Vísir - 23.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 23.08.1975, Blaðsíða 1
# I VATNSSKORTUR Vörusýningin Sverrir TTTglTTI 1 HÁIR olli heldur áfram V lcilJtil SLÖKKVILIÐINU vöruþurrð að blanda 65. árg. — Laugardagur 23. ágúst 1975 — 190. tbl. — baksíða — baksíða — baksíða Ekkertþokast í flugfreyju- deilunni „Ég hef ekki verið boðuð til neinna viðræðna”, sagði Erla Hatlemark, formaður Flug- freyjufélagsins, er haft var samband við hana i gærkveldi. Hvað snerti fund flugfreyj- anna á fimmtudagskvöldið, sagði Erla, að ekkert væri hægt að upplysa um hann. ,,Það, að málið er komið til Félagsdóms þýðir ekki, að sættir verði ekki reyndar,” sagði Már Gunnarsson, starfs- mannastjóri Flugleiða. Hann bætti við, að þetta væri trygging þess, að málið hlyti löglega meðferð, en fram til þess að málið yrði þingfest myndi reynt að násamkomu- lagi. —BA Blikarnir upp í 1. deild Breiðablik úr Kópavogi tryggði sér réttinn til að leika I 1. deild á næsta ári i gær- kvöldi. En þá vann liðið Þrótt úr Reykjavik á grasvellinum i Kópavogi 4:1. Blikarnir höfðu mikia yfir- burði og sýndu oft stórgóða knattspyrnu, þó að aðstæður væru ekki góðar, rok og rign- ing. Blikarnir skoruðu tvivegis i fyrri hálfleik, Hinrik Þórhalls- son og Þór Hreiðarsson. En þeir Heiðar Breiðfjörð og Ólafur Friðriksson bættu siðan tveim mörkum við i seinni hálfleik. Mark Þróttar skoraði Sverr- ir Brynjólfsson á slðustu sekúndum leiksins. Ók niður brunohano — í geysihörðum órekstri í Keflavík Kona slasaðist i geysihörð- um árekstri I Keflavik um há- degið I gær. Þar laust saman tveim bilum og er annar bill- inn, sem var frá Akranesi, ó- nýtur. Konan var farþegi I honum. Akranesbillinn kom akandi Tjarnargötuna og þvert út á Hringbrautina, sem er aðal- braut. Þar ók hann I veg fyrir litinn fólksflutningabil, sem hentist upp á gangstétt og braut niður brunahana. Skap- aðistaf þessu mikill vatnselg- ur. Fólksflutningabillinn er mikið skemmdur en enginn slasaðist I honum. —JB 160 tonn af ferskfiski ó viku með Iscargo til USA? Miklir möguleikar opnast ef félagið fœr flutninga hersins Ef Iscargo hf. fær umbeðið leyfi til að taka að sér flutninga fyrir Varnarliðið á öðrum vörum en þeim, sem eru beinlinis hernað- arlegs eðlis, veröur jafnframt opin leið að fljúga með töluvert magn af ferskum fiskiá markað i Bandarikjunum. Það eru þrjár tegundir af þot- um, sem Iscarco-menn hafa i huga til þessara flutninga. Mest- an áhuga hafa þeir þó á Douglas DC-8-63, en það er sama tegund og Flugleiðir eiga. Flutningadeild flughersins bandariska fer að meðaltali fjór- ar ferðir f viku milli Islands og Bandarikjanna, með alls konar vaming, sem á að koma hingað til herstöðvarinnar. Þar má nefna kjötmeti og ávexti. Douglas-þotur einsog þær, sem Iscargo hefur mestan áhuga á, geta borið um fjörutiu smálestir. Ef reiknað er með fjórum ferðum i viku, ætti að vera hægt að flytja um 160 lestir af ferskum fiski vikulega á markað i Bandarikj- unum. Liklega er þessi tala þó i hærra lagi, þvi aðreikna má með, aö þoturnar þurfi kanneske að taka einhvern flutning frá her- stööinni til Bandarikjanna. Ýmsir fiskframleiðendur hafa látiðiljós áhuga á að hagnýta sér ferðir Iscargo, ef af þessu verður. Margir aðrir islenzkir framleið- endur gætu sjálfsagt einnig haft af þessu eitthvert gagn. Litlir fiskfarmar hafa nokkrum sinnum verið sendir á markað i Bandarlkjunum með þotum Flug- leiða. En það hafa ekki veriö nema örfáar lestir i einu. Til þess að komast eitthvað inn á markað- inn þarf miklu meira magn og tið- ari sendingar. —ÓT Hverf isteinninn, sem hann Hjalti Sigurbjörns- son virðir fyrir sér, er sennilega smíðaður í byrjun þessarar aldar. Það var þúsundþjala- smiður, sem Ingvar ís- dal hét, sem bjó hann til. Þessi hverfisteinn — á- samt mörgum öðrum munum — er eitt af því, sem prýðir garðinn að Kiðafelli í Kjós. Sjá bls. 3. ÚTLENDINGAR HAFA NÆRRI HELMINGINN VEITT — af því, sem veiðzt hefur á íslandsmiðum Við höfum rétt marið meiri- hlutann af aflanum á íslands- miðum. Sé tekið meðaltal af aflan- um hér við land, á þvi svæði, sem kallast tslandsmið, koma I hlut tslendinga 52,1 prósent á árunum 1958—1973. Þetta hlut- fall hefur verið nokkuð breyti- legt, en þó nálægt 50% ÖII árin. Það var hæst árið 1969, 59,9 af hundraði en lægst árið 1967, 46,5 af hundraði. Þessar upplýsingar fékk blaöiðhjá Fiskifélagi Islands i gær. Aflinn hefur verið að meðal- tali 728 þúsund tonn á ári þessi ár. Við útfærsluna i 200 milur ætti að verða grundvallar- breyting, miðað við þessi hlut- föll. Þótt samið yrði við all- margar þjóðir um veiðiheim- ildir innan 200 milna, mundi hlutfallið eiga að breytast Is- lendingum i' vil, svo að um munar. Viðræður við Breta hefjast 11. september, og Vestur-Þjóðverjar eru nú foks að nýju reiðubúnir til samn- ingaviðræðna. Þessar þjóðir, og fleiri, munu sækjast eftir heimildum til veiða innan 50 milna, en islenzk stjórnvöld hafa ekki lofað neinum slikum veiðum. Þau segjast hins veg- ar vera til viðræðna við aðra um veiöar innan 200 milna, með miklum takmörkunum. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.