Vísir - 14.08.1975, Blaðsíða 8
Vlsir. Fiinmtudagur 14. ágúst 1975
9
V’Isir. Fimmtudagur 14. ágúst 1975
Ég skal hjálpa
^þér, Bommi
Þetta er i lagi
Tókst ekki að sló metið
Ekki tókst tR stúlkunum að
hnekkja tslandsmetinu i 4x100 m
boðhlaupi kvenna á innanfélags-
móti tR i gærkvöldi, eins og þær
ætluðu sér. Tlmi þeirra varð 50,9
sek og stendur þvi enn met Ar-
manns 50,2 sek — sett I fyrra.
Þá var einnig keppt i 400 m
hlaupi og urðu úrslit þar þessi:
Björn Blöndal KR 52,7, Gunnar P.
Jóakimsson tR 53,2, Þorvaldur
Þórsson UMSS 53,3 og Hafsteinn
Óskarsson ÍR 57,4 sek.
IR-ingar verða með annað inn-
anfélagsmót i kvöld og verður þá
keppt i kúluvarpi og kringlukasti
á nýja kastsvæðinu i Laugardaln-
um. Hefst keppnin kl. 18.30.
Bommi ber Nitu upp á ströndina
© King Fe«ture» Syndicate, Uic., 1974. World righl» rexrved.
Er allt i lagi?
Náðu i lækni.
Z
töpuðu
Svíum
Þriggja ára sigurgöngu knatt-
spyrnuliðs Þórs frá Akureyri lauk
i gærkvöldi, þegar liðiö tapaði
fyrir KR 2:1 I Bikarkeppni KSt á
Akureyri. A þessum þrem árum
hefur lið Þórs ekki leikið marga
leiki — fyrr en I sumar, að liðið
hóf að leika i 3. deild, en það er
samt afrek út af fyrir sig að tapa
ekki leik i þrjú ár.
Þórsarar náðu forystunni i
leiknum i gærkvöldi, þegar Arni
Gunnarsson fékk sendingu inn I
vítateig KR og vippaði laglega
yfir Magnús Guðmundsson mark-
vörð, rétt I lok fyrri hálfleiks.
KR-ingar hófu seinni hálfleik-
inn með miklum látum og voru
búnir að jafna eftir aðeins tvær
minútur. Markið skoraði Atli Þór
Héðinsson með föstu lágskoti
alveg út við stöng.
Sigurmark KR skoraði svo
Haukur Ottesen með þrumuskoti
frá vitateig 10 minútum fyrir
leikslok.
Metaðsókn var aö leiknum á
Akureyri eða á milli 1000 og 1200
manns.
1 hinum bikarleiknum, sem
leikinn var i gærkvöldi léku FH og'
1A og riðu FH-ingar ekki feitum
hesti frá þeirri viðureign. Skaga-
menn sigruðu örugglega 3:0 og
sýndu oft á tíðum stórgóða knatt-
spyrnu, sérstaklega I seinni hálf-
leik. Haldi Skagamenn áfram að
leika svipað i þeim leikjum sem
eftir eru, verða þeir illviðráðan-
legir, og kannske tekst þeim nú
það, sem þeim tókst ekki I fyrra
— að vinna tvöfalt — eða bæði
deilda og bikarkeppnina.
FH-ingar stóðu i Skagamönn-
um fyrsta hálftima leiksins, en þá
fengu þeir á sig mark og eftir það
var mótspyrna þeirra litil sem
engin. Mark Skagamanna skoraði
Jón Alfreðsson, eftir að nafni
hans Gunnlaugsson hafði skallað
til hans eftir hornspyrnu Árna
Sveinssonar.
1 seinni hálfleik léku Skaga-
menn svo á fullu og sýndu oft
stórgóðan leik, sérstaklega Karl
Þórðarson, sem þá lék vörn FH
oft mjög grátt og átti heiðurinn af
báðum mörkum Skagamanna i
seinni hálfleik.
