Vísir - 12.08.1975, Síða 6

Vísir - 12.08.1975, Síða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 12. ágúst 1975 vísrn (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Kitstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsinfgastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsia: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Þorsteinn Pálsson Jón Birgir Pétursson Haukur Hclgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innaniands. t lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Afnemum pólitíska eftirlitsmannakerfið Framkvæmdastofnun rikisins var sett á fót i upphafi valdaferils vinstri stjórnarinnar. Það var yfirlýst markmið þeirra flokka, er að þessari breytingu stóðu, að endurvekja það flokks- pólitiska fyrirgreiðslukerfi, sem öðru fremur einkenndi stjórnsýslu á íslandi allt fram til 1960. Þessu markmiðí var náð með þvi að setja undir pólitiska yfirstjórn þrjár stofnanir, sem áður höfðu starfað á faglegum grundvelli. Ekki þótti nóg að setja þingkjöma stjórn yfir þessa stofnun. Til þess að tryggja sem bezt flokkspólitiska fyrir- greiðslu voru meginvöldin fengin i hendur þrem- ur eftirlitsmönnum stjórnarflokkanna. Flokkarnir, sem stóðu að myndun vinstri stjórnarinnar á sinumtima, höfðu allir verið lengi utan stjórnar. Þeir hafa þvi byggt að nokkru leyti á úreltum hugmyndum um eðlilega stjórnar- hætti. Á hinn bóginn hefur einnig ráðið nokkru hér um sú eðlislæga tilhneiging vinstri flokka að nota stjórnkerfið til flokkspólitlskrar fyrir- greiðslu. Þegar óskyldum stofnunum var þannig steypt saman undir flokkspólitiskri yfirstjórn, hlaut að verða úr þvi óskapnaður. Svo fór, að hagrann- sóknardeildin var tekin undan flokksræðis- stjórninni. Enn er það hins vegar svo, að eftirlits- menn stjórnarflokka á hverjum tima eiga að hafa með höndum yfirstjórn allrar áætlunargerðar og ráða mestu um lánveitingar úr byggðasjóði og framkvæmdasjóði. Þær stofnanir, sem hér um ræðir. vinna hver á sinu sviði að mikilvægum verkefnum. Það sem mestu máliskiptir,er á hinn bóginn að afnema þá flokksræðisyfirstjórn, sem vinstri stjórnin setti yfir stofnunina á sinum tima til þess að auka á- hrif þeirra flokka, er að henni stóðu, i atvinnulifi landsmanna. Það á að vera grundvallaratriði i lýðræðisþjóðfélagi að útiloka með öllu flokks- ræðisstjórnir sem þessar i opinberri stjórnsýslu. í stefnuyfirlýsingu núverandi rikisstjórnar var greint frá þvi, að lög um Framkvæmdastofnun rikisins yrðu endurskoðuð. Þar var þóekki kveðið á um með hverjum hætti yrði staðið að þeirri endurskoðun. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sl. vor lýsti hins vegar yfir þvi, að lögin skyldi endurskoða með það fyrir augum, að horfið yrði frá pólitísku eftirlitsmannakerfi. Nú er senn liðið ár frá þvi að fyrirheit var gefið um endurskoðun á þessum lögum. Árangurinn af þvi starfi ætti af þeim sökum að fara að sjá dagsins ljós. Landsfundur annars stjórnar- flokkanna hefur markað ótviræða stefnu I þessu efni. Full ástæða er þvi til að vænta þess, að fljót- lega komist skriður á málið. Það er mikill misskilningur, ef menn halda, að pólitiskt eftirlitsmannakerfi af þessu tagi auki veg Alþingis. Það er alveg vafalaust, að áhrif Alþingis eru ekki i neinum tengslum við flokks- ræði i stjórnsýslunni, nema siður sé. Sómi Al- þingis er miklu fremur kominn undir þvi, hvort alþingismenn gera þær breytingar á i þessum efnum, sem nauðsynlegar eru. Clark Field flugherstööin á Filippseyjum hefur gegnt þýöingarmiklu hlutverki öll árin, sem Indóklna- strföiö stóö. Samningar um öflugasta vígi USA á Kyrrahafi endurskoðaðir Bandarikin undirbúa nú að losa ögn þau tök, sem þeir hafa haft á Filippseyjum, en