Vísir - 20.08.1975, Side 1

Vísir - 20.08.1975, Side 1
VISIR 65. árg. — Miðvikudagur 20. ágúst 1975 — 187. tbl. SÓLSKIN í Borgarbúar sáu nokkuð annað en þeir hafa átt að venjast sfðustu daga, þegar þeir nudduðu stlr- urnar úr augunum I morgun. Sól- skin! Það þykir sannarlega tiðindum sæta, ef sóiargeisli nær að brjótast niður til okkar þetta DAG! sumarið, hvað þá ef maður sér sólina. Veðurfræðingar spá góðu veðri i dag, norðaustan golu eða kalda og léttskýjuðu. Hitinn verður 9 til 12 stig. Það má þvi búast við, að það verði margt um manninn á götunum i matar- og kaffihléum. Þeir búa ekki við sömu bliðu á Norður-og Austurlandi i dag. Þar er skýjað og sums staðar þoku- siíid. Annars staðar er léttskýjað og norðaustan gola eða kaldi rikj- andi. Hitastigið á landinu klukkan sex i morgun var 7-9 stig. Atta stiga hiti var i Reykjavik snemma i morgun. Spáð er kóln- andi veðri. — EA Kveikti í sér á Kleppi Vistmaður á Kleppi brenndist i gærkvöldi, er hann brá eldi i föt sin. Ekki er vitað, hver ástæðan var fyr- ir ikveikjunni, en maðurinn var lagður inn á Landspitalann með brunasár. — JB Póstpokar á flakki Tveir póstpokar fundust á flækingi niðri við höfn i gær- kvöldi. I öðrum pokanum voru bögglar en i hinum verðbréf. Pokar þessir voru frá pósthús- inu á Akranesi og áttu að fara á pósthúsið í Reykjavík. Lög- reglan kom pokunum til skila, en ekki er fullkannað, hvernig pokarnir komust á flæking. — JB Enn einn íslenzkur landhelgis- brjótur Gunnar Jónsson VE-500 var staöinn að meintum ólögleg- um togveiðum 1,8 sjómilur innan fiskveiðimarkanna und- an Ingólfshöfða. Það var þyrl- an TF-GNA, sem stóð bátinn að verki seint i gærkvöldi. Mál bátsins verður tekið fyrir i Eyjum i dag. Þetta er áttundi íslenzki báturinn, sem staðinn hefur verið að ólöglegum veið- um á stuttum tima. — JB Hvað skeður ef allt kvenfólkið leggur niður vinnu heilan dag? — sjá bls. 7 Samdrátturinn í byggingum er feikilegur FJÓRÐUNGI MINNA STÍYPT í REYKJA VIK Mikill samdráttur hef- ur orðið i bygginga- framkvæmdum i Reykjavik. Samdráttur- inn i steypu er 25 af hundraði, að sögn Viglundar Þorsteins- sonar hjá Steypustöð BM Vallá h.f. „Þetta er eins hjá starfs- bræðum minum,” sagði Viglund- ur. „Miðað við fyrstu 7 mánuði er samdrátturinn i ár 25%. borið saman við 1974. Að visu var árið 1974 mjög gott ár.” „Þetta ár hefur jafnazt upp úti á landi, þar sem byggðastefnan hefursináhrif,” sagði Viglundur. Svavar Pálsson, forstjóri Sementsverksmiðju rikisins, staðfesti, að sementssala til Reykjavikur og nágrennis hefði minnkaö um nálægt fjórðung frá I fyrra. Vegna Sigölduvirkjunar og framkvæmda i Þorlákshöfn hefur sementssalan aukizt, samanborið við fyrstu 7 mánuði I fyrra, en minnkað, ef þessar tvær fram- kvæmdir eru teknar út úr dæminu. Við þær eru notaðar aðrar tegundir af sementi. Mörg undanfarin ár hefur sala Miðaö við þetta ætti salan I ár alls að verða um 160 þúsund tonn, sem er svipað og árið 1974, þegar salan varð alls 158.597 tonn. „Þetta gefur þó ekki rétta mynd,” sagði Svavar Pálsson. „Rétt er að draga frá það, sem fer til Sigöldu og Þorlákshafnar. — Sé það gert kemur út salan fyrstu sjö mánaða árs verið ámóta og sala fimm siðustu mánaða ársins, það er að um helmingur hefur selzt fyrstu 7 mánuðina. Fram til júliloka I ár nam sala Sementsverk- smiðjunnar 80.449 tonnum en 78.783 tonnum á sama tima fyrra. 