Vísir


Vísir - 12.08.1975, Qupperneq 4

Vísir - 12.08.1975, Qupperneq 4
4 Visir. Þriftjudagur 12. ágúst 1975 VÍSIR flytur nýjar fréttir Vísiskrakkamir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 'A klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun kl hálf-ellefu að morgni og er á götunni klukkan eitt. I 1' PVrstur meó s fréttimar VISIR FASTEIGNIRFASTEIGNIR Fasteignir til sölu Litil 2ja herbergja risibúð við Hamars- braut verð 2,5 millj. Útborgun 1200 þús. sem má skipta. íbúðin er laus eftir einn mánuð. 4ra herbergja íbúð i nýlegu fjölbýlishúsi við Arnarhraun. íbúðin er alveg tilbúin. Útborgun 3,5 millj. sem má skipta. Einbýlishús að Brekkugötu. í húsinu eru 4-5 svefnherbergi og geymslur i kjallara, rólegur staður. Miðhæð i þribýlishúsi i Garðahrepppi, tvö svefnherbergi eru i ibúðinni, samliggjandi stofur sem má skipta. Bílskúr fylgir. HAM^AKÍS FASTEIGNASALA - SKIP SÖLUSTJÖR I: JÓN RAFNAR JÓNSSON HEIMASÍMI 528.4 Uu VcHBBREF Strandgötu 11, Hafnarfirfti. Sfmar 52680 — 51888. Heimasfmi 52844. Moby-hákarl MOBY-HÁKARL Bandaríkjamenn virð- ast sérlega móttækilegir fyrir alls konar ,,æði”. Þeir eru raunar ekki einir um það, en þegar Bandarikjamenn fá eitt- hvað i sig, eru þeir oftast svo stórbrotnir, að aðrir hverfa i skuggann. Kvikmyndir hafa löngum verið góð æða-uppspretta i Banda- rikjunum sem annars staðar. Sem nýlegt dæmi má nefna hryllingskvikmyndina „The Ecorcist”, sem á íslenzku var vist nefnd „Haldin illum anda”. Alls konar galdrahópar skutu þá upp kollinum viða um heim og sniðug- ir menn græddu milljónir á sölu bóka og alls konar gripa, tengd- um dularfyrirbrigðum. Moby-hákarl. Hákarlaæði er nú það nýjasta i Bandarikjunum og er komið frá kvikmyndinni „Jaws”, sem þýða mætti „hákarlskjaftur”. Hún fjallar um risastóran hvitan há- karl, sem drepur baðgest i litlu sjávarþorpi i Bandarikjunum. Þorpsfeðurnir vilja halda þvi leyndu, þvi að þeir óttast tekju- missi, ef óvætturin fæli bað- strandargestina frá. Þrir menn taka að sér að ráða hákarlinn af dögum og það verður söguleg viðureign. Ekki skal um það sagt, á hvaða strengi þessi mynd slær, en hákarlinn er nú að verða eins frægur og Moby Dick, Melvilles. Fram úr kostnaðaráætlun Kvikmyndin Jaws, fór margar milljónir fram úr kostnaðaráætl- un og um tima örvæntu framleið- endurnir um, að þeir fengju nægi- legt lánsfé til að ljúka við hana. Það tókst þó með hjálp fram- sýnna fjármálamanna og þeir hafa sannarlega ekki ástæðu til að iðrast þeirrar fjárfestingar. Hákarlskjafturinn gleypir nú dollarana i tonnatali og myndin borgaði sig á viku. Ýmsir menn eru nú að vakna upp við, að þeir eru að verða margfaldir mill- jónamæringar, þar á meðal höfundur bókarinnarPéter Bench- ley. Dýrir hákarlar Fyrir töku myndarinnar voru Börnin leika hákaria smiðaðir þrir hákarlar, með flóknum vélbúnaði til að hreyfa þá. Hver um sig vó 1,5 smálestir og kostaði 150 þúsund dollara. Þessi skrimsl þóttu hin eðlileg- ustu, þegar I vatnið kom og reyndust góð fjárfesting. í hákarlskjaftinum Það má eiginlega segja, að Bandarikin séu nú I hákarls- kjaftinum. Hann er orðinn tákn fyrir furðulegustu hluti. Skop- teiknarar blaða nota hann til að koma á framfæri áliti sinu á nær öllu, sem þeir hafa eitthvað álit á, sköttum, utanrikisstefnunni, her- málum, sambúð austurs og vesturs, matvælaverði og þar fram eftir götunum. Alls staðar er ginandi hákarlskjaftur. Góð söluvara Og hann kemur viðar við. Hann er notaður i sjónvarpsauglýsing- um til að auglýsa bjór, fatnað, ilmvötn og yfirleitt þær neyzlu- vörur, sem nöfnum tjáir að nefna.Leikfangaframleiðendur hafa heldur ekki misst af skipinu fremur en venjulega. Nú verða auðvitað öll börn að hafa með sér litla gúmmihákarla i baðið. Og ef þau fara i sundlaugina, dettur þeim ekki i hug að stökkva út I fyrr en þau eru búin að spenna hákarlsugga á bakið. Svo leika þau sér að þvi að éta hvert annað, með tilheyrandi óhljóðum. Ekki allir hrifnir Ekkieru þó allir jafn hugfangn- ir. Eigendur baðstrandahótela og þeir, sem eiga hagsmuna að gæta i sambandi við baðstrendur, hafa illar bifur á Moby hákarli. — Fólk hreinlega þorir ekki i sjóinn lengur, segir einn þeirra dapur i bragði. Menn, sem áður syntu hraustlega út I hafsauga, busla nú i fjöruborðinu ásamt börnunum. Þetta er hræðilegt. Hversu mikil er hættan? En hversu mikil er i rauninni hættan á að verða fyrir árás há- karls? Það eru um 300 tegundir af hákörlum i heimshöfunum og þeir eru allt frá tiu sentimetrum uppi 20 metra á lengd. Talið er, að 10-12 þeirra séu hættulegir mönn- um. Þeir eru langt frá þvi að vera matvandir. 1 maga þeirra hafa menn fundið alls konar furðu- hluti, svo sem tunnu, fulla af nöglum. Hákarlar gera 40-50 árásir á menn á hverju ári (þ.e. skráðar árásir, þær geta verið nokkru fleiri) þannig að líkurnar á þvi, að maður verði þeim að bráð, eru álika og likurnar á að verða fyrir eldingu. Þótt menn verði fyrir árásum, sýna rannsóknir, að 65 prósent fórnardýranna sleppa lifandi, þótt þau séu meira og minna sködduð. — ÓT Bjóraugiýsing I bandariska sjónvarpinu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.