fram- undan eru nú viðræður um nýja samninga varð- andi herstöðvar þeirra á eyjunum. Eftir þvi sem mönnum hefur skilizt á stjórnvöldum i Washing- ton eru þau reiðubúin til aö: — Viðurkenna full yfirráö Filippseyinga yfir risaflota- stöðinni í Subicflóa og Clark Field flugherstöðinni, en hafa þó áfram sama herafla þar eða 18 þúsund manna lið. — Láta herlið sitt á þessum slóð- um undir lög Filippseyinga og eftirláta lögreglu Fiiippseyja að halda uppi lögum og reglu i næsta nágrenni við herstöðvarnar. Ef af þessu verður, hafa Bandarikjamenn gengið töluvert til móts við kröfur þeirra Filipps- eyinga, sem una því illa, að hlutar af ættjörð þeirra eru i reynd sýslur I Bandarlkjunum. Ekki þar fyrir, að Bandarikja- menn séu óvelkomnir gestir i Filippseyjum. Ferdinand Marco forseti vill fyrir alla muni, að þessi bandamaður sinn hafi öfluga flotastöð og flugaðstöðu á Filippseyjum, eins og hefur verið. í flotastöðinni eru um 8.500 sjóliðar og I Clark Field 9.000 flugliðar. Marco forseta þykir að þessu llllllllllll fl®®m Umsjón: GP öryggi fyrir sjóleiöina til og frá eyjunum, og þá einkanlega siglingaleiðina tii Japans. Ef ekki væri sjöundi floti Bandarikjamanna, Kyrrahafs- flotinn, þá mundu Sovétmenn vera öflugasta flotaveldið á þess- um vestari hluta Kyrrahafs. Það væri þyrnir i augum fleirum en Filippseyingum. T.d. mundu Kin- verjar ekkert sérstaklega hrifnir af sliku. En þaö hefur óneitanlega orkað neikvætt á Filippseyinga, að lög þeirra skuli ekki ná til manna, sem eru innan girðinga her- stöðvanna, þótt á Filippseyja- grund séu. Ofan á það leggjast svo viöbrögð manna á Filippseyjum við óförum Bandarikjamanna I Suður-VIetnam og Kambodiu, þar sem kommúnistar fóru með sigur af hólmi. Þeim varð allt i einu ljóst, að þeir gætu ekki reitt sig meö öllu á varnarsamninginn við Bandarikjamenn, frekar en Saigonstjórnin i Víétnam. Hingað til hefur þó ekki reynt til fullnustu á þann samning, sem gerður var 1951. Marco forseti er samt farinn að lita samninginn nýjum augum, og siðustu mánuði hefur hann látið I ljós þann vilja sinn, að samning- um verði breytt við næstu endur- nýjun. Vill hann þá taka meira miö af varnarsamningum Banda- rikjanna og Spánar, eða samningana, sem gilda um her- stöðvar USA I Thailandi. Varnarsamningurinn, sem nú er I gildi, á rætur sinar að rekja til samkomulags, sem gert var i marz 1947, I lok Kyrrahafs- styrjaldarinnar, Þá höfðu Banda- rikjamenn með Clark hers- höfðingja I broddi fylkingar frelsað Filippseyjar undan oki Japana. Hinum frelsandi englum var auðsótt mál að fá jarðnæði leigulaust til 99 ára fyrir her- sföðvar sem um leið yrðu ómetanlegur hlekkur I landvörn- um Filippseyja. 1966 var samningurinn endur- skoðaður og varð að samkomu- lagi, að eftir 1991 yrði samningur- inn uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara. Þótt Filippseyingar horfi núna stóreygðir nokkuð á leigugjöld, sem Bandarikjamenn greiða Spánverjum fyrir herstöðvar á Spáni og Thailendingum fyrir herstöðvar á Thailandi, þá er það ekki fyrst og fremst hagnaöar- vonin, sem rekur þá til að taka upp viðræður um herstöövarnar. Þeim sviður mest, aö Banda- rikjamenn skuli hafa lögsögu yfir herstöðvunum og rétt til þess að draga fyrir rétt jafnvel Filipps- eyinga, sem brjóta eitthvað af sér innan marka herstöðvanna. Á meðan hafa dómstólar Filipps- eyja aö visu getað náð til banda- riskra hermanna, sem brjóta af sér utan herstöðvasvæðanna, en hins vegar ekki, ef glæpurinn er framinn innan herstöðva- markanna. Ef ekki væri sjöundi floti Bandarikjamanna (Kyrrahafsflotinn), væru Sovétrikin stærsta flotaveldið á vesturhluta Kyrrahafs.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.