Vísir - 14.08.1975, Síða 6
6
Fimmtudagur 14. ágúst 1975
VÍSIR
ÍJtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ititstjóri:
Fréttastjóri:
RitStjórnarfulltrúi:,
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Þorsteinn Pálsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
Sföumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf.
Nauðsyn
aðhaldsaðgerða
íslendingar hafa um nokkurt skeið átt við
hrikalegri efnahagserfiðleika að etja en dæmi eru
til um á seinni timum. Frumástæðan fyrir þess-
um vanda er fyrst og fremst sú verðbólgustefná,
sem vinstri stjórnin rak á sinni tið. Hún kippti
stoðunum undan, þannig að við vorum vanbúnir
að mæta þeim ytri viðskiptaáföllum, sem á eftir
komu.
Fram hjá þvi er hins vegar ekki unnt að horfa,
að utanaðkomandi aðstæður hafa sl. eitt og hálft
ár sett strik i reikninginn. Við höfum þurft að
mæta ört hækkandi verði á innfluttum vörum á
sama tima og uppistaðan i útflutningi okkar hef-
ur lækkað i verði á erlendum mörkuðum.
Þegar þetta tvennt er tekið saman, hefur orðið
stórfelld skerðing á viðskiptakjörum okkar.
Raunverulegur kaupmáttur útflutningstekna
rýrnaði á þessu timabili um 30%. Augljóst var, að
þjóðarbúið gat með engu móti risið undir kröfum
um stórbætt lifskjör á sama tima og kaupmáttur
útflutningsteknanna rýrnaði svo hrikalega, sem
raun varð á.
Þessar aðstæður hlutu beinlinis að leiða til
kjaraskerðingar miðað við þá kjarasamninga,
sem gerðir voru i ársbyrjun 1974. Fyrstu átta
mánuði siðasta árs sat óstarfhæf rikisstjórn við
völd. Hún hafði ekki nægjanlegan þingstyrk til
þess að koma fram viðnámsaðgerðum og naut
ekki trausts þjóðarinnar. Þráseta stjórnarinnar
jók á hinn bóginn enn á þann vanda, sem við
blasti.
Frá þvi að starfhæf rikisstjórn var mynduð i
lok ágústmánaðar i fyrra, hefur verulegur árang-
ur náðst. Mestu máli skiptir þó, að tekizt hefur að
koma i veg fyrir atvinnuleysi. Það er betri árang-
ur en flestar nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar
geta státað af.
Fyrir ári gerðu menn sér vonir um, að fyrir lok
þessa árs myndi verðbólgan hafa hjaðnað veru-
lega. Aðstæður breyttust hins vegar, þegar við-
skiptakjörin héldu áfram að versna frá þvi, sem
þá var, þannig að gripa varð til nýrrar gengis-
fellingar i febrúar siðastliðnum. En hér kemur
einnig til, að ekki hefur tekizt að draga úr út-
gjaldaáformum opinberra aðila, fyrirtækja og
einstaklinga, svo sem æskilegt hefði verið.
í þessu efni blasir við óleystur vandi. Það er
augljóst, að við gerð fjárlaga nú verður að hafa
fulla gát. Með samþykki gildandi fjárlaga tókst
nokkurn veginn að koma i veg fyrir hlutfallslega
þenslu. En eigi að siður er augljóst, að nú þarf að
taka þessi málefni föstum tökum.
Árangurinn er á hinn bóginn að verulegu leyti
kominn undir raunverulegum vilja almennings.
Það er ákaflega auðvelt með æsiskrifum að efna
til andstöðu við sparnaðaraðgerðir. Vitaskuld má
færa gild rök að nauðsyn ýmiss konar opinberra
framkvæmda. Mönnum á þó að vera ljóst, að það
er meira um vert að hafa hemil á þeirri óheilla-
þróun, sem hér hefur rikt i þessum efnum. Þess
vegna riður á miklu,að almenningur i landinu taki
höndum saman og krefjist þess, að stjórnvöld
komi nú fram markvissum aðhaldsaðgerðum.
Við þolum ekki áframhaldandi óðaverðbólgu.
Þannig hugsar skopteiknarinn LURIE sér, aö Castro muni lauma kommúnista meö sér, þegar OAS
hefur nú aflétt viöskiptabanninu og opnaö honum hliöiö.
HVENÆR MÐNAR
Þiðan, sem virðist
hafa brætt ögn mesta
klakann frá kalda-
striðsárunum i sambúð
vesturs og austurs,
vekur menn til um-
hugsunar um, hvort
Bandarikjamenn taki að
horfa sér nær.
Einn næsti nágranni þeirra,
Kúba, hefur setið úti f kuldanum i
ellefu ár, og hafa ýmsir hinna
frjálslyndari I Bandarikjunum
látiö I ljös áhuga á þvl, aö Banda-
rikjamenn sneru sér aö þvi aö
bæta sambýlið.
