Vísir - 02.08.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 02.08.1975, Blaðsíða 16
16 ________________________________________________________________________________________________ Vísir. Laugardagur 2. ágúst 1975 ! 3AG | 0 KVÖLD | Q □AG 1 0 KVÖLD | Q □AG | SJÓNVARP • Laugardagur 18.00 iþróttir Hlé 20/00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Nú er önnur tið. Kór Menntaskólans við Hamra- hllð flytur tónlist frá 20. öld. Söngstjóri borgerður Ingólfsdóttir. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. 21.00 Gömlu dansarnir. Hljómsveit Guðjóns Matt- hiassonar leikur fyrir dansi I sjónvarpssal. Dansstjóri og kynnir Kristján bor- steinsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.30 Guö hjálpi okkur! (Heavens Above) Bresk gamanmynd frá árinu 1963. Leikstjóri John Boulting. Aðalhlutverk Peter Sellers, Cecil Parker og Isabel Jeans. býðandi Óskar Ingi- marsson. 23.30 Dagskrárlok Sunnudagur 18.00 Höfuðpaurinn Bandarisk teiknimynd. býðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Htgðun dýranna. Banda- rískur fræðslumyndaflokk- ur. Gátan um bláhrafninn býðandiog þulur Jón O. Ed- wald. Hér greinir frá rann- sóknum, sem dýrafræðing- ar við háskólann í Aberdeen hafa gert á lifnaðarháttum bláhrafna. 18.50 Tannpina.Sovésk teikni- mynd án orða um mann sem þjáist ákaflega af tannpinu, en þorir ekki til tannlækhis, og reynir þvi sjálfur að leysa vandann. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og augiýsingar 20.30 Skugginn. Leikbrúðu- mynd. 21.00 Sjötta skilningarvitið Myndaflokkur I umsjá Jökuls Jakobssonar og Rúnars Gunnarssonar. 5. þáttur. Huglækningar 21.40 Samson. Leikrit eftir örnólf Árnason. Leikstjóri Gísli Alfreðsson. Leikendur Agúst Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Brlet Héðins- dóttir, Rúrik Haraldsson, Ævar R. Kvaran, Lárus Ingólfsson, Hákon Waage, Randver borláksson, Sigurður Rúnar Jónsson o.fl. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Aður á dagskrá 9. október 1972. 22.50 Að kvöldi dags. 23.00 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Onedin skipafélagið. Brezk framhaldsmynd. 38. þáttur: Bónorð. býðandi Óskar Ingimarsson. Efni 37. þáttar: Fogarty er ráðinn á eitt af skipum Onedin-fé- lagsins. Hann er sendur nauðugur af stað til Luleá i Eystrasaltsbotnum, til að sækja brautarteina. James fer einnig á öðru skipi. Vegna ágreinings um verð vörunnar, tefjast skipin fram á haust. Lagnaðaris tefur för þeirra, er þau loks komast úr höfn. James reynir aðsprengja þeim leið með dýnamíti. Litlu munar, að sú tilraun kosti hann lifið, en einn skipverja bjargar honum úr bráðri hættu, og skipin komast heilu og höldnu heim. 21.25 Júdas svikur engan! Fylgzt með popphljómsveit- inni Júdasi i einn sólar- hring. 22.05 Sir George Cayley og furðuflugvél hans. Brezk mynd um uppfinninga- mann, sem snemma á sið- ustu öld hóf tilraunir með smiöi flugtækja og varð að öllum likindum fyrstur manna til að smiða mann- bæra svifflugu í svipaðri mynd og nú tiðkazt. 22.55 Dagskrárlok. Útvarp kl. 20.54 í kvöld: SUMARFRÍ OG ÖNNUR FRÍ — þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar i þætti Sigmars B. Hauksson- ar, sem hann nefnir Sumarfri og önnur fri, þá tekur hann fyrir ýmis afbrigði sumarfris og ann- arra fria og útlistar ýmis sálar- leg afbrigði, sem brjótast um i fóiki við slík tækifæri. Einnig kannar Sigmar blást- urskunnáttu þjóðarinnar, en Sigmar heldur þvi fram, að I þessu stressaða þjóðfélagi, sem við lifum I, þá hafi þessa göfuga listgrein, blistur, lagzt af, og þykir honum það miður. Sigmar B. Hauksson fer i leið- angur til að rannsaka, hvort Is- lendingar eru skemmtileg þjóð, biður hann nokkra Islendinga, sem hann hittir á förnum vegi að segja nokkra brandara. bá er það ferðasaga af Dufferin lávarði, sem dvaldist hér á landi fyrir langa löngu. Hann „datt I það” með mektar- mönnum lands vors. Fóru þeir allir út I Viðey og þar sá Dufferin lávarður hvitar kanin- ur með rauð nef, sem flugu um. Að sögn Sigmars er þetta hin skemmtilegasta ferðasaga. Frumflutt verður tónverk eft- ir sænskt tónskáld, sem heitir Ralf Lundsten. betta er elektrónisk tónlist. Heitir verkið Heimbyggðin kvödd og fjallar um Gunnar á