar ibúðir fyrir aldraða og þar er einnig aðstaða fyrir ýmiss konar tómstundastarfsemi og þjónustu. 1 fram- haldi af þvi veitti borgin fé til byggingar öryrkjabandalagsins og fær þar yfir 20 íbúðir. Fyrir dyrum stendur svo að reisa stórhýsi i Furu- gerði með 70 til 80 Ibúðum. Af þessu má sjá, að verulegt átak hefur þegar verið gert til þess að bæta aðstöðu aldraðra i borginni. Til viðbótar má svo nefna ýmiss konar aðstoðar- og þjónustustarfsemi á vegum Félags- málastofnunarinnar. En framhjá hinu er ekki unnt að horfa, að þörfin á auknu rými fyrir lang- legusjúklinga er svo aðkallandi, að lengur má ekki dragast að hef jast handa um úrbætur. Þetta verkefni á að sitja I fyrirrúmi. Þeir, sem yngri eru, eiga þakkarskuld að gjalda. Senn þrjátíu ár frá því kjarnorku- sprengjan sprakk yfir Hiroshima Umsjón: GP Milljónir manna um gervallt Japan munu staldra ögn við kl. 8.15 næstkomandi miðviku- dag til að leiða hugann 30 ár aftur i timann tii þess dags, þegar fyrsta kjarnorkusprengjuárás veraldarsögunnar var gerð og Hirosima var lögð i rúst. Sprengjan sú var látin falla ná- kvæmlega kl. 8.15 að morgni miðvikudagsins 6. ágúst 1945. Hiroshima var sjöunda stærsta borg Japans, þegar Kyrrahafs- styrjöldin brauzt út 1941. tbúar hennar voru 344.000. Þegar striðinu lauk, var þessi borg aðeins auðn ein. Borgaryfir- völdum taldist svo til, að 200.000 manns heföu látið lifið, eftir að B- 29 sprengjuflugvél Bandarikja manna varpaði sprengjunni. Upp úr þessari auðn hefur risið ný nútimalegri Hiroshima með 732.000 ibúa. Háar gler- og stein- steypuhallir hafa sprottið upp i dalnum og á bökkum Otafljóts. En viðurstyggð eyðileggingar- innar er mönnum enn i minni. Sérstakur „Friðargarður” hef- ur veriö gerður i borginni til minningar um hina mörgu látnu. Þar inni stendur enn og gnæfir til lofts grind ráðhústurnsins, sem reistur hafði verið fyrir strið og stóð uppi eftir sprengjuna. Fleiri húsarústir eru þar og verða látn- ar standa áfram, án þess að hróflað verði við þeim. Á veggj- um þeirra sumra má greina enn skuggamyndir þrykktar i múrinn af manneskjunum, sem urðu vitislogum helsprengjunnar að bráð. Enn er fólk að þjást og deyja af eftirköstum þessarar vitisvélar Geislavirkt rykið markaði það hel.31. marz siðastliðinn voru 18.624 karlar og konur á skrá yfir þá,sem taldir eru til fórnarlamba sprengjunnar og geislaryksins. Allt þetta fólk verður að vera undir læknishendi enn i dag, 30 ár um eftir sprenginguna. Ár hvert er haldin sérstök minningarathöfn i þessum heljar- garði, sem er i Hiroshima miðri. Til viðbótar þeim, sem áður hefur verið minnzt við slik tækifæri, hafa bætzt 1.725 fórnardyr sprengjunnar, sem dáið hafa siðan siðasta minningarathöfn var haldin i fvrra. í tilefni þessa dags er samtimis efnt til tveggja ráðstefna gegn kjamorkuvopnum. Tvenn sam- tök, sem bæði berjastgegn gerð og notkun kjarnorkuvopna, höfðu boðað til alþjóölegrar ráðstefna, hvor i sinu lagi. Siðustu fréttir herma þó, að likur séu á þvi, að þær verði sameinaðar, vegna 30 ára afmælisins. En daginn, sem minningarat- höfnin fer fram, verður Takeo Miki forsætisráöherra Japans, fjarstaddur. Hann verður nefni- lega i Washington, þar sem hann mun eiga viöræður við Ford for- seta um öryggi norðaustur Asiu. Bandarikjamenn höfðu setulið i Japan eftir striðslok, sem urðu aðeins niu dögum eftir aö sprengjan sprakk yfir Hiroshima og sex dögum eftir að önnur kjarnorkusprengja sprakk yfir Nagasaki. Mikið vatn hefur runniö til sjávar siðan og margt breytzt. Samskipti landa þessara grund- vallast nú á gagnkvæmum öryggissáttmála Japans og Bandarikjanna, sem er horn- steinninn i utanrikisstefnu og vamarmálastefnu Japans. Eru þó vinstrisinnar i Japan mjög andvigir samningnum. Hefur þeim enda tekizt að magna svo mikla andstööu gegn honum, að jafnvel hægrisinnar eru farnir að snúast á sveif með þeim eftir að þeir sáu, hvernig Suöur-Víetnöm- um reyndist varnarsamvinnan við Bandarikin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.