Það fyrra kom á 25. minútu, þá
lék Karl upp, sendi á Matthias
Hallgrimsson, sem sendi boltann
áfram á Teit Þórðarson, sem var
kominn i gott færi — og hann
skoraði örugglega.
Seinnamarkið kom nokkrum
minútum siðar, aftur var það
Karl, sem óð upp — lék á hvern
varnarmanninn á fætur öðrum og
sendi svo boltann i mark FH —
stöngina og inn!
Ólafur Danivalsson, hættuleg-
asti sóknarmaður FH var tekinn
úr umferð allan leikinn og slapp
aldrei úr gæzlunni.
Hjá Skagamönnum voru þeir
Karl Þórðarson, Jón Gunnlaugs-
son og Jón Alfreðsson beztu
mennirnir, en hjá FH, þeir Janus
Guðlaugsson og Helgi Ragnars-
son.
Tveir leikmenn voru bókaðir
fyrir „röfl”, þeir Leifur Helgason
og Logi ólafssoni FH. Það eina
sem þeir höfðu upp úr krafsinu,
var, að þeir komust i svörtu bók-
ina hjá dómaranum og siðan
kippti þjálfari FH, Billy Hodge-
son þeim útaf, þvi honum likaði
greinilega ekki framkoma pilt-
anna.
Aðeinsof seinn!.... Einn af varnarmönnum FH er aðeins of seinn með hægri fótinn, þegar Jón Alfreðsson hefur spyrnt knettinum a^marki
FH I bikarleiknum i gærkvöldi. Augnabliki slðar lá knötturinn I neti FH-inga og fyrsta mark Skagamanna íleiknum var komið. LjósmBj. Bj.
„Það virðist vera nægilegt
fyrir sum félög hér á íslandi að
taka upp simann og segja
...„Halló.... við getum ekki
komiö I dag — sjáum ykkur
kannski á morgun”.
Þetta sagði heldur brúna-
þungur þjálfari Vals, Joe
Gilroy, er við hittum hann að
máli út á Melavelli, þegar leikur
Vals og Vestmannaeyja I bikar-
keppninni átti að hefjast I gær-
kvöldi.
„Þetta þekkist áreiðanlega
hvergi I heiminum, og hvað þá
heldur, að eitt félag hafi bevis
upp á vasann um, að það þurfi
ekki að koma með áætlunar-
flugvélunt til leiks. Við höfum
a.m.k. engan svoleiðis bevís,
þegar við þurfum að fara til
Eyja til að leika”
Það var þungt I mörgum
Valsmanninum út af þvl, að
Eyjaskeggjar mættu ekki i leik-
inn — og sérstaklega eftir að
þeir höfðu heyrt, að niu vélar
hefðu komið frá Eyjum um dag-
inn.
Var mikið talað um að kæra
leikinn og fá hann dæmdan tap-
aðan Vestmannaeyingum. En
mótanefndin tók af skarið
setti hann á aftur — þ.e.a.s
Melavöllinn i kvöld.
-Itlp
En
°g
□
Norðmenn
Hearts lagði Celtic
að velli í bikarnum
Önnur umferðin i
skozku deildarbikar-
keppninni var leikinn i
gærkvöldi og urðu þá
þau óvæntu úrslit, að
Celtic tapaði fyrir
Hearts á útivelli.
Celtic var afar óheppið I leikn-
um.í upphafi fékk liðið á sig mjög
klaufalegt mark, þegar mark-
vörðurinn misstiboltann inn i eig-
Þeir voru hressir og kátir þessir
fjórir sveinar, sem voru að æfa
sig I stangarstökki þegar Bjarn-
leifur Ijósmyndari okkar kom
inn á Laugardalsvöll eitt kvöld-
ið i vikunni. Þeir eru talið frá
vinstri: Þorvaldur Þórsson,
Stefán Hallgrlmsson, Asgeir
Þór Eiriksson og Gunnar Páll
Jóakimsson.
oftur
Sviar sigruðu Norð- I
menn 2:0 i 3. riðli i
Evrópukeppni landsliða
i Osló i gærkvöldi og |
fyrir
eiga þeir þvi enn smá
von um að komast i úr-
slit i keppninni.