Meö tilliti til þeirra áhrifa, sem
Moskvustjórn hefur haft á Kúbu-
stjórnina, siöan Fidel Castro kom
þar til valda, þykir ætlandi, að
ráðamenn i Kreml, með batnandi
sambúö sinni og Bandarikja-
manna I huga, muni leggja aö sin-
um bandamanni á Kúbu, aö hann
fylgi fordæmi þeirra.
Þvi yröi þó ekki komiö I kring á
einni nóttu eöa svo. Til þess ber of
margt á milli. Um margra ára bil
hefur ekkert stjórnmálasamband
veriö milli Bandarikjanna og
Kúbu. Rikin mælast sem sé ekki
við.
Bandarikjamenn hafa ekki
fyrirgefið Kúbumönnum, aö þeir
geröu upptækar og þjóönýttu
eignir bandariskra fyrirtækja á
Kúbu. Telja þeir Kúbumenn eiga i
þvi sambandi ógoldinn 2
milljarða dollara reikning viö þá.
Þar við bætast flugránsgjöld, sem
flugræningjar höföu meö sér,
þegar þeir áttu visan griöastaö á
Kúbu. Enn til viðbótar er svo þaö
hlutverk, sem Kúba hefur leikiö i
uppeldi og þjálfun vinstri-
sinnaðra skæruliöa I Suður-
Ameriku, og gert bandarlskum
hagsmunum allan þann óskunda,
sem þeir hafa getað þar suður i
álfu.
Kúbumenn hafa fyrir sina
parta ekki gleymt stuöningi
Bandarikjamanna viö Batista,
fyrrum einræöisherra á Kúbu,
þeim, sem Castro og skæruliöar
hans byltu úr stóli. Kúbumönnum
sviður enn tilræði Kennedys-
stjórnarinnar viö hiö nýja
lýöveldi, þegar tilraunin til
innrásar verö gerö I Svinaflóa.
Þeir eru litt hrifnir af þvi, að
fjandmenn ríkisins, sem flúiö
hafa Kúbu, hafa allflestir fengiö
hæli undir verndarvæng Banda-
rikjastjórnar. Ennfremur gera
Kúbumenn tilkall til fjármuna,
sem geymdir voru i bandariskum
bönkum, en tilheyrðu áður
einstaklingum eöa fyrirtækjum á
Kúbu, þvi að þaö fé kyrrsettu
Bandarikjamenn, eftir að Kúba
þjóðnýtti bandarisku fyrirtækin.
Fyrsti votturinn um, aö
hugsanlega gætu Kúba og Banda-
rikin tekið upp eölileg samskipti
— birtist, þegar þessi tvö riki
geröu með sér samkomulag um
framsal á flugræningjum, sem
tok fyrir flótta slikra afbrota-
manna til Kúbu. Það samkomu-
lag naöist fyrir milligöngu
fulltrúa annarra rikja.
Enn einn vottur vinsamlegra
hugarþels sást á dögunum, þegar
Castro beitti sér fyrir þvi, aö flug-
ránsgjaldi var skilaö innanlands-
flugfélagi i Bandarikjunum, en
það gerði hann fyrir tilstilli
George McGoverns, þingmanns,
sem ekki alls fyrir löngu fór I
heimsókn til Kúbu. Vildi Castro
meö þessu sýna vilja sinn til aö
rétta fram litla fingur sáttar-
handarinnar.
Fréttaskýrendur vestanhafs
eru þó ekki tiltakanlega bjart-
sýnir á, að Ford forseti muni gera
gangskör aö þvi aö bæta
sambúðina viö Kúbu, svona fyrir
forsetakosningarnar, sem fram
eiga að fara á næsta ári. Meö
sliku mundi hann hætta á aö egna
upp á móti sér hin ihaldssamari
öfl innan flokks sins og kúbanskt
flóttafólk, sem býr I Bandarikjun-
um.
Þess I staö hefur hins vegar
vænkazt hagur Kúbumanna I
samskiptum viö Samtök
Amerikurikja (OAS) sem I
siöustu viku komu saman til fund-
ar I Costa Rica og samþykktu aö
aflétta viöskiptabanni nú af
Kúbu. Þetta var samþykkt meö 16
atkvæöum gegn 3.
Bandarikjamenn voru meðal
þeirra, sem greiddu atkvæöi meö,
og höföu þeir þó á sinum tima
verið aðalhvatamenn þess, að
bannið var sett á, sem var af
hálfu Suður-Amerikulandanna
mest I hefndarskyni fyrir, aö
Kúba þjálfaði skæruliöa stjórnar-
andstæðinga þeirra.
George McGovern, öldungadeildarþingmaöur, var fyrir tveim mánuö-
um I heimsókn á Kúbu og tókCastro honum tveim höndum.