68.729 tonn i ár, fyrstu 7 mánuðina, samanborið við 78.364 tonn i fyrra, sem er minnkun um 13%.” Skiptingin milli Reykjavikur og annarra hluta lands kemur fram af tölum um skiptingu sölunnar milli sekkjaðs og ósekkjaðs sements. Ósekkjað, laust, fer sement til Reykjavikur, Selfoss og Ytri Njarðvikur en sekkjað annað. Aðfrátöldu þvi, sem fertil Sigöldu og Þorlákshafnar, hefur salaná sekkjuðu minnkað um 2%, en um 22% af lausu.Kemur talan 22%heim við það, sem Viglundur Þorsteinsson segir um minnkun steypu I Reykjavik. ’HH. Tveir piltar hœtt komnir á sundunum íkomnir barst" sem hjálpuðu þeim við að halda sér á floti. — Við spörkuðum af okkur stigvélunum og héldum svo á rólegu sundi áleiðis til lands, segir Árni Sverrisson. Piltarnir telja sig hafa verið minnsta kosti 15 minútur i sjón- um. Brátt settist kuldinn og þreytan að piltunum. Þeir hróp- uðu á hjálp og urðu fljótlega varir við mannaferðir i fjör- unni, sem var enn eina 500 metra frá þeim. Haft var samband við Guð- mund Hafsteinsson á Bergi, sem hélt þegar til móts við pilt- ana ásamt föður sinum á mótor- bát, sem þeir eiga. Lögreglan var lika komin á staðinn með sinn gúmmibát skömmu siðar. — Þeir fluttu okkur á slysa- varðstofuna til athugunar, en viö náöum okkur fljótlega og fengum þvi að fara heim, sagði Grétar. — Ég efast nú um að ég fari I öllu fleiri sjóferðir á þessum kajak. Ætli ég reyni bara ekki að selja hann, sagði Grétar að lokum. — JB Lögreglunni tókst aö ná upp báti þeirra félaga, Arna Sverrissonar (til vinstri) og Grétars Ólasonar, I gærkvöldi. Hér eru piltarnir aö huga aö bátnum I morgun. Ljósm. BJ.Bj. — Ég fékk krampa af kulda og var aðfram- kominn er hjálpin barst, segir Árni Sverrisson, 18 ára pilt- ur af Seltjarnarnesi, sem i gær var hætt kominn er bát hans og félaga hans hvolfdi á sundunum. — Við hefðum ekki getað haldið þetta öllu lengur út, segir Grétar Ólason, félagi hans og eigandi kajaksins, sem þeir voru á. — Við lögðum af stað um klukkan háfniu og sigldum út I Akurey og ætluðum siðan að halda aftur til lands. Ég sat frammi i og i einu áratakinu brotnaði árin. Þá féll ég út i hlið kajaksins, sem við það hvolfdi, segir Grétar Ólason. Þeir félagar féllu i sjóinn. Þeir voru i björgunarbeltum, Undirmenn í verkfalli 28. ágúst „Einar buxur ráða ekki úrslitunum" „Breytingin á tolla- reglugerðinni var ekki svo mikil, að það ráði úr- slitum við atkvæða- greiðslu. Þetta er svo lít- ið. Áður gátu menn kannski keypt sér einar buxur og nú tvennar." Þetta sagði Sigfús Bjarnason, Sjómannafélagi Reykjavikur, i morgun. Undirmenn á kaup- skipum hafa boðað verkfall. „Ætli það verði ekki frá 28. ágúst,” sagði Sigfús. „Við reyn- um að gefa góðan tima.” „Þetta stendur allt fast,” sagði hann um samningana, „en verði einhver sinnaskipti hjá viðsemjendum okkar, verður unnt að semja. Timinn er næg- ur, 8 dagar. Við erum ekkert hrifnir af verkfalli á þessum tima, en þetta er framhaldið, ef ekkert gengur.” Það hefur ekk- ert fengizt i viðbót, siðan undir- menn felldu samkomulag samúinganefndanna með einu atkvæði. —HH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.