Sviar sýndu oft ágætan leik i
ið mark. Og ekki bætti það úr
skák, þegar liðið fékk vitaspyrnu
nokkru siðar, en markvörður
Hearts gerði sér litið fyrir og
varði.
Leikmenn Celtic gáfust samt
ekki upp og sóttu mjög stift allan
leikinn og átti þá Jóhannes Eð-
valdsson m.a. skalla i stöng. 1 lok
leiksins, þegar Celtic sótti sem
mest, átti Hearts eitt skyndiupp-
hlaup sem endaði með þvi að
dæmt var viti á Celtic, og þeim
urðu ekki á nein mistök með
spyrnuna — skoruðu örugglega.
Fyrirkomulagið i keppninni er
þannig, að liðin leika i riðlum og
er Celtic með Aberdeen, Hearts
og Dumbarton i riðli. Öll liðin
hafa tapað tveim stigum, svo að
allt getur gerzt ennþá.
Deildar- eða „Top-Ten” keppn-
in hefst 30. ágúst og leika þá stór-
veldin, Rangers og Celtic á
heimavelli Rangers, Ibrox Park i
fyrsta leiknum.
Úrslit helztu leikjanna i Skot-
landi I gærkvöldi urðu þessi:
Aberdeen—Dumbarton 2:0
Ayr Utd.—Hibernian 2:1
Clyde—Rangers 0:1
Dundee—Dunfermline 4:0
Hearts—Celtic 2:0
Morton—Stranrae 2:5
Partick—Dundee Utd. 3:1
gærkvöldi, sérstaklega þeir
Roland Sandberg og Ronnie
Hellström i markinu. Sandberg
skoraði fyrra mark Svlanna i
fyrri halfleik, en Roland Anders-
son hitt I seinni hálfleik.
Næsti leikur I riðlinum er miili
N-tra og Svla 3. september og
verður leikið i Belfast. Fyrri
leiknum lauk með óvæntum sigri
N-tra I Svlþjóð 2:0.
Staðan i
Júgóslavla
N-trland
Sviþjóð
Noregur
riðlinum
er nú þessi:
4 3 0 1 8:4 6
3 2 0 1 4:2 4
4 2 0 2 6:5 4
5 1 0 4 5:12 1
Þetta er eiginkona knattspyrnu-
kappans Guðgeirs Leifssonar,
sem nú hefur gert samning við
belgiska 1. deildarliðið Charle-
roi — Andrea Steinarsdóttir
ásamt börnum þeirra, Steinari
Þór til vinstri og Ellnu Bubbu.
— Myndin er tekin suður á
Keflavikurflugvelli I fyrradag,
þegar þau voru að leggja af
stað til Belgíu, þar sem Guðgeir
hefur skrifað undir samning um
aö dvelja i tvö ár.
Ljósmynd emm—
Skagamenn komust í ham í Hafnarfirði og sigruðu FH 3:0 -- en KR-ingar áttu
í hálfgerðu basli með 3. deildarlið Þórs á Akureyri
KR OG AKRANES KOMUST
ÁFRAM í BIKARKEPPNINNI
„Hallá: við getum
ekki komið í dag"
Þeir minnstu
í keppninni
stóru-unnu
sœtan sigur!
Seinni hluta keppni fjögurra beztu lands-
liða I Evrópu og fjögurra beztu landsliða i
Ameriku I körfuknattleik hófst I gærkvöldi og
voru þá leiknir tveir leikir.
IRióléku Sovétmenn og Brasiliumenn og
lauk leiknum með sigri Rússanna 76:72, I
hálfleik höfðu þeir yfir 42:40.