Hliðarenda. Sagði Sigmar, að ballettdansmær þjóðarinnar númer la, þ.e. Unnur Guðjónsdóttir hefði sam- iö ballett við þetta verk. Siðan flytur Sigmar aðvörun til allra útlendinga, þá, að tala ekki illa um Islendinga — og fleira verður I þessum dúr. Sigmar B. Hauksson mun hafa fleiri þætti I útvarpinu i sumar, sem munu ganga undir nafninu Á ágústkvöldi. HE. Gömlu dans- arnir duna í sjónvarpinu Hljómsveit Guðjóns Matthiassonar ásamt 23 danspörum halda uppi fjörinu Gömlu dansarnir munu svella i sjónvarpinu á laugardags- kvöldinu. Það er Guðjón Matt- hiasson, sá reyndi gömlu-dansa- maður, sem sér um þennan þátt. Guðjón fær til liðs við sig 23 pör, sem hann hefur spilað fyrir á dansstöðunum á undanförnum árum. Leigði Guðjón sal úti I bæ til að æfa pörin siðan fékk hann Svanhildi Sigurðadóttur, dans- kennara, til að aðstoða sig við að bæta stærstu dansgallana, en sumir kunnu ekki að halda rétt utan um dömuna, að sögn Guðjóns. Allar konurnar dansa á peysufötum og sagði Guðjón, að það hefi verið anzi mikið verk að finna konur, sem bæði gátu dansað og áttu þjóðbúning. öll lögin i þættinum eru eftir Guðjón sjálfan, svo og textinn við eitt laganna. Dansstjóri og kynnir er Kristján borsteinsson, en hann hefur stundað gömlu dansana i mörg ár; bað verður dansaður tangó, valsar, polki — og eitt bóleró - lag verður leikið. Undirleik ásamt Guðjóni annast Magnús Pétursson, pianóleikari. Gripur Magnús einnig I harmónikuna ásamt Guðjóni. Edvin Kaaber leikur á gitar, Njáll Sigurjónsson á kontra-bassa og bórir Magnús- son á trommur. Söngvari með hljómsveitinni verður Garðar Cortes. Guðjón er útvarps- og sjón- varpsáheyrendum kunnur — og ekki hvað sizt eldri dansaunn- endum. SagðistGuðjón vera hætturað sþila I eldri dansa klúbbnum Eldingu, en honum hafi verið sagt upp vegna þess, að hann hafi beðið um 3ja vikna veikindafri. begar hann hafi ætlað að mæta til vinnu aftur, var honum tilkynnt, að búið væri að ráða annan mann, þar eð stjórnin i eldri dansaklúbbn- um áliti, að hann þyrfti að taka sér lengra veikindafri. Sagði Guðjón, að hann myndi ekki hafa frétt neitt af þessu, ef hann hefði ekki hringt nokkru áður en hann átti að byrja. bessir menn i Eldingu voru allt gamlir kunningar, og þvi finnst mér þetta mjög ómannúðleg framkoma, sagði Guðjón að lokum. HE r Utvarp kl. 17.00 mánudag: Lög frá tíu löndum Þeir félagarnir Baldur Kristjánsson, pianóleikari Ey- þór Þorláksson, gitarleikari, Ómar Axelsson, bassagitar- leikari og Guðmundur Stein- grimsson, tromm uleikari, munu flytja útvarpshlustendum lög frá 10 löndum í útvarpinu á mánudaginn. Lögin verða svona sitt af hverju tagi, dægurlög og létt klassisk lög. Einsöngvari mun syngja með kvartettnum. Hann heitir Hjálmtýr Hjálmtýsson og hefur hann sungið einsöng i Háteigskirkju við messur. Einnig syngur hann með kórum. Löndin, sem lögin eru frá eru: Norðurlöndin, England Þýzka- land, Frakkland, Holland og Belgia. Sagði Baldur, að upphaflega hafi átt að taka upp lög frá fleiri löndum, en svo hafi upptöku- tækið bilað, svo að ekki varð úr, að þeir spiluðu fleiri lög: , Fjórmenningarnir hafa áður spilað saman i hljómsveit, t.d. i danshljómsveit Baldurs Kristjánssonar og hljómsveit Jan Moravek. SPJALLAÐ VIÐ FÓLK ÚR VERZLUNARSTÉTT í útvarpi kl. 14.00 á mánudag I tilefni af verzlunar- mannahelginni ætlar Ólafur Sigurðsson, fréttamaður, að spjalla viðátján aðila, sem vinna við hin f jölbreytilegustu verzlunarstörf. M.a. ræð- ir hann við mann, sem rekur litla heildsölu og annan, sem rekur stærstu heildverzlun í bænum. Hann ræðir við tvær stúlkur, önnur vinnur á ferðaskrifstofu og hin á farskrárdeild hjá flug- félagi. Rætt verður við sölumann hjá stórri fata- verksmiðju og annan, sem selur bílavarahluti. Stúlka í tízkuverzlun og önnur, sem vinnur í lyf ja- búð, verða teknar tali — og svona mætti lengi telja. Inni á milli viðtalanna verða leikin lög, sem við- mælendur Ólafs hafa valið sér. HE Hér sjáum viö inn i eina verzlun borgarinnar, sem er troðfull af fólki, sem er aö kaupa til verzlunarmannahelgarinnar. En Ólafur Sigurösson, fréttamaöur hjá útvarpinu, tekur verzlunar- fólk tali i þætti sínum, sem hann kallar ,,A búðarloftinu”. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.