Hinn leikurinn var milli Mexíkana og ítala
iMexíkó og komu hinir lágvöxnu Mexikanar
— (þeirra hæsti maður er 2.04 m) — ntjög á
óvart og höfðu yfir i hálfleik 58:45.
ttalir geröu allt sem þeir gátu til að jafna
metin iseinni hálfleik, cn Mexikanarnir gáfu
hvergi og unnu sætan sigur 97:93.
Júgóslavar , I forystu I keppninni, en
Brasiliumenn eru i öðru sæti. Rússar og
Bandarikjamenn konia þar á eftir, en hafa
lcikiö tveim leikjum minna.
Mœta þeir
í úrslitin?
Einherji frá Vopnafirði trvggöi sér I gær-
kvöldi rétt til að lcika I úrslitakeppninni i 3.
dcild I knattspyrnu með þvi að sigra Austra
frá Eskifiröi 5:2 i úrslitaleik I öðrum Aust-
fjarðariðlinum.
Þótt Vopnfirðingarnir hafi unnið sér
þennan rétt, er samt vafasamt að þcir mæti I
úrslitakeppnina, sem á að fara fram hér I.
Reykjavik um aðra helgi. Margir af leik-
mönnum liðsins hafa ekki tök á þvi aö fara
suöur, og ekki vist að hægt verði að
„skrapa” saman I iið ef þeir hætta við.
Leikurinn I gær fór fram á hlutlausum velli
— Eiðavelli — og voru leikmenn liöanna langt
i frá ánægðir meö hann. Ahorfendurnir voru
ekki nema á milli 15 og 20 talsins, en hefðu
verið mun fleiri ef hann hefði fariö fram niðri
á fjöröum. Var þvi bullandi tap á leiknum
fyrir bæði liðin.
Þá þótti völiurinn ekki neitt sérstakt — lítið
annað en mishæðir og þúfur — og mörkin
undarlcg, svo ekki sé meira sagt. Hallaði
annað þeirra — sem var úr járni — en I
hitt vantaði aðra slána til að halda netinu
uppi svo það lá á og yfir marklinunni þeim
ntegin!!!
Útimótið af
stað í kvöld
tslandsmótið i útihandknattleik hefst við
Mýrarhúsaskólann I kvöld, og verður svo
kcppt á hverju kvöldi i fimm daga.
Liðin sem taka þátt i mótinu að þessu sinni
eru 10 og er þeim skipt I tvo riöla. t A-riðli
eru: tR, FH, Afturelding, Vikingur og Hauk-
ar, en i B-riðli: Armann, Grótta, KR, Valur
og Fram.
t kvöld kl. 6. leika Armann-Grótta, ÍR-
FH og Afturelding-V Ikingur.
Annað kvöld lcika svo tR-Haukar, KR-Val-
ur og Armann-Fram.
Tvöfaldur
Coca Cola!
Tvö opin golfmót verða háð hér á Suöur-
landi um næstu hclgi. Annaö þeirra er Coca
Cola-keppnin I Grafarholti — elzta op.na golf-
mót landsins — sem auk þess er stigamót á
vegum GSt. Að þessu sinni er keppnin tvi-
skipt.
Keppnin hefst á laugardaginn kemur og
vcrða þá leiknar 36 holur með og án forgjaf-
ar. Helgina á eftir verður þvi haldiö áfram og
þá leiknar 36 holur án forgjafar.
Skráning og allar nánari upplýsingar um
mótiö eru veittar i Golfskálanunv i Grafar-
holti næstu kvöld.
Þá fer fram á sunnudaginn sveitakeppni
unglinga á Hólmsvelli I Leiru. Þar verða
lciknar 27 holur og byrjar keppnin kl. 10.00 á
sunnudag. Þeir golfklúbbar seni ætla að
senda lið I keppnina eru beðnir um aö til-
kynna það til Helga Hólm — slmi 2313 I Kefla-